Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 9 PV______________________________________________________________________________________________________Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.113 m.kr. ••• Mest með húsbréf, 685 m.kr. ••• Húsnæðisbréf 246 m.kr. ••• Hlutabréf 126 m.kr. •• • Mest með FBA, 40 m.kr. en gengið lækkaði um 0,4% •••SR-mjöl hækkaði um 3,45% •••Grandi hækkaði um 1,3% ...Baugur hækkaði um 2,3% en gengið er nú 8,9 Marel lækkaði um 1,4% ••• Úrvalsvísitala lækkaði um 0,33% og er nú 1.345,7 stig ••• Seðlabankinn spáir 4,6% hækkun neysluverðsvísitölu Innherji selur 27 milljóna króna hlutíFBA Innheiji í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. seldi iyrr í þessum mánuði hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 10 milljónir króna að nafhvirði. Til- kynning þessa efnis barst VÞÍ í gær. Markaðsvirði hlutarins er tæplega 27 milljónir króna. Seðlabanki íslands hefur endurmet- ið horfur um verðbólgu á þessu ári í ljósi þróunar vísitölu neysluverðs og undirliggjandi stærða á síðustu mán- uðum. Auk þess spáir bankinn nú framvindu verðlags á næsta ári. Seðla- bankinn spáir nú 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upphafi til loka árs 1999. Þá spáir bankinn 4,1% verðbólgu milli áranna 1999 og 2000 en 3,7% verðbólgu frá upphafi til loka næsta árs miðað við óbreytt gengi frá því sem það er í dag. Vísitala neysluverðs hækkaði mn íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því stöndugasta í Evrópu. í lok síðasta árs námu heildareignir lífeyrissjóðanna 407 milljörðum króna og jukust um rúm 15% á árinu. Það sem af er þessu ári hafa eignir þeirra aukist enn meir. Sam- kvæmt Hagtölum mánaðarins námu heildareignir í lok júlí 450 milljörðum króna Það jafngildir að eignir íslenskra lifeyrissjóða hafi aukist um 10% frá árs- byijun. Haldi vöxtur lífeyrissjóðanna áfram með sama hætti stefnir í að heild- 1,7% á milli annars og þriðja ársfjórð- ungs 1999 sem samsvarar 6,8% verð- bólgu á heilu ári. Spá Seðlabankans frá því í júlí sl. gerði ráð fyrir 1,3% hækk- un sem samsvarar 5,3% verðbólgu á heilu ári. Frávikið er innan tölfræði- legra skekkjumarka. Frávikið stafaði af því að olíu- og bensínverð annars vegar og húsnæðisverð á höfuðborgar- svæðinu hins vegar hækkaði mun meira en gert var ráð fyrir í júlí. 3,3% hækkun milli ársmeðal- tala areignir íslenskra lífeyrissjóða verði meiri en 500 miiljarðar fyrir mitt næsta ár. Sé tekið mið af síðustu áramótum nema heildareignir íslenskra lifeyris- sjóða um 70% af vergri landsfram- leiðslu. Samkvæmt samantekt Financial Times fyrr í þessum mánuði er hlutfall- ið hið sjötta hæsta í ríkjum Vestur-Evr- ópu. Ef heildareignum sjóðanna er hins vegar deilt niður á hvem landsmann er staða íslenskra lífeyrissjóða enn sterk- ari. Miðað við stöðu í árslok 1998 myndi er gert ráð fyrir að verðlag í ár verði að meðaltali 3,3% hærra en í fyrra og að það hækki um 4,6% frá árs- byrjun til loka árs- ins. í júlí sl. spáði hlutur hvers og eins nema 1,5 milljón- um króna og er ísland í fimmta sæti landa Vestur-Evrópu. „Nú orðið er staða íslenskra lífeyrissjóða almennt mjög góð og gjörbreytt frá því sem áður var þegar lífeyrissjóðfrnir bjuggu við neikvæða raunávöxtim innanlands. Þeir geta nú fyllilega staðið við sín lífeyrisloforð," segir Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), í samtali við Viðskiptablaðið. bankinn að samsvarandi hækkanir yrðu 3% og 4%. Meginástæða þess að nú er spáð meiri verðbólgu en í júlí er meiri hækkun verðlags á þriðja ársflórðungi en búist var við. Hins vegar er gert ráð fyrir litlum sem eng- um verðhækkunum það sem eftir er ársins. Það byggir á venjubundinni árstíðasveiflu verðlags, lækkun bens- íngjalds sem þegar er orðin og hækk- un á gengi íslensku krónunnar að undanförnu. Þá er ekki reiknað með umtalsverðri hækkun á raunverði húsnæðis það sem eftir lifir ársins né að hensínverð erlendis gefi tilefni til hækkunar á innlendum markaði. Bregðist þessar forsendur verður verðbólga meiri en hér er spáð. 4,1% verðbólga á næsta ári Seðlabankinn hefur einnig metið verðlagshorfur næsta árs og spáir 4,1% verðbólgu á milli ársmeðaltala 1999 og 2000 en 3,7% verðbólgu frá upphafi til loka árs 2000. Þessi spá byggir á því að gengi krónunnar haldist óbreytt frá því sem nú er og að meðalhækkun launa á almennum vinnumarkaði að meðtöldu launa- skriði og þegar umsömdum hækkun- um verði um 6!& á milli áranna 1999 og 2000. Hagnaður FISK185 milljónir Rekstrarhagnaður Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á síðasta rekstrarári var 185 milljónir kr. Rekstrarár FISK er hið sama og kvótaárið. Rekstrar- tekjur voru 2.395 milljónir, hækkuðu um 10,17% á milli ára, en rekstrar- gjöld hækkuðu um 2,1% og voru 1.703 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 692 milljónir kr., eða 28,91% af veltu. Afskriftir voru 313 milljónir og fjármagnskostnaður 198 milljónir. Veltufé frá rekstri var 577 miiljónir, eða 24,1% af veltu. Heildarskuldir FISK lækkuðu um 262 milljónir á milli ára og eru nettóskuldir fyrirtækisins nú 1365 milljónir kr. Rekstur FISK gekk al- mennt nokkuð vel á árinu, þorskveiði var auðveld, afurðaverð tiltölulega hátt, en erfiðleikar voru í rækjuveið- um. Sænskur banki kaupir þýskan banka Sænski bankinn Skandinaviska Enskilda Banken AB (SEB) tiikynnti í gær um kaup sín á þýska bankanum BfG Bank AG fyrir 1,6 milljarða evra (um 120 milljarða fsL kr.). Með kaup- unum hyggst SEB styrkja emi stöðu sína í Norður-Evrópu. í endurskoðaðri spá Seðlabankans Eitt stöndugasta lífeyriskerfi í Evrópu - eignir lífeyrissjóðanna munu nema 500 milljörðum snemma á næsta ári IHI IBI tlLBbtiÍÖAGAR Allir bílar undir 600 þúsund á vaxtalausum lánum til 3 ára þe??a \dírn! virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 13-17. NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 550 2400 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.