Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Bandaríski kylfingurinn Payne Stewart fórst í flugslysi i gær: Talið að allir hafi látist en vélin hrapaði MEISTARAKYLFINGUR FERSTI FLUGSLYSI áður Bandaríski kylfingurinn Payne Stewart lét lífið í gær þegar einka- þota hans hrapaði til jarðar í Suður- Dakóta eftir að hafa flogið stjórn- laust yfir stóran hluta Bandaríkj- anna. Tvær bandarískar orr- ustuflugvélar fylgdu vélinni eftir síðasta spölinn. Embættismenn sögðu í fyrstu að fimm manns hefðu verið um borð í vélinni þegar hún hrapaði niður á akur nærri bænum Mina í norð- austurhluta Suður-Dakóta. Enginn komst lífs af. Óstaðfestar fregnir herma að allt bendi til að flugmenn Bandaríski kylfingurinn Payne Stewart er mörgum golfáhuga- manninum mikill harmdauði. ívanov efast um sannleiksgildi Mitrokhinskjala Igor ívanov, utanrikisráðherra Rússlands, kvaðst i gær efast um sannleiksgildi svokallaðra Mitrokhinskjala um njósnir KGB, rússnesku leyniþjónust- unnar. Lýsti ívanov yfir efa- semdum sínum á fundi með fréttamönnum að loknum við- ræðum við Lamberto Dino, utanríkisráð- herra Ítalíu, í Róm. Vasili Mitrokhin, fyrrverandi skjalavörður hjá KGB, tók með sér ýmis gögn frá Moskvu þegar hann flutti til Vesturlanda 1992. Upplýsingar í skjölum hans um að fjöldi ítala hafi njósnað fyrir KGB, þar á meðal kommúnistaleiðtoginn Cossutta, hafa valdið pólítískum deilum á Ítalíu. ívanov sagði nauðsynlegt að líta á málið í sögulegu sam- hengi. og farþegar vélarinnar hafi verið látnir löngu áður en hún varð bens- ínlaus og hrapaði. Bandarísk flugmálayfirvöld sögðu síðar að viðbótarfarþegi kynni að hafa verið með í vélinni en hann var ekki nafngreindur. Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði að þjóðaröryggisráð- ið og aðrir embættismenn hefðu fylgst með flugvélinni. Menn voru áhyggjufullir um að hún myndi hrapa niður á íbúðabyggð. Einkaþotan, sem var af Learjet gerð, var leið frá Orlando til Dallas í Texas. Flugumsjónarmenn misstu sam- bandið við vélina skömmu eftir flugtak, þegar hún var komin upp í 37.000 feta hæð norðvestur af Gains- ville á Flórída. Herflugvélar voru sendar á loft til að fylgjast með og sögðust flugmenn þeirra ekki sjá neitt lífsmark um borð í einkaþot- unni. Rúður hennar virtust hélaðar að innan, hugsanlega vegna þess að þrýstingur inni í henni hefði fallið. Þotan flaug yfir fimm ríki áður en hún hrapaði loks til jarðar. Gene Abdallah, yfhmaður í þjóðvegaeftir- liti Suður-Dakóta, hafði eftir sjónar- votti að flugvélin hefði fallið til jarðar eins og tuska. Enginn slasað- ist á jörðu niðri. Payne Stewart var 42 ára þegar hann lést og lætur eftir sig eigin- konu og tvö böm, dótturina Chel- sea, 13 ára, og tíu ára soninn Aaron. Stewart var með litríkari kylfingum á bandarísku mótaröðinni og klæddist ávallt pokabuxum í mót- um, aldrei hinum sömu tvo daga i röð. Stewart vann opna bandaríska meistaramótið tvisvar og var meðal annars í Ryder Cup liði Bandaríkj- anna á þessu ári. Samtök atvinnykylfinga í Banda- ríkjunum sögðu að goifiþróttin hefði misst mikið við fráfall Stewarts og spænski kylfingurinn José Maria Olazabal, sem átti að leika með honum í næsta mánuði kallaði hann sannan heiðursmann. Coetzee fær Booker Suður-afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee fékk hin virtu bresku Booker bókmenntaverð- laun í gær, í annað sinn. Verð- launabókin heitir Disgrace og fjallar um heimaland höfundarins á snilldarlegan hátt. Eitur fyrir hunda 24 böm í Perú létust eftir að hafa fengið mjólk blandaða eitri fyrir villta hunda. Lítil stúlka hafði séð mjólkurílátið utandyra og tekið með sér inn í skólann. Gusmao til Jakarta Xanana Gusmao, frelsisleiðtogi A-Tímorbúa, ætlar í heimsókn til Jakarta til að hitta þar nýja leiðtoga Indónesíu, að því er nýkjör- inn forseti Indónesíu, Abd- urrahman Wa- hid, greindi frá í morgun. „Ali Alatas, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sagði mér þetta. Ef það er satt munum við Mega taka á móti honum á flugvellinum," sagði Abdurrah- man. Varð að selja frímerkin Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem um helgina var sýknaður af öllum ákærum um samvinnu við mafi- una, sagði í gær að hann hefði neyðst til að selja frímerkjasafn sitt til að geta greitt verjendum sínum. Ráðherra segir af sér Forsætisráðherra Albaníu, Pandeli Majko, kvaðst í gær ætla að segja af sér þar sem hann hefði fyrr í mánuðinum misst forystu i flokki sínum, Sósíalistaflokknum. Skammarkrókur Yfirvöld í Manchester í Englandi ætla að láta birta á töflu nöfn og heimilisföng dæmdra af- brotamanna sem eftirlitsmynda- vélar hafa myndað. Musharraf til Sádi-Arabíu Pervez Musharraf, yfirmaður herstjórnarinnar í Pakistan, er í heimsókn í Sádiarabíu þar sem hann á viðræður við ráðamenn. Alnæmi drepur börn 3 milljónir barna hafa látist úr alnæmi. 4,5 milljónir undir 15 ára eru smitaðar af alnæmi. Flest bömin hafa smitast af mæðrum sinum. 14 milljónir bamshafandi kvenna eru smitaðar af alnæmi. Blair í jarðlest Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom farþegum jarðlest- ar í London í gær á óvart er hann settist við hlið þeirra ásamt embættis: mönnum og líf- vörðum. Bifreið forsætisráðherr- ans festist í um- ferðarteppu og ákvað hann þá að taka lest í staðinn. Blair var sagð- ur hafa notið ferðarinnar. Megawati Sukarnoputri, varaforsetl Indónesíu, kynnti nýja stjórn landsins í morgun. Þar er mikið af nýjum mönnum sem hafa litla reynslu af stórnarstörfum. Abdurrahman Wahid forseti fylgist með varaforsetanum af athygli. OLYMPUS # NINTENDO.64 GAMEBOY AEG _ Manchester United ■ 4tT^U Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Pionez&r AEG tæki eða aðrar vörur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum O Þrír farseðlar á leik Manchester United í Manchester (byrjun næsta árs. (Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA O 5 stk. Game Boy Color O 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar vörur að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miða með nafni og heimilisfangi). Gildir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum. J\UlosCopco TEFAL OYAMAHA -Jarnp: (ijinDesiT FINLUX Nikon LOEWE. BEICO (Nintendo) - sameiginieg sigurganga frá 1982 ’ SHAfíP hefurverið aðalstyrktaradili Mancester United tri 1982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.