Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 13 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir og angistar Myndir eítir Sölva Helgason Olafur Jónsson sem hyggst gefa út bók um myndlist Sölva Helgasonar lýs- ir eftir myndum eftii' hann sem ein- stakling- ar kunna að eiga í fórum sínum. Biður hann þá vinsam- lega að hafa samband við sig í síma 895 9852 eða senda bréf i pósthólf 7077, 127 Reykjavík. Danskir bókadagar 1 Pennanum Eymundsson, Austur- stræti 18, standa nú yflr danskir bóka- dagar, og er öllum unnendum nor- rænna bókmennta bent á að kynna sér þá ríflega 300 titla sem í boði eru. Dönsku bókadagarnir standa til 12. nóvember. m r* ■ Steinar í vörðu INýlega kom út afmælisrit Þuríðar J. Kristjánsdóttur, fyrrum prófessors í uppeldissálarfræði við Kennaraháskóla ; íslands, Steinar i vörðu. Á sjötugsaf- mæli Þuríðar 28. apríl 1997 kviknaði sú hugmynd í hópi vina hennar og sam- starfsfólks að gefa út greinasafn henni til heiðurs. Nú hefur hugmyndin orðið að veruleika og skrifa 17 höfundar greinar upp á samtals röskar 300 síður. Skóli hefur verið starfsvettvangur Þuríðar alla tíð. Eftir skyldu- nám í heimahéraði lauk hún kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands vorið 1948 og kenndi eftir það bömum og unglingum um langt skeið. Auk þess nýtti hún hvert tækifæri til frekara náms, og doktorsprófi lauk hún frá University of Illinois í Bandaríkjunum 1971. Lengst starfaði Þuríður samfellt við Kennarahá- skóla íslands og sinnti þar margháttuðum störfum á viðkvæmum mót- unarárum nýs háskóla. Hún var fyrsti prófessorinn sem skipaður var við skól- ■ ann og um tíma var hún aðstoðarrekt- or hans og ruddi ótroðnar slóðir við ;; skipulagningu nýrra námsleiða, rétt- 1 indanáms og fjarnáms. í Steinum í vörðu er fyrst og fremst Ifjallað um skólamál. í upphafl bókar lít- ur Þuríður um öxl og rifjar upp náms- og starfsferil sinn í viðtali við Kristínu | Indriðadóttur og Ólaf H. Jóhannesson. Síðan er greinunum skipað í fjóra meg- Iinkafla. í þeim fyrsta, „Af spjöldum sög- unnar“, er m.a. rakin þróun sam- ræmdra prófa 1 íslenskuin skólum frá i 1880-1977 og fjallað um lýðháskóla á ís- landi í byrjun 20. aldar. f öðrum kafla, | „Próffræði og námsmat", er fjailau um ýmsar matsað- ferðir, áreiðan- | leika og rétt- 1 mæti prófnið- urstaðna og mat á munn- | legri færni í ensku. í kaflan- 8 um „Nám og nemendur" er fjallað um mál- töku barna, sögukennslu og söguskyn, læsi íslenskra barna og rétt þeirra til menntunar. Loks er í síðasta kafla, I „Um kennslu og kennara", skrifað um I þróun fagvitundar kennara og hvernig efla má félagsþroska og samskipta- hæfni nemenda, sagt frá rannsókn á endurmenntun kennara og áhrifum kennara á líðan nemenda. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla fslands gefur bókina út. Ritnefnd skip- uðu Helgi Skúli Kjartansson, Hrafn- hildur Ragnarsdóttir, Kristín Indriða- dóttir og Ólafur J. Proppé. Á hádegi á morgun verður óperan Manns- röddin frumsýnd í íslensku óperunni undir stjóm Ingunnar Ásdisardóttur. Hún er sungin af einum söngvara í einum þætti, tekur um 40 mínútur í flutningi og allan tímann er þessi eina persóna að tala - eða syngja - í símann. Sagt er að Jean Cocteau hafi skrifað uppruna- lega leikritið eftir að hann hafði orðið vitni að símtali konu við elskhuga sinn og seinna freist- aði leikritið Francis Poulenc sem samdi úr því ópem. Signý Sæmundsdóttir syngur persónu verks- ins sem er allan timann að reyna að telja ást- mann sinn fyrrverandi á að koma til sín aftur. Það era mikil átök. „Já, engin smá!“ segir Signý og hlær, „engin leið að hafa þau meiri með eina manneskju á sviðinu. Það er farið gegnum allan tilfmninga- skalann og eins djúpt og hægt er að komast á þessari stuttu stund." - Hvar á skalanum byrjarðu? „Þegar áhorfendur koma til sögunnar er per- sónan komin býsna langt niður. Hún er að bíða eftir að maðurinn hringi til hennar svo að hún geti reynt að tæla hann til sín aftur. Það er úr- slitatilraunin og eina vopn hennar er röddin: rödd ástarinnar, tilfmninganna, rödd sálarinn- ar, angistarinnar og reiðinnar. Sambandi þeirra lauk fyrir þremur dögum og þessa þrjá daga hef- ur hún þjáðst mikið. Við komum að henni í slæmu ástandi og svo versnar það!“ - Er ekki erfitt að fá enga gleði á móti örvænt- ingunni? „Nei, því hana fáum við. Inn á milli rifjar hún upp sælustundir þeirra saman og þá glaðnar yfir henni; en það tekur að vísu fljótt af.“ Fyrir bæði kynin Við heyrum ekki hvað ástmaðurinn segir, en þegar mannsröddin þagnar og hlustar á svarið tekur píanóið við. Það leikur karlmanninn og Signý sagði að Gerrit Schuil næði ótrúlegum blæ- brigðum í leik sinn. En við verðum að imynda okkur hvað ástmaðurinn segir nákvæmlega, og væntanlega geta allir sem komnir em til vits og ára búið til sína útgáfu af því. Karlmaður sem Konan reynir að tæla ástmanninn til sín aftur og eina röddin. Signý Sæmundsdóttir í Mannsröddinni. heyrði æfingu á verkinu sagði eftir á að honum hefði fundist mest gaman að imynda sér viðbrögð ástmannsins. „Verkið höfðar til beggja kynja, en það er tek- ið úr reynsluheimi kvenna," segir Signý. „Kon- unni hefúr verið hafhað og henni finnst hún yfir- gefin og forsmáð. Hún lýgur að karlmanninum, viðurkennir svo lygina, ásakar hann, ásakar sjálfa sig og reynir svo að breiða yfir það - og svona gengur þetta þangað til hún getur ekki meira." - Þetta er flott tækifæri fyr- ir söngkonu... „Já,“ segir Signý, „og vinn- an við uppsetninguna hefur verið mjög gefandi um leið og hún var auðvitað afskaplega kreijandi. Músíkin er kannski ekki aðgengileg undir eins en hún undirstrikar rosalega vel það sem er að gerast á hveij- um stað í verkinu, ekki síst tjáir hún spumingar og svör mannsins hinum megin á lín- unni sem við heyrum ekki.“ Signý syngur á frönsku og fannst það erfitt fyrst. „En um leið og maður er búinn að læra hlutverkið og skfija það til fulls hættir tungumáhð að skipta máli. Einfaldara hefði verið að syngja á sínu eigin máli en þegar tónverk er samið á ákveðnu tungumáli þá er mikið atriði að það sé flutt á því líka - að formið fái að halda sér. Blæbrigðin vilja hverfa með nýju tungumáli. Hrynjandin í málinu er mikil- væg og tónlistin er skrifúð út frá henni - og hrynj- andi frönsku og ís- lensku er mjög ólík.“ Texta verður varp- vopn hennar er ag a sjgá svo ekki DV-mynd Teitur verða vandræði að skilja verkið. Manns- röddin verður sýnd í hádeginu á miðviku- dögum á næstunni. Það er djarft tiltæki en forráðamenn Óperannar vonast til að fólki líki sú dirfska. Húsið verður opnað kl. 11.30 og fólki býðst hressing á undan, franskur biti og eitthvað til að skola honum niður með, og er hressingin innifalin i miðaverði. Óperan sjálf hefst svo kl. 12.15 og stendur i 40 mínútur þannig að þetta smehur inn í hádeg- ishléið. Við óskum Signýju góðs gengis við ást- manninn á morgun. Rödd ástar Með orð að vopni Yfirvegaðri kaidhæðni móðurinnar er svarað með takmarkalausri reiði unglingsins. Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Gunnar Hansson í hlutverk- um sínum. DV-mynd ÞÖK Sextán ára pilti sem veit að kjamorku- vopnabirgðir heimsins duga til að tortíma öhu lífi áttatíu sinnum getur varla liðið öðru- vísi en ömurlega. Sérstaklega ef hann tekur „ábyrga afstöðu" sem hann þarf að verja fyr- ir móður sinni sem virðist standa nákvæm- lega á sama um gang heimsmála. Á meðan hann lifir í skugga sprengjunnar kvalinn af ótta nöldrar hún um fáfengilega hluti eins og óhreina sokka og hávaðamengandi tónlist og sýnir þörf hans á vasapeningum takmarkað- an skilning. Heimilisfriðurinn á Njálsgöt- unni er því af skomum skammti en þó kast- ar fyrst tólfunum þegar móðirin segir honum skriflega stríð á hendur. íbúðin breytist í vig- völl þar sem hvert orð verður að vopni í bar- áttunni og lengi óvíst hvort muni hafa betur. Yfirvegaðri kaldhæðni móðurinnar er svarað með takmarkalausri reiði unglingsins sem finnst ranglæti heimsins beinast að honum einum. Orðasennurnar eru oftar en ekki bráðfyndnar en meinhæðnar eins og kemur víst fæstum á óvart sem þekkja til verka Auð- ar Haralds. Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir Sviðsverkið Baneitrað samband á Njálsgöt- unni ber þess nokkur merki að vera unnið upp úr skáldsögu, t.d. hvað varðcir persónu- sköpun. Samband mæðginanna er ávallt í for- granni og því verða aðrar persónur dálítið flatar. Frammistaða aðalleikaranna skiptir því sköpum og óhætt að fúllyrða að vel hafi tekist til hér. Gunnar Hansson sýndi hreint frábæra takta í hlutverki Kormáks. Gelgju- stælamir, töffaraskapurinn, reiðin og vand- ræðagangurinn í sambandi við kvennamálin, allt virkaði þetta sannfærandi og jafnvel pín- lega kunnuglegt fyrir einhverja i áhorfenda- hópnum. Móðirin sem Katla Margrét Þor- geirsdóttir leikur er höfð fremur þreytuleg í útliti en sú þreyta nær svo sannarlega ekki til heilans. Hún hefur ætíð beinskeytt svör á reiðum höndum og einna helst að yfirvegunin sé fullmikil. Uppákoma eins og þegar hún brestur í dans kemur því flatt upp á áhorfend- ur en vekur enn meiri kátínu fyrir vikið. Hildigunnur Þráinsdóttir leikur kærastuna Lillu og tekst ágætlega upp þó ekki hafi hún úr miklu að moða. Sveinn Þórir Geirsson leikur ein sex hlutverk og bjó til bráðskemmtilegar týpur úr flestum. Heimir, vinur Konráðs, var sérlega eftir- minnilegur og sama má raunar segja um lögguna og pylsusalann. Margréti Kr. Pétursdóttur tekst lika að draga sínar persónur skýrum dráttum og gildir þá einu hvort um er að ræða örsmátt hlut- verk konu á námskeiði hjá Rauða krossinum eða móður Lillu. Sjöfn Evertsdóttir var ekki jafh- afgerandi í sínum hlutverkum en einna best í hlutverki unglingsstúlkunnar Guðrúnar. Ekki hefur verið gerð nein tilraun til að færa Baneitrað samband á Njálsgöt- unni nær okkur í tíma. Leikritið gerist árið 1984 líkt og bókin enda hætt við að áhyggjuefni Kormáks virki hjákátleg á þvi herrans ári 1999. Bún- ingar Maríu Ólafsdótt- ur miðast því við tísk- una árið 1984 og nægðu einir og sér til að fá salinn til að skella upp úr oftar en einu sinni. Öll gervi era vel útfærð og tón- list notuð til að undir- strika enn frekar tíð- arandann. Leikmynd Vignis Jóhannssonar er byggð á svipaðri hug- mynd og i Kossinum nema hér er útfærslan ekki jafnmikið augnayndi. Mér fannst eitthvert ójafnvægi milli herbergis Kormáks og eldhúss- ins/stofunnar en hvor eining fyrir sig þjónaði samt hlutverki sínu eins og til var ætlast. Helsti galli uppfærslunnar er hversu endaslepp lokin era; þau hefðu þurft mun betri undirbyggingu. Gunnari Gunnsteinssyni leikstjóra heiúr hins vegar tekist að gæða sýninguna sterkum heild- arsvip og Baneitrað samband á Njálsgötunni er hin ágætasta skemmtun. Draumasmiðjan sýnir í íslensku óperunni: Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds Gervi: Ásta Hafþórsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hófundur og val tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd: Vignir Jóhannsson Búningar: María Ólafsdóttir Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.