Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfusflóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóran JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.ís AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa tyrir myndbirtingar af þeim. Framsókn skrapar botninn Fylgi Framsóknarflokksins mældist í sögulegu lág- marki í skoðanakönnun DV fyrir helgina, rúmlega 14% fylgi, sem svarar til níu þingmanna í stað þeirra tólf, sem flokkurinn fékk í kosningunum. Flokkurinn má muna fífil sinn fegri frá 20-25% fylgi fyrri áratuga. Flokkurinn hefur í haust tapað fylginu, sem formaður hans náði með því að ljúga því ítrekað, að flokkurinn mundi setja milljarð í fíkniefnavamir. Hann hefur í haust tapað fylginu, sem formaðurinn náði með því að ljúga því, að sátta yrði leitað um Eyjabakka. FramsóknarfLokkurinn hefur ekki lengur neitt grænt fylgi og sáralítið þéttbýlisfylgi. Hann er þekktur sem bar- áttuflokkur sægreifakerfisins með kvótaerfingja í for- mannsstóli. Hann er þekktur fyrir að hafa gefið banda- rísku fyrirtæki sjúkraskýrslur þjóðarinnar. Eftir sitja þeir, sem telja sig hafa hag af flokknum sem spilltum miðjuflokki, er situr nánast alltaf í ríkisstjóm og hefur aðstöðu til að hlúa að einkavinum sínum, allt frá heilum stéttum eða byggðum niður í að gera gamla tugthúslimi að háttsettum embættismönnum. Framsóknarflokkurinn notaði flokka langmest fé í kosningabaráttunni, um 60 milljónir króna. Það er að minnsta kosti 40 milljónum meira en flokkur af hans stærð getur aflað sér án þess að fara út í kaup og sölu á aðstöðu sinni sem áskrifanda að ríkisstjóm. Spillingin ein dugar til að halda flokknum í um það bil 10% fýlgi, því að margir em reiðubúnir til að láta at- kvæði sitt í skiptum fyrir raunverulega hagsmuni, meinta hagsmuni eða von í hagsmunum. Spillingarþráin gildir jafhvel um hluta heilla stétta og byggða. Þótt FramsóknarfLokkurinn haldi áfram að tapa og sígi niður í spillingarfylgið eitt, þá getur hann áfram haldið aðstöðu sinni sem miðjuflokkur, er semur til hægri eða vinstri eftir því, hvað væntanlegt stjómarsamstarf er líklegt til að gefa flokknum mikil færi á að skaffa. Þetta minnir á, hversu brýnt er orðið, að fjármál ís- lenzkra stjómmálafLokka verði gerð gegnsæ á sama hátt og tíðkast annars staðar á Vesturlöndum, þar sem upp- lýst er einu sinni eða oftar á ári hverju um greiðslur og greiðsluígildi aUra hagsmunaaðila. Rússagullið staðfest Fundizt hafa rússnesk skjöl frá sovéttímanum, sem staðfesta, að sendiráð Sovétríkjanna greiddi forvera Al- þýðubandalagsins, SameiningarfLokki alþýðu, Sósíalista- flokknum nokkrum sinnum töluverðar fjárhæðir, sam- tals yfir tuttugu milljónir króna að núvirði. Sósíalistaflokkurinn var því á mála hjá Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins, þegar þáverandi útþenslustefna hins austræna veldis ógnaði öryggishagsmunum Vestur- landa og þar á meðal íslands, sem var óþægilega ber- skjaldað á siglingaleiðum frá sovézkum flotahöfhum. Mikilvægt er að reyna að koma á samstarfi við rúss- neska aðila um frekari rannsókn fýlgiskjala til að leiða í ljós, hverjir sóttu um mútuféð með hvaða hætti, hvemig það var afhent hverjum í sendiráðinu og hvemig það var síðan notað í þágu Sósíalistaflokksins. Mál þetta minnir líka á, hversu brýnt er orðið, að Qár- mál íslenzkra stjómmálaflokka verði gerð gegnsæ á sama hátt og tíðkast annars staðar á Vesturlöndum, þar sem upplýst er einu sinni eða oftar á ári hverju um greiðslur og greiðsluígildi allra hagsmunaaðila. Jónas Kristjánsson „Álag á byggingariðnaðinn mun enn stóraukast því húsnæðisþört aðfiuttra verður á næstu árum ekki undir 750 íbúðum á ári.“ Fólksflutningar og spenna vík emkum vegna bú- setuflutninga og vönt- unar á húsnæðislána- kerfi. Næstu áratugi dró úr flutningunum. 1976-1980 fluttu til dæm- is fleiri út á land en frá höfuðborgarsvæðinu. [ATH! ÞÝÐIR ÞAÐ SAMA] Eftir 1980 hljóp aftur vöxtur í fólks- flutningana. 1981-1990 fluttu 11.000 manns af landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins um- fram þá sem fluttu út á land. Síðan hefur fólks- straumurinn enn auk- ist. Nú er talið að á næstu árum muni ekki ------------------ „Næstu át mun álag á byggingar- iðnaðinn á höfuðborgarsvæðinu enn aukast vegna byggðaröskunar. Menn telja að árlega muni í næstu framtíð yfír 2000 manns fíytja af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Húsnæðisþörf þeirra er ekki undir 750 íbúðum á ári.u Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Undanfama tvo áratugi hefur verið mikill straumur fólks af landsbyggð- inni til höfuðborg- arsvæðisins. Ætla má að 1981-1990 hafi fjórða hver íbúð, sem byggð var, far- ið til að mæta þess- um flutningum. Fjárfesting í þeim er varla undir 50 milljörðum króna á gildandi verðlagi. Síðan hefur fólks- straumurinn aukist rnn tugi prósenta. Álag á byggingar- iðnaðinn mun enn stóraukast því hús- næðisþörf aðfluttra verður á næstu árum ekki undir 750 íbúðum á ári. Þörf höfuðborgar- svæðisins væri hins vegar mætt með 900-1000 íbúðum ef enginn tilflutningur væri. Flutningamir valda þenslu á fast- eignamarkaði og á leigumarkaði má vænta viðvarandi vandræða. Þjóðflutningar Alla þessa öld hefur fólk flutt af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Oft hafa flutningamir verið stórfelldir og vandræði skap- ast. Stundum hafa sveitarstjómir reynt að spoma gegn þeim. Á stríðsámnum þegar fólk streymdi til Reykjavíkur svo til vandræða horfði bundu menn úthlutun lóða ströngum skilyrðum. Lóðarhöfum var bannað, án samþykkis bæjar- stjómar, að selja fólki sem flutt hafði til Reykjavíkm- eftir 1941 íbúðir á lóðinni. Á sjötta áratugnum var enn mikill skortur á húsnæði í Reykja- færri en 2000 manns flytja árlega til höfuðborgarsvæðisins af lands- byggðinni umfram þá sem flytja út á land. Álag á húsnæðismarkaðinn Fólksflóttinn af landsbyggðinni veldur miklu álagi á húsnæðis- markaðinn á höfuðborgarsvæð- inu. Þar em nú 2,6 heimilisfastir einstaklingar um hverja íbúð. Meðalstærð fjölskyldna er um 2,85 einstaklingar. Hver fjölskylda sem býr á svæðinu hefur þannig íbúð fýrir sig, húsnæði er setið af utan- bæjarfólki og eitthvað stendur autt. Þeir sem flytja til höfuðborg- arsvæðisins þurfa húsnæði, minnst íbúð á fjölskyldu. Ekki skiptir máli hvort fólk leigir eða kaupir. Til að mæta þessari þörf verður að reisa nýjar íbúðir. Þegar sæmilegt jafhvægi ríkti í byggðamálum var 10-15% nýbygg- inga á höfuðborgarsvæðinu vegna fólksflutninga. Með vaxandi straumi fólks varð álagið meira. Upp úr 1980 tók byggðaröskunin að aukast og árin 1981-1990 fluttu 11 þúsund fleiri einsfaklingar til höfuðborgarsvæðisins en þaðan út á land. Ætla má að reistar hafi veriö 3.750 íbúðir til að mæta þess- um flutningum. Það var meira en fjórða hver byggð íbúð. Fjárfesting í þessum íbúðum var varla undir 50 milljörðum á gildandi verðlagi. Þensla og spenna Næstu ár mun álag á byggingar- iðnaðinn á höfuðborgarsvæðinu enn aukast vegna byggðaröskun- ar. Menn telja að árlega muni í næstu framtíð yfir 2000 manns flytja af landsbyggðinni til höfuð- borgcusvæðisins. Húsnæðisþörf þeirra er ekki undir 750 ibúðum á ári. Þörf höfuðborgarsvæðisins fyrir nýbyggingar er 900-1000 íbúð- ir á ári ef aðeins á að mæta eðli- legri fólksfjölgun, breyttri fjöl- skyldustærð og endumýjun gam- als húsnæðis. Fólksflutningamir munu auka þessa þörf um 75% næstu árin. Reisa verður alls 1.650-1.750 íbúðir á ári. Það mun valda enn auknu álagi á byggingariðnaðinn og sveitarfélög á svæðinu. Aukningin ein mun árlega krefjast minnst 50 hektara af byggingarlandi. Byggja þarf nýjan skóla annað hvert ár, leikskóla, dagheimili og aðrar stofhanir. Kosta þéuf gatnagerð, lagningu veitukerfa og aðrar fram- kvæmdir. Það veldur miklu álagi á sveitarsjóði. Flutningamir valda þenslu á fasteignamarkaði, auka eftirspum og spenna upp húsnæð- isverð. Af þeim leiðir einnig mik- ill og vaxandi skortur á leiguhús- næði og hátt leiguverð. Stefán Ingólfsson Skoðanir aimarra Islendingar í Berlín „Þýska þingið hefur þegar flutt starfsemi sína til Berlínar og flutningur ráðuneyta er langt á veg kom- inn. Borgin er smám saman að endurheimta fyrri sess sinn sem ein af meginborgum Evrópu, á sviði menningar, ekki síður en viðskipta og stjómmála, suðupottur þar sem framsæknar hugmyndir fá útrás ... Smátt og smátt munu leiðir íslendinga liggja í auknum mæli til Berlínar til náms og starfa, í við- skiptaerindum og til þess að sinna pólitískum sam- skiptum við hið öfluga forysturíki Evrópu, sem alla tíð hefur litð svo á, að ísland njóti sérstöðu vegna sögu sinnar og menningararfleifðar, sem haft hefur mikil áhrif á þýska menningu." Úr forystugrein Mbl. 24. okt. Einstaklingurinn fyrst og fremst „Það er mín tilfinning að munurinn á atvinnuupp- byggingu í stórborginni og úti á landsbyggðinni felist m.a. í því að úti á landi treysta menn frekar á stóm aðilana, bæjarfélagiö, kaupfélagið, frystihúsið o.s.frv. I Reykjavík veröa menn að treysta á sig sjálfa. Ekki það að þessir „stóm“ aðilar verði ekki að standa sig og að sjálfsögðu verður bæjarfélagið að sýna frumkvæði og hafa forystu í atvinnuuppbygg- ingu. En það er einstaklingurinn sem fyrst og fremst verður að taka af skarið. Atvinnuuppbygging á landsbyggðiimi er óplægður akur, endalaust tæki- færi sem hægt er að spila úr fyrir þá sem hafa hug- myndir og þor til að hrinda þeim í framkvæmd." Guölaug Árnadóttir í forystugrein 42. tbl. Eystrahorns. Skólagjöld skerðing á frelsi til náms „Ég er á móti skólagjöldum af pólitískum ástæð- um, vegna þess að þau brjóta gegn öllum hugmynd- um mínum um jafnrétti til náms óháð efnahag. Mér finnst umhugsunarefni fyrir stúdenta að andstaða annarrar fylkingarinnar í stúdentapólitíkinn gegn skólagjöldum skuli ekki standa á traustari fótum en þetta. Ég er nýbyrjaður í Háskólcmum og hef ekki myndað mér miklar skoðanir á þeim fylkingum sem takast á í Stúdentaráði. En ég mun aldrei styðja það fólk sem þarf markaðslegar forsendur til að vera á móti skólagjöldum. Því fyrir mér eru skólagjöld ekk- ert annað en skerðing á frelsi fólks til náms.“ Geir Guðjónsson i Mbl. 23. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.