Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 25 Sport Bland i poka í undanúrslitum Eggjabikarkeppn- innar í körfuknattleik munu eftirtal- in félag leika saman: Keflavikingar mæta Grindvíkingum og Tindastóll mætir Njarðvíkingum. Leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni laugardag- inn 13. nóvember og úrslitaleikurinn verður á sama stað daginn eftir. Andre Agassi frá Bandaríkjunum heldur áfram efsta sæti á styrkleika- lista alþjóða tennissambandsins. í öðru sæti er Rússinn Yevgeny Kafelnikov og í þriðja sæti er Pete Sampras frá Bandaríkjunum. Hjá kylfingum er Bandaríkjamaður- inn Tiger Woods langefstur á styrk- leikalistanum með 18,29 stig. Landi hans David Duval kemur næstur með 13,57 stig og Bretinn Colin Montgomerie kemur í þriðja sæti með 10,26 stig. Fiorentina, sem mætir Arsenal í meistardeildinni annað kvöld, er sem höfuðlaus her eftir að Giovanni Trappatoni hætti sem þjálfari liðs- ins um helgina. Fiorentina óskaði eft- ir þvi við Trappatoni að hann héldi áfram störfum en hann hafnaði því. Bandariski hnefaleika- maðurinn Mike Tyson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Ef ekki úr rætist á næst- unni er kappinn á góðri leið með að verða gjald- þrota. Talið er að tekjur hans á ferlinum nemi um 200 milljónum doll- arar svo halda mætti að hann væri vel stöndugur. Það er öðru nær því lánardrottnar vilja hið allra fyrsta fá greiddar 20 milljónir dollara og segist Tyson ekki eiga dollar til greiðslu þeirri kröfu. Ekki er útséö hvort hann fær greitt verðlaunaféð frá bardaganum um næstu helgi en ef engir peningar koma þaðan er kapp- inn í verulega vondum málum. Það er ekki tekió út með sældinni að vera dómari en því fékk dómari i þýsku áhugamannadeildinni að kynnast um helgina. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leik Homher og Vatan Sport hljóp áhangandi síð- arnefnda liðsins inn á völlinn og tók dómarann hálstaki. Áður en verra hlaust af var árásarmaðurinn hand- tekinn og er hann í haldi lögreglu. Norski netmiðillinn Nettavisen valdi þá Rúnar Kristinsson hjá Lilleström og Tryggva Guðmunds- son, Tromsö, í lið árs- ins í norsku A-deild- inni. Rúnar var á dög- unum valinn leikmað- ur ársins af leikmönn- um deildarinnar og Tryggvi Guðmundsson skoraði 13 mörk í deildinni. Enska B-deildar liðiö Manchester City er enn á höttunum eftir Rik- harði Daðasyni hjá Viking í Stavan- ger. Ljóst er að enska liðið og Hearts frá Skotlandi hítast hart um íslenska landsliðsmanninn. Skoska liðið er talið reiðubúið að greiöa um eina milljón punda fyrir Ríkharð eins og kom fram í DV fyrir helgina. Körfuknattleiksmaðurinn Eiríkur Önundarson hefur staðið sig vel með danska A-deildar liðinu Holbæk í upphaft leiktíðarinnar. Eiríkur, sem leikur í stöðu leikstjómanda, hefur skorað 15 stig að meðaltali i leik í fyrstu 6. umferðunum og er einn af stigahæstu leikmönnum liðsins. Holbœk hefur ekki gengið sem skyldi og hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sex umferðunum. Banda- ríski leikmaðurinn i liði Holbæk hef- ur átt við meiðsli að stríða og hefur lítiö getað beitt sér. Forráðamenn Holbæk brugðu á það ráð að fá Kanadamann til aö bæta upp útlend- ingamissinn en sá úlnliðsbrotnaði á fyrstu æfingunni og var sendur heim. Nœstsiðasta umferðin í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu hefst í kvöld. Eyjólfur Sverris- son, til vinstri, og félag- ar i Hertha Berlin, sem standa afar vel að vigi i H-riðli, mæta Galatasaray í Berlin. „Það er á okkar hendi að klára dæmið og tryggja okkur endan- lega áfram,“ sagði Michael Preetz, leikmaður Hertha, í gær. íslenska drengjalandsliðió í knatt- spyrnu gerði markalaust jafntefli við heimamenn í fyrsta leik sínum i riðiakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer þessa dagana á Norður frlandi. -GH/JKS DV DV Sport Enska knattspyrnan í gærkvöldi: Newcastle úr fallsætinu Lið Newcastle komst 1 fyrsta skiptið úr fallsæti á þessari leiktíð þegar það lagði Derby að velli í ensku A- deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigur heimamanna var fyllilega sanngjarn og svo virðist sem Bobby Robson sé að takast að koma Newcastle á rétta braut eftir afleita byrjun á leiktíðinni þegar Ruud Gullitt var við stjómvölinn. Italinn Stefano Eranio skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Alan Shearer innsiglaði svo sigurinn í seinni hálfleik með sínu 11. marki á tímabilinu. Newcastle er í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 10 stig, einu meira en Derby sem er í þriðja neðsta sætinu. -GH Úrvalsdeildin í körfubolta: Guðjón með á fimmtudag Möguleiki er á að Guðjón Skúlason spili með úrvalsdeildarliði Keflvíkinga gegn KR-ingum á fhnmtudagskvöldið en Guðjón hefur verið frá í nokkrar vikur eða frá því hann handarbrotnaði á æfingu ÍBR-liðsins. Guðjón fer í myndatöku í dag og eftir hana skýrist hvort læknar gefi honum grænt ljós á að spila. -GH Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV vill koma eftirfarandi á framfæri: Jens Martin gekk á bak orða sinna Að gefnu tilefni vill stjórn knatt- spymudeildar ÍBV koma eftirfarandi á framfæri: ÍBV hefur ekki lagt það í vana sinn að senda frá sér greinargerð í fjölmiðla þótt samningaviðræður við leikmenn hafi ekki gengið upp, enda aldrei gefist tilefni til, fyrr en nú. í byrjun siðustu viku var ljóst að ÍBV myndi líklega missa markvörð sinn og íslenska landsliðsins, Birki Kristinsson. Ákveðið var að ræða við Jens Martin Knudsen, markvörð Leift- urs og færeyska landsliðsins, í fram- haldi af því en hann var með lausan samning. Framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar hafði fyrst samband við hann símleiðis þriðjudaginn 19. október sl. um þann möguleika að hann kæmi til ÍBV. Jens tók strax vel í það en gerði ÍBV það ljóst að hann væri einnig i viðræðum við fleiri félög. Viðræðurnar við Jens Martin gengu vel og síðastliðinn fostudag náðist samkomulag um öll stærstu atriði samningsins. Viðræðurnar fóru fram i gegnum síma og svo voru samnings- drög send með simbréfl á milli land- anna. Samningsdrögin voru á íslensku en Jens Martin vildi að þau yrðu sett upp á dönsku sem var auðsótt mál af okk- ar hálfu og sá Jens sjálfur um það. Á laugardaginn sendi Jens ÍBV dönsku útgáfuna af samningnum. Þurfti að lagfæra nokkur smáatriði en seinni partinn á laugardaginn var það frágengið og Jens sendi ÍBV lokaútgáf- una til undirritunar. Framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar skrifaði und- ir samninginn kl. 15.30 síðastliðinn laugardag fyrir hönd ÍBV og faxaði til Færeyja og hringdi svo í Jens. Hann var hinn ánægðasti, sagðist ætla að faxa samninginn daginn eftir. Jens sagðist nú ætla að opna viskíflösku og halda upp á þetta og óskaði ÍBV jafn- framt til hamingju með að hafa fengið einn af tíu bestu markvörðum heims til sín! Á sunnudaginn var reynt að hi-ingja allan daginn í Jens en ekki náðist í hann fyrr en seinni partinn þann dag. Var ákveðið að Jens skyldi koma til Vestmannaeyja um næstu helgi en þá fer fram lokahóf ÍBV. Þar gæfíst honum tækifæri til þess að hitta þjálf- arann, stjórnarmenn og leikmenn ÍBV. í lok samtalsins sagðist Jens ætla að faxa samninginn eftir kvöldmat. Jafn- framt var honum tilkynnt að fréttatil- kynning yrði send í fjölmiðla og gerði hann enga athugasemd við það. Eftir kvöldmat hringdi fram- kvæmdastjóri ÍBV aftur í Jens Martin til þess að spyrja hvort hann væri bú- inn að faxa samninginn til Vest- mannaeyja. Þá er komið annaö hljóð í Jens Martin því hann sagðist vera bú- inn að skipta um skoðun! Hann hefði fengið tilboð frá öðrum klúbbi sem hann fengi bara einu sinni á ævinni og því gæti hann einfaldega ekki hafnað og ákvörðun sinni yrði ekki haggað. Var Jens spurður hvort það væri frá Leiftri en Jens neitaði því staðfastlega í samtali við framkvæmdastjóra ÍBV. Lauk símtali þeirra með því að fram- kvæmdastjóri ÍBV bað Jens að hringja milliliðalaust í varaformann knatt- spyrnudeildar ÍBV og tilkynna honum þessa ákvörðun sína. Jens hringdi í varaformann ÍBV síð- ar um kvöldið og tilkynnti honum ákvörðun sina. Það fyrsta sem varafor- maðurinn spurði Jens var hvort hann væri að fara í Leiftur en hann neitaði því aftur. í DV í gær (mánudag) er svo birt frétt þess efnis að Jens Martin Knud- sen hafi verið ráðinn þjálfari Leifturs. Af framangreindu er ljóst að Jens Martin hefur ekki komið heiðarlega fram, hvorki við stjórn ÍBV eða Leift- urs. ÍBV hefði aldrei farið að senda fréttatOkynningu á helstu fjölmiðla landsins ef minnsti vafl hefði leikið á því að samningur við Jens Martin væri í höfn. Fyrir utan það að ganga á bak orða sinna um að samningurinn við ÍBV væri klár og hann hefði undirritað ein- tak f höndunum frá ÍBV varð hann uppvís að því í tvígang að segja bæði varaformanni ÍBV og framkvæmda- stjóra ósatt. ÍBV þykir leitt að þessi snjalli mark- vörður skyldi ekki standa við orð sín og málið skuli hafa þróast með þessum hætti. í svona máli stendur enginn uppi sem sigurvegari heldur skaöast allir hlutaðeigandi, þ.e. Jens, ÍBV og Leiftur. ÍBV óskar Leiftri til hamingju með nýjan þjálfara og óskar honum vel- farnaðar í nýju verkefni þar sem reyn- ir umfram allt á heiðarleika manna. Evrópumót stúlknalandsliða í knattspyrnu: Góð byrjun - 4-1 sigur á Slóvökum í fyrsta leik íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum undir 18 ára, tekur nú þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. ísland er í riðli með Slóvakíu, Sviss og Spáni og lék gegn Slóvökum I dag. íslensku stelpurnar tóku leikinn strax í sínar hendur og á 10. mínútu skoraði Rakel Logadóttir fyrir ísland og þannig stóð í hálfleik. Slóvakar jöfnuðu leikinn, 1-1, snemma í síðari hálfleik en Erna Erlendsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Elín Anna Steinarsdóttir skoruðu sitt markið hver fyrir leikslok og tryggðu Islandi 4-1 sigur. -ih Tim Sherwood, hinn öflugi miðjumaður Tottenham, þarf að gangast undir aðgerð i nára. Þetta er mikið áfall fyrir Tottenham og enska landsliðið enda hefur Sherwood leikið mjög vel á leiktíðinni. Það er því ljóst að hann verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum gegn Skotum en þeir leikir skera úr um hvor þjóðin kemst i úrslit Evrópukeppninnar á næsta sumri. Enski landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United þarf sömuleiðis að fara i aðgerð vegna kviðslits og verður frá í 6 vikur. Alex Ferguson, stjóri United, leggur hart að Scholes að spila næstu tvo Evrópuleiki áður en hann fer í aðgerðina enda nýbúinn aö missa Nicky Butt 1 meiösli. Svíinn Jesper Blomqvist, sem ekkert hefur leikið með Manchester United á leiktíðinni vegna hnjámeiðsla, reiknar með að verða klár í slaginn eftir 3-4 vikur. Blomqvist þurfti að fara í aðgerð fyrir sex vikum og hefur verið I meðferð síðan þá. Brasilíumaðurinn Marcelo gekk í gær til liðs við Birmingham frá ShefField United. Birmingham greiddi 60 milljónir króna fyrir framherjann. Ólafur H. Kristjánsson lék allan tímann fyrir AGF þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, gegn Viborg á útivelli t dönsku A-deildinni í knattspymu um helgina. Tómas Ingi Tómasson kom ekki við sögu í leiknum. AGF er í mikilli fallhættu. Liðið er í þriðja neðsta sæti með 11 stig eins og Vejle og Esbjerg sem eru í failsætunum. Hörð keppni er á toppi dönsku A- deildarinnar. AB er efst með 26 stig en þar á eftir koma Bröndby, AaB og Herfólge öll með 25 stig. Hácken tryggói sér um helgina sæti í sænsku A-deildinni í knattspyrnu og leikur þvl á meðal þeirra bestu á ný. Þjálfari liðsins er Akureyringurinn Gunnar Gislason, fyrrum landsliðsmaður, sem lék á árum áöur með liðinu. Það var SundsvaU sem fylgdi Hácken upp í A- deildina. a 1. DEIID KVEHHA Sigurður Jónsson gæti verið á leiðinni til Stoke til að taka við þjálfun hjá liðinu auk þess að spila með því. Ellefu mörk hjá Shearer Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, var enn á skotskónum í 2-0 sigri liðsins ó Derby í gær og gerði sitt 11. deildar- mark fyrir liðið í vetur. Reuters Keflavík er eina liðið í kvennakörfunni sem hefur ekki tapað leik í vetur eftir að það vann Stúdínur, 52-65, hitt ósigraða lið- ið í 1. deild kvenna, í Kennaraháskólanum í gær. Keflavík hefur þvi unnið alla fimm leiki sína i deildinni til þessa en ÍS situr við hlið Islandsmeistara KR í öðru sæti með sex stig af átta mögulegum. Keflavík byijaði leikinn vel í gær og komst í 4-22 en þá tóku heimastúlkur við sér, minnkuðu muninn í 23-31 fyrir hálf- leik og svo alveg niður í 6 stig, 39-45, þeg- ar 10 mínútur voru eftir. Keflavík var samt sterkara á lokakaflanum og kom muninum upp í 13 stig fyrir leikslok. Stúdínur léku án lykilamannsins í gær þar sem Signý Hermannsdóttir er meidd en eftir erfiða byrjun náði ÍS upp magn- aðri baráttu sem gerði Keflavík oft líflð leitt. 16 sóknarfráköst án þess að vera með sinn mesta frákastara lýsir vel baráttuhug þeirra sem ekki náði þá að skila stigunum í hús. Hafdís Helgadóttir lék best Stúdína en Jófríður Halldórsdóttir, Kristjana Magn- úsdóttir og María Leifsdóttir stóðu sig vel. Hjá gestunum var Erla Þorsteinsdótt- ir sterkust sem oft áður og hitti meðal annars úr öllum 10 vítum sínum sem þýð- ir að hún hefur hitt úr 19 vítum í röð og alls 30 af 34 i vetur. Anna María Sveins- dóttir gerði sitt en hitti illa (5 af 16) en það var einkum góð vítanýting Keflavíkur í seinni hálfleik (16 af 17, 94%) sem skilaði stigunum báðum suður með sjó í gær. Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 11 ( 4 varin skot), Kristjana Magnúsdóttir 11, María B. Leifsdóttir 11, Jófríður Halldórsdóttir 7, Georgia Kristian- sen 7, Júlía Jörgensen 3, Svana Bjamadóttir 2. Stig Keflavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 22, Krist- ín Blöndal 15 (5 stolnir), Anna María Sveinsdótt- ir 13 (8 stoðsendingar, 10 fráköst), Alda Leif Jónsdóttir 8 (8 fráköst, 5 stolnir), Marín Rós Karlsdóttir 4, Kristín Þórarinsdóttir 2, Bima Guðmundsdóttir 1. -ÓÓJ íslenskir körfuboltadómarar: Næg verkefni íslenskir körfuboltadómarar hafa nóg að gera erlendis við dómgæslu á næstu vikum en allir tslensku FIBA-dómaramir em búnir aö fá leiki hjá FIBA í næstu umferð Evrópumóta félagsliða. Kristinn Albertsson fær tvo leiki, hann dæmir tvisvar í Finnlandi, einn leik í Saporta-bikamum mili Honka Espoo frá Finnlandi og AEK frá Grikklandi og svo leik Huima og Nancy sem eru með ÍRB í riðli. Kristinn Óskarsson dæmir leiki Lulea frá Sviþjóð og Aalst frá Belgíu og leik liðs Fals Harðarsonar, Topo, í Finnlandi og Novo Mesto frá Slóveniu en báðir leikimir em í Saporta-bikamum. Helgi Bragason dæmir leiki liðs Helga Guðfinnsonar, Telindus Antwerpen og Fuenlabrada frá Spáni og leik Quaregon frá Belgíu og Bayer Leverkusen frá Þýskiandi en báðir þeir leikir em i Korac-bikamum. Leifur Garðarsson fékk að lokum Ieik Lulea frá Svíþjóð og Adecco Milano frá Ítalíu. -ÓÓJ Ivar maður leiksins DV, Englandi: Eyjamaðurinn ívar Ingimarsson, sem leikur með Torquay í ensku D- deildinni, skoraði jöfnunarmarkið í 2-1 sigri liðsins á toppliði Barnet um helgina. ívar var valinn maður leiksins af blaðinu The Sun þar sem hann stóð sig með mikilli prýði í þessum óvænta sigri liðsins. I blaðinu Daily Star fékk ívar 8 í einkunn af 10 mögulegum sem var besta ein- kunnin sem gefin var í leiknum. Torquay er nú í 3. sæti í D-deildinni en Barnet heldur topp- sætinu þrátt fyrir fyrsta ósigur á heimavelli á tímabil- inu. ívar er í láni hjá hjá liðinu en ef vel gengur gætu samn- ingar náðst á milli ívars og Torquay. ívar hefur verið lykil- maður í liði ÍBV undanfarin þrjú tímabil ásamt því að leika með U-21 árs landsliði íslands. -ÍBE - Keflavík vann ÍS, 65-52 Teitur fékk frest Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands og þjálfari Flora Tallinn, hefur enn ekki gert upp hug sinn varðandi þjálfun á næsta tímabili. Hann er með tilboð frá þremur stöðum, frá eistneska knattspyrnusambandinu, frá gríska A-deildar liðinu Ionikos og frá norska A-deildar liðinu Brann. Teitur átti fund með stjórnarmönnum Brann í Noregi á sunnudaginn og á þeim fundi bað hann um frest til að svara tilboðinu fram í næstu viku. Teitur hélt með landslið Eistlands til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær en Eistar taka þar þátt í æfingamóti. -GH Jens Martin Knudsen um ÍBV-málið: Átti ekki að fréttast Færeyska dagblaðið Sosialurin flallar í dag um mál Jens Martins Knudsens, landsliðsmarkvarðar Færeyja, sem er tekinn við þjálfun knattspymuliðs Leifturs eftir að hafa hætt við að ganga til liðs við ÍBV á síðustu stundu í fyrrakvöld. Jens Martin segir við Sosialurin að hann hafl átt í viðræðum við ÍBV og um þær hefði ekki átt að fréttast. Það hefðii hins vegar lekið út til flölmiðla á sunnudaginn, einhverra hluta vegna, áður en hann hefði verið búinn að taka endanlega ákvörðun. Þá hefði hann hringt í Eyjamenn og tilkynnt þeim að hann tæki ekki samningstilboði þeirra. -VS Norski knattspymumaðurinn John Arne Riise, sem er 19 ára gamall, hefur framlengt samning sinn við franska A-deildar liðið Monaco til ársins 2006 og fær í árslaun um 45 milljónir króna. Riise kom til Monaco sem óskrifað blað í fjTra en hann var ekki lengi að heilla forráðamenn félagsins upp úr skónum. Ensku liðin Liverpool, Manchester United, Leeds og Arsenal hafa lengi haft augastað á piltinum en Monaco hefur nú tryggt að hann verði hjá félaginu næstu 7 árin. fslendingaliðin i grisku knattspymunni unnu bæði leiki sína í gær. Panathinaikos lagði Ethnikos á útivelli, 1-2. Helgi Sigurðsson var i byrjunarliðinu en var skipt út af á 54. mínútu. AEK lagði Paniliakos á útivelli, 0-1. Arnar Grétarsson var I byrjunarliði AEK en var tekinn af veíli á 71. mínútu. Olympiakos er efst eftir 5 umferðir með 15 stig, Panathinaikos er með 13 stig, Salonika 11 og AEK10. -GH hægri, „stelur her boltanum af Öldu Leif Jónsdóttur, leikmanni Keflavíkur, í gær en þetta var fyrsti leikur Öldu gegn sínum gömlu félögum. DV-mynd E. Ól. mmm ■ Tilvonandi íslensku fjárfestarnir í Stoke: - Keflavik KR ÍS Grindavik KFÍ Tindastóll Anna Maria Sveinsdóttir var t 200. sinn i sigurliði I efstu deild á ferlinum i gærkvöld er Keflavík vann ÍS 1 Kennaraháskólanum. Anna náði þessum árangri í stnum 237. deildarleik með félaginu. -ÓÓJ - frá Dundee United sem spilandi þjálfara Islensku flárfestarnir sem hyggjast kaupa meirihlutann í enska knattspymuliðinu Stoke hafa áhuga á því að kaupa Sigurð Jónsson frá skoska liðinu Dundee United og bætist Sigurður því í hóp þeirra íslensku leikmanna sem gætu komið til Stoke. Þetta kemur fram í skosku útgáfu enska blaðsins The Sun í gær. I fréttinni kemur fram að jafnframt spilamennskunni myndi Sigurð- EM kvennalandsliða: Úrslitin standa KSÍ barst í gær tilkynning frá UEFA, knattspymusambandi Evrópu, þess efnis að úrslit leiks Úkrainu og íslands sem fram fór 22. ágúst í Evrópukeppni kvenna- landsliða skuli standa óbreytt en sambandið hafði áður dæmt íslandi 3-0 sigur vegna ólöglegs leiksmanns Úkrainu. Þetta er endanlegur dómur UEFA en það hafði reyndar fullyrt það áður með hinn úrskurð sinn. -ÓÓJ ur verða éinn af þjálfurum liðsins. Samningur Sigurðar við skoska liðið rennur út eftir yflr- standandi timabil. Eins og áður hefur komið fram hafa fiárfestamir hug á að fá fleiri ís- lenska leikmenn og hafa Rúnar Kristinsson hjá Lilleström, Brynjar Björn Gunnarsson, Ör- gryte, og Eyjamaðurinn ívar Ingimarsson, sem nú er á leigusamningi hjá Torquay í Englandi, verið nefndir í því sambandi. -VS/JKS Sámal Joensen til Leifturs? Sámal Joensen, landsliðsmaður Færeyja í knatt- spyrnu, er væntan- legur til Leifturs í Ólafsflrði síðar í ari viku til viðræðna um að hann leiki með liðinu næsta sumar. Sámal, sem er 24 ára miðjumaður, var á leiðinni til Leifturs fyrir nýliðið tímabil en félag hans í Fær- eyjum, GÍ frá Götu, vildi ekki sleppa honum nema fyrir háa upphæð sem Ólafsfirðingar ekki til- að greiða. Hann lék því með GÍ út þetta tímabil en er nú væntanlega laus allra mála við æreyska félagið. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.