Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 27 Sviðsljós Vilja sænga hjá Ben Affleck Ben Affleck er maðurinn sem bandarískar konur dreymir rnn að sænga hjá. 13 þúsund konur greiddu atkvæði á Netinu í könn- un á vegum tímaritsins Cosmopolitan um draumaprins- inn í bólinu og varð Afileck fyrir valinu. Hann vill helst vera með Gwyneth Paltrow en nú er hún sögð hafa augastað á Guy Oseary, vini Madonnu. Arne vildi ekki fjölskylduráðgjöf Söngkonan Diana Ross vill að eiginmaður hennar, Ame Næss, leiti til fjölskylduráðgjafa en það vill hann ekki heyra minnst á. „Hann er svo lokaður og íhaldssamur, svo evrópskur," segir Diana í blaðaviðtali. „Hann vildi aldrei tala um vandamálin okkar.“ Diana útilokar ekki að Ame eigi í vanda vegna breytingaaldursins. Stewart með nýja blondínu Rod Stewart er jafn iðinn og áður við að elta blondínur. Sú nýjasta heitir Caprice. Hún er 27 ára gömul fyrirsæta. Samkvæmt breskum slúðurblöðum vora heitar ástríður milli hennar og Rods Stewarts 1 Los Angeles á dögunum. Þrátt fyrir að Rod sé orðinn 54 ára er hann ekkert farinn að hægja á. Hann hefur sést með fimm ljóskum síðan Rachel yfirgaf hann í desember á síðasta ári. Má ekki fljúga til vinnu Knattspymukappinn David Beck- ham hefur í hyggju að láta gera lend- ingarstað fyrir þyrlu við lúxusvill- una sem hann hefur keypt ásamt eig- inkonu sinni, kryddpíunni Victoriu Adams. Samkvæmt breska blaðinu Sunday Mirror ætlar Beckham að fljúga á milli heimilis síns skammt frá London og vinnunnar hjá Manchester United. En þjáifari liðsins, Alex Ferguson, mun hafa sagt nei. Hann vill ekki að svo dýrmætur leikmaður fljúgi mörg- um sinnum í viku. Hann hefur líka áhyggjur af hárri tryggingaupphæð. Alex hefur nýlega lýst því yfir að hann sé óánægður með að David Beckham skuli hafa kosið að búsetja sig í bænum Sawbridgeworth í suð- imhluta Englands. Alex hefur einnig áhyggjur af því að þotuliðslífið með Victoriu hafi neikvæð áhrif á fót- David Beckham. Símamynd Reuter boltaframa Davids. Victoria vill hins vegar búa eins nálægt foreldrum sínum og kostur er. Þess vegna er endurbótum á lúx- ushúsinu, sem kostaði yfir 300 millj- ónir íslenskra króna, haldið áfram. Breska blaðið Sunday Mirror fullyrð- ir að þegar öllum breytingum sé lok- ið muni David og Victoria hafa lagt yfir 1 milljarð króna í húsið. Victoria er svo önnum kafin þessa dagana að hún mátti ekki vera að því að vera viðstödd þegar systir Davids gekk í hjónaband síðastliðinn fostudag. Mirror hélt því fram að Victoriu semdi ekki vel við fjölskyldu eiginmannsins. En talsmaður Victoriu sagði hana upptekna við plötuupptöku. Auk þess hefðu systur hennar og foreldrar verið í brúðkaupsveislunni. Debbie Harry, söngkona poppsveitarinnar Blondie, brosti breitt í Zagreb í Króatíu í síðustu viku. Blondie eða Ljósk- an hélt þar langþráða tónleika, það er langþráða fyrir aðdáendurna, og ku hafa gengið bara vel. Ekki nakin í brúðkaupinu Pamela Anderson og Tommy Lee ætla ekki að vera nakin þegar þau láta pússa sig saman á ný. Og vígslan fer heldur ekki fram á strönd. Pamela hlær að þessum fullyrðingum slúðurblaðanna en segir hugmyndina annars ekki svo slæma. „Ég veit ekki hvaðan þessar upplýsingar koma. Ég spurði Tommy hvort hann hefði sagt eitthvað þessu líkt. En hann hefur ekki gert það. En eitt laga hans heitir Get naked og ef til vill hefur einhver misskilið það á einhver hátt,“ segir sílikon-gellan fyrrverandi. Viktoría mætti með kærastann Viktoría Svíaprinsessa sýndi sig nýlega í fyrsta sinn opinberlega með kærastanum sínum, Daniel Collert. Þau voru bæði meðal gesta í brúðkaupi Svía í New York á dögunum. Viktoría og Daniel komu saman til veislunnar en ekki hvort í sínu lagi og vakti það mikla athygli. En prinsessan neitaði að tjá sig um hvort hún væri sjálf á leið upp að altarinu. Viktoría og Daniel kynntust í menntaskóla. ' Jólahlaðborð • Jólatrésskemmtanir • Brúðkaup l Við bjóðum hrífandi salarkynni og lystilegar veitmgar Fjölbreytt úrval matseðla. rStórir og litlir veislusalir. I % BorðbúnaSar- og dúkaleiga. Veitum persónulega róðgjöf vio undirbúning. Hafið samband við Guðrúnu eða Jönu. RADISSON SAS, HÖTEL ÍSLANDI jLífeA Sími 533 1100 • Fax 533 1110 K Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.