Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 32
V I K I N G A L+TT#_ FRETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR-26. OKTÓBER 1999 Haustblíðan undanfarna daga hefur glatt margan hal og sprund. Fólk hefur tekið feginshendi þessari framiengingu á sumrinu. Þessir virðulegu eldri borgarar sátu utan við elliheimilið Droplaugarstaði og teyguðu að sér haustloftið. Þetta er stafaklíkan, sagði einn þeirra við Ijósmyndara DV og vísaði til þess að mikill melrihluti notast við göngustafi. DV-mynd Gólfi Kröfugerð ríkisins í landareignir bænda í Árnessýslu: Grófur dónaskapur - jarðir falla í verði vegna óvissu um eignarhald Handtökur áfram: 41 árs í gæslu 41 árs gamall maður var hneppt- ur í gæsluvarðhald á surmudaginn að kröfu efhahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra í tengslum við stóra fíkniefnmálið. Að sögn lögreglu hef- ur maðurinn áður komið við sögu málsins og verið yfirheyrður en ekki handtekinn fyrr en nú. Samkvæmt heimildum DV þá eru gæsluvarðhaldsfangamir í stóra fikniefnamálinu orðnir samvinnu- þýðir í yfirheyrslum og vilja allt til vinna til að gera hlut sinn sem minnstan: „Þetta er vist orðið eins og í hænsnakofa. Það er búið að hræða þá upp úr skónum og þeir kjafta öllu sem þeir eru beðnir um,“ sagði heimildar- maður DV. „Það eiga miklu fleiri eft- ir að lenda í gæslu áður en yfir lýkur. Spurningin er bara sú hversu langt aftur í tímann lögreglan ætlar að j ^ teygja rannsóknina." Maðurinn sem hnepptur var í gæsluvarðhald á sunnudaginn er sá tólfti sem settur er inn í tengslum við málið. Sá ellefti sem tekinn var fyrir nokkrum dögum hefur löngum verið talinn einn helsti fikniefnasali höfuð- borgarinnar og að sögn heimildar- manna DV „... snillingur í að fela slóð sína og illa fengið fé“. -EIR Þingi VMSÍ » frestaö? Þing Verkamannasambands Is- lands (VMSÍ) hefst í dag og búast má við átökum. Að því er segir í Degi verður lögð fram tillaga um að fresta þinghaldinu og stjórnarkjöri á meðan unnið sé að sameiningu Landssam- bands iðnverkafólks og Þjónustusam- bandsins innan VMSÍ. -GAR Slökkviliðið kallað út Slökkvilið Hafnarfjarðar var kall- að út um tíuleytið í gærkvöld í Hvaleyrarskóla. Þegar á staðinn var komið var mikill hiti innan dyra en leirbrennsluofn hafði komið hita- -,_skynjaranum í gang. Tímarofi á ofn- *”inum á að slökkva á honum klukk- an átta en eitthvað haföi farið úr- skeiðis. Slökkviliðið slökkti á ofnin- um í töflu og loftaði út en töluverð- ur hiti er á slíkum ofnum. Slökkvi- lið Hafnarfjarðar fékk upplýsingar frá stjómstöð Securitas. -hól Skilaði ekki bílnum Ung kona fékk að prufukeyra bif- reið hjá Bílamarkaðnum í gær en það hefur ekki sést til hennar frá því í gærdag. Um var að ræða rauða Toyotu Corollu árgerð '92. Lögregl- an í Kópavogi leitar konunnar en að sögn er hún góðkunningi hennar. ',»i'Töluvert er um að óprúttnir ein- staklingar geri sér þetta að leik. -hól „Þessi kröfugerð ríkisins er gróf- ur dónaskapur við heimamenn og eignarréttinn í landinu. Þetta verð- ur aldrei liðið og aldrei sam- þykkt," sagði Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður á Selfossi, um kröfugerð þá sem þjóðlendu- nefnd fjármálaráðuneytisins hefur lagt fram fyrir hönd ríkisins. Þessi kröfugerð er sett fram í framhaldi af setningu laga um þjóðlendur sem tóku gildi á síðasta ári. Til- gangur þeirra á að vera að leysa úr óvissu sem verið hefur um eignar- hald á hálendinu. Ríkið hefur lagt fram kröfugerð um eignarlínu hvað varðar Ámessýslu, þ.e. frá Ármannsfelli að Þjórsá. Er það fyrsta landsvæðið sem tekið er fyr- ir á þennan hátt. Lögmannastofan Lögmenn Suðurlandi fer með mál allmargra bænda í uppsveitum Ár- nessýslu. Ólafur sagði að næsta skref í málinu væri að unnið yrði yfirlit- skort þar sem fram kæmu kröfu- lýsingar umræddra bænda og kröfulýsingar ríkisins. Menn hefðu mánuð til að geta athugasemdir við það. Síðan færi málið til úr- skurðar hjá óbyggðanefnd. Þeir sem ekki una þeim úrskurði leita til dómstóla. „Bændur eru að vona að farið verði yfir hvort þjóðlendunefndin hafi raunverulega umboð til að gera þessa fráleitu kröfu, hvort þetta sé stefna ríkisstjómarinnar," sagði Ólafur. „Ef svo er ekki von- um við að þessi kröfunlína verði að einhverju leyti dregin til baka og færð til raunveruleikans. Mönn- um þykir nefndin mjög einlit þar sem enginn frá landbúnaðarráðu- neyti, bændasamtökum né heima- Á sjöunda tímanum í gær- kvöld varð banaslys í Ljósa- vatnsskarði. BIll fór út af vegin- um og valt en skyggni var slæmt vegna ofankomu og mik- il hálka var á veginum. Tveir menn voru i bílnum og lést far- þeginn. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu frá vegfaranda mönnum á svæðinu á sæti í henni. Landeigendur em mjög óánægðir með hve kröfulína ríkisins er gróf og virðir ekki þinglýst landamerki lögbýla." Ólafur sagði að jarðir í uppsveit- um Árnessýslu væru þegar farnar að falla í verði vegna þessa. Óvissa kæmi upp um eignarhald manna, jarðirnar yrðu vart seldar eða veð- settar. Kröfugerð ríkisins væri þegar farin að valda viðkomandi landeigendum tjóni. Ekki náðist í fulltrúa þjóðlendu- nefndar í morgun. -JSS sem kom að slýsinu. Ökumað- urinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en útskrifaðist skömmu síðar. Hinn látni var á fertugsaldri og lætur eftir sig konu og tvö börn. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -hól Stormur í aðsigi - með mikill rigningu Allkröpp lægð kemur upp að Suðurlandi síðdegis í dag og geng- ur yfir landið í kvöld og í nótt með mikilli úrkomu. Á undan skilun- um sem fylgja lægðinni verður all- mikill vindhraði, 20 til 25 metrar á sekúndu sem eru níu vindstig með gamla laginu, að því er Björn Sæv- ar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofú íslands, sagði í morg- un. Björn sagði vind verða austan- stæðan til að byrja með og fylgir honum mikil rigning eða slydda en hann snýst til suðvestanáttar með skúrum er líða fer á kvöldið og þá verður vindurinn á bilinu 13-18 metrar á sekúndu. Nokkuð vindasamt verður þar til á fóstu- dag en þá snýst vindur til hægrar norðlægrar áttar. Björn sagði að þó ekki væri um neinar hamfarir að ræða væri þetta fýrsti stormur haustsins, sunnanlands a.m.k., og rétt fyrir fólk að huga að lausum munum ut- anhúss. ___________________-GAR Myrkrahöfðinginn: ísafjarðar- frumsýning í þágu ósk- arsins Friðrik Þór Friðriksson ætlar að frumsýna kvikmynd sína Myrkra- höfðingann þann 31. október á ísa- firði. Ástæðan er að stórum hluta sú að reglur sem kvikmyndaaka- demían í Hollywoood set- ur til að kvik- myndir geti orð- ið gjaldgengar til tilnefningar ósk- arsverðlauna kveði á um að myndir skuli hafa verið sýndar fýrir 1. nóvem- ber og séu síðan sýndar í a.m.k. 7 daga í bíóhúsi. íslenska sjónvarps- og kvik- myndaakademían mun að líkind- um fyrir miðjan mánuðinn kjósa um Ungfrúna góðu og Húsið sem Umbi framleiðir og Myrkrahöfð- ingjann sem framlag íslands til óskarsverðlauna. Friðrik Þór sagði við DV að ástæðan fyrir því að ísafjörður væri valinn sem frumsýningar- staður væri sú að sagan í mynd- inni gerðist á öldum áður á Vest- fjörðum. Sjá frétt á bls. 2. -Ótt Banaslys í Ljósavatnsskarði Friðrik Þór Frið- riksson. Veðrið á morgun: Rigning sunnan- og vestanlands Á morgun verður suðlæg átt, 15-20 m/s en 10-15 m/s norðan og austan til. Rigning víða um landið sunnan- og vestanvert en skýjað með köflum á Norðurlandi. Hiti 4 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt-i2qq_ Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 ■ Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.