Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 2
jpy Microsoft í góðum málum: Hagnaðureykst um 30% - útlit fyrir áframhaldandi velgengni Microsoft tölvu- risinn tilkynnti í síðustu viku að hagnaður fyrir- tækisins á fyrsta fjórðungi fjár- hagsárs þess væri um 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Ástæða velgengninn- ar er mikil eftirspum eftir einkatölvum með Windows-stýrikerfi fyrirtækisins uppsettu auk sterkrar sölu á Oífice 2000-hugbúnaðarpakkanum og öðmm hugbúnaði fyrirtækisins. Hagnaður fyrirtækisins á ársfjórð- ungnum, sem endaði þann 30. septem- ber, varð alls 2,19 milljarðar dollara (um 160 milljarðar króna). Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn hins vegar „einungis" 1,68 milljarðar doll- ara (um 123 milljarðar króna). Þessi mikla velgengni Microsoft í júlí, ágúst og september var talsvert meiri en fjármálaspekingar höfðu spáð á Wall Street. Áramótin ekkert vandamál Greg Maffei, yfirmaður fjármála- deildar Microsoft, sagði þegar af- koma fyrirtækisins var tilkynnt að það væri mikil eftirspurn eftir Office 2000, Windows NT netþjónum og BackOfíice sem orsakaði að mestu leyti þessa góðu afkomu. Jafnframt hefði mikil sala á einkatölvum, sér- staklega í Asíu mikið að segja, en Windows-stýrikerfið frá Microsoft fylgir með um 90% alira nýrra tölva. Hann sagði jafnframt að ekki væri ástæða til að ætla annað en að næsti ársfjórðungur myndi einnig verða fengsæll enda væri jólavertíðin á næsta leiti. Mafíei hafði áður varað við því að sala myndi jafnvel dragast saman á þessu ári vegna þess að fyr- irtæki veittu langmestum fjármun- um í lausnir á 2000-vandanum. Hann sagði hins vegar nú að sá ótti hafi verið ástæðulaus að mestu, því ekki hafi dregið að neinu marki úr sölu á árinu. „Við teljum í dag að 2000-vand- inn muni ekki verða alvarlegt vanda- mál hvað okkur snertir, ekki frekar en það hefur verið síðustu misseri," sagði hann. Bill Gates getur verið ánægður um þessar mundir því hagnaður fyrirtækis hans af hugbúnaði eins og Windows, Office og BackOffice eykst talsvert um þessar mundir. Bjöllur eru athyglisverð kvikindi og Ijóst að ýmislegt í hegðun þeirra er margbrotnara en menn hafa gert sér grein fyrir hingað til. „Lesbískar" kvenbjöllur laða að karldýr Vísindamenn í Flórída í Banda- ríkjunum telja sig hafa komist að sannleikanum um það hvers vegna kvenkyns bjöllur stunda það oft að fara í sam- farastellingar með einstaklingi af sama kyni. Hingað til hafa menn ekki getað útskýrt þessa hegðun en rannsóknir Flórídabúanna virðast benda til þess að lesbíutilburðir bjallanna séu eingöngu gerðir í þeim tilgangi að laða að sterk karl- dýr, svo undarlega sem það kann kannski að hljóma. Vísindamennirnir komust nefnilega að því við rannsókn á bjöllutegundinni D. abbreviatus að þegar kvendýr tóku upp þessa les- bísku hegðun þá endaði það oft með því að karldýr kom askvað- andi og hóf „eðlilega" mökun með öðru hvoru kvendýranna. Þeir telja að útskýringin á þessari hegð- un geti byggst á því að karlbjöll- urnar virðast eiga í vandræðum með að finna út - af hvaða kyni aðrar bjöllur eru. Þar sem kven- bjöllurnar eru þó ívið stærri en karlbjöllumar þá dragast karlarn- ir frekar að stórum bjöllum, sem þá annað hvort eru kvenbjöllur eða bjöllupar að eðla sig. Ef þeir ganga fram á par, þá reyna þeir að „stela“ kvenbjöllunni, en það er einungis frekja sem stærri og sterkari karldýrin geta leyft sér. Þetta vita kvendýrin og þvi skella þau sér í samfarastellingu og bíða í ofvæni eftir því að stór og stæltur karl komi og „steli kon- unni“. Þannig slá þær tvær flugur í einu höggi, annars vegar eiga karldýrin auðveldara með að finna þær og einnig aukast líkumar á að makinn verði stór og stæðilegur. Vísindamennimir komust nefnilega að því við rannsókn á bjöllutegundinni D. abbreviatus að þegar kvendýr tóku upp þessa lesbísku hegð- un þá endaði það oft með því að karldýr kom askvaðandi og hóf „eðlilega" mökun með öðru hvoru kvendýranna. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 Páll Óskar mun sýna allar sínar bestu hliðar í beinni netútsendingu frá Þórscafé klukkan 14 í dag. Páll Óskar meö netútsendingu á Fókusvefnum í dag: Stelpurnar fá sam- keppni við stöngina - Netið mikilvægt fyrir íslenskan tónlistarmarkað í dag klukkan 14 mun hinn eini sanni Páfí Óskar troða upp á Fók- usvef netmiðils- ins Visis.is. Þá mun hann flytja titillag nýju plötunnar sinnar, Deep Inside, í beinni útsendingu frá dans- klúbbnum Þórscafé, bæði í hljóði og mynd. „Ég veit ekki hvort mér tekst að verða alveg jafnflottur og stelp- umar við stöngina en ég lofa því að veita þeim að minnsta kosti harða samkeppni," sagði Páll Óskar við DV-Heim þegar hann var spurður nánar út í þessa netuppákomu. Eftir að útsendingunni lýkur mun fólk síðan geta sótt á Fókusvef- inn ýmislegt góðgæti frá Palla í tak- markaðan tíma, eða til þriðjudags- ins 2. nóvember. Þar verður hægt að nálgast þessa útsendingu sem myndbandsskjal, lagið sjálft í fullri lengd á MP3-formi og einnig glæ- nýja endurhljóðblöndun af sama lagi, sem gerð var sérstaklega af þessu tilefni. Þeir sem vilja og hafa aðstöðu til geta síðan brennt lögin á geisladisk og jafnvel myndbands- skjalið líka ef þeir eru mjög vel tækjum búnir. Síðan verður hægt að sækja á Netið og prenta út plötu- umslag sem setja má í tómt geisla- diskahulstur og þar með, eins og Páll Óskar segir sjálfur, „er fólk komið með fyrsta heimatilbúna vídeósíngulinn á íslandi." Pauloscar.com á leiðinni „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem þjónustu við aðdáendur rnína," segir Páll Óskar um þennan netviöburð. „En einnig er ég að nota tækifærið og auglýsa nýju heimasíðuna mína (http://www.pauloscar.com) sem mun verða opnuð 1. desember. Þar verður að finna gríðarlega mikið efni af öllum toga, þar á meðal fjöldi laga á mp3-formi, sem mörg hver hafa verið ill- og jafnvel ófáanleg hingað til, hátt í 300 myndir sem margar hverjar hafa ekki birst áður, viðtöl sem spanna allan ferilinn, og svo mætti lengi telja," segir Páll Óskar. Velkomin „deep inside" Palli segir að Netið bjóði upp á ótrúlega góða möguleika fyrir ís- lenska tónlistarmenn og hljómsveitir á að koma sér á framfæri. „Hingað til hefur það háð okkur að ekki hefur verið hægt að gefa út og selja smá- skífur hér á landi en í kjölfar Net- og mp3 byltingarinnar er þetta loksins orðið mögulegt. Þegar ég gaf út síð- ustu breiöskífuna mína var ekki einu sinni búið að fmna upp mp3 og því er ég guðs lifandi feginn að þessi og önnur nettækni er til staðar í dag og ég ætla mér að nýta mér það til fulln- ustu. Enda, let’s face it, ef það er ein- hver maður á íslandi sem á að perfor- mera í beinni útsendingu á Netinu þá er það ég,“ Þá er bara að skora á alla aðdáend- ur Páls Óskars aö skella sér á Fóku- svefmn eftir hádegi í dag og fylgjast með goðinu sýna hvað í því býr upp við stöngina í Þórscafé. Eða eins og Palli orðar það sjálfur: „Mætið á Fók- usvefinn á þriðjudaginn klukkan tvö og ég býð ykkur öll velkomin „deep inside Paul Oscar!“.“ -KJA — mm . „Eg er guðs lifandi feginn að þessi og önnur nettækni er til staðar í dag og ég 'ætla mér að nýta mér það til fullnustu. Enda, let’s face it, ef það er einhver maður á íslandi sem á að performera í beinni útsendingu á Netinu þá erþað ég. “ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.