Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 19 Ný stafræn myndavél frá Nikon: Bylting hvað snertir verð Nú á næst- unni er vænt- anleg á mark- aðinn ný staf- ræn mynda- vél frá Nikon sem gengur undir heitinu Dl. Það sem gerir þessa myndavél sérstaka er að hún er fyrsta staf- ræna myndavélin sem er nothæf fyrir atvinnumenn í faginu sem fæst á viðráðanlegu verði. Myndavélar í hennar gæðaflokki hafa hingað til kostað um 15.000 dollara eða í kringum eina millj- ón króna, en D1 mun kosta um 5.000 dollara (um 370.000 kr.). Ekki er ólíklegt að koma D1 á markaðinn sé upphafið að verðstríði stærstu fyrirtækj- anna á þessum markaði og verð á vönduðum stafrænum myndavélum muni falla í kjöl- farið. Meðal þess sem myndavélin státar af er að hún nemur 2.74 Megapixela og getur stærð myndar verið allt að 2000 x 1312 pixelar. Hún getur geymt allt frá 23 til 265 mynda í minni, allt eftir því hvernig þeim er pakkað. Dl-myndavélin getur svo tekið allt að 4,5 ramma á sek- úndu, alls 21 mynd í röð, hún hef- ur yfir 30 mismunandi stillingar auk þess sem hægt er að nota með henni næstum allar Nikon linsur sem fyrir eru á markaðn- um. Það er því ljóst að áhugamenn um vandaðar, stafrænar mynda- tökur geta loksins farið að láta sig dreyma um að verða sér úti um eina slíka á allt að því við- ráðanlegu verði. Fjórtán ára tölvuáhugamaður: Ser um eina vinsælustu heimasíðu Netsins um Pokémon tölvuleikjakvikindin Fyrir skömmu var sagt hér í DV frá komu Poké- mon-tölvuleikja- dýranna til Evr- ópu, og þar með til íslands, í kjölfar ótrúlegra vin- sælda kvikind- anna í Banda- ríkjunum og Japan. Allt sem tengist Pokémon, frá tuskudýrum upp í að- göngumiða að Poké- mon kvikmynd- inni, selst eins og heitar lummur í þessum löndum. Pokémondýrin hafa lagt heiminn að fótum sér undanfarin misseri. Og eins og við má búast er Netið krökkt af heimasíðum Pokémon- áhugamanna sem birta þar allt sem þeim dettur í hug og tengist áhuga- málinu. Ein allra vinsælasta Poké- mon-síðan er kölluð „The Pokémon Center" (httpr//ww.pofcec>comt). Það athyglisverðasta við hana er að það er fjórtán ára táningur, sem heit- ir hinu ómþýða nafni Bomby Kitchpanich, sem er skapari og um- sjónarmaður hennar. Fjöldi tilboða Síðan Bomby hóf að halda úti Pokémon Center í febrúar hefur síðan náð um 3.000 heimsóknum að meðaltali á dag og hafa um 400.000 manns heimsótt hana frá upphafl. Þetta þýðir að heimasíða Bomby er ein af 10 vinsælustu Pokémon-síð- um í Bandaríkjunum. Vinsældir Pokémon Center hafa enda spurst út og gert Bomby eftir- sóttan vefhönnuð auk þess sem sjálf Pokémon-síða hans hefur fengið tilboð. Nýlega buðu til dæm- is eigendur stórrar vefsíðu sem sérhæfir sig í vísinda- og ævintýra- skáldskap Bomby 1.000 dollara (um 73.000 kr.) á mánuði fyrir að selja þeim Pokémon Center. í þeirri sölu fólst síðan að Bomby myndi áfram sjá um viðhald síðunnar. Lögmaður Bomby segir þó að varla muni verða af þeirri sölu, þar sem hann telur Pokémon Cent- er vera meira virði. En þó svo Bomby muni ekki verða endilega vellauðugur á sölu síðunnar þá er ljóst að framtíðin er björt ef svo heldur sem horfir hjá þessum unga Pokémonáhugamanni. Síðan Bomby hóf að halda úti Pokémon Center í febrúar hefur síðan náð um 3.000 heimsóknum að með- aitali á dag og hafa um 400.000 manns heim- sótt hana frá upphafi. Þetta þýðir að heima- síða Bomby er ein af 10 vinsælustu Poké- mon-síðum í Banda- ríkjunum. —i Nýtt vopn í baráttunni við vöggudauða: Snjallbolir segja til um líkamsástand - veruleg framför frá því sem nú tíðkast Snjallbolimir voru, eins og svo mörg tækni- undur, uppha flega þróaðir til notkunar á vígvöllum. Bolirnir verða varír við skot- og sprengjusár og geta komið nákvæmum upplýsingum um þau til sjúkraliða hersins. haft tilhneigingu til að losna og gefa í kjölfarið frá sér viðvaranir um heilsubrest bamanna sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Teygjanlegt efni snjallbolanna gerir það hins vegar að verkum að nemarnir hald- ast kyrrir á sínum stað án vand- ræða. Fjölbreyttir möguleikar Snjallbolimir vom, eins og svo mörg tækniundur, upphaflega þró- aðir til notkunar á vígvöllum. Bol- irnir verða varir við skot- og sprengjusár og geta komið nákvæm- um upplýsingum um þau til sjúkra- liða hersins sem geta þannig fylgst með heilsu hermanna úr fjarlægð. Menn gera sér svo vonir um að geta nýtt snjallbolina til ýmissa annarra nota eins og t.d. að fylgjast með sjúklingum eftir aðgerðir, geimfómm úti í geimnum og jafnvel íþróttamönnum við þjálfun. Og ekki eru herlegheitin eins dýr og maður hefði kannski búist við, því áætlað er að selja þá á um 2.500 íslenskar krónur þegar þeir koma loksins á markaðinn. D1-myndavélin frá Nikon er væntanleg á markaðinn á næstu vikum. Nú hafa vfsindamenn þróað hátæknifatnað sem auðveldar foreldrum að fylgjast með líkamsástandi barna sinna. Vísindamenn hafa þróað há- tæknifatnað fyr- ir ungbörn til að auðvelda sér að fylgjast með ungbörnum sem gætu átt á hættu að verða fyrir vöggudauða. Fatnaður- inn hefur innbyggða nema sem fylgjast með heilsu bamanna, þar á meðal líkamshita, hjartslætti og öndun. Þrátt fyrir áralangar rannsóknir hefur vísindamönnum ekki enn tek- ist að leysa leyndardóminn um vöggudauða, þó þeim hafi tekist að koma auga á ákveðna áhættuþætti eins og t.d. reykingar foreldra og svefnstellingu barnanna. Þess vegna eru vísindamenn um allan heim að leita leiða til að rannsaka þennan vágest betur. Mikil framför Það eru vísindamenn við Tækni- stofnun Georgíu í Bandaríkjunum sem hafa í þessu skyni hannað nokkurs konar „snjallbol“ sem er búinn fjölda nema og mælitækja til að fylgjast með ýmsum heilsuþátt- um ungbarns. Að sögn þeirra er þetta geysilega mikil framfor frá þeim aðferðum sem nú eru notaðar sem byggjast á einföldum mæling- um frá beltum sem sett eru á ung- böm. Foreldrar hafa kvartað undan því að börnunum fmnist beltin óþægileg auk þess sem þau hafa 'Mlsj Dreamcast komin til landsins góðar fyrstu dagana og greinilegt að leikjavinir hér á landi væru mjög spenntir fyrir henni. í tilefni frumsýn- ingar Dreamcast fór fram verðlauna- leikur í Joystick þar sem gestir svör- uðu nokkrum spmningum. Eftir að dregið hafði verið úr réttum svöram kom í ljós að sigurvegarinn var Sigur- jón Jónasson sem sést hér á myndinni taka við verðlaununum en það er Franz Gunnarsson sem afhendir þau. Um leið og nýja viðbygging Kringlunnar var opnuð um daginn var nýja Dreamcast-tölvu- leikjavélin sett á markaðinn í fyrsta sinn hér á landi. í samtali við DV-Heim sagði Franz Gunnarsson, verslunar- stjóri Joystick í Kringlunni, að viðtök- ur við hinni nýju vél hefðu verið mjög Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru allar hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið. Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvMffiU^ÆIg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.