Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 [ 1 j'jJyJuj1 Skjálfti um næstu helgi Fjórði Skjálfti ársins verður haldinn um næstu helgi. Eins og flestir leikjaunnendur vita er Skjálfti heitið á Quakemótum Símans Intemets en að þessu sinni er Computer 2000 einnig styrktaraðili móts- ins. Mótið verður haldið í HK-húsinu í Digranesi í Kópavogi og hefst það klukkan 18 á föstudag en klukkan 10 laug- ardag og sunnudag. Alla daga stendur keppnin til miðnættis. Að venju er rífandi aðsókn að Skjálftanum en þeir sem ekki eru búnir að skrá sig nú þegar til keppni era því miður orðnir of seinir því skráningu lauk fyrir nokkru. Nánari upp- lýsingar um mótið er hægt að finna á síðunni http:// skialfti.simnet.is/mot4.htmI þar sem meðal annars er að finna lista yfir þá sem þegar eru skráðir. Óánægja með Það er ekki öll- um skemmt yfir þvi tiltæki Ron Harris, rúmlega sextugs klám- myndasmiðs, að bjóða til sölu á Netinu egg úr átta fyrirsæt- um. Ýmsum innan heilsu- gæslugeirans finnst þessi hug- mynd hans verulega ósmekk- leg og ekki sé réttlætanlegt að bjóða „vöru“ sem þessa hæst- bjóðanda. Harris segir hins vegar að þetta sé ekkert annað en þróunarkenning Darwins í fullri virkni, því. þama geti fólk fengið aðgang að eggjum nokkurra yndislegra stúlkna til að auka líkumar á að af- kvæmin verði sem snoppufríð- ust. Verðið á eggjunum er mismunandi eftir því hvaða stúlka á í hlut, en það er á bil- inu 15.000 (um 1,1 milljón króna) til 150.000 dollarar (um 11 milljónir króna). Linux-nám- skeið að hefjast Næstkomandi laugardag verð- ur haldinn kynningarfund- ur fyrir Linux- námskeið á vegum Netstöðv- arinnar á Granda. Fundurinn verður haldinn að Granda- garði 8, klukkan 13 og eru all- ir velkomnir. Nýtt námskeið hefst síðan næstkomandi mánudag, þann 1. nóvember. Starfsemi Netstöðvarinnar á Granda er samvinnuverkefni milli áhugamannafélagsins Netvirkni, Reykjavíkurborgar og annarra aðila. Námskeiðið mun standa í 24 vikur og mun byggja bæði á fyrirlestrum og sjálfsnámi. Þeim sem vilja kynna sér þetta mál betur fyr- ir kynningarfundinn á laugar- daginn, er bent á að hringja í síma 697 6942. ----------Kifimaar--------------------- ■ ■ ■# ■ ■ ■ ■ M ■ Baráttan gegn ruslpósti mikilvæg: Kostnaðurinn er móttakandans auk þess sem hægist á allri netumferð Ruslpóstur á Netinu, sem kallaður er „spam“ á ensku, hefur verið tals- vert vandamál erlendis um nokkuð skeið. Það sem venjulega flokkast undir ruslpóst eru tölvupóstsendingar þar sem pósturinn er sendur til stórs hóps móttakenda á þann hátt að ekki er hægt að greina hver sendi viðkom- andi póst. Þetta er gert með því að senda póst á „opna“ póstmiðl- ara sem síðan senda póstinn áfram án þess að sjáist hver það var sem sendi póstinn. Þetta er þó að verða sífellt erfið ara, því slíkir opnir póst- miðlarar eru settir á svarta lista sem leiðir til þess að flestar netþjón- ustur loka á viðkomandi miðlara og þeir verða ónothæfir. En eins og vaninn er þá eiga hinir brot- legu alltaf einhverjar leiðir til að stunda brot sin og því hefur enn ekki tekist að útrýma alveg póst- sendingum sem þessum. Lítill vandi á íslandi En þó svo umræða um þessi mál sé talsvert mikil erlendis, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, þá hefur hún ekki verið mikil hér á landi. DV-Heimi lék forvitni á að vita hvemig stæði á því og fór því á stúfana og spjall- aði við fólk í tölvubransanum sem veit talsvert um þessi mál. í ljós kom að vel er fylgst með þessum málum hér á landi og svörtu listamir notaðir óspart til að koma í veg fyrir að póstur kom- ist í gegn án þess að vitað sé hver sendi hann. Þeir sem freistast svo til að senda auglýsingapóst þar sem auðvelt er að þekkja sendandann hagnast sjaldnast á þeim gjörðum sín- um, enda eru inter- netþjónustumar vel á verði og loka á póstíong hinna brotlegu. „En er ekki allt í lagi að leyfa mönnum að auglýsa á þennan hátt?“ er kannski spuming sem kemur upp í huga einhverra. Svarið er tvímælalaust nei, því stór- ar póstsendingar eins og mslsend- ingamar era taka mikið pláss á Net- inu og tefja því fyrir öðrum og eðli- legri sendingum. Að auki er það staðreynd að flestir netnotendur í dag borga símreikning fyrir þann tíma sem þeir era á Netinu og því kostar í raun hver sending af þessu tagi móttakandann pening þegar hann sækir póstinn sinn. Brandarar til trafala En þrátt fyrir að raslpóstur af því tagi sem nefndur er hér að ofan sé lítið vandamál hér á landi þá er önnur tegund af pósti, sem i flestum tilvikum mætti missa sig, nokkuð algeng hér á landi. Eins og sjá má í viðtalinu við Jón Gunnar Gylfason hér annars staðar á síðunni þá er það brandarapósturinn sem flestir netverjar kannast við. í mörgum tilvikum er þetta póstur sem msn „ Hotmail MtórosofT móttakandinn biður ekki um, auk þess sem þessum pósti fylgja oft viðhengi sem era mjög þung. Net- Að auki er það stað- reynd að flestir netnot- endur nú borga símreikning fyrir þann tíma sem þeir eru á Netinu og því kostar í raun hver sending afþessu tagi móttakandann pening þegar hann sækir póstinn sinn. umferð af völdum slíks pósts er oft gríðarlega mikil og verður jafnvel til þess að hægist á allri umferð um Netið. Það er að sjálfsögðu mjög bagalegt þegar óþarfa póstur af þessu tagi verður til þess að Netið verður hægara hér á landi, því nóg er-um flöskuhálsa án þess að net- verjar taki sjálfir upp á þvi að stífla umferðina. Það er því að mörgu að huga hvað þetta varðar og nauðsynlegt fyrir þá sem senda tölvupóst að gera sér grein fyrir því hvað þeir era að senda og velta því fyrir sér hvort sendingin sé virkilega eitt- hvað sem skipti " ~ móttakandann máli. Ef svo er ekki er betur heima setið en af stað farið. % MAIL Auglýsingaruslpósturinn ekki alvarlegur: Viðhengin mesta vandamálið - segir Jón Gunnar Gylfason, stjórnarmaöur netverja Jón Gunnar Gylfason hefur ákveðnar skoð- anir varðandi ruslpóst en hann situr í stjórn Félags íslenskra netverja og er þjónustufulltrúi hjá Miðheim- um. „Mér finnst umræðan um ruslpóst vera talsvert ruglandi hér á landi, menn fordæma hið svo- kallaða „spam“ út í eitt en standa samt sem áður í því að dreifa pósti sem er í raun miklu meira vanda- mál út um allt eins og þeim sé borgað fyrir það.“ Blaðamaður hváir og Jón Gunn- ar útskýrir þessa fullyrðingu bet- ur: „Það er náttúrlega ljóst að lang- mesti raslpósturinn og sá póstur sem er hvað mest til trafala í öllum tölvupóstkerfum era póstsending- amar sem eru með stórum við- hengjum af ýmsu tagi. Þama era oft á ferðinni voðalega sniðug .exe skjöl sem sýna fyndin eða jafnvel dónaleg myndskeið en málið er að Jón Gunnar Gylfason telur að almenningur verði að læra að umgangast Netið á réttan hátt og nauðsynlegt sé t.d. að fara mjög varlega í því að gefa upp netfangið sitt á Netinu. Þegar menn eru famir að senda slíkan póst til 10 vina sinna sem svo aftur senda þau til enn fleirí þá er álagið á tölvupóstkerf- unum orðið verulega mik- ið. Þegar við bætist svo að skjöl afþessu tagi eru algengustu vírusberarnir þá er Ijóst að þetta er ekkert gamanmál. þessar sendingar taka gríðarlegt pláss. Þegar menn era farnir að senda slíkan póst til 10 vina sinna sem svo aftur senda hann til enn fleiri þá er álagið á tölvupóstkerfun- um orðið verulega mikið. Þegar við bætist svo að skjöl af þessu tagi era algengustu vírasberamir þá er ljóst að þetta er ekkert gamanmál." segir Jón Gunnar. Notendum sjálfum að kenna En hvemig er með auglýsingarusl- póst, er hann þá ekkert vandamál? „Jú, vissulega, en í langflestum til- vikum a.m.k. hér á landi er orsökin fyrir því að fólk er að fá slíkan póst sú að það sjálft skráði netfangið sitt á heimasíðu einhvers ákveðins fyrir- tækis án þess að rannsaka nánar hvað fylgdi með slíkri skráningu. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.