Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Fréttir sandkorn Þórscafe-máliö frá því í sumar tefst vegna dráttar Hollendinga á gagnaöflun: Dyraverði sleppt eftir 4 mánuði inni - tafir á aö hollensk lögregla taki skýrslu af sendanda e-taflna ytra Karlmanni á þrítugsaldri, fyrr- um dyraverði, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í svokölluðu Þórscafe-máli eftir að hann haföi setið inni frá því í byrjun júlí, eða í tæpa fíóra mánuði. Aðeins einn situr því enn i haldi vegna þessa máls - hollensk nektardansmær. Eistnesk dansmær er hins vegar í farbanni en fyrrum framkvæmda- stjóra Þórscafes var sleppt í sumar eftir 22ja daga gæsluvarðhald. Málið varðar innflutning á hátt í eitt þúsund e-töflum sem lögreglan lagði hald á hjá flutningsmiðlun. Hollenska konan er talin aðalsak- boraingur í þessu máli. Ástæðan fyrir því að dyraverðin- um var sleppt er sú að miklar tafir hafa orðið á gagnaöflun í gegnum hollensk stjórnvöld. Þannig hefur hollensk lögregla verið beðin um að taka skýrslu af manni þar í landi sem talinn er hafa sent hol- lensku dansmærinni efnin i sum- ar. Þar sem skýrslutakan hefur tafist svo vikum og mánuðum skiptir var ekki talið við hæfi að halda framan- greindum dyraverði inni - sérstak- lega í því ljósi að þáttur hans þykir í raun ekki það stór að hægt sé leng- ur að réttlæta kröfu um lengra gæsluvarðhald en orðið er. Samkvæmt upplýsingum lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík er mikilvægt að umræddra gagna verði aflað áður en hægt verður að ljúka rannsókn. Málið er nú í hönd- um hollenska dómsmálaráðuneytis- ins. Ekkert er hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær Hollend- ingar ljúka umbeðinni gagnaöflun. -Ótt Tímamót hjá fólki sem fór að hittast reglulega í hádeginu einn dag í viku: Þriðjudagssúpa komin í 300 vikur Hópur fólks hittist í hádeginu á veitingahúsinu Asíu í gær til að borða sína vikulegu hádegissúpu og halda upp á að hópurinn hefur nú komið saman 300 sinnum í hádeg- inu á þriðjudögum. Fólkið, 16-18 manns sem flest vinnur í miöborginni, tannsmiðir, rafvirki, arkitektar og aðrir, hefur ekki alltaf mætt allt í einu og gefur sér svo mislangan tíma í hvert skipti yfir núðlu/kjúklinga/græn- metissúpunni sem er krydduð með engifer og chili. Fólk hefur mislanga viðdvöl á staðnum í hvert skipti - aflt eftir því hvernig stendur á gagnvart vinnudeginum og hádegistíma hjá hverjum og einum. 204 fundurinn var... „Ég er búinn að halda dagbækur yfir þessa súpufundi," sagði Finn- bogi Helgason tannsmiður við DV. „Ég byrjaði að skrá þetta í janú- ar 1994. Það ár vorum við t.a.m. komin á níundu súpu í mars. Sú hundraðasta var 28. nóvember 1995, sú sem var númer 204 var hins vegar snædd á Þorláksmessu 1997. Þá voru t.a.m. reyktir Havanavindlar í tilefni af því að einn félaganna, Indriði, var ný- Súpuhópurinn í gær. Fremstir og saman eru feðgarnir Indriði Helgason rafvirki og 6 vikna sonurinn Hakon móðirin Fríða Kristín Gísladóttir situr gegnt þeim. Henni á hægri hönd eru Guðmundur Gunnarsson arkitekt, Bjarni Dagur Jónsson fjölmiðlamaður, Helga Benediktsdóttir arkitekt og tannsmiðirnir Finnbogi Helgason og Þórður M. Sigurðsson. Fjær vinstra megin eru Ingi Kr. Stefánsson tannlæknir, Elín Kjartansdóttir arkitekt, Elísabet Snorradótt- ir hjá Fróða og Haukur Haraldsson námskeiðahaldari. DV-mynd Hilmar Þór kominn þaðan og koníakstár drukkið með kaffinu," sagði Finn- bogi. Flestir eru á staðnum um klukk- an hálf-eitt. Síðan tekur fólk að hverfa aftur til vinnu. Finnbogi tók sem dæmi að ef einhver væri að vinna með einhverjum úr hópnum þá komi hann bara með viðkomandi í þriðjudagssúpuna - andrúmsloftið væri afslappað og allir nytu matar- ins. „Þessi súpa gengur orðið undir nafninu þriðjudagssúpan eða súpu- klúbbssúpan. Hún er missterk. Við fáum hana bragðbætta en fólk verður áræðnara hvað þetta varðar eftir aldri í klúbbnum. Því meira chili sem fólk setur því gild- ari klúbblimir verða þeir,“ sagði Finnbogi. -Ótt Súlufíklar í vanda jjszÁi/h Mikil menning hefur skotið rótum i höfuðborginni og reyndar á þeim stöðum á landsbyggðinni sem rísa vilja undir nafni. Þama er um að ræða listdans nakinna kvenna sem gjarna fer fram í kringum til þess gerða súlu. Fjöldi virðulegra karla hefur sótt í þessa menningu og sum- ir munu jafnvel hafa keypt áskriftar- kort svo sem gerist með Sinfóníuna og aðra menningu sem fólk innbyrð- ir gjarnan með reglulegu millibili. Þrátt fyrir að flestir umgangist list- ina af hóflegri viröingu eru þeir þó til sem ekki kunna sér hóf og ánetj- ast. Þetta á þó ekki við um Sinfóní- una og ekki hafa enn sprottið upp sinfóníufíklar. Annað er uppi á ten- ingnum hvað varþar listdans um súl- ur. Hópur manna þarf nú sárlega á meðferð að halda vegna súluflknar sinnar sem ágerist með hverri helginni sem líður. Súluflklarnir ráða ekki við sig og eyða stórfé á svokölluðum nektarstöðum sem skapa umgjörð um listdansinn. Af þessu sprettur sá vandi að heimili þeirra sem ánetjast búa við krappari kost en áður hefur sést. Mjólkurpeningarnir fara gjarnan í brjóstasýningar og breytast í brjósta- mjólkurpeninga og börn súluflkilsins svelta. Alls kyns úrræði era til við hinum ýmsu fíkn- um sem á manninn herja. Áfengissjúkir geta val- ið um leiðir til lækninga, sem og eiturlyfjasjúkir. Til er formúla til að lækna spilasjúka, sem og stelsjúka, en kerfið lætur sér í léttu rúmi liggja örlög súluflklanna. Að vísu eru áhyggjur af þeim víða svo sem sjá má af því að bæjarstjórafrú nokkur úti á landi fór í vinnuna til eiginmanns- ins og afhenti honum áskorun um að banna list- dans í plássinu. Óvíst er um viðbrögð eigin- mannsins og Dagfara er ekki kunnugt um það á hvaða granni konan afhenti honum áskorunina. Það er ljóst að ekki verða allir menn súlufíklar þrátt fyrir að dufla lauslega við dansmeyjar og þar til gerðar súlur. Sjálfur hefur Dagfari farið á nokkrar sýningar þar sem jafnvel tveir einstak- lingar af gagnstæðu kyni hafa vafið sig utan um súlu. Á þeim sýningum hefur komið glöggleg í ljós að þau gen sem ráða fíkninni eru ekki á þeim bænum og áhugi á tæknilegum atriðum sýningarinnar hefur yflr- gnæft áhuga á tilburðum parsins. Dagfari er samkvæmt þessu vel til þess fallinn að horfa á vandann hlut- laust. Tillagan er sú að þær konur sem þekkja flkn manna sinna stofni samtök gegn súlufíkn, SASÚ, og búi til meðferðarplan. Grunnmeðferðin gæti verið fólgin í því að færa vanda- málið inn á heimilið og fullnægja þörf manna sinna. Laugardagar I hverri viku gætu verið hentugir til meðferðar þar sem áhyggjufullar og vanræktar eiginkonur brygðu á leik mönnum sínum til líknar og fróunar. Nokkum tækjabúnað þyrfti til meðferðarinnar og ber þar hæst súlu sem konan gæti dansað í kringum. Víst er að í slíku tæki liggur nokkur fjátfesting þannig að spara mætti með því að nota þau tæki sem fyrir era. Þar gæti skaft heimilisryksugunn- ar komið í góðar þarfir. Þannig væri hægt að sameina laugardagshreingemingar og meðferðar- úrræði með heimatilbúnu atriði. Konan færi ein- faldlega I léttan klæðnað og plantaði súluflklin- um í stofusófann. Síðan hæfist dansinn þar sem hún yrði þó að færa sig upp á skaftið ef lækning á að fást. Dagfari Stórar hendur Fyrir síðustu jól gaf Gísli Hjart- arson, ritstjóri á ísafirði, út örsög- umar 101 vestfirsk þjóðasaga sem óhætt er að segja að slegið hafi í gegn. Fyrir þessi jól kemur framhald af skemmtilegheitun- um og þar má finna þessa sögu. Sig- mundur Sigmunds- son, fyrrum bóndi á Látmm í Mjóa- firði, er með gríð- arstórar hendur. Fyrir skömmu var Simbi á ferð vestur að Látrum og stansaði tU þess að taka bensín í Essóstöðinni á Hólmavík. Þegar hann svo fór inn tU stúlknanna að gera upp áfyUinguna varð Tótu af- greiðslustúlku starsýnt á þessar stóru hendur tína seðla upp úr lítUli buddu. Hún gat ekki stiUt sig og sagði: „Svakalega eru stórar á þér hendumar." Sigmundur lyfti hönd- unum, horfði á þær hugsi um stund og sagði svo: „Nei, mér finnst þær ekkert svo stórar þegar ég pissa.“ Áhrif víða Fréttir hafa borist af því að rithöf- undurlnn kunni og fjármálagúrúinn Ólafur Jóhann Ólafsson hafi tekið við stjómtaumunum hjá Time Wam- er Digital Media þar sem honum er ætlað að leiða margmiðl- unarhluta fyrirtæk- isins sem veltir margfóldum öár- lögum íslands. Ólafur Jóhann hef- ur víðar áhrif þó smærri séu á heimsvísu því hann á sæti í stjórn Vöku-Helgafells. Þetta er ekki undarlegt því Vaka-Helgafell hefur alla tið gefið bækur Ólafs Jó- hanns út og hafa þær gengið prýði- lega og jafnvel staðið undir útgáfu á erfiðari sölubókum eins og alþjóð veit. Hitt vita færri að Ólafur Jó- hann situr líka í félagsráði Máls og menningar og hefur átt þar sæti í nokkur ár. Hann hefur því orðið ítök víða í íslenskri bókaútgáfu ... Iðnaðarmaður býr Ýmislegt hefur gengið á í Kringl- unni undanfama mánuði og er búið og breyta og bylta flestu sem hægt er. Margar verslanir hafa tekið miklum umskiptum eða jafnvel verið færðar innan þessa musteris Mammons á ís- landi. Verslunin Nýkaup hefur verið að breytast smám saman í glæsiverslun þar sem her iðnaðarmanna hefur verið að störfum lengur en viðskipta- vinir vilja muna. Eins og kunnugt er auglýsir Nýkaup undir slagorðinu „Þar sem ferskleikinn býr“. Pirraður viðskiptavinur sem skáskaut sér inn- an um iðnaðarmenn lagði til að nýtt slagorð yrði tekiö upp: „Þar sem iðn- aðarmaðurinn býr“ væri í samræmi við ástandið... Þegnskylda Ekkert lát er á vandræðum í leik- skólamálum borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hef- ur boðað að hugsanlegt sé að foreldr- ar verði skipulega skikkaðir til að sækja börn sín vegna þess að starfs- fólk vantar á leik- skólana til að sinna þeim. Áform borg- arstjórans hafa fallið í grýttan jarðveg hjá for- eldrum og góðvinur Sandkorns benti á að hún hefði greinilega aldrei lært vísuna sem drap síðasta þegn- skylduvinnufrumvarp á Alþingi: Ó, hve margur yrði sœll og elska myndi landió heitt efmœtti hann vera í mánuð þrœll og moka skít fyrir ekki neitt. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.