Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 7 I>V Fréttir Marinó Einarsson, lygalaupur i Noregi: Selur hross á videospólum - norska rannsóknarlögreglan meö hann undir smásjá Grunur leikur á að Marinó Einars- son, landsfrægur lygalaupur í Noregi, sem kynnir sig sem heila- og taugaskurð- lækni í Ósló, stundi sölu á íslenskum gæðingum með að- stoð myndbanda sem hestamenn hér á landi hafa sent honum út. „Ég geri fastlega ráð fyrir því og er reyndar viss um að Marinó er að selja hross með aðstoð myndbandanna. Annað væri ólíkt honum," sagði Sigurbjörn Bárðarson hestamaður Sigurbjörn Báröarson - á eng- an bróður sem heitir Marinó. en Marinó hefur oft- lega misnotað nafn Sigurbjöms og þóst vera bróðir hans i hestaviðskiptum. „Fyrir fjórum árum eða svo fóra mér að berast frétt- ir víðs vegar af að landinu þess efiiis að bróðir minn væri að kaupa þar hesta fyrir mina hönd - einhver Marinó Bárðarson. Ég leitaði til lög- reglu og yfirvalda og það var harla fátt sem ég gat gert til að stöðva þetta. Ég reyndi að láta orð út ganga að þessi maður væri Verkefni á vegum Iðntæknistofnunar: Sjö feröaþjónustufyrir- tæki orðin umhverfisvæn Iðntæknistofnun hrinti af stað fyrir tveimur árum verkefni sem heitir „ferðaþjónusta til framtíöar" með því markmiði að aðstoða fyrir- tæki í ferðaþjónustu að taka upp umhverfisvæna starfshætti. Iðn- tæknistofun útbjó vinnuaðferðir fyrir fyrirtækin til að vinna eftir og fékk þeim verkefni til úrlausnar. Sjö fyrirtæki hafa nú „útskrifast“ úr umhverfisverndamáminu frá Iðntæknistofnun og þar með tekið upp umhverfisvæna starfshætti. Fyrirtækin era: Gistihúsið Leiru- bakka í Landsveit, Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, Sjóferðir Amars á Húsavík, Ferðaþjónustan Húsey á Fljótsdalshéraði, Norðan jökuls á Fljótsdalshéraði, Hótel Djúpavík á Ströndum og Eyjaferðir ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækin settu sér m.a. það markmið að draga úr notkun einnota umbúða, draga úr orkunotkun, minnka sorpmagn, kaupa viður- kenndar umhverfis- merktar vörur og vörur framleiddar í heima- byggð og draga úr átroðningi á náttúra. Auk þess að vinna að umhverfisumbótum hafa fyrirtækin einnig unnið að vernd og hag- nýtingu þjóðmenning- ar. Samstarfi var komið á við Sögusmiðjuna um þennan þátt verkefnis- ins. Tekið var saman fræðsluefni fyrir ferða- þjónustufyrirtæki um hagnýtingu þjóðmenn- ingar í ferðaþjónustu sem fyrirtækin hafa nýtt sér og auðgað starf- semi sína með því að miðla sögu og sögnum byggðanna. Verkefni þetta hlaut m.a. stuðning frá Átaki til atvinnusköpunar, Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins og Byggða- stofnun. -GLM Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna sjö sem tóku þátt í umhverfisátaki Iðntæknistofnunar voru að vonum ánægðir að verki loknu. Efri röð frá vinstri: Arnar Sigurðsson frá Sjóferð- um Arnars á Húsavík, Örn Þorleifsson frá Húsey á Fljótsdalshéraði, Pétur Ágústsson frá Eyjaferðum ehf. í Stykkishólmi og eiginkona hans, Svanborg Siggeirsdóttir (fyrir framan), Jón Jónsson þjóð- fræðingur og Pétur Snæbjörnsson frá Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Neðri röð frá vinstri: Eva Sigurbjörnsdóttir og Ás- björn Þorláksson frá Hótel Djúpavík á Ströndum, Jón Ágúst Reynisson verkefnisstjóri, Ásta Begga Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson, staðarhaldarar á Leirubakka. ekki á mínum vegum og þegar ég frétti af honum á Dalvík og varaði menn þar við, var Marinó óðar kominn á Neskaupstað daginn eftir og hélt leiknum áfram,“ sagði Sigur- björn Bárðarson. Fyrir skemmstu hafði norska rannsóknarlögreglan samband við Sigurbjörn út af Marinó nokkram Bárðarsyni sem sagðist vera heila- og taugaskurðlæknir í Noregi og væri að kaupa hesta fyrir endur- þjálfunarsjúklinga. Hafði hann þeg- ar keypt nokkur hross út á nafn Sig- urbjöms og fengið sérstaka fyrir- greiðslu hjá sambandi eigenda ís- lenska hestsins í Noregi - sérstak- lega út á nafn Sigurbjöms. „Norska rannsóknarlögreglan hringdi í mig og vildi fá staðfest- ingu á skyldleika mínum við þenn- an mann og það endaði með því að ég sendi þeim eiðsvama yfirlýsingu um að hvorki Marinó né heila- og taugaskurðlæknirinn væru skyldir mér. Ég hefði hins vegar gaman af að vita hversu mikið fé hann er bú- inn að hafa út úr hestamönnum ytra með því einu að sýna þeim myndbandsspólur af gæðingum og selja þá,“ sagði Sigurbjörn Bárðar- son. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við Mar- inó Einarsson í Stordal í Noregi í gær. -EIR ihlutir ÍNýkomin sending ameríska og japa 4x4 jeppa j ijoiaiegur Pakkdósir Spindilkúlur ^ Sektorsarmar Stýrisupphengjur Klavafóðringar og margt fleira ■éiLLMJy @ 535 9000 • Fax 535 9040 • www.biianaust.is Borgartúni 26 • Skeifunni 2 • Bíldshöföa 14 • Bæjarhrauni 6 Albarkar. Bensíndælur. Bensínlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúplingar, Kúplingsbarkar og undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. OS€H BOSCH Kveikjuhlutir varahlutlr ...i miklu úruali Nónustumiðstöð í hiarta borgarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.