Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Fréttir DV Allt nötrar eftir niöur- stöðu félagsdöms - launanefnd sveitarfélaga vill fara í vinnu meö Sambandi sveitarfélaga til að fá lögum breytt DV, Árborg: Þegar leikskólakennarar í Árborg sögðu upp störfum sínum 1. júlí síð- astliðinn tók bæjarstjórn Árborgar ákvörðun um að láta reyna á lög- mæti uppsagnanna fyrir dómi. I dómskröfu launanefndar sveitarfé- laganna fyrir hönd Árborgar, sem tekin var fyrir félagsdóm 11. októ- ber, segir: Áð viðurkennt verði með dómi félagsdóms að uppsagnir 12 nafn- greindra leikskóla- kennara hjá Ár- borg verði dæmdar sem brot á friðar- skyldu á gildistíma kjarasamnings og því ólögmæt vinnu- stöðvun. í uppsagn- arbréfum allra þeirra leikskólakennara sem sögðu BIFREIÐASTILLINGAR NICOIAI * leit.is og þér munuð finna... ...yflr 300.000 íslenskar vefsíður. fíöisKyiduna á frábaeru verði Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 0 2 upp störfum sínum var tilgreind ástæða uppsagnar óánægja með launakjör. Áður en til uppsagnanna kom höfðu leikskólakennarar í Ár- borg farið fram á launaleiðréttingar við sveitarfélagið. Fjöldauppsagnir, sagði vinnuveitandinn í gildi er kjarasamningur launa- nefndar og félags leikskólakennara frá 20. september 1997 sem gildir til 31. desember 2000. Samningur þessi var eftir undirritun samþykktur af Fé- lagi islenskra leik- skólakennara. 11. mars síðastliðinn óskuðu leikskólakennarar eftir leið- réttingum á launum sínum með bréfi sem var bæði undirritað af leikskólakennurum og leikskóla- stjórum. Stefnandi málsins telur að gerðar hafi verið breytingar á kjör- um leikskólastjóra í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Leikskólakennarar sögðu hins vegar upp störfum sínum. Það mat stefnandi sem fjöldauppsagnir og þar sem I gildi er kjarasamningur milli aðila séu þessar uppsagnir brot á friðarskyldu sem jafna megi til ólögmætra verkfallsaðgerða. Stefndi í málinu, Félag íslenskra leikskólakennara, lagði áherslu á að félagið hefði á engan hátt átt þátt í ákvörðun félagsmanna sinna í að segja upp störfum sínum. Þær við- ræður sem leikskólakennarar í Ár- borg hefðu átt við sinn vinnuveit- anda og hefðu snúist um launaleið- réttingar hefðu verið á þeirra eigin vegum. Þar hefði félagið ekki átt neinn hluta að máli. Stjórn þess og starfsmenn hafi fyrst frétt af upp- sögnunum í útvarpi. Og á vegum fé- lagsins hefðu engar ákvarðanir ver- ið teknar sem tengdust óánægju leikskólakennara í Árborg með laun sin. Keimlík uppsagnarbréf Til stuðnings máli sínu telur stefnandi upp fjögur atriði sem bendi til að um fjöldauppsagnir sé að ræða. Allir þeir aðilar sem hafi sagt upp störfum sínum hafi skrifað undir bréf til Árborgar þar sem ósk- að er eftir leiðréttingu á launakjör- um. Þeir séu því aðilar að sameigin- legri kröfugerð. Uppsagnarbréfin, þó þau séu ým- ist handskrifuð eða vélrituð, gefi til kynna að um samantekin ráð hafi verið að ræða. í þeim öllum komi fram sömu efnisþættir og sum séu orðrétt eins. Allar dagsetningar séu þær sömu og ástæða allra uppsagn- anna sé sögð sú sama í þeim öllum. Það er óánægja með launakjör. All- ir leikskólakennarar sveitarfélags- ins utan tveir hafi sagt upp. Leik- skólakennaramir hafi sjálfir lýst því yfir að þeir séu í sameiginlegum viðræðum við Árborg og þeir hafi gripið til þess að segja upp störfum sínum þar sem þeir hafi ekki fengið viðræðufundi með viðsemjendum sínum. Með tilvitnun í lög um stétt- arfélög og vinnudeilur sótti Launa- nefnd sveitarfélaganna mál sitt á hendur Félagi íslenskra leikskóla- kennara. Félagsdómur sýknar leik- skólakennara Félagsdómur komst að niður- Fréttaljós Njörður Helgason Ingibjörg Sigtryggsdóttir: aldrei heyrt annað eins. Björg Bjarnadóttir: frelsi til að segja upp. Deilt hefur verið um hópuppsagnir sem lið í kjarabaráttu. Bæjarstjórn Árborgar lét reyna á réttmæti aðgerðanna og Félagsdómur sýknaði leikskólakennarana. stöðu í málinu sem var birt 21. októ- ber síðastliðinn. Niðurstaða dóms- ins er sú að þó að lög um stéttarfé- lög og vinnudeilur skilgreini verk- fóll þannig að til þeirra teljist þær aðgerðir þegar launamenn leggi nið- ur störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sam- eiginlegu markmiði þá hafi engin sambærileg breyting verið gerð á lögum um kjarasamning opinberra starfsmanna. Það er því niðurstaða félagsdóms að þrátt fyrir að gögn málsins beri með sér að um fjöldauppsagnir hafi verið að ræða verði þeim uppsögn- um án skýrra lagaákvæða ekki jafn- að til aðgerða sem jafnist á við vinnustöðvun og brot á friðar- skyldu. Á þeim forsendum sýknar Félagsdómur Félag íslenskra leik- skólakennara af kröfum launa- nefndar sveitarfélaga. Staðfestir frelsi opinberra starfsmanna Viðbrögð við dómi þessum hafa ekki látið á sér standa. I DV á laugar- dag fagnar Björg Björnsdóttir niður- stöðunni og segir meðal annars að dómurinn staðfesti að félag leikskóla- kennara hafi ekki átt neinn hlut að málinu. Dómurinn staðfesti líka að opinberir starfsmenn hafi það frelsi að segja upp vinnu sinni séu þeir óá- nægðir með ráðningarkjör. Og í fram- haldi af því að kjarasamningur aðila sé grunnur, það sé ekkert sem segi að ekki megi felast annað í ráðningar- kjörum starfsmanna. Karl Björnsson: löglegar hópuppsagnir. Mistök og rangur dómur Á vef Alþýðusambands íslands segir Ástráður Haraldsson hæsta- réttarlögmaður að dómurinn mis- taki sig á grundvallarforsendum í lögfræði og því sé hann rangur. Hingað til hafi verið óumdeilt að lög um stéttarfélög og vinnudeilur sé hin almenna löggjöf sem gildi fyrir alla og sérlög á borð við lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna gildi á afmörkuðum sviðum. Fram hjá þessu hafl félagsdómur gengið. Ástráður segir í DV á laugardag að dómur félagsdóms sýni að það sé kominn tími á að löggjafarvaldið stígi það skref til fúlls að skapa einn vinnumarkað á íslandi, fella eigi lög um kjarasamning opinberra starfs- manna úr gildi og fella þann hóp undir ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Lög um Jón og önnur um séra Jón Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formað- ur verkalýðsfélagsins Þórs á Sel- fossi, er ósátt við niðurstöðu dóms- ins. „Þetta er lögleysa. Það er ekki hægt að láta tvenn lög gilda um launamenn í landinu. Ég hef cddrei heyrt annað eins og það sem skýrt kemur fram í dómnum um mismun- un þessara hópa. Það hafa alltaf gilt önnur lög um Jón en séra Jón en að fá þetta skýrt á blaði kemur manni verulega á óvart,“ sagði Ingibjörg. Stjórn launanefndar sveitarfélaga hefur samþykkt að taka upp viðræð- ur við stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem launanefndin óskar eftir því að stjóm sambands- ins komi með launanefndinni í þá vinnu að reyna að fá lögum um kjarasamning opinberra starfs- manna breytt. Þar eru menn á þeirri skoðun að um friðarskyldu og hópuppsagnir eigi að gilda ein lög í landinu. Hægt eigi að vera að treysta því að eftir að búið er að skrifa undir kjarasamning gildi hann út samningstímann. Karl Bjömsson, formaður launa- nefndar, segir að án breytingar á lögum eigi þessi dómsniðurstaða eftir að hafa mikil áhrif á samnings- gerð opinberra aðila. Með henni sé veriö að staðfesta að hópuppsagnir opinberra starfsmanna séu löglegar. Meðan lögum um kjarasamning op- inberra starfsmanna verði ekki breytt geti opinberir aðilar búist við að slíkum aðgerðum verði beitt hvenær sem er á gildistíma kjara- samninga. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.