Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 ferðarmiklir, en ég held að við höfum hvorki verið verri né betri en gengur og gerist. Leiksvæði okkar i hrauninu er mestan part komið undir byggð í dag. Flestir okkar voru þó saman í Lækjarskólanum og hann er enn til staðar. Það eru því enn til ýmis kenni- leiti sem rifja upp gamlar og góðar minningar. Hafnarfjörður er góð blanda lítils sveitaþorps þar sem ailir þekkja aila og stór- < borgarinnar. Bæjarlíf- ið er mjög sterkt hér og fólkinu þykir vænt um bæinn sinn. Ef Hafnarfjörður týnist í umræðunni, þá bregðast menn við á tvennan hátt. Það eru annað- hvort búnir til nýir Hafnarfjarðar- brandarar eða menn gera einhver læti í pólitíkinni hér sem oft er harðvítug. Flestir Hafnarfjarðarbrandararnir eru heimatilbúnir og auðskilj- anlegir. Það er öfugt með brandara Reykvíkinga, það skilur þá enginn. Það er því bráðnauðsyn- legt að kunna að gera grín að sjáifum sér. Við höldum hópinn í gegnum golfiðkun. Erum í sama golf- klúbbi og komum oftar en ekki sam- an yfir sumar- mánuðina. Við erum því i all- góðu sambandi og suma á ég auðvitað líka ----f samskipti við í gegnum pólitik. Við hittumst þvi má segja reglulega óreglu- lega, stundum þó alloft. Við eigum það líka sam- eiginlegt að kunna ekk- ert í golfi. Það er ailtaf gott að eiga góða vini. Þú veist alltaf hvar þú hefur þá, ekki bara á glöðum og góðum stundum, heldur lika þeg- ar á móti blæs. Við tölum alltaf tæpitungulaust hver við annan og það Gott að eiga góða vini - ekki bara á góðum stundum heldur líka þegar á móti blæs, segir Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður Vinátta Ég á þrjá vini sem gera mér gott. Sá sem fyrirlítur mig kennir mér sjálfstœói. Sá sem elskar mig gerir mig kœrleiksríkan. Og sá sem hatar mig kennir mér varúö og gœtni. ^ - Chesterfield lávarður. Talaóu um fyrir vini þínum undir fjögur augu, en hrósaóu honum þegar aörir heyra. - Ókunnur höfundur. Ráöiö til að losna við lélegan vin er aö biöja hann bónar þegar mikiö liggur við. - Ókunnur höfundur. fmnst mér merki góðrar æskuvináttu. Menn eru þá ekkert að skafa utan af hlutunum og segja allt umbúðalaust, en samt erfir enginn eitt eða neitt,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson ; þingismaður. son ai-. -HKff Vinirnir fylgdust með er þingmaður- 1 inn tók eina meistarasveiflu. * Vinskapur sem kemst á milli manna í bernsku eða á skólaárum virðist halda vel í líflnu. Oftast ráða til- viljanir því hvernig tengsl- in myndast, en flestir eru sammála um að ekki seinna en í framhaldsskóla komist sá vinskapur á sem haldi alla ævi. Alvöru vin- ir eru þeir sem standa saman ígegnum súrt og sætt og kannski helst þegar á móti blæs í lífi einhvers úr vinahópnum. Á þeim stundum reynir líka yfir- leitt mest á vinskapinn. Tryggir vinir úr Versló: Lyftingar og hnallþórukast - félagarnir Ólafur Gunnarsson, Örn Bárður Jónsson og Örn Gústafsson brölluðu ýmislegt á sínum skólaárum Ég á mjög góða vini ffá 1965 þegar við byijuðum í Verslunarskólan- um,“ segir Ólafúr Gunnarsson rithöfúndur. „Það eru þeir Öm Gúst- afsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- sjóðsins, og Öm Bárður Jónsson prest- ur. Við vorum ekki bekkjarfélagar en vomm hinsvegar saman í árgangi. Eff ir að skólanum lauk hðu samt nokkur ár að við sáumst stopult. Fyrir nokkrum árum hringdum viö okkur saman og fórum að hittast reglubund- ið á ný. Við fórum gjaman út að borða og prófum nýja staði. Þá er fastur lið- ur að rifja upp gamla daga. Við spjöll- um um daginn og veginn og gefum hver öðrum góð ráð. Þannig höfúm við alltaf haldið mikilli tryggð hver við annan.“ Herför Heimdallar- manna „Einu sinni var gerð mikil her- Óiafur fór í Verslunar- Gunnarsson skólanum þar rithöfundur. sem allir ungir menn áttu að ganga í Heimdall, félag ungra sjálf- stæðismanna," segir Öm Bárður er félagamir sökktu sér niður í minn- ingar skólaáranna fyrir blaðamann á veitingahúsi í Lækjargötunni. „Þar höfðu stelpumar bakað og sett upp mikið hlaðborð með hnallþórum á efri hæðinni, en áróðursfundurinn var á neðri hæðinni. Við vinimir höfðum miklar áhyggjur af því hvað kökumar vom mis vinsælar og eng- inn snerti við einni kökunni. Því skárum við nokkrar sneiðar af kök- unni og hentum út um gluggann." „Þetta var mikið átakamál, þessi herför,“ sagði Ólafúr. Lyftingar við Laugaveginn „Það var mikið brallað á þessum árum. Við félagamir komum okkur t.d. upp líkamsræktaraðstöðu og vor- um þar langt á undan okkar samtíð. Við leigðum okkur stórt kjallaraher- bergi upp á Laugarvegi og af því að Óli hafði verið í lyftingum, ákváðum við að taka upp þá íþrótt að lyfta lóð- um. Það breyttist þó í annars konar lyftingar. Herbergið varð fljótt sam- komustaður þar sem helst vora æfð- ar glasalyftingar," segir Örn G. „Öm Bárður kom frá ísafirði og við gerðum tilraunir til að heim- sækja hann vestur á firði, en þær til- raunir mistókust flestar og enduðu oft með ósköpum." „Mér tókst nú samt að komaafh einu sinni á fsafjörð með Emi Bárði,“ sagði Ólafur. „Okkur sinnað- ist þá eitthvað við heimamenn, en við skuium ekkert ræða það meira,“ sagði hann og félagamir taka bakfóll af hlátri, en lögreglan á ísafirði mun líka hafa komið þar aðeins við sögu. -HKr. eða starfa. Talandi um æskuvináttu, þá skiptir engu máli hvort langt eða stutt er á miili þess sem við hittumst, menn era alltaf samir við sig. Flóknu hlutimir verða alltaf jafn einfaldir þeg- ar menn hittast og ræða málin. Þessi vinskapur er því ólíkur ölllum öðrum. Sem pottormar í Hafnarfirði, þá var hraunið uppspretta leikja og upp- átækja í Vinirnir úr Verslunarskólanum síðan 1965, séra Örn Bárður Jónsson, Ólafur Gunnarsson rithöfundur og Örn Gúst- afsson, framkvæmdastjóri Samvinnusjóðsins. - DV myndir ÞÖK. Eg á gamla, góða og trausta æsku- vini sem ég hef alla tíð verið í góðu sambandi við,“ sagði Hafn- firðingurinn Guðmundur Ámi Stef- ánsson alþingismaður. „Það era bæði vinir frá bamæsku og sem orðið hafa til í gegnum íþróttaiðkun og leik í hverfmu heima. Við þessir strákar höfum lifað í gegnum súrt og sætt alla tíð. Þeir eru Bárður Sigurgeirsson húð- sjúkdómalæknir, Helgi S. Harrys- son slökkvi- liðsmaður, Tryggvi Harðarson bæjarfull- trúi, Guðmundur Jóns- son mjólkurfræðingur og Gunnar Einarsson, fræðslu stjóri í Garðabæ, sem er sá eini úr hópnum sem stolist hefur úr bænum. Við höfum allir haldið hópinn, þó á einhveijum stigum hafi menn t.d. farið utan til náms Guðmundur Árni Stefánsson með vinum sínum Helga Harryssyni, Tryggva Harðarsyni og Guðmundi Jónssyni, sem allir eiga það sameiginlegt að kunna ekkert í golfi, að sögn Guðmundar Árna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.