Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 41 X Myndasögur p; (Ö Eh Jh 3 E > co CO (Ö —1 —( Öí »H íá co co •rH o TJ tí :0 co Jh T5 • pH M “(Ö Ö> o (ö co >.iH • iH Ö> • fH m Við aetlum að gora bandariska harnum i Mombuzzi vjðvart. Hann mun sjá um að eyóiloogja bygging una. Þess vagna er ( Þatta kaila ég að vera j >Alukkunnaí pamfiiil - ’S. ' Aó hitta at tíh/iljun eftir ] ^ . ófl þassi ár. gamlan ^ -^skóiafélaga! Fréttir A myndinni er Erla Kristinsdóttir, sem tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja hóteli, ásamt Skúla Alexanderssyni og fleirum. DV-mynd Pétur Fyrsta skóflustungan - og síðan rís nýtt Hótel Hellissandur á hálfu ári Ný hótelbygging mun rísa á næst- unni á Hellissandi. í frábæru veðri og fagurri jökulsýn tók Erla Krist- insdóttir fyrstu skóflustunguna að nýju hóteli. Hún er fyrsti hótelstjór- inn á Hellissandi, hóf rekstur á Hót- el Gimli árið 1986 og rak þaö í 5 ár. Það er Hótel Hellissandur ehf. sem stendur að þessari þyggingu sem er um 700 fermetrar aö stærð á tveim- ur hæðum og stendur við Klettsbúð. Að sögn Skúla Alexanderssonar, sem er formaður stjórnar félagsins, verða í hinu nýja hóteli 20 tveggja manna herbergi með baði og verður húsið hið glæsilegasta og vel hugað að aðgengi fyrir fatlaða gesti. Tíu hluthafar standa að félaginu en ásamt Skúla í stjórn eru þeir Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri og Sigurður P. Harðarson, þæjartækni- fræðingur í Borgamesi. Bjami Vé- steinsson hjá Verkfræðiþjónustu Akraness teiknaði húsið. Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsens í Borgarnesi hannaði burðarþols- og verkfræðiteikningar. Loftorka ehf. í Borgarnesi er verktaki við bygging- una en undirverktaki að jarðvinnu verður Vinnuvélar Snæbjarnar á Hellissandi. Að sögn Skúla eru áætluð verklok í apríl á næsta ári. -PSJ Hærri meðalvigt en samt betri flokkun hjá KEA: Þyngsti dilkur inn vó 32,4 kíló - bændur tóku mikið af kjöti heim DV, Dalvík: Sauðfjárslátrun er að mestu lokið hjá sláturhúsi KEA á Akureyri á þessu hausti. Heildarfjöldi slátur- fjár var 23.269 fjár, 20.930 dilkar og 2.339 fullorðið. Það er nokkru færra en á síðasta ári er heildarfjöldi slát- urijár var um 27 þúsund. Munar þar mestu að fé úr Fnjóskadal og Bárð- ardal var slátrað á Húsavík á þessu hausti en fram til þessa hefur fé þaðan verið flutt til Akureyrar. Meðalfallþungi dilka var 15,8 kg sem er ívið þetra en síðastliðið ár þegar meðalvigtin var 15,480 kg (15,686 kg árið 1997 og 1996 var hún 16,053 kg). Þyngsti dilkurinn á þessu hausti vó 32,4 kg og var hann frá Hóli við Dalvík en þyngsti dilkur- inn sl. haust var 29,4 kg. Að sögn Óla Valdimarssonar sláturhússtjóra var þrátt fyrir hærri meðalvigt og þyngri dilka minna verðfellt vegna fitu á þessu hausti en undanfarin haust. Ekki var hægt að fá meðalvigt af einstök- um svæðum að þessu sinni þar sem nýtt tölvukerfi sláturhússins býður ekki upp á slíka möguleika. Hins vegar segir Óli að fé úr Svarfaðar- dal og Dalvík haíl verið mjög vænt líkt og undanfarin haust og nokkrir áf þyngstu dilkunum hafi verið héð- an af svæðinu. Óli segir að það sé athyglisvert hversu mikið bændur hafi tekið heim af kjöti á þessu hausti - um 9% af dilkakjötinu, eða um 27 tonn, og um 22% af kjöti af fullorðnu, eöa 10,5 tonn, alls um 38 tonn. í sumarslátrun var á milli 200 og 300 dilkum slátraö og var kjötið selt jafnóðum ófryst. Óli segir að mark- aðurinn taki þessu kjöti mjög vel en illa hafi gengið að fá bændur til að slátra, sérstaklega í ágúst, eftir að fyrirvaralaust var sett á 10% út- flutningsskylda. Frá 1.-14. nóvem- ber er einnig 10% útflutningsskylda en eftir það fellur hún út og segir Óli að það færist í aukana að bænd- ur slátri fram undir jól og búast megi við að a.m.k. 200 lömbum verði slátrað fram til jóla og kjötiö sett ferskt á markað. -hiá Framkvæmdir í Sauðárkrókshöfn: Dýpkað fyrir djúprista Fossa „Við ætluðum að láta dýpka í fyrra en það er mjög gott að hægt var að fara í þetta núna, enda nauðsynlegt svo að strandflutningaskipin komist hér um með góðu móti. Eimskip, sem sinnir aðallega siglingum hingað, hefur verið að koma með skip í flutningana sem rista dýpra en Reykjafossinn sem þeir seldu,“ segir Brynjar Pálsson, formað- ur hafnarstjómar Skagafjaröar. Dýpk- un Sauðárkrókshafnar hófst fyrir nokkrum dögum og á samkvæmt út- boði að verða lokið um 15. desember. Það var Björgun hf. sem var með lægsta tilboðið í dýpkunina. Dýpkun- arskipið, með faliegu ljósin viö enda hafnarinnar, heitir Perla. Þrátt fyrir góðan sandfangara norðan hafnar- mannvirkjanna virðist sem stöðugt ' safnist sandur í innsiglingarrennuna og því þarf að dýpka hana og breikka á nokkurra ára fresti. Heildardýpkun nú nemur um 40 þúsund rúmmefrum. Hugmyndir vora uppi um að nota efti- ið sem dælt er upp í uppfyllingu út frá Strandvegi suður undir bflaverkstæði KS, en ekki gat orðið af þeim áform- um. -ÞÁ. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.