Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 4
í áratuga gömlum ballkjólum. Hildur Yeoman. (Blár kjóll) Ingunn Jónsdóttir. , (Svar/grátt) Sesselia/^ Árnadóttir. (Rósótt) Helga Þórðardóttir. (Bleikur) J p/ m AL JPlkf ÍiJH m i Wk i i í 7 Kílóið a ousunaKQ dk Útlensk hátíska og rándýr módelfatnaður á síður en svo upp á pallborðið hjá ungum menntaskóla- stúlkum þessa dagana. í menntaskólum borgar- innar fara stúlkumar nefnilega sinar eigin leiðir og sneiða hjá dýru glæsibúðunum í fatavali sínu. Ömmufot skulu það vera og helst með allskyns dúllum og fíneríi. Þcir duga heldur engar nýsaum- aðar ömmufatastælingar, toppurinn er, - notuð „orginal“ ömmufot. Kannski má segja um „ömmufötin" að þar hafi ungt fólk fundið skemmtilega leið til að gera sína eigin uppreisn gegn viðteknum venjum og þá gegn tilbúnum tískustraumum utan úr heimi. Hægt er að nálgast slíkan fatnað víða, m.a. á fatamörkuðum þar sem jafnvel er hægt að fá kílóið af fötum á þúsundkall. Vinkonurnar Ingunn Jónsdóttir, Hildur Yeoman, Sesselia Ámadóttir og Helga Þórðardótt- ir stunda nám i MH og MR höfðu allar dálæti á þessum fótum og ekki síst finu ballkjólunum frá mömmum og ömmum. - Hvers vegna veljið þið þessi föt? Ingunn: „Til að vera öðruvísi, vera eigin per- sóna, skapa okkar eigin stíl. Þetta er eiginlega uppreisn gegn okurverðinu í búðunum." Helga: „Til að vera maður sjálfur. Strax og grunnskólanum lauk fór maður að velja öðruvísi föt til að vera ekki alltaf eins og allir aðrir.“ Sesselia: „í grunnskólanum var bara ákveðin tíska sem allir vora í. Þegar maður eldist verður maður sjálfstæðari og vill skapa sinn eigin stíl. Hildur: „Þegar maður fer í búðir og kaupir venjuleg föt, þá getur maður búist við að sjá fimmtíu manns í skólanum í nákvæmlega eins fötum.“ - Hvar finnið þið þessar „ömmuflíkur"? Sesselia: „Á háaloftum, fatamörkuðum hjá ömmum og frænkum." „Og okurbúðum", bætir Hildur við. Hildur: „Þetta era föt frá því sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum, en ekkert frá þvi eftir 1980.“ Ingunn: „Já, ekkert eftir áttatíu, mest frá því upp úr ‘50 og ‘60. Þetta era líka ódýr fot.“ Helga: „Ef þau era keypt í búðum, þá era þau samt á okurverði." Ingunn: „Búðirnar kaupa kannski he'ilu gámana af þessu á lítinn pening og selja svo rán- dýrt.“ - Er þá alveg sama hvort fötin eru notuð eða ekki? Helga: „Þau eru jafnvel dýrari í búðunum ef þau era notuð. Notaðar gallabuxur eru t.d. miklu dýrari en nýjar i tískubúðunum." Ingunn Jónsdóttir í „skólafötunum" - hún kaupir kíló- ið á þúsundkail. stúlkur í ömmufötum - heimalöguð uppreisn gegn dýru tískufötunum Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður Elín Hirst fréttamaður „Öllu mögulegu. Ég er ekki í ein- hverjum sérstökum merkjum. Ég kaupi klassísk föt sem ég get notað árum saman. Það eru föt sem ég get raðað saman fram og til baka, ný með gömlum, og ég á bæði saumuð föt og keypt. Sum eru með þekktum merkjum og sum allsendis óþekkt. Ég kaupi föt eftir mínum smekk og hangi ekki í einhverjum tískumerkjum." „Ég er nýbúin að taka til í klæða- skápnum mínum, en þar mátti rekja tískuna aftur til síðasta áratugar, enda fylgja sjónvarpsvinnunni mikil fatakaup. Til dæmis var þar rauður jakki sem kenndur er við Persaflóa- stríðið og annar blár og hvítur kenndur við Viðeyjarstjórnina. Nú klæðist ég aðallega fötum frá þrem- ur merkjum sem öll eru þýsk, enda er ég þýsk í aðra ættina. Þetta eru merkin CM, hönnuður Sandra Pabst, KS-selection og Otto Kern, öll frá versluninni CM við Lauga- veg.“ I hvaða fötum gengur þú? konur & tíska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.