Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 7
+ 25 * Unnur Steinsson komin í brettagaliann sem fer henni afspyrnuvel. Unnur Birna horfir aðdáunaraugum á móður sína. DV-myndir Hilmar Þór Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona var svo hepp- in að hafa með sér tvo fatasérfræðinga en báðar dætur hennar, þær Ingunn Valgerður Henriksen grunnskólanemi og Karen María Jónsdóttir ballerína tóku glaðar að sér það verkefni DV að hanna nýjan fatastíl á móður sína. Þær sögðust hafa eytt drjúgum tíma í und- irbúning áður en þær fundu verslun við • Vs, hæfi. „Við erum búnar að fara vítt og breitt um bæinn og því miður þá virðist það vera að margar tískuverslanir selji bara fót í hálfgerðum gínustærðum," sagði Karen María en þær systur ||' urðu ásáttar um velja klassískan fatnað í Wf versluninni Max Mara. Ingunn María sagðist í fyrstu hafa vilj- að klæða mömmu sína í pels en eftir nán- K ari umhugsun ákváðu systurnar að hverfa ■ frá þeirri hugmynd og velja þess í stað ■ kjól, peysu og hlýja vetrarkápu á Lilju V Guðrúnu. inmóðar fyrir utan. Þegar Lilja Guðrún kom fram brut- ust út nokkur fagnaðarlæti. „Þú ert algjör díva i þess- um fótum. Þú minnir mig helst á karakter eins og Mar- lene Dietrich. Þú geislar það er engin spurning," sagði Ingunn María og Lilja Guörún virtist skemmta sér hið besta en sagðist hafa búið sig undir það versta. „Þetta er alveg frábært og stelpumar eru bara mjög smekkvís- ar. Þær hafa náttúrlega góða tilfinningu fyrir því hvaða fót fara mér enda búnar að horfa á mig frá því þær fæddust," sagði Lilja Guðrún og var augljóslega mjög sátt við fataval dætranna. En þá var rúsínan í pylsuendanum eftir en þær Ing- unn Valgerður og Karen María höfðu valið kápu á móð- ur sína og þær voru sammála um að hún myndi sóma sér vel í henni. Sú varð líka raunin því Lilja Guðrún kunni afskaplega vel við sig í kápimni og Ijóst að fata- valið hafði tekist með miklum ágætum. Þegar þær systur voru inntar eftir því hver væri meginhugsunin á bak við fatavalið sagði Karen María: „Ég vildi umfram allt klæða hana í glæsilegan og vand- aðan fatnað sem hæfir persónuleika hennar og ég held að það hafi tekist vel,“ og Ingunn María bætti við að að- almálið væri að Lilja Guðrún væri skvísuleg en um leið mömmuleg. nnur Bima Vilhjálmsdóttir, 15 ára dóttir Unnar Steinsson, var meira en fús að breyta fatastíl móður sinnar fyrir DV. „Það er gaman að prófa eitt- hvað alveg nýtt. Yfirleitt er ég ánægð með fot- in sem mamma velur og frnnst hún oftast V38 nær fin. Við förum oft saman í búðir og stundum reyni ég að hafa áhrif á hana þeg- jgft ar mér finnst hún ekki vera að gera rétt,“ MaMn. sagði Unnur Birna en verslunin Sautján | var áfangastaður þeirra mæðgna. Unglingatískan var Unni Birnu nokkuð hugleikin og stoppaði hún drjúga stund við slá með nokkurs Eftir smá konar brettabuxum. umhugsun var ljóst að hún var búin að ákveða sig. „Þessar eru fínar,“ sagði hún um leið og hún rétti móður sinni buxurnar. Unn- ur tók við buxunum og fylgdi dóttur sinni yfir í annan hluta verslunarinnar þar sem Unnur Bima valdi ljósa peysu í stíl við buxurnar. Þá var ekkert eftir nema að velja skóna og virtist Unnur Birna vera mjög ákveðin í f þeim efnum því hún gekk beint að sportlegum skóm frá DKNY. Unnur virtist hin ánægðasta með val dóttur sinnar eða lét í það minnsta á engu bera og hvarf við svo búið inn í mátunar- klefann. Hún viðurkenndi þó að sennilega heföi sér aldrei dottið * \ . , í hug að máta fót í þessum stíl. Unnur Bima vildi engu breyta þegar móðir hennar kom út úr mátunarklefanum og hafði á orði að sér fyndist hún mjög smart en um leið afar ólík sjálfri sér. „Mamma er ótrúlega flott í brettafótum og það væri gaman að sjá hana klæðast svona fótum dags daglega og þau passa henni örugglega betur en mér - þótt þau flokkist kannski undir unglingafatnað," sagði Unnur Bima og brosti sannfærandi til móður sinnar. „Það má sko ör- ugglega venjast þessu. Bæði buxumar og skómir em mjög þægilegir. Ég Jnnur skil vel af hverju unga fólkið kann svona vel að meta þessa tísku,“ sagði Unnur Steinsson. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir still- ir sér upp ásamt móður sinni, Unni Steinsson, áður en um- breytingin á sér stað. Eins og díva Á meðan Lilja Guðrún brá sér afsíð- is til að máta fótin biðu systurnar þol- Lilja Guðrún komin í vetrarkápuna sem þær Ingunn Valgerður og Karen María völdu fyrir hana í versluninni Max Mara. Það er vist betra að fötin passi. Bima mátar peysu við móður sína. taka mæður Eg er búin að spá töluvert í þetta og held að niðurstaðan verði einhvers konar dragt. Mig lang- ar að gera hana mjög fína en um leið srnart," sagði Sigyn Blöndal Kristinsdóttir, 17 ára Kvennaskólanemi. Sigyn sem er dóttir útvarpskonunnar og ritstjóra Húsfreyjunnar, Mar- grétar Blöndal, tók vel I verkefni DV að velja ný fót á móður sína. Hún sagðist reyndar langt frá því að vera nýgræðingur í þeim efnum enda færu þær mæðgur oft saman í bæinn til að Iskoða föt. Sigyn valdi verslunina Spaksmannspjarir og sagðist staðráðin í að gera róttæka breytingu á móður sinni. Á meðan Sigyn skoðaði sig vandlega um í búð- inni kom Margrét sér fyrir álengdar og fylgdist með dóttur sinni án þess þó { að reyna að hafa nokkur áhrif. I „Mér finnst mamma gera alltof mikið af þvi að klæðast gallabuxum og stórum peysum. Hún getur nefnilega verið mjög smart þegar hún ■ er ekki í þeim gímum að vilja vera voðalega mömmuleg. Hún spyr K mig meira að segja stundum hvort hún sé of skvísuleg í þessu eða hinu. Hún á að vera skvísuleg, það fer henni svo vel,“ seg- ir Sigyn. „ BaHP-1»' Eftir nokkra hringi í búðinni var Sigyn BV búin að velja beinar teinóttar buxur með W uppábroti, nokkrar blússur og hálfþeysu á móöur sína. Það var því ekki annað fyrir Margréti að gera en að byrja að máta. Eftir nokkra stund var Sigyn sátt við útkomuna og Margrét virtist vera það líka. „Þetta er bara ansi smart hjá henni þótt þetta séu ekki endilega fót sem ég hefði valið sjálf. Bux- umar þykja mér reyndar algjört æði,“ sagði Margrét þegar hún skoðaði sig i speglinum. „Vá, þú ert algjört megabeib í þessu fót- um. Algjörlega eins og ný kona og mjög smart,“ sagði Sigyn og bætti við að hún gæti vel hugsað sér að taka mömmu sína út á djammið í þessum fötum. Er hægt að fá betri meðmæli? áramóta fatnaði afsláttur af drögtum« pilsum, buxum og jjökhum Eftirvæntingin var mikil hjá þeim systrum Ingunni Valgerði og Karen Maríu þegar þær tóku mömmu sína, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur leikkonu, í bæinn til að klæða hana upp. DV-myndir Hilmar Þór Á meðan Lilja Guðrún var í mátun- arklefanum brugðu systurnar á leik. Ánægðar systur með mömmu sína. Lilja Guðrún var líka ánægð með dætur sínar sem hún sagði afar smekkvísar. Sigyn eyddi drjúgri stund í að skoða sig um áður en hún tók endanlega ákvörð- un. í baksýn má sjá Margréti sem einnig notaði tím- ann til að líta í kringum sig. Margrét Blöndal og Sigyn Blöndal Kristinsdóttir mæta til leiks. Margrét kvaðst í upphafi treysta dóttur sinni vel til að velja eitthvað smekklegt á sig. Margrét Blöndal stórglæsileg í föt- 'wt unum sem Sigyn dóttir hennar valdi. V Sigyn var hæstánægð með mömmu ’ sína í nýju fötunum. DV-myndir Hilmar Þór Hverfisgötu 78 Sími 552 8980 MIÐVIKUDAGUR 27 . OKTÓBER 1999 konur & t í s-k a * konur & tíska t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.