Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Blaðsíða 11
29 • Eg man ekki hvemig þetta byrjaði hjá mér en skómir hafa verið að safnast upp hjá mér frá því ég var ungling- ur. Lengst af var ég ekkert að pæla í því hvað pörin væru mörg en svo var fólk alltaf að spyija mig og þess vegna hef ég haldið tölu yfir þau undanfariö," segir Katla Einarsdóttir, sem á eitt stærsta skó- safn hér á landi, eða nákvæmlega 103 pör af skóm. Katla býr enn í foreldrahúsum og segist hafa fengið leyfi foreldra sinna til að breyta herberginu þannig að skómir kæmust fyrir. Katla segist oftast kaupa skó í útlöndum og aðspurð hvort hún eyði ekki Katla Einars- dóttir á yfir hundraö pör af skóm og safn- iö hennar er jafnvel betra en Imeldu... Katla heldur á handsmíðuðum skóm sem eru með 21 sentí- metra háum hæl. Þetta er eitt af mörgum skópörum sem Katla hefur fest kaup á í Bandaríkjunum. Stundum likf við Imeldu Marcos stórfé í þetta áhugamál segir hún svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Uppistaðan í safninu eru skór sem ég hef gefið á bilinu eitt til tvö þúsundkall fyrir. Sumir em jafnvel enn ódýrari en ég hef oftsinnis dottið inn á frábærar skóútsölur, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er helst þegar ég kaupi mér skó hérna heima að þeir em dýrari en ég geri ekki mikið að því enda finnst mér skótískan héma heima alltof einhæf. Það eru allir í eins skóm.“ - Kemstu yfir að nota alla þessa skó? „Já, auðveldlega. Suma nota ég mikið, aðra minna. Ég næ þó yfirleitt bara að slíta strigaskóm út og þá hendi ég þeim. Annars er mikið af skónum mínum þannig að þeir henta bara við einstök tækifæri. Ég á nokkur pör sem eru með risahælum, jafnvel yfir 20 sentímetra, og þá nota ég ekki mikið. Sú staða getur þó alltaf komið upp að þeir passi við tiiefnið og þá er gott að geta gripið til þeirra," seg- ir Katla. Katl.'i að breyta ht*rbcrj»inti sinu og srrtíða scrstakar skóhillur til að koma pörunum 103 fyrir. DV-myrulir Hilinar Kn Aldrei nóg Katla hugsar vel um skóna og seg- ist þurrka reglulega af þeim. Hún segist ekki eiga sér neina uppá- haldsskó enda geri hún ekki upp á milli „vina“ sinna. „Mér hefur stundum verið líkt við Imeldu Marcos. Það var alltaf sagt að hún ætti um tvö þúsund pör af skóm en ég hef komist að því að hún á bara um 1600 pör. Ég sá einu sinni mynd af skónum hennar og þetta var nú frekar einhæft. Tugir para af sömu gerð og eini munurinn var liturinn eöa áferðin. Þá er nú mitt skósafn meira spennandi." Katla segist ekki bara saíha skóm heldur líka fötum og hárkollum. Hún hannar flest fötin sín sjálf og saumar. - Hefurðu sett markið á einhverja ákveðna tölu í safninu? „Ég spái ekki mikið í það. Þetta bara gerist af sjálfú sér, kannski verð ég komin með 500 pör þegar ég verð þrítug. Hver veit? Ég er á leiðinni til Los Angeles um áramótin og ætla að taka alla skóna með mér. Get ekki hugsað mér að vera án þeirra. Það er mín skoöun að maður eigi aldrei nóg af skóm og það er alltaf hægt að bæta á sig blómum í þeim efnum,“ segir Katla Einarsdóttir skósafnari með meiru. X>v MIÐVIKUDAGUR 2 7 . OKTÓBER 1999 konur & tíska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.