Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 2
2 FMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Fréttir Lögreglan rannsakar íjölda fólks í Síldarvinnslunni í Neskaupstað: Fingraför tekin af starfsmönnunum - vegna innbrots - þjófarnir tóku ekki það verðmætasta, segir forstjórinn Lögreglan hefur síðustu daga tekið fingraför af hátt í fjörutíu starfs- mönnum Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað í þágu rannsóknar á inn- broti sem framið var fyrir nokkrum vikum í fyrirtækinu. Hér er um að ræöa hátt í helming starfsmanna Síldarvinnslunnar og hefur þá einu gilt hvort fingraför hafa verið tekin af verkstjórum, hærra settum eða öðrum. Svanbjöm Stefánsson er framieiðslustjóri í þeirri deild sem innbrotið var framið: „Ég gaf meira að segja fingrafara- sýni líka,“ sagði hann þegar DV ræddi við hann. Þetta er gert til að útiloka þá sem hreyfðu glerið," sagði hann og átti við gler sem hreyft var þegar innbrotsþjófamir komu inn í bygginguna að næturlagi. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði að þjófamir heföu „komið ofan af loftinu". „Við ákváðum að kæra þetta til lögregl- Trúnaðarmaður: Róttækt og spurning um lögmæti „Þetta var nú aðgerð sem fór afskap- lega leynt ffam og átti ekkert að frétt- ast að væri í gangi en mér finnst þetta afskaplega róttækt að taka alla karl- menn fyrirtækisins í fingrafararann- sókn,“ segir Stella Steinþórsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í Síldar- vinnslunni. „Það er ljóst með þetta innbrot að sá sem var að verki hefur verið húsum kunnugur. En það hefur fjöldi manns unnið þama i gegnum tíð- ina og það getur meira en verið að þjóf- urinn hafi unnið þama fyrir einhveij- um tíma og tel ég það reyndar ólíklegt að einhver sem vinnur þama núna hafi verið að verki. Þeim sem ég hef talað við fannst þetta í raun nokkuð hlægilegt og ég hef velt því fyrir mér hvort þetta sé í raun löglegt þar sem ekki er um neinn ákveðinn gran að ræða.“ -hdm Háteigsskóli: Líkamsárás á skólalóð Líkamsárás var gerð í Háteigs- skóla við Stakkahlíð í gærdag. Langvarandi deilur milli tveggja unglinga var tilefni þess að annar þeirra fékk frænda sinn, sem er 19 ára, í þeim tilgangi að hræða hinn. Frændinn endaði með því að hrinda þolandanum niður hæð á skólalóð- inni og þegar skólastjórinn kom að haföi ffændinn tekið hann hálstaki. Þolandinn var með roða á hálsi eftir árásina. Að sögn lögreglu hafa jieir átt í útistöðum lengi. Formleg kæra hefúr ekki verið lögð ffam en það er undir foreldram þolandans og hon- um sjálfúm komið hvort af því verð- ur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni eiga árásir af þessum toga sér stað af og til á vetuma en hún telur það óþolandi þegar skólayfir- völd geta ekki haft frið innan skóla- lóða. „Þetta er mjög viðkvæmt mál,“ segir Þórður Óskarsson, aðstoðar- skólastjóri Háteigsskóla. „Verið er að vinna í þessu máli og óskum við eindregið þess að ekki verði fjallað um málið að svo stöddu," segir Þórð- ur. -hól Um eitt hundrað manns starfar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hátt í helmingur starfsfólksins hefur gefið fingrafarasýni og ekki er útséð um hvort tekin verða sýni af fleirum. DV-mynd Brynjar Gauti unnar,“ sagði forstjórinn og sagði að hljómflutningstækjum heföi verið stolið, þráðlausum símum og fleiru. „En þeir tóku sem betur fer ekki það verðmætasta sem liggur í tölvubún- aðinum," sagði Björgólfur. Þjófamir fóra inn í sijómunarrými í fiskiðju- verinu. Þaðan er ffamleiðslu stýrt með tölvubúnaði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Neskaupstað heldur málið áffam í rannsókn. Ekki lá beint fyrir í gær hvort tekin yrðu fmgraför af fleiram. Niels Atli Hjálmarsson lög- reglumaður sem DV ræddi við sagði að í raun væri fólki fijálst að hafna því að fara í fingrafararannsókn ef það væri ósátt við slíkt - nema ef við- komandi hefði hlotið réttarstöðu granaðs. - En verða menn þá ekki grunaðir um leið og þeir neita? „Nei, það er ekki svo einfalt," sagði Níels. -Ótt Þing Verkamannasambands íslands er haldið þessa dagana t skugga harkalegra átaka um það hvert stefna skuli í kjaramálum. Sambandið er klofið um samningagerðina og vilja félög sem standa að Flóabandalaginu fara eigin leiðir í samningamálum. Hér er Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, hinn rólegasti að lesa DV. DV-mynd E.ól. Landsfrægur lygalaupur nýkominn úr aðgerö í Noregi: Fékk krók í hnakkann „Ég get varla talað við þig. Ég var að koma úr aðgerð þar sem þeir stungu nálum í hnakkann á mér til að drepa einhverjar taugar. Ég veit ekki hvort ég næ mér nokkurn tíma. Ég hef lifað betri daga,“ sagði Marinó Einarsson, landsþekktur lygalaupur í Stordal í Noregi, sem reynt hefur að kaupa reiðhesta í gegnum síma hér á landi fyrir norska endurhæfinga- sjúklinga og sagt hefur verið ítar- lega frá hér í DV. „Ég var að vakna og ligg hér í sænginni. Heyrirðu nokkuð í mér...?“ - Hvað kom fyrir? „Ég var á sjó fyrir hálfu öðru ári og lenti þá í því að fá krók í hnakk- ann. Það brotnuðu í mér tennurn- ar, nefið og allt saman. Ég er alveg kraftlaus í vinstri handlegg, bein- stífur í hnakkanum og á eftir að fara í fleiri aðgerðir. Það er ómögu- legt að segja hvemig þetta endar.“ braut tennur og nef Noregur Trondheim • . ||Stordal • Bergen • Ósló fiXil - Hvernig datt þér í hug að reyna að kaupa hesta fyrir fatlaða í nafni taugaskurðlæknis? „Ég reyndi aldrei að kaupa hesta í nafni eins né neins. Sjúkrahúsið hérna er að leita að svona hestum og ég hringdi ekki öll símtölin sjálf- ur. Læknirinn hringdi stundum sjálfur." - En það er enginn læknir til með þessu nafni i Osló? „Víst er Guðmundur Ólafsson tU...“ - Hvergi á skrá yfir íslenska lækna og alls ekki í Noregi. „Hann er héma með annan fót- inn svona af og til... Heyrirðu í mér...?“ - Hvernig finnst þér að vera kall- aður lygalaupur? „Það er ekki gott og ég á þetta ekki allt skilið sem um mig er sagt. Ég er ekki vanur að ljúga..." - Ertu að segja satt? „Halló! Halló! Heyrirðu í mér...?“ sagði Marinó Einarsson í Stordal í Noregi. -EIR Stuttar fréttir i>v Nýtt hótel á Seyðisfirði Stofnað hefúr verið hlutafélag á Seyðisfirði um byggingu hótels, sem rísa á upp með Seyðisá að sunnan- verðu, innan við bamaskólann, og á að vera að fullu lokið árið 2001. Leit- að verður til nokkurra arkitekta með hönnunartilboð, þ.e. lokað út- boð. Dagur sagði frá. 270 milljónir í örverur íslenskar hveraörverur ehf. (ÍHÖ), erföa- efnafýrirtæki Kára Stefánsson- ar og Jakobs K. Kristjánssonar liffræðings, eiga að verja minnst 270 milljónum króna til rannsókna á hveraörverum á 28 svæðum um land allt, samkvæmt rannsóknarleyfi sem Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur gefið út. Dagur greindi frá. Eyfirðingar í Færeyjum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vinnur að undirbúningi ferðar full- trúa frá eyfirskum fyrirtækjum til Færeyja og er tilgangurinn að koma á tengslum og viðskiptasamböndum milli aðila á þessum markaðssvæð- um. Að lokinni heimsókninni mun eyfirskum fyrirtækjum standa til boða aðgangur að markaðsfræðing- um í Færeyjum á kostnað Útlfutn- ingsráðs. Dagur sagði frá. Falspeningar í MH Falsaðir pentngaseðlar hafa fúnd- ist i matsölu og sjoppu í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Um 1000 króna seðla er að ræða og hafa alls fundist þrir slíkir. Skjáreinn greindi frá. Tvöföldun í Yfirstjóm Flug- stöðvar Leifs Ei- ríkssonar hefur lagt fram erindi þess efnis að komusalur flug- stöðvarinnar verði allt að því tvöfaldaður að stærð með nýrri viðbyggingu. Mikil þrengsl skapast í núverandi aðstöðu á helstu álagstimum. Samkvæmt til- lögunum á stækkunin að vera kom- in í gagnið fyrir næstu sumarvertíð. Mbl. sagði frá. íslandsmet í varðhaldi Allar likur benda tO þess að þegar tólfti einstaklingurinn var hnepptur í gæsluvaiöhald vegna stóra fikniefna- málsins sl. sunnudag þá hafi lögreglu- yfirvöld slegið nýtt íslandsmet. Þá er átt við að aldrei áður hafi jafnmargir einstaklingar verið hnepptir í gæslu- varðhald vegna eins máls á sviði fikniefna- eöa áfengisbrota. Næstmest var líklega Hvítaness-smyglið í fyrra þegar 11 manns vora hnepptir í varð- hald. Dagur sagði frá. Ráðherra njósnaði Ræðismaður Sovétríkjanna á ís- landi á árunum 1944 til 1947, sem jafhframt starfaði fyrir leyniþjón- ustu sovéska flotans, segist hafa fengið upplýsingar frá íslenskum ráðherra, Áka Jakobssyni, þing- manni sósíalistaflokksins, en hann hafi sent þær upplýsingar til höfúð- stöðva leyniþjónustunnar í Moskvu. RÚV greindi frá. Kannski Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi hjá Bresk-íslenska verslunarráðinu í London í dag að hann teldi ekki útilokað að íslend- ingar tækju þátt í myntbandalagi Evrópu og að íslend- ingar þyrftu að fylgjast grannt með því hvað nágrannaþjóðimar hygð- ust gera. RÚV sagði frá. Arkin bakkar William M. Arkin, einn höfund- anna að blaðagrein þar sem því var haldið fram að bandarísk stjómvöld heföu geymt kjamorkuvopn hér á landi, segir í viðtali við Washington Post í dag að það geti verið að grein- arhöfundar hafi haft rangt fyrir sér í þeim efnum. Þó veki vísbendingar í þessa átt áfram grunsemdir. Vís- ir.is greindi frá. -GAR í EMU Leifsstöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.