Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Spurningin Hefurður fylgst með Skjá 1 Ágúst Þórarinsson húsasmiður: Nei, ég er ekki með örbylgjuloftnet. Sæmundur Þórarinsson húsa- smíðameistari: Já, rétt aðeins kíkt á hann. Páll Þórir Jónsson dúklagninga- maður: Já, ég sá vitleysingana tvo, ég man ekki hvað þeir heita. Per Gunnarsson, Dani: Nei, ég hef ekki fylgst með honum því ég er bú- settur í Danmörku. Soffia Pálsdóttir nemi: Já, einum og einum þætti, engum sérstökum. Lesendur Spilavíti sárs- aukans - og leyndarmál ræfilsins „Ætia þessir menn að segja mér að Háskóli íslands, þessi virtasta stofnun lands- ins, þurfi á þessum blóðpeningum að halda?“ spyr örvæntingarfullur bréfritarinn. Örvinlaður spilafíkill sendi þennan pistil: Fyrir þremur árum breytt- ist líf mitt skyndilega til hins verra. Þá freistaðist ég til að kíkja inn á eitt af þessum spilavítum sem eru sprottin upp víðs vegar um borgina. Ég tók upp 1000 kr. og eyddi þeim þama inni. í fyrstu fór ég þangað mjög sjaldan og þá meira fyrir tilviljun. Eyddi þúsund til tvö þúsund krón- um í hvert skipti. Þessir spila- kassar eru lævísir (þ.e. þeir sem hönnuðu þá). Þú leggur undir 150 kr. og þú færð e.t.v. tvennu eða þrennu. Jafnvel fullt hús. Þú ert búinn að vinna 300 kr. fyrir tvennuna, 900 kr. fyrir þrennuna og 3000 kr. fyrir fullt hús, svo dæmi séu tekin. Tækið spyr hvort þú viljir tvöfalda. Þú jánkar og vinnur sex hundruð. Aftur tvö- faldarðu, 1200 kr. síðan 2400 kr., svo 4800 kr., 9600 kr og í lokin geturðu unnið (eða tap- að) 19.200 krónur. Tækið býður þér að tvöfalda allt að 15.000 krónum. Þú getur því tapað allt að fimmtán þús. kr. á fáeinum sekúndum (eða grætt 30.000 kr.) Þetta er líklega allt mér sjálfum að kenna. Öll þessi kvöld hef ég ver- ið á barmi örvæntingar og tauga- áfalls. Ég hef grátið og hugsað um það hvað ég eigi að segja konunni þegar ég kem heim. Á þessum stöð- um er líka talsvert af eldra fólki. Ég fullyrði að fæstum, sem þarna fara inn, líði vel þegar komið er út. Flestir em í það miklu tapi, að eitt gróðakvöld skiptir ekki máli til eða frá. Nú hef ég farið þrjá daga í röð og hef tapað í þetta sinn um 60.000 krónum. Mér líður hörmulega en er það mikll ræfill að ég þori ekki að segja þetta nokkrum manni. Þetta er mitt leyndarmál. Ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf setja nafn mitt við þessar linur. Samt skrifa ég. Skrifa fyrir sjálfan mig í von um að með því að setja þetta á blað hjálpi það mér við að berjast við þennan mesta bölvald sem ég hef mætt í lífinu. Og ég skrifa þetta til alþingis- manna og háskólamanna, ekki síst til rektors, því ég skil ekki að hægt sé að gera allan þennan sársauka að féþúfu fyrir æðri menntun hér á landi. Ætla þessir menn að segja mér, að Háskóli íslands, þessi virtasta stofnun landsins þurfi á þessum blóðpeningum að halda? Þið hljótið að gera ykkur grein fyrir því að á síðustu árum hafa þó nokkuð margir framið sjáifsmorð vegna þessara spilakassa... í guðanna bæn- um hjálpið mér og öðrum að ná okk- ur út úr þessu. Gerið eins og Svíar gerðu, bannið þessa spilakassa, þessi spilavíti. Ómagaorð verkalýðsforingja - um brottflutning af landsbyggðinni Kristinn Ólafsson skrifar: Ég hlýddi á viðtal við verkalýðs- foringja einn í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (þriðjud. 26. okt.). Hann var að ræða verkalýðsmál, launakjör og samninga, og við það var lítið að athuga eða gagnrýna. En þegar hann kom að því að minnast á brottflutn- ing fólks úr dreifbýlinu, fannst mér slá verulega út í fyrir manninum. - Hann orðaði það svo, að fólk flyttist brott af landsbyggðinni án þess að nokkuð væri að gert! Var maðurinn að meina að ein- hver ætti að stöðva brottflutninginn? Að á fólk verði settar hömlur, það fái t.d. ekki inni á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóann nema það sýni skírteini eða vottorð frá sinu sveitarfélagi um að það hafi leyfi til búferlaflutnings? Vill hann koma á einhverju kerfi um atvinnuleyfi, t.d. með „grænu korti“ eins og gildir í Bandaríkjunum og kannski víðar, til þess að öðlast at- vinnuleyfi? Mér finnst orð verkalýðsforingj- ans vera augljós ómagaorð og allra annarra sem tala og tala um brott- flutning af landsbyggðinni. Gjörsam- lega marklaus. - Því fleiri sem flytj- ast búferlum til þéttbýlustu svæð- anna, því betra og ódýrara fyrir þjóðarheildina. Jólaauglýsingar nú ósmekklegar Guðrún Guðjónsdóttir skrifar: Ég er áreiðanlega ekki ein um að finnast jólaauglýsingar þær sem IKEA sendir frá sér þessa dagana (byrjuðu reyndar fyrir viku eða um miðjan október) afar ósmekklegar. Ég tel að þær hrindi frekar frá sér viðskiptavinum heldur en hitt. Mað- ur les enda skrif ýmissa sem hneykslast á þessu, sem ég kalla frumhlaup viðkomandi forráða- manna. Það eru engin efni til þess að byrja jólagjafakaup svona snemma. Ég vil ekki láta setja nein höft við þessum snemmbæra far- aldri en ég höfða til skynsemi og samvisku almennings, að hann láti ekki glepjast af svona vanvirðu við landsmenn. Hér er um að ræða einn þáttinn í fUÍ<gjíÍ[ÉJ][D)/g\ þjónusta ailan sólarhringinn s) /—1 Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sfnum sem birt verða á lesendasíðu í októberflóði jóiaauglýsinga IKEA. En er þetta rétta aðferðin? spyr Guðrún í bréfi sínu. þeirri spennu og ofurkappi sem kaupmenn og fleiri þjónustuaðilar leggja á að vera ofan á - tapa ekki af neinu. En er þetta rétta aðferðin? Ég tel að íslendingar fari t.d. jafnt til útlanda fyrir þessi jól í innkaupa- leiðangur fyrir jólin þótt svona aðferð sé beitt í íslenskri verslunarþj ónustu. Það er ekkert sem getur fengið lands- menn til að hætta utanlandsferðum til innkaupa fyrir jólin úr því sem komið er. Það er gott að hafa val og það er gott að búa við verslunar- frelsi. En það er slæmt að horfa upp á menn gera sig að fiflum og fáráðum til að ná athygli við- skiptavina. Jólaaug- lýsingar í október, hverju nafni sem þær nefnast, eru greinilegt sýnishorn þeirrar fávisku sem gerir íslend- inga að sífellt meiri vanvitum og setur þá í hóp ómenningarþjóða. Það fer nefnilega ekki alltaf saman menntun og menning. Skór gegn einelti? Bára Vilbergsdóttir skrifar: Nýlega sá ég auglýsingu í blaði frá verslun Steinars Waage í Kringlunni. Þarna var um að ræöa svonefnda „Ciao Bimbi“ bamaskó. Mér brá heldur betur í brún er ég las textann undir myndinni af skónum: „Barninu þínu verður ekki strítt í leikskól- anum í þessum skóm“! Ég segi einfaldlega: Hvað er a ske í þjóðfélagi okkar? Allir eru sammála um að uppræta einelti og striðni í skólum og annars staðar. En með þessum skilaboð- um í auglýsingunni er verið að segja: Ef þú ert ekki í svona skóm, ertu púkalegur og verður strítt. Er ekki komið nóg af snobbi og „merkjaæði"? Furðulegt að for- eldrar séu að eltast við merkja- vöru fyrir bömin sín. Afleiðing- arnar láta ekki á sér standa. Hvítflibbarnir sleppa fyrst Kári skrifar: Nú er verið að segja í fréttum af stóra fikniefnamálinu, að sá tólfti sé kominn í varðhald. Sá er tekinn fastur af efnahagsbrota- deild lögreglunnar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Ekki var það þó lengra en til 6. nóvem- ber, og segir í frétt um málið, að lengd varðhaldsins þyki „benda til þess að þáttur mannsins sé ekki stór og líklegast að hann tengist meðferð fjármuna sem fengust fyrir sölu fiknieftia. Áður var maður tekinn fastur af svip- uðu tilefni - nefnilega ólöglega meðferð íjármuna eða peninga- þvætti tengt fikniefnum. Manni finnst furðulegt hve menn sem tengjast peningamálum í þessum fikniefnum sleppa fljótt. Alltaf sagt að málin „liggi ljós fyrir“, hvað svo sem það þýðir. Það lítur út sem hvítflibbarnir sleppi fyrst og að lokum við alla refsingu. Blýmengun skotmanna Arnbjörg hringdi: Vormenn íslands yðar bíða, eyðiflákar, heiðalönd, segir í kvæðinu okkar fallega. Nú eru það skotmennimir sem fyfla jörð- ina blýi á ferðum sínum um land- ið í leit að bráð til að selja dýrum dómum. „Komið grænan skóginn að skríða", segir enn fremur kvæðinu fallega. Nú eru það „Skotmenn íslands" sem bíða eft- ir því ár hvert að fylla jarðveginn blýi, og helst þar sem síst skyldi, á heiðum og eyðiflákum. Þannig tala þeir tveimur tungum þegar þeir þykjast vilja vemda Eyja- bakka en era einungis að hugsa um að freta á gæsirnar góðu og blýfylla, sem og jarðveginn. Ég lýsi frati á skotmenn íslands. Þeir eru ekki sómi íslands. Síður en svo. Fastir í fortíðinni K.P.Ó. skrifar: Er ekki einkennilegt hve mörg- um löndum okkar er kært að festa sig í fortíðinni um hvaðeina sem þeir geta grafið upp. Nú eru tvö mál aðallega á döfinni; nefnilega hugsanleg geymsla kjarnavopna á Keflavíkurflugvelli og svo hvort eða hveijir hafi tekið á móti Rússagulli til handa kommúnist- unum gömlu hér á landi. Hvort tveggja rúmlega 40 ára gömul mál. Og nú er einn úr hópi vinstri manna að reyna að rifja upp eitt lítið og létt lag um Landsbank- ann, þ.e. hvort rétt hafi verið stað- ið að málefnum bankans og ríkis- endurskoðanda. Á líklega að vera mótvægi við Rússagullið, eða hvað? Eru þessi mál yfirleitt á nokkurn hátt gagnleg til umræðu í dag? Emm við ekki að elta ólar við fortíðina að þarflausu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.