Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 enmng u Guðríður vinsæl Það er kunnara en frá þurfi að segja að á næsta ári er þúsund ára afmæli landafunda norrænna manna í Vesturheimi, og er gam- an að sjá hvað Guðríður Þorbjarnardóttir, kona Þorfinns karlsefnis og móðir fyrsta hvíta barnsins í Ameríku, er miðlæg í þeim hátíðahöldum. Brynja Benediktsdóttir hefur undanfarin ár sýnt leikverk sitt um hana í Skemmtihúsinu og erlendis, bæði á ensku og íslensku, og i fyrra kom út skáldsagan Ver- öld við eftir Jónas Kristjáns- son sem fjallar um þessa víð- förulustu konu síns tíma; hún fór til Grænlands og Norður-Ameríku og síðar alla leið til Rómar. Nú er langt komið kvik- myndahandrit um ævi henn- ar sem Sveinbjörn I. Bald- vinsson er að semja á vegum síns eigin fyrirtækis, Túndru, og fyrirtækis Sigurjóns Sighvatssonar í Bandaríkjunum, Palomar Pictures. Sagði Sveinbjörn að þetta yrði kvikmynd í fullri lengd, væntanlega á ensku. Við spurðum Sveinbjörn hvort hann fylgdi gi-annt þeim fornu sögum sem frá Guðríði segja og kvaðst hann gera það að talsverðu leyti. „Ég er hrifinn af þessum gömlu bókum, en þær eru umdeildar sem heimildir enda ekki ritaðar sem annálar heldur nokkurs konar áróðursrit - og leggja meiri áherslu á skáldskap en fræðimennsku. Sagan min verður líka meiri skáldskapur en sagnfræði. Skemmtilegasta glíman í svona viðfangsefni er að átta sig á hvernig hugmyndaheimur þessa fólks var, hvað réð draumum þess og þrám, væntingum og metnaöi." Aðalpersóna kvikmyndar þeirra félaga verður Guðríður, ekki sem eiginkona land- vinningamanns og móðir heldur persóna með sjálfstæð markmið. Einar vinsæll á Ítalíu Um síðustu helgi birtist i danska blaðinu Information merkileg grein eftir Ivan Soren- sen, prófessor við Háskólann í Flórens, um heimsókn Einars Más Guðmundssonar til Castel Goffredo, sem er skammt sunnan við Gardavatnið á Ítalíu, í tilefni af því að hann hlaut Giuseppe Acerbi-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Engla alheimsins. Þar velur dómnefnd árlega ákveðið heimssvæði sem síðan leggur fram fáeinar bækur i ítölskum þýðingum. Þær eru lesnar af stórum hópi al- mennra lesenda sem velur sigurvegara. í ár var svæðið Norðurlönd, og sænski rit- höfundurinn Kerstin Ekmann deildi verð- laununum með Einari Má (þau fengu jafn- mörg atkvæði). Hún komst ekki í hátíðleg- heitin og Einar mátti hafa sig allan við að heimsækja skóla og árita bók sína í ítalskri þýðingu og heimsækja sokkaverksmiðjurnar sem hafa gert Castel Goffredo héraðið ríkt og menningai'legt. En hann átti í engum vand- ræðum með að skemmta fyrir tvo og virki- lega gaman er að lesa nákvæma lýsingu pró- fessorsins á fyrirlestri Einars í aðalveisl- unni, framburðinum og fasinu jafnt og máli hans. Einar hafði ausið úr brunni fomsagn- anna yfir heillaða ítalska áheyr- endur og lýst því hvernig íslensk tunga væri latína Norðurlanda. Hann svaraði spurningum áhugasamra lesenda sinna og lauk svo máli sínu með því að hafa yfir ljóðið „Hómer í Reykja- vík“ úr ljóða- og listaverkabók- inni Kletti í hafi. „Hvílíkur upp- lestur!" segir prófessorinn. „Hægt og með þungum áherslum | lét hann stuðlana enduróma í ráðhússalnum | og það var eins og frammi fyrir okkur stæði i sjálfur Egill Skallagrimsson..." Einar Már las ljóð sitt á ensku og ætlaði að i láta þar við sitja, en þá stökk á fætur prófess- I or frá Róm sem hafði numið ljóðið nægilega vel til að geta flutt á staðnum þýðingu á því ); á ítölsku. Þetta varð helgistund og á eftir heyrðust háværar kröfur um að þetta ljóð yrði prentað á ítölsku þegar í stað svo menn gætu notið þess áfram! Feneyjatvíæringurinn Talandi um Ítalíu þá fór Jón Proppé mynd- listargagnrýnandi á tvíæringinn í Feneyjum í sumar og ætlar að halda erindi um það sem þar mátti sjá í Listasafninu á Akureyri á fostudagskvöldið kl. 21. Með erindinu mun hann sýna fjölmargar skyggnur af verkum á sýningunni. Þá mun hann fjalla um helstu stefnur og nýjungar sem þar varð vart. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir í hádeginu í gær var frumsýnd í íslensku óp- erunni La Voix Humaine eða Manns- röddin eftir Francis Poulenc við texta úr samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er sérstæð að því leyti að hún er aðeins fyrir einn söngvara og er um þrjú kortér að lengd og þar að auki er allan tímann sungið inn í símtól. Það var Signý Sæmundsdóttir sem flutti óperuna við und- irleik Gerrits Schuil og var hér um einfaldaða útgáfu á óperunni að ræða því upphaflega hafði Poulenc hugsaði sér hljómsveit í undir- leikshlutverkinu. Pí- anógerðin mun þó vera nokkuð algeng enda útsetningin snilldarleg, bæði litrík og stórbrotin. í efnisskránni segir frá því að Cocteau hafi fengið hugmyndina að leikriti sínu er síma- línum sló saman og hann „lenti fyrir slysni í því að hlera samtal ungrar konu við karl- mann. Hún beitir einfeldnislegum brögðum í örvæntingu sinni til að draga símtalið á langinn en hann vill ljúka þvi sem fyrst.“ í óperunni er texti Cocteaus lítið eitt styttur og heyrir maður þar síðasta samtalið sem kona á við ástmann sinn. Hann hefur sagt henni upp og á hún vægast sagt erfitt með að kyngja því og reynir með öllum ráðum að halda í hann. í upphafi sýningarinnar er sviðið mann- laust og það fyrsta sem maður sér er tví- breitt, IkeaJegt rúm í mikilli óreiðu og fom- fálegur sími, hæfilega einfold sviðsmynd sem hæfir óperunni fullkomlega. Von bráðar og hvert annað væl. Leikur Signýjar var oft býsna sannfærandi, að minnsta kosti var hún svo örvænt- , ingarfull að maður fór strax að finna til með henni og hafa sjálfsagt margir karlmenn meðal áheyrenda fengið nístandi samviskubit yfir gömlum syndum og fanta- skap við konur. Einstöku sinnum var þó leikurinn dálitið yfirdrifinn og I kann að vera að stundum hafi verið skotið yfir mark- ið. En i heild var útkoman góð og má þakka það fag- mannlegri leikstjórn Ing- unnar Ásdísardóttur. Sem söngkona er Signý pottþétt, söngurinn falleg- ur, sérstaklega á lágu nót- unum, og það er sérstök ástæða til að óska henni til hamingju með franska framburðinn sem fyr- ir utan eitt eða tvö orð var ótrúlega góður. f það heila var flutningur hennar vandaður og vel unninn og henni til mikils sóma. Gerrit Schuil var hér í essinu sínu og hef- ur aldrei verið eins góður. Bara snillingur og guð getur galdrað fram svona mörg blæ- brigði úr slaghörpunni og litað sönginn svo fógrum litum án þess nokkurn tíma að falla í þá gryfju að stela senunni. Bara það gerir þessa sýningu vel þess virði að sjá hana. íslenska óperan sýnir: Mannsröddina eftir Francis Poulenc Texti: Jean Cocteau Píanó: Gerrit Schuil Leikmynd og búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir Signý Sæmundsdóttir syngur um svik og brostnar vonir í Mannsröddinni. DV-mynd Teitur heyrast dramatískir hljómar frá píanóinu og Signý Sæmundsdóttir birtist, nánast óþekkj- anleg, i gervi ungrar konu í rifnum náttkjól. Svo byrjar símtalið. Tónlist Jónas Sen Ópera Poulencs er afar krefjandi, enda ekki auðvelt að vera allan timann einn uppi á sviði. í þokkabót er textinn á frönsku sem er mörgum söngvaranum erfið. Ennfremur gerist lítið í verkinu, þetta er bara eitt sam- tal þó það fari allan tilfinningaskalann og sprengi hann. Söngkonan þarf því að hafa töluverða leikhæfileika til að bera því ef túlkunin er of einhæf fer hún að virka eins Stærstur hluti höfundarverks Gunnnars Gunnarssonar ein- kennist af djúpri alvöru og glímu við hinstu rök tilvenmn- ar. Margar skáldsögur hans hverfast um trú og trúleysi og tæpa stöðu mannsins í nýjum og ógnvænlegum heimi eftir fall hinnar gömlu Evrópu í fyrri heimstyrjöldinni. Við fyrstu sýn gætu sögulegar skáldsögur Gunnars um land- nám, kristnitöku og Sturlunga- öld virst falla utan við þetta við- fangsefni - kannski var það þess vegna sem Kristinn E. Andrés- son kallaði þær eyðu í höfundar- verkinu eins og Halla Kjartans- dóttir minnir á strax í formála bókar sinnar, Trú i sögum, um þessar sögur Gunnars. Helsti styrkur bókar Höllu felst i því að breyta hefðbund- inni mynd af höfundarverki Gunnars. Hún setur sögulegu skáldsögumar inn í ákveðið heildarsamhengi og túlkar bæði þær og önnur verk Gunnars ein- dregið á trúarlegan hátt þannig að ekki einungis sögulegu skáldsögurnar heldur einnig síð- ustu verk Gunnars, skrifuð eftir að hann fluttist heim til Islands, mynda eðlilega samfellu sem fær sinn nátt- úrulega endi með trúarlegri sátt i síðustu verkum hans, Aðventu, \ Heiðaharmi og W"' Brimhendu. Jafnframt er þessi trúarleit og sátt tengd Gunnari sjálfum, höfundarverkið er hér túlkað sem bein endurspeglun sálar- isrómantík er ekki nógu gagn- rýnin. Þá er galli á bókinni hversu lítið Gunnar er settur í samhengi við samtíð sína i Dan- mörku. Því er stundum seilst heldur langt eftir skýringum og hugmyndavenslum sem einfald- ara væri að skýra með sam- tímaumræðu í Danmörku. Til dæmis hefði mátt taka tillit til þeirrar gróskumiklu umræðu um trúarbrögð og skáldskap sem varð í Danmörku á þriðja áratugnum og setja Gunnar í samhengi við hana. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Sú nýja túlkun sögulegra skáldsagna Gunnars Gunnars- sonar sem er aðal þessarar bók- ar er mjög eindregin. Halla túlkar sögur Gunnars sem trú- arlega glímu þar sem kristin- dómurinn fer ákveðið með sig- ur af hólmi. Jafnframt rökstyð- ur hún að þessar sögur myndi eins konar kjama í höfundar- verki Gunnars þannig að það megi lesa í heild sem trúarlega leit sem ber ávöxt í síðustu verkum skáldsins. Þessi megin- kenning er vel fram sett i fyrri hluta bókarinnar, Halla rök- styður túlkun sína vel og bók hennar bætir við vídd í þessi gleymdu verk Gunnars. Hún er umtalsvert framlag til skilnings og túlkunar á verkum Gunnars Gunnarsson- ar - birtir einn stærsta höfund okkar á öld- inni i nýju ljósi. Halla Kjartansdóttir: Trú í sögum. Um heiðni og kristni í sögum og samtíma Gunnars Gunnarssonar. Studia Islandica 56 Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1999 Halla Kjartansdóttir: Bók hennar bætir við vídd í gleymd verk Gunnars Gunnarssonar. lífs skáldsins. Seinni hluti bókarinnar, sem fjallar um rætur Gunnars i norrænni þjóðemisróman- tík og samband hans við samtímann, er ekki eins sterkur og túlkunin í fyrri hlutanum. Þar er færra nýtt á ferðinni, meðal annars vegna þess að afstaðan til þeirra sem áður hafa skrifað um Gunnar og norræna þjóðem- Eyða eða kjarni? í síma og rúmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.