Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 ^1Jb^9PHP|B§E^9P|_i>v Gleraugun tryggd Margir verða fyrir því óhappi að gleraugu þeirra skemmast. Það get- ur verið dýrt spaug enda eru vönd- uð gleraugu cdmennt ekki gefin í verslunum. Hægt er að verja sig gegn slíku tjóni að nokkru leyti með því að kaupa sérstaka gleraugna- tryggingu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá starfsstúlku í Auganu í Kringlunni hefur verslunin boðið upp á slíkar tryggingar í um tvö ár og hafa margir viðskiptavinir nýtt sér þennan möguleika. Hún segir að algengara sé að keyptar séu trygg- ingar fyrir dýrari gerðir gleraugna. „Það er hægt að tryggja ný gler- augu í eitt ár og verður að kaupa trygginguna innan eins mánaðar frá því gleraugun eru keypt," segir starfsstúlkan í Auganu. Hún segir trygginguna bæta allt beint tjón sem verður á gleraugrmum sem verður „vegna skyndilegs og ófyrir- sjáanlegs utanaðkomandi atviks," eins og stendur í skilmálum með tryggingunni. Tryggð um víða veröld Tryggingin kostar 1.290 krónur fyrir gleraugu sem kosta undir 20 þúsund krónum en 1.890 ef gleraug- un kosta meira en 20 þúsund krón- ur. „Það er mörgum sem finnst þetta mjög sniðugt og það er það líka. Trygging- in gildir um öll slys og þess háttar en ekki ef tjón verður á glerauguniim af völdum gá- leysis eigand- ans, til dæmis ef hann er und- ir áhrifum áfengis eða deyfilyfja. Ef gleraugunum er stolið er spurning um hver er bótaskyldur. Það stendur í skilmálununum að ef það gerist skal það tilkynnt til lög- reglu á viðkomandi stað og skal lög- regluskýrsla fylgja tjónstilkynning- um í slíkum tilfellum. Þannig að það er trúlega bætt,“ segir viðmæl- cmdi okkar. Ef gera þarf við hluta gleraugna er sjálfsábyrgð 1.500 krónur en ef um altjón er að ræða er sjálfsá- byrgðin 3000 krónur. Tryggingin gildir hvar sem gler- augun eru niðurkomin í veröldinni enda séu þau í vörslu eigandans. Hámarksbætur eru 50 þúsund krón- ur Ekki tryggð fyrir jónandi geislun Meðal annarra skilmála má nefna að tryggingin tekur ekki til eðlilegs slits, þegar tjónþoli á rétt á bótum samkvæmt kjarasamningi, laun- þegatryggingu eða úr annarri vá- tryggingu, þegar gleraugun skemm- ast í fhitningum í ónógum eða léleg- um umbúðum, né til þess þegar gleraugun verða fyrir tjóni eftir að hafa týnst, mislagst eða gleymst. Þá má nefna að tryggingin tekur ekki til skaða sem gleraugun verða fyrir og rekja má til stríðs, óeirða, upp- þota, verkfallsaðgerða eða annarra sambærilegra atburða. Sama gildir um allt tjón af völdum kjarnorku, jónandi geislunar og geislavirkra efna, jarðskjálfta, eldgosa, skriðu- falla, snjóflóða, vatnsflóða eða ann- arra náttúruhamfara yfirhöfuð. Það er því best að fara varlega og hafa augun opin. -GAR 17 Öll tæki drifin m. 12 volta rafmótor. Hleðslutæki fylgir. Áfram og afturábak / hæg/hraðar stilling. Ljós-hljóð-speglar-simar o.fl. Verð frá 24.000 til 30.000 kr. Hjá Glóa færðu einnig: ' Tornados vatnsbyssur, kr. 2.800. Plöstunarvélar fyrir alla, frá kr. 4.800. Sól- og öryggisfilmur á hús og bíla Píptæki á hurðir og glugga, kr. 2.400. Brunastiga, ál og stál, 5 m, kr. 4.800. Þarf löggiltan endurskoðanda fyrir húsfélagið? Eftirlitsspegla, kúpta, ^ýmsar stærðir. Ef fjórðungur krefst þess Ung kona hafði samband við lesendadálk Húsráða og DV og hún spyr: Ég er gjaldkeri í nýju fjölbýlis- húsi í Grafarvoginum. Mér hefur gengið ágætlega að sinna gjaldkera- starfmu en nú er ég farin að kviða fyrir því að þurfa að skila uppgjöri. Bókhald er ekki mín sterkasta hlið. Ég veit ekki hvern- ig ég á að skila af mér reikningum húsfélagsins eftir árið. Þarf ég lög- giltan endurskoðanda til að sjá um þetta eða nægja kannski yfirlitin sem ég fæ frá bankanum? Hvað með rekstrar- og efnahagsreikning? Theodór Sigurbergsson, löggilt- ur endurskoðandi hjá Þema ehf., svarar: Eins og komið hefur fram áður í dálkum blaðsins eru ágreiningsmál í húsfélögum nokkuð algeng. Ágreiningur um skiptingu gjalda milli eigenda - og fjárreiður al- mennt - valda oft hörðum deilum - RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA HÚSFÉLAGA og geta eflaust allir gert sér i hugar- lund að ekki er gott að búa við slík- ar aðstæður. Það ætti því að vera sameiginlegt hagsmunamál allra innan hvers húsfélags að forða slík- um átökum og fela því hlutlausum aðilum skoðun á gögnum sem gjald- keri skilar af sér, og ekki síst út- reikninga á skipt- ingu útgjalda milli eigenda. Skýr ákvæði eru í lögum um fjöleign- arhús, að árlega skuli gerðir „glöggir efnahags- og rekstrarreikn- kostnaðarskiptingu Þó svo að vel geti ingar ásamt milli eigenda" verið að einhver aðili innan húsfé- lagsins sé fullfær um nauðsynlega útreikninga, svo og framsetningu ársreikninga, er hlutleysið engu að síður áríðandi sem fyrirbyggjandi þáttur til að afstýra hagsmunaá- rekstrum. Oft er því betra að fela utanað- komandi aðila verkið sem jafnframt hefur sérfræðikunnáttu á þessu sviði. Rétt er að geta þess að yfírlit bankastofnana skilar ekki rekstrar- og efnahagsreikningi og skiptir heldur ekki út- gjöldum, hvorki hlut- fallslega né jafht, og sýn- ir því ekki stöðu eig- enda innbyrðis. Algengur misskilningur er að nægilegt sé að kjósa gjaldkera en skýrt er tekið fram í lögunum um fjöleignarhús að endurskoðandi eða skoð- unarmaður skuli kjör- inn til eins árs í senn og „skal endurskoða reikn- inga félagsins“. Verður aldrei nægilega oft ítrek- að að annar aðili en gjaldkeri endurskoði ársuppgjör félagsins. Theodór Sigurbergsson. Að lokum er bent á að í lögum um fjöleignarhús segir að ef 1/4 hluti fé- lagsmanna krefst þess skuli endur- skoðandinn vera löggiltur. Húsráð eru alhliða ráðgjafarþjón- usta fyrir húsfélög. Lesendur geta sent spurningar til DV og munu sér- fræðingar á vegum Húsráða svara þeim. U S býður í leikhús Náið ykkur í miða í fókus sem fylgir DV næsta föstudag ATH! Fyrstir koma fyrstir fá 'O Yóf /,/: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.