Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 41 Jap heillar Margir íslendingar eru fullir afútþrá og finnst ekkert skemmtilegra en að kynnast nýju fólki og nýrri menningu í framandi landi. Það er þó ekki alltafsem fólk stekkur beint út í óvissuna án nokk- urs undirbúnings og er ein- hver tungumálakunnátta nauðsynleg til að auðvelda samskiptin og opna hinn nýja heim. Tilveran ræddi við Yomoko Gamo, sem kennir japönsku á íslandi, og tvo nemendur hennarsem hafa tekið stefn- una á Japan og vilja búa sig undir dvölina í draumalandinu. Eyrúnu finnst málfræði japönskunnar auðveld þó námið sé svolítið erfitt. Eyrún Sigmundardóttir kvennaskólanemi: Yomoko Gamo segir að íslendingar séu áhugasamir um að læra japönsku. Yomoko Gamo japönskukennari: Fólk er eins alls staðar Fjarlægðin heillar mig Japönskukennarinn Yomoko Gamo kennir íslendingum japönsku í Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands. „Ég kom hingað fyrir svona þremur árum til að kynnast landi og þjóð. Mig hafði lengi langað til að fræðast um landið en þá voru engar bækur eða fræðsluefni til um það þannig að ég ákvað bara að koma hingað sjálf og svala forvitninni.1' Fjöl- skylda Yomoko er búsett rétt hjá Kyoto, þar sem umhverfisráðstefn- an var haldin í desember 1997. Hún segir að íslendingar séu áhugasam- ir um að læra japönsku. „Fáir nem- endur eru yfir fimmtugu en þó hóp- ' urinn sé fjölbreyttur eru flestir nemendur ungt fólk. Þetta er skemmtilegt starf. Ég var kennari í Japan, kenndi þar japönsku og ensku, þannig að þetta starf hentar mér ágætlega." ^■■■■■■■^* Yomoko kunni enga íslensku þegar hún kom hingað fyrst. Hvemig fannst henni að læra málið? Hún hlær við: „íslenska er mjög erfitt mál. í henni eru miklar beygingar og það er flókið mál fyrir Japana að læra aö beygja eftir kynj- um og tölum eins og þið gerið. En þetta kemur allt smám saman. Ég er enn þá að læra eitthvað nýtt. Þetta nám tekur alla ævi.“ Yomoko segir að flestir nemendur hennar séu að læra japönsku vegna áhuga síns á japanskri menningu, bókmenntum eða þess háttar. En eru íslendingar mjög ólíkir Japönum? „Já, auðvit- að.“ Hún hugsar sig um. „Muninum verður kannski ekki lýst í fáum orð- um. Hver þjóð hefur sín sérkenni sem eru frábrugðin því sem gerist meðal annarra þjóða. Það sem gild- ir er samt að fólk er fólk alls staðar, hversu ólík sem menningin og hugs- unarhátturinn kann að vera. Ég kann mjög vel við mig héma.“ -HG Astæðan fyrir því að mig lang- aði til að læra japönsku er að- allega sú að ég ætla að sækja um að gerast skiptinemi i Japan á næsta ári,“ segir Eyrún Sigmundar- dóttir kvennaskólanemi. „Mig langar að fræðast um japönskuna áður, læra undirstöðuna þannig að ég verði betur undirbúin fyrir Jap- ansdvölina þegar kemur. Ég sá svo Kolbeinn Garðarsson flautuleikari: Hef mikinn áhuga á japanskri tónlist námskeið og ákvað fljót- lega að skella mér. Ég sé ekki eftir því. Mér hefúr líkað vel á námskeiðinu hingað til og það er enm betra af því að ég fékk vinkonu mína með mér í það.“ Eyrún segir að japanska sé erfið en sé þó á margan hátt einfaldari en ís- lenskan. „Sumt í málinu er auðvitað mjög flókið fyrir okkur að læra en mál- fræðin er að flestu leyti einfaldari. Jap- anar beygja til dæmis ekki orð eftir kynjum eða tölum eins og við. En auð- vitað er margt annað sem maður þarf að læra sem er ekki í íslensku. Þetta er skemmtilegt og ég er búin að ákveða að fara í Japönsku n og læra aðeins um japanska ritmáliö." En hvers vegna heillastu af Japan? „Það er eig- inlega fjarlægðin sem heillar mig. Þetta land er svo langt í burtu. Sið- irnir og menningin eru allt annars konar en hér og mig langar aö^ kynnast annars konar menningu en hér.“ Eyrún segist hafa farið á kynningu um fiarlæg lönd í Vinnuskólanum eitt sumar. „Þar var meðal annars fólk að kynna Mexíkó og mörg önnur lönd en ég heillaðist mest af Japan. Síðan hefur mig lang- að að kynnast landinu af eigin raun.“ -HG Æk stæðan fyrir því að ég ákvað JS að fara á japönskunámskeið var fyrst og fremst sú að ég hef mikinn áhuga á japanskri tón- list,“ segir Kolbeinn Garðarsson, flautuleikari og japönskunemi. „Ég er á leið til Japans næsta vor til að halda tónleika. Ég ætla líka að læra aðeins meira á jap- anska bambusflautu sem ég kynntist á námsárum mín- um.“ Kolbeinn segist verða í læri hjá japönskum meistara sem talar nær eingöngu japönsku og þess vegna verði hann helst að vera orðinn stautfær í vor. „Ég veit nú ekki hvort ég ______ næ því. Japanska er svo ólík íslensku. Hugsunin í tungumálinu er allt önnur." Hvemig líkar þér námið? „Þetta er skemmtilegt en líka erfitt. Árangur- inn fer mikið eftir því hvað maður leggur mikið á sig að læra heima. Maður getur nefnilega ekkert annað stuðst við, enga orðstofna, beygingar eða nokkuð annað. Svo er ritmálið mjög flókið. Það er samsett úr bæði japönskum og kinverskum táknum sem spila saman eftir einhverjum reglum sem ég er því miður ekki bú- inn að læra enn þá,“ segir Kolbeinn og brosir. Ætlarðu að halda áfram í japönskunni? „Já, ég held áfram þangað til í maí þegar ég fer út. Þá sé ég til hvort ég læri ekki meira þar. En það getur lika verið að ég haldi áfram þegar ég kem heim í sumar og verði í þessu næsta vetur. Japanskan er mjög áhugaverð því þetta er ólíkt öllu sem maður hefnr áður gert og hún reynir á mann.“ Kolbeinn segist ekki hafa setið námskeið af þessu tagi fyrr. „En mér hefur dottið í hug að fara á tölvunámskeið. Kannski verður það næst. Ég ákvað hins vegar að taka japönskuna núna. Mér fannst hún mikilvægari." -HG til aug- lýs- inga- bæk- ling um þetta Kolbeinn Garðarsson segir að ef hann eigi að geta lært á bambus- flautu verði hann að vera orðjnn stautfær í japönsku f vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.