Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 30
50 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 ' Afmæli Guðrún og Helga Pálsdætur Tvíburasysturnar Guð- rún Pálsdóttir, húsfreyja og fyrrv. verkakona, Blóm- vallagötu 13, Reykjavlk, og Helga Pálsdóttir húsmóðir, Hlíð, Eskifirði, eru níræð- ar í dag en þær munu nú vera elstu tvíburar hér á landi. Starfsferill Guðrún og Helga fædd- ust í Bæjum á Snæfjalla- strönd en ólust upp á Höfða í Grunnavíkurhreppi. Guðrún vann hjá foreldrum sínum * þar til faðir hennar lést, þá bjó hún með móður sinni og bræðrum, Jó- hanni og Halldóri, þar til móðir henn- ar lést 1942. Þau systkinin héldu áfram búskap á Höfða til 1945 að Jóhann tók við jörðinni. Þá fór Guðrún til Reykjavík- ur og stundaði ýmis störf, í síld á Siglufirði en lengst af starfaði hún í Matborg í Reykjavík. Helga fluttist til Eskifjarð- ar þegar hún giftist og hef- ur búið þar síðan. Auk heimilisstarfa hefur hún unnið ýmsa vinnu, svo sem við síldarsöltun og í hrað- frystihúsi á Eskifirði. Fjölskylda Helga giftist 18.12. 1938 Leifi Helgasyni, f. 18.12. 1908, d. 17.1.1967, bifreiðar- stjóra. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson og Jónína Guðrún Jónsdóttir. Þau bjuggu á ísafirði og á Eskifirði. Börn Helgu og Leifs eru Jenný, f. 19.10.1941, búsett í Djúpadal, gift Sam- úel Zakaríassyni, bónda í Djúpadal, en böm þeirra eru Brynja Eyþórsdótt- ir, f. 17.10. 1964, Sigurdís, f. 8.10. 1969, Leifur, f. 4.5. 1971, Helga, f. 16.3. 1976, og Þóra Björk, f. 28.7.1987; Páll, f. 11.6. 1944, búsettur á Eskifirði; drengur, f. 5.9. 1945, d. samdægurs; Guðrún Helga, f. 5.9. 1945, húsmóðir á Eskifirði, gift Jörvari Bremnes vélstjóra og eru börn þeirra Jóhann Bremnes, f. 27.8.1963, Leif- ur Bremnes, f. 25.4. 1969, og Ingvar Bremnes, f. 31.10. 1973; Ásgeir, f. 5.6. 1947, kvæntur Elizabeth Leifsson og era þau búsett í Bandaríkjunum en börn þeirra era Dyana Maria og Johnal; Óðinn, f. 19.5.1953, búsettur á Eskifirði en dóttir hans er Oddný Helga, f. 20.6. 1983; Helgi, f. 30.12.1951, búsettur á Eskifirði. Systkini Guðrúnar og Helgu: Guð- mundur, f. 8.10.1895, d. 2.6.1967, bóndi á Oddsflöt í Grunnavík, síðar búsettur á ísafirði, var kvæntur Elísu G. Ein- arsdóttur frá Dynjanda; Halldór, f. 1.7. 1898, d. 14.2.1973, bóndi á Höfða, síðar búsettur á ísafirði; Sólveig Steinunn, f. 30.11.1899, nú látin, húsfreyja á Sút- arabúðum í Grunnavík, bjó síðar í Bæjum á Snæfjallaströnd og síðast í Hnífsdal, var gift Friðbirni Helgasyni; Rebekka, f. 22.11. 1901, nú látin; Jó- hann Ágúst, f. 29.8.1904, nú látinn, bóndi á Höfða og síðar í Bolungarvík, var kvæntur Sigríði Pálsdóttur frá Skálavík; María, f. 24.9. 1906, nú látin, húsfreyja í Reykjavík, var gift Maríusi Jónssyni frá Eskifirði. Foreldrar Guðrúnar og Helgu voru Páll Halldór Halldórsson, f. 4.6. 1875, d. 20.6. 1937, bóndi, og k.h., Steinunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 16.4. 1866, d. 8.10.1942. Þau voru búendur í Bæj- um 1895-1910 og síðan á Höfða til dauðadags. Guðrún og Helga taka á móti gest- um að Dvergholti 24, Mosfellsbæ, laugardaginn 30.10. frá kl. 15.00. Guðrún Pálsdóttir. Helga Pálsdóttir. Sigurður Vatnsdal Sigurður Indriði Vatnsdal, Huldu- gili 72, Akureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Siglufirði en flutti með foreldrum sínum til Akur- eyrar 1944. Hann stundaði nám við Iðn- skólann á Akureyri, hóf nám í prentun hjá Prentsmiðju Odds Björnssonar haustið 1955, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1959 og öðlaðist meistararéttindi 1971 og sveinspróf í offsetprentun 1979. Sigurður starfaði hjá Prentsmiðju Odds Bjömssonar 1955-83, hjá Prent- smiðjunni Petit 1984-85, hjá Dagsprenti í þrjú ár, hjá Prentsmiðju Odds Bjöms- sonar skamma hríð, starfrækti Hlíðar- prent um skeið en starfar nú hjá Ás- prent/Prentsmiðju Odds Björnssonar. Fjölskylda Sigurður kvæntist 8.12. 1962 Björk Árnadóttur, f. 14.7. 1945, húsmóður. Hún er dóttir Árna Kristjáns- sonar, f. 5.8. 1924, d. 10.1. 1995, úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, og Jórannar Birnu Sigurbjörnsdóttur, f. á Bakka í Viðvíkurhreppi 3.7. 1925, d. 30.5. 1979. Börn Sigurðar og Bjark- ar eru Árný Bima Vatns- dal, f. 31.10.1967, verslunar- maður á Eskifirði, gift Gísla Arnari Gíslasyni, f. 8.8. 1968, starfsmanni hjá Eimskip á Austurlandi og eiga þau tvö böm; Sigurð Vopna Vatnsdal, f. 28.10. 1996, og Eddu Björk Vatnsdal, f. 7.1. 1998; Axel Gunnar Vatns- dal, f. 1.9.1971, bakari á Ak- ureyri, kvæntur Margréti Baldvinsdóttur, f. 5.8. 1972, verslunarmanni og eiga þau þrjú börn, Karen Hrönn Vatnsdal, f. 29.8. 1992, Sigfús Elvar Vatnsdal, f. 2.1. 1995, og Selmu Hörn Vatnsdal, f. 16.2.1998. Systkini Sigurðar eru Rafn Vatnsdal, f. 2.7. 1942, kvæntur Sofflu Friðriks- dóttur; Páll Vatnsdal, f. 26.1.1946, kvæntur Jónu Sveinsdóttur; Oddný Björg Vatnsdal, f. 15.10. 1950, gift Gunnari Árna Kristjánssyni; Þröstur Vatnsdal, f. 18.5.1959, kvæntur Sólveigu Jóhannsdóttur. Foreldrar Sigurðar eru Axel Vatns- dal, f. 18.9. 1908, sjómaður og síðar starfsmaður Útgerðarfélags Akureyr- inga, og Guðrún Kristinsdóttir, f. 1.4. 1915, húsfreyja. Ætt Axel var sonur Páls Vatnsdal frá Reyðarvatni í Rangárvallasýslu og k.h., Fanneyjar Jósefsdóttur frá Sand- vík í Bárðdælahreppi. Guðrún var dóttir Kristins Andrés- ar Meyvatnssonar sjómanns og Ástu Sofflu Björnsdóttur frá Lambanes- reykjum í Fljótum. Sigurður og Björk verða að heiman á afmælisdaginn. Sigurður Vatnsdal. Andlát Jón Oddsson Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, Ásbúð 102, Garðabæ, lést fostudaginn 22.10. sl.. Útfór hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, fímmtudaginn -v 28.10. kl. 13.30. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófum í ensku og verslunarfræðum frá Wilson College í Lundúnum 1957, lauk stúdentsprófi frá VÍ 1961, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1968, öðlaðist hdl-réttindi ellefu dögum síðar og hrl-réttindi 1972. Jón var bankaritari í Landsbanka íslands á sumrin á námsárum 1959-61, fulltrúi framkvæmdastjóra síldarsöltunarstöðvarinnar Sunnu- vers hf. á Seyðisfirði 1962-64, kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík 1962-65 og fréttamaður við ríkisút- varpið 1966-67. Jón rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá 1968 og í Garðabæ frá 1986. jafnframt starfrækti hann fasteignasöluna Eignagarð 1977-86, var ráðgefandi lögfræðingur ríkisútvarpsins 1968-74 og fasteignasölunnar Eigna sf. 1971-72. Jón var ritstjóri Stúd- entablaðsins 1. des. 1963, Áramótablaðs Stúdenta 1964 og Úlfljóts, tímarits laganema, 1963-64. Hann var varaformaður og for- maður utanríkismála- nefndar stúdentaráðs HÍ 1964-65 og fulltrúi stúdenta í háskólaráði, formað- ur Orators, félags laganema, 1965-66, einn stofnenda óháðra stúdentasam- taka er voru undanfari Verðandi, sat í fyrstu íslensku Víetnamnefndinni 1967-69, í sjóm Neytendasamtakanna 1969-71, forseti Loka 1986-89, sat í landskjörstjóm 1987-90, í stjórnskip- aðri nefnd um lagafrumvarp að áfeng- isvörnum og öðrum vimuefnavörnum 1990-92, einn af stofnendum Heima- stjómarsamtakanna 1991 og skipaði efsta sæti framboðslista samtakanna í Reykjaneskjördæmi við Alþingiskosn- ingamar 1991. Fjölskylda Jón kvæntist 5.3. 1977 eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Báru Guð- mundsdóttur, f. 20.2. 1936, ritara og húsmóður. Foreldrar hennar: Guð- mundur Jakobsson, f. 26.2. 1912, 20.6. 1985, útgerðarmaður í Bolungarvík, síðar kaupmaður og bókaútgefandi'í Reykjavík, og k.h., Guðfmna Gísla- dóttir, f. 8.1. 1912, d. 30.11. 1981, hús- móðir. Stjúpsonur Jóns og sonur Valgerð- ar er Guðmundur Baldursson, f. 24.5. 1954, rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, kvæntur Bonnie Laufeyju Dupuis og eru börn þeirra Valgerður Bára og Jón Baldur en stjúpbörn Guðmundar eru Maríu Sjöfn og Styrmir Þór og sonur Guðmundar er Bragi. Sonur Jóns og Guðrúnar Erlu Björgvinsdóttur er Björgvin, f. 17.3. 1964, lög- fræðingur hjá íslandsbanka og alþjóðlegur skákmeist- ari, en kona hans er Sigríð- im Dóra Magnúsdóttir heilsugæslulæknir og er dóttir þeirra Margrét Erla. Dóttir Jóns og f.k.h., Helgu Kress, er Kristín Anna, f. 7.7. 1969, þroskaþjálfi í Reykjavík, en maður hennar er Kristinn H. Kristjánsson bifreiðarstjóri og eru börn þeirra Gunnar Jón og Helga María. Systur Jóns eru Kristín, f. 28.4. 1945, hjúkrunarfræðingur og ljósmóð- ir í Ósló; Marta María, f. 3.8. 1950, tækniteiknari og stærðfræðikennari. Foreldrar Jóns voru Oddur Jóns- son, f. 15.7. 1892, d. 7.11. 1975, fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykja- víkur, og k.h., Eyvör Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. 2.10. 1907. d. 21.6. 1998 húsmóðir. Ætt Oddur var sonur Jóns, b. á Álfta- nesi, Oddssonar, hreppstjóra þar, Sig- urðssonar. Móðir Jóns var Halla, syst- ir Margrétar, langömmu Lárusar, föð- ur Katrínar Fjeldsted læknis. Önnur systir Höllu var Þórdís, langamma Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Halla var dóttir Jóns, b. á Háteigi, Einarssonar, bróður Þorsteins, langafa Bjama Þorsteinssonar, tón- skálds á Siglufirði. Móðir Odds var Marta María, syst- ir Hallgrims, afa Hallgríms Helgason- 10 Pöddulífsmyndbönd Sindri Sigfusson nr. 5582 Sigríður Marta nr. 6426 íris E. Gísladóttir nr. 9149 Friðmey Þorsteinsd. nr. 16125 Hanna Halldórsd. nr. 5797 Ragnar Ágúst nr. 12365 Dagný Ámundad. nr. 13113 Sandra Ósk nr. 15390 Þorsteinn Þórarins. nr. 14416 Gígja Guðvarðard. nr. 12296 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd þakka öllum sem voru með kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Jón Oddsson. Til hamingju með afmælið 28. október 80 ára___________________ Ásmundur Eysteinsson, Högnastöðum, Borgarfirði. Bjarni Þ. Vigfússon, Mávahlíð 32, Reykjavík. 75 ára Eyjólfur Davíðsson, Rauðalæk 29, Reykjavík. Eiginkona hans er Berta G. Engilbertsdóttir. Þau eru stödd í útlöndum. Sigsteinn Hallason, Sturluflöt, Egilsstöðum. 70 ára Ágústa Haraldsdóttir, Brekkustíg 16, Sandgerði. Sigurður Jónsson, Hóli, Húsavík. 60 ára Jón Magnús Magnússon, Laugarnesvegi 118, Reykjavík. Valur Þóroddsson, Presthúsabraut 33, Akranesi. 50 ára Bryndís Jóhannsdóttir, Bergholti 5, Mosfellsbæ. Jón Ingi Haraldsson, Grænumýri 1, Seltjarnarnesi. Magnús Agnarsson, Lambanesi, Búðardal. Sigríður Bragadóttir, Síreksstöðum, Vopnaflrði. Valdís Magnúsdóttir, Smárarima 34, Reykjavík. 40 ára Eiríkur Örn Pálsson, Sörlaskjóli 88, Reykjavík. Guðtnundur Þ. Kristjánsson, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Haukur Þór Bergmann, Kögurseli 1, Reykjavík. Ingunn Karitas Indriðadóttir, Heiðarvegi 20, Reyðarflrði. Kristín Anna Stefánsdóttir, Austurholti 6, Borgarnesi. Magnús Valgeirsson, Höfðahúsum, Fáskrúðsfirði. Maron Björnsson, Hombrekkuvegi 8, Ólafsfirði. PáU Valdimar Kolka, Vesturgötu 45, Reykjavík. Sigríður Margrét Magnúsdóttir, Álfatúni 25, Köpavogi. Sigurður Benedikt Bjömsson, Hverflsgötu 57, Hafnarfirði. Sigurveig Sigurðardóttir, Suðurgarði 14, Keflavík. Steingrimur P. Bjömsson, Stuðlabergi 88, Hafnarfirði. ar tónskálds. Önnur systir Mörtu var Sesselja, amma Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings. Þriðja systir Mörtu var Þuríður, amma Gunnars Dungal í Pennanum. Bróðir Mörtu var Harald- ur prófessor, faðir Jónasar Haralz. Marta var dóttir Níelsar Eyjólfssonar, b. á Grímsstöðum, og Sigríðar, systur Hallgríms biskups og Elísabetar, móð- ir Sveins Björnssonar forseta. Eyvör var dóttir Þorsteins, skip- stjóra í Reykjavík, bróður Sigmundar, fóður Sesselju, stofnanda og for- stöðumanns Sólheima í Grímsnesi. Þorsteinn var sonur Sveins, b. í Gerð- um í Garði, Magnússonar, og Ey- varar, systur Guðrúnar, langömmu Ágústar, fóður Guðrúnar, fyrrv. forseta bæjarstjómar. Önnur systir Eyvarar var Ingibjörg, amma Inga T. Lárassonar, tónskálds og langamma Sveins Snorrasonar hrl. Eyvör var dóttir Snorra, pr. á Desjarmýri, Sæ- mundssonar, og Kristínar Gunnarsdóttur, á Bjarnastöðum, Þorsteinssonar. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.