Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 32
52 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 DV nn Ummæli Sagði það sem hann átti skilið „Ég sagöi ekkert um for- sætisráðherra annað en hann átti skilið. Þetta var sagt í minni sveit ef , menn gerðu ekki það sem þeir sögðust ætlaaðgera." Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, vegna harðrar gagnrýni hans á Verkamannasambands- þinginu, ÍDV. 1999 er vond tala „Víst er 2000 falleg tala og kærkomin tilbreyting frá töl- unni 1999 sem er ffekar vond tala og hefur yfir sér óþreyju- blæ, og er lika alræmd tala í verðlagningu á lífsnauðsynj- um þar sem kaupmenn blekkja viðskiptavini sína, vísvitandi." Níels Hafstein myndlistar- maður, í Morgunblaðinu. Þar sem möppu- dýr eru alin upp „Ég veit ekki til þess, að við höfum nokkurn skapaðan hlut að sækja til Briissel annað en aukið skrifræði og kostnað við að ala upp möppudýr." Haraldur Blön- dal hæstarétt- arlögmaður, í Morgunblaðinu. Flottastar fáklæddar „Konur eru best klæddar sem fáklæddastar." Hrafn Jökulsson rithöfund- ur, í DV. Fólkið sem stjórn- aði traffíkinni „Auðvitað var þetta fólk sem stjórnaði traffikinni ekki í neinu trúnaðarsam- ! bandi við mig þegar þetta svokallaða Landsbanka- mál gekk yfir því það var verið að ráða okkur af dögum.“ Sverrir Hermannsson, fyrrv. bankastjóri Lands- bankans, í Degi. —t Harx ÖREIG-HR RLLRfl LRNDR SRM- EINJ3T ? Búói-vi i&Y-é.'tar- ÖREIÖHR RLLRR LRNDSFIÖRÐUNöR SflMEJNKTÍ’ - ■ % UMRRNIf? BREVTRST INIR ME5 ) Ragnhildur Helga Jónsdóttir, kynningarfulltrúi Landbúnaðarháskólans: Nýjar námsbrautir sem tengjast nýtingu lands DV, Vesturlandi: „Mér líst ágætlega á nýja starfið. Þetta er ansi fjölbreytt og í mörgu að snúast ef vel á að vera. Ég hef nú kom- ið að sumu af þessu áður og þetta er ekki fullt starf, en það er spennandi að fá að móta starfið og koma að nýjum verkefnum," segir Ragnhildur Helga Jónsdóttir, nýráðinn kynningarfulltrúi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Starfið felst í að setja saman ýmis konar upplýsinga- og kynningarefni fyrir skólann, ritstjóm námsvísa og námsskrá, móttaka hópa sem koma i heimsókn hingað á staðinn og gefa upplýsingar um skólann. Þessi upplýs- ingaþáttur í starfi skólans hefur aukist mikið á siðustu misserum og e.t.v. er það að hluta vegna aukinnar áherslu okkar á að kynna skólann út á við. Vegna þess að starfið er nýtt á eftir aö móta það að miklu leyti og á það eftir að koma i ljós á næstu mánuð- um hver verkefnin verða. En eitt er víst að ég óttast ekki verkefna- skort í þessu starfi." Ragnhildur Helga er land- fræðingur að mennt. „Ég út- skrifaðist úr Háskóla íslands haustið 1996 og hef starfað frá þeim tíma við skólann. Að mestu leyti við kennslu en líka við kortagerð skólans, sem rekin er í samvinnu Landbún- aðarháskólans og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Á undanförnum misserum hef ég einnig verið í út- DV-mynd Daníel gáfu námsvísa og ritstjóm á þeim, þannig að hluta af störfum kynningar- fulltrúans hafði ég kynnst áður. Ástæður þess að ég fór að vinna á Hvanneyri eru nokkrar. Ég á heima á næsta bæ, Ausu og ___________________ því langaði mig til að geta búið heima en haft jafnframt -------------------- vinnu við eitthvað sem tengdist því sem ég hafði lært. Landfræðin er góð- ur grunnur undir margvísleg störf og mér líkar ágætlega að hafa fjölbreytni í starfi." Síðastliðinn fóstudag var á Hvann- eyri tekin í notkun fullkomin aðstaða fyrir kennslu í mjöltun og mjaltatækni: „Þessi kennslu- aðstaða í mjölt- um og mjaltatækni er alveg gjörbylting fyrir skólann. Þama emm við komin með á einn stað alla þá nýjustu tækni sem er á íslenskum markaði, hvað varðar mjaltir og meðferð mjólkur. Þessi að- ___________________________ staða verður bæði Maður dagsins iSJSSí --------------------------- og ekki siður á ýmsum endurmenntunamámskeiðum fyrir starfandi bændur, mjólkureftir- litsmenn og fleiri." Ragnhildur telur tvímælalaust að Landbúnaðarháskólinn eigi eftir að efl- ast á næstu árum. „Með nýjum lögum um búnaðarfræðslu, sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn, breyttust möguleikar okkar á að koma af stað nýjum náms- brautum og hlutverk skólans breyttist, því nú er áherslan komin á háskóla- námið. Það er fyrirsjáanlegt að á allra næstu misserum verða settar á stofn nýjar námsbrautir við skólann í fögum sem tengjast hvers konar nýtingu lands. Landsmönnum er sífellt að verða ljósara að það er mikilvægt að nýta landið skynsamlega og umræðan um umhverfismál hefur verið mjög mikil á siðustu misserum. Því er við- búið að nýjar námsbrautir, sem fjalla um nýtingu lands á einhvem máta, eigi eftir að höfða sterkt til margra sem vilja afla sér þekkingar á þess- um sviðum." Áhugamálin era ýmis, t.d. útivist, lestur og fleira þess háttar, en undanfarna mánuði hefur enginn tími gef- ., , ist til slíks og ég býst ekki við að það breyt- ist á næstu mánuð- um.“ -DVÓ Emilíana Torrini syngur ný lög í ísiensku óperunni í kvöid og annað kvöid. Útgáfutónleikar Emilíönu Emilíana Torrini sendir frá sér nýja plötu, sem ber nafnið Love In Time Of Sci- ence, og af þvi tilefni heldur hún tvenna tónleika, í kvöld og annað kvöld, í Is- lensku óperunni. Á útgáfu- tónleikunum verður hljóm- sveit með, Emilíönu sem skipuð er Sigtryggi Baldurs- syni, trommur, Chatles Vetter, hljómborð, Louis Beddows, bassi og Dave Skemmtanir Randle, gítar. Hljómsveitin Múm mun koma fram á tón- leikunum sem sérstakir gestir. Eftir að hafa gefið út tvær metsöluplötur ákvað Emilíana að flytja til Eng- lands þar sem hún hefur dvalið undanfarin tvö ár við lagasmíðar og upptökur. Þar í landi kemur platan út hjá One Little Indian en Virgin mun dreifa plötunni annars staðar í heiminum. Myndgátan Skófla nemur við stein Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Þorgeir Kjartans- son ásamt Rúnu K. Tetzschner. Ljóð á Næsta bar í kvöld kl. 20 standa Lítil ljós á jörð fyrir ljóða- og tónlistaruppá- komu á Næsta bar. Sveinbjörn Halldórsson mun lesa ljóð eftir Þorgeir Kjartansson (1955-1998) og Þorsteinn Víkingur, Steinar Vil- hjálmur Jóhannsson, Birgitta Jónsdóttir og Elísabet Jökulsdótt- ir lesa eigin ljóð. Margræð hljóö Product 8 munu hljóma í eyrum og einavalalið tónlistarmanna kemur fram. Að lokum mun Rúna K. Tetzscher lesa upp kvæði sitt sem hún tileinkar manni sínum, Þorgeiri Kjartanssyni og leika hljóðfæraleikarar undir. Rúna stofnaði Lítil ljós á jörð í minn- ingu Þorgeirs og er tilgangurinn meðal annars að búa til nýjan vettvang þar sem skapandi ein- staklingar geta tjáð list sína. Öld öfganna á Súfistanum í kvöld kl. 20 verður á Súfistan- um, fjallað um bókina Öld öfganna eftir hinn kunna sagn- fræðing Eric Hobsbawm. Árni Óskarsson íesúrþýð Bókmenntir mgu smm___________ á bókinni og síðan munu Jón Ormur Halldórsson stjórnmála- fræðingur, Ragnheiður Kristjáns- dóttir sagnfræðingur og Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ræða bókina og öldina sem senn er á enda. Bridge Reykjavikurmótið í tvímenningi, sem fram fór um síðustu helgi, end- aði á dramatískan hátt. Frændurnir Helgi Sigurðsson og Helgi Jónsson tóku snemma forystuna og fátt virt- ist geta ógnað stöðu þeirra á toppn- mn. Sverrir Ármannsson og Aðal- steinn Jörgensen skoruðu látlaust í síðustu umferðunum á meðan frænd- urnir stóðu í stað og fyrir lokaum- ferðina voru Aðalsteinn og Sverrif búnir að ná eins stigs forskoti. Svo skemmtilega vildi til að tvö efstu pörin mættust í síðustu umferðinni. Spiluð voru þrjú spil á milli para og Aðalsteinn og Sverrir töldu sig hafa vænlega stöðu að loknum tveim þeim fyrstu. í fyrra spilinu höfðu Helgarnir sagt sig upp í litaslemmu sem fór einn niður. í næsta spili stóð Sverri þrjú grönd með tveimur yfirs- lögum sem gaf góða skor. Þá kom að síðasta spilinu sem var þetta. Austur gjafari og enginn á hættu: 4 KG73 4* ÁK103 ♦ 7 é Á6542 •* G7 ♦- D64 * G74 4 KD102 N V A S 9 ÍUÖ * D85 * ÁKG10832 * 6 4 D9 * 9642 •f 95 * A9853 Austur Suður Vestur Norður Helgi S. Sverrir Helgi J. Aðalst. 3 ♦ pass pass dobl pass 3 * 4 ♦ 4» p/h Þriggja tígla sögnin var góð hindrun og Aðalsteinn doblaði til úttektar. Helgi Jónsson barðist í fjóra tígla yfir 3 hjörtum og Aðal- steinn, sem vissi lítið um spilastyrk suðurhandarinnar, ákvað að skjóta á fjögur hjörtu. Þau voru auðveld til vinn- ings í þessari legu og gáfu 14 stig af 18 mögulegum. Fórnin í fimm tígla er hins vegar aðeins 2 niður Aðalsteinn og 300 stig í NS gáfu 7 Jor9ensen. stig af 18. Aðalsteinn og Sverrir end- uðu með 10 stigum meira en frænd- urnir og því ljóst að fómin heföi fært þeim sigurinn. í ljós kom að slemma þeirra félaganna í fyrsta spilinu í setunni gaf ágæta skor fyr- ir AV (14 af 18) því flestir höfðu sagt og spilað 6 grönd sem fóru meira en einn niður. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.