Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Page 1
19 Jóhannes til sölu DV, Belgíu: Samkvæmt frétt frá dagblaðinu Het Volk, sem gefið er út í Belgíu, vill RC Genk losa sig við Jóhannes Karl Guðjónsson. Hafa þeir tilkynnt að hann sé falur og jafnvel eru þeir tilbúnir að leigja kappann. Einnig kemur fram í fréttinni að MW hafi jafnvel áhuga á honum. Jóhapnes sagðist vita af áhuga MVV. „Þeir komu og fylgdust með mér í varaliðsleiknum á móti Brugge, i þeim leik gekk mér hræðilega illa og við töpuðum, 6-0. En ég held að þeir vilji fá mig í tvær vikur í prufu. Meira veit ég ekki að svo stöddu,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. -KB Tryggvi Guðmundsson eftirsóttur milljónir frá Tro nsö til Helsingborg Rautt á Tobba ... Sænska A-deildeæ liðið Helsingborg vill kaupa tvo leikmenn frá Tromsö sem er i norsku A- deildinni. Þetta eru Tryggvi Guðmundsson og Bjöm Johansen og em forráðamenn Helsingborg reiðubúnir að greiða 100 milljónir króna fyrir leikmennina tvo. Helsingborg vill fá Tryggva og og Johansen til að fylla skarð Kennets Storviks sem er á leið til norsku meistaranna í Rosenborg og Matthias Jonsen sem fer frá Helsingborg í lok leiktíðar- innar. Helsingborg er i toppsæti sænsku A-deildar- innar þegar einni umferð er ólokið. Liðið er með 51 stig, stigi meira en AIK. Fleiri félög hafa sýnt Tryggva áhuga og þar má nefna ensku B-deildar liðin, Ipswich og Tran- mere og ítalska B-deildar liðið Genúa. Fjalar til Örgryte? Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar og U- 21 árs landsliðsins, var á fundi með forráða- mönnum sænska A-deildar liðsins Örgryte í gær- kvöldi en félagið hefur sýnt honum mikinn áhuga. Fjalar hefur verið við æfmgar hjá félag- inu í rúma viku og ætti að skýrast innan tíðar hvort Örgryte kaupir Fjalar. Fleiri sænsk lið em með Fjalar til skoðunar. Gunnar Gislason, þjálf- ari Hácken, sem um síðustu helgi stýrði liði sínu upp í A-deildina, hefur verið að skoða Fjalar. Þá hefur DV heimildir fyrir því að Framarar hafi sett sig í samband við Fjalar með það í huga að fá hann til liðs við sig. KR ekki rætt við Guðjón Ekki verður gengið frá ráðningu þjálfara hjá íslandsmeisturum KR á allra næstu dögum samkvæmt heimildum DV. Atli Eðvaldsson er með tilboð frá KR-ingum undir höndum sem stendur fram á fóstudag. KR-ingar hafa einnig rætt við Pétur Pétursson og Willum Þór Þórs- son um þjálfun liðsins. Atli Eðvaldsson hefur verið erlendis síðustu daga en hann sótti þjálf- araráðstefnu í Noregi og er væntanlegur til landsins í kvöld. Guðmundur Pétursson, formað- ur rekstrarfélags KR, er á förum utan og kemur aftur til landsins á sunnudag. Fjarvera hans á þó ekki að koma í veg fyrir að hægt verði að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir helgina. „Við vonum auðvitað að gengið verði frá ráðningu þjálfara sem allra fyrst en ég get ekki nefnt einhvem dag í því sambandi. Við höfum bæði rætt við Atla, Pétur og Willum en ekki aðra. Ég kannast hins vegar ekki við að rætt hafi verið við Guðjón Þórðarson sem ég sá einhvers staðar. Atla var tjáð það þegar hann fékk frestinn að við myndum spjalla við ein- hverja aðra og nota þannig tímann," sagði Guðmundur Pétursson við DV í gær. -JKS %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.