Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 37 Sport Sport1 Valsstúlkurnar Eygló Jónsdóttir (11) og Ama Grímsdóttir reyna hér áð stöðva Nínu Björnsdóttir, sem var markahæst Stjörnustúlkna í gær með 9 mörk. DV-mynd E. Ól. Grótta/KR vann sinn fjórða leik í röð og tryggði sér tveggja stiga forustu á toppi 1. deildar kvenna í gær. Grótta byrjaði leikinn betur en góður kafli getsanna um miðjan seinni hálfleik og frábær markvarsla Vigdísar Sig- urðardóttur komu ÍBV í 16-19. Þá var sem heimastúlkur tækju við sér og eftir að þær komust yfir í 21-20 var sem vörnin hjá Gróttu/KR þéttist, Eyjastúkur misstu trúna og Grótta/KR landaði fjórða sigrinum í röð. Ágústa Edda Björnsdóttir lék mjög vel í seinni hálfleik er hún gerði fjögur mörk og hún var sátt við úr- slitin. „Við sögðum við okkur sjálfar í hálfleik að við gætum ekki spilað verr og við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleik og vinna mikilvæg- an sigur.“ Mörk Gróttu/KR: Alla Gokorian 12/5, Ágústa Edda Bjömsdóttir 5, Kristín Þórð- ardóttir 3, Edda Kristinsdóttir 2, Brynja Jónsdóttir 1, Óiöf Indriðadóttir 1. Fanney Rúnarsdóttir varði 18 skot. Mörk ÍBV: Amela Hegic 9/1, Aníta Rós Hailgrímsdóttir 7, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Eyrún Sigurðardóttir 1. Vigdís Sigurðar- dóttir varði 16 skot. Valssigur í Garðabæ Valur vann góðan sigur á Stjörn- unni í Ásgarði, 23-26, í gær. Leikur- inn var í jámum lengst af en Valur náöi forystu um miðjan fyrri hálfleik og hafði tveggja marka forskot í leik- hléi, 10-12. Valur bætti við forskotið í upphafi seinni hálfleiks, náði mest fimm marka forskoti, 10-15, en Stjarnan kom sterk til baka og jafii- aði, 20-20. En lengra komust Stjömu- stúlkur ekki, Valur bætti leik sinn og sigraði sannfærandi. „Ég var búin að undirbúa mig vel fyrir þennan leik og taka út leik- menn Stjömunnar. Við vorum stað- ráðnar í að bæta fyrir leik okkar gegn Gróttu/KR í síðustu umferð og það gekk eftir,“ sagði Berglind Hans- dóttir, markvörður Vals, sem varði oft mjög vel. Leikurinn einkenndist helst af miklum mistökum beggja liða, sér- staklega í sóknarleiknum þar sem mistökin voru oft líkt og um algjöra byrjendur væri að ræða. Nína K. Bjömsdóttir var best í liði Stjömunn- ar en hjá Val voru þær Berglind markvörður og Helga S. Ormsdóttir bestar. Mörk Stjömunnar: Nína Bjömsdóttir 9/2, Ragnheiöur Stephensen 5/1, Sigrún Másdóttir 4, Inga S. Björgvinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Anna B. Blöndal 1 og Svava Jónsdóttir 1. Sóley Halldórsdóttir varði 11/1 skot. Mörk Vals: Helga S. Ormsdóttir 9/3, Sig- urlaug R. Rúnarsdóttir 6/1, Ama Gríms- dóttir 3, Gerður Beta Jóhannsdóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Brynja Steinsen 1/1, Elísa Sigurðardóttir 1, Kolbrún Frank- lín 1 og Sonja Jónsdóttir 1. Berglind Hans- dóttir varði 15 skot. Víkingsstúlkur ryðgaðar Víkingsstúlkur lentu í erfiðleikum með ÍR í gær en unnu að lokum 17-15 eftir að ÍR hafði leitt 9-10 í hálfleik. Mestu munaði að Víkingsvörnin og Helga Torfadóttir lokuðu marki sínu i upphafi seinni hálfleiks og ÍR-ingar skoraðu ekki fyrstu 16 mínútur hálf- leiksins og á meðan breytti Víkingur stöðunni í 15-10. Helga markvörður var best Víkinga en Katrín Guð- mundsdóttir lék mjög vel fyrir gest- ina úr Breiðholtinu. Víkingsstúlkur voru ryðgaðar enda léku þær síðast 5. október eða fyrir 22 dögum. Mörk Vfkinga: Heiðrún Guðmundsdóttir 6, Kristin Guðmundsdóttir 4/2, Helga Bima Brynjólfsdóttir 3, Guðmunda Ósk Kristjáns- dóttir 2, Margrét Egilsdóttir 1, Anna Kristín Ámadóttir 1. Helga Torfadóttir varði 15 skot. Mörk ÍR: Katrín Guðmundsdóttir 8/2, Ingi- björg Jóhannsdóttir 3/1, Þorbjörg Eysteins- dóttir 1, Ebba Brynjólfsdóttir 1, Hrund Sig- urðardóttir 1, Anna Sigurðardóttir 1. Jenný Ásmundsdóttir varöi 10 skot. Stórsigur FH-stúlkna Eftir tvö töp í röð og þrjá leiki án sigurs náði FH að rétta úr kútnum með stórsigri á Aftureldingu, 40-18, eftir að hafa haft 22-3 yfir í leikhléi. Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 7, Guðrún Hólmgeirsdóttir 6, Dagný Skúladóttir 5, Gunnur Sveinsdóttir 5, Drífa Skúladóttir 4, Hafdis Hinriksdóttir 4, Þórdís Brynjólfsdóttir 4, Jolanta Slapikiene 1, Hildur Pálsdóttir 1, Hildur Einarsdóttir 1, Björk Ægisdóttir 1, Harpa Vífilsdóttir 1. Mörk Aftureldingar: Edda Eggertsdóttir 4, Ingibjörg Magnúsdóttir 4, Jolanta Limboite 3, Anfta Pálsdóttir 3, Ásthildur Haraldsdóttir 1 og Hugrún Ólafsdóttir 1. -ih/BB/ÓÓJ/GH ísland á toppnum íslenska stúlknalanaslioið, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, lék ann- an leik sinn í undankeppni Evrópu- mótsins gegn heimamönnum í Sviss og endaði leikurinn 0-0. „Við vorum betri í fyrri hálfleik og áttum þá nokkur ágætismarktækifæri. í seinni hálfleik lá hins vegar dálítið á okkur en stelpurnar stóðu sig vel í vöminni og héldu hreinu," sagði Klara Bjartmarz, fararstjóri íslenska liðsins, skömmu eftir að leiknum lauk. „Þrátt fyrir að það hafi legið á okkur í seinni hálfleik þá reyndi ekki að neinu marki á markverðina, þær Maríu B. Ágústs- dóttur og Þóm B. Helgadóttur sem skiptu með sér hálfleikjunum, María byrjaði inni á en Þóra tók stöðu henn- ar í hálfleik." íslenska liðið á góða möguleika á að komast áfram í keppninni en Spánveij- ar leika gegn Slóvökum á eftir. ís- lemdingar em komnir með 4 stig eftir tvo leiki og em í efsta sæti riðilsins ásamt Svisslendingum sem einnig hafa 4 stig en lakara markahlutfall. Staðan á Evrópumótinu ísland 2 110 4-14 Sviss 2 110 1-04 Spánn 2 10 12-13 Slóvakía 2 0 0 2 1-6 0 -ih 1. DEILD KARLA Afturelding 5 4 1 0 137-115 9 KA 5 4 0 1 146-105 8 Fram 5 4 0 1 125-126 8 ÍR 5 3 1 1 122-113 7 FH 5 3 1 1 111-108 7 Valur 6 3 0 3 137-134 6 Haukar 5 2 1 2 129-119 5 HK 5 2 0 3 120-124 4 Víkingur, R. 6 1 1 4 146-164 3 ÍBV 5 1 1 3 108-132 3 Stjarnan 5 1 0 4 119-126 2 Fylkir 5 0 0 5 103-137 0 1. DEILD KVENNA Grótta/KR 5 4 1 0 112-87 9 Haukar 4 3 1 0 109-76 7 Víkingur, R. 4 3 1 0 79-71 7 Valur 5 3 0 2 120-97 6 Stjaman 5 3 0 2 130-111 6 FH 5 2 1 2 124-96 5 ÍBV 4 2 1 1 102-81 5 Fram 4 1 0 3 83-84 2 ÍR 5 1 0 4 84-116 2 KA 5 0 1 4 86-127 1 Afturelding 4 0 0 4 60-143 0 ENGLAND nað að sigra þar síðan árið 1963. Manchester City styrkti stöðu sína á toppnum með 1- 0 sigri gegn Ipswich og QPR og Birmingham gerðu 2- 2 jafntefli í Lundúnum. Titi Camara tryggði Liverpool sigur á West Ham í ensku A-deildinni í knattspymu í gærkvöldi. Camara, sem fyrr um daginn missti fóöur sinn, skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Eiöur Smari Guðjohnsen skoraði fyrir Bolton í gær gegn Nottingham Forest þegar liðin skildu jöfn, 1-1, á City Cround í Nottingham. Eiður Smári og Guöni Bergsson byrjuðu báðir inni á, Guðni lék allan leikinn en Eiður fór út af á 75. mínútu. Celtic tapaöi a heimavelli fyrir Motherwell í skosku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að leika manni fleiri í 60 mínútur. Hearts og Kilmamock gerðu 2-2 jafntefli og St. Johnstone tapaði á heimavelli fyrir Dundee United, 0-1. -GH West Ham hefur ekki sott gull í greipar Liverpool á Anfield Road og hefur ekki Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu: - hjá Arsenal en Evrópumeistarar Manchester United eru komnir áfram Leikmenn Barcelona sjást hér fagna einu af fimm mörkum sínum gegn sænska liðinu AIK en á innfeildu myndinni fagnar Gabriel Batistuta sigurmarki sínu fyrir Fiorentina gegn Arsenal sem gerði út um vonir Arsenal. '0 MEISTARADEILDIN A-riðiU: Maribor-Dynamo Kiev.........1-2 0-1 Rebrov (37.), 1-1 Balajic (50.), 1-2 Rebrov (84.) Lazio-Leverkusen ............1-1 1-0 Nedved (20.), 1-1 Kirsten (43.) Lazio 5 3 2 0 12-3 11 D. Kiev 5 2 1 2 8-7 7 Leverkusen 51317-7 6 Maribor 5 1 0 4 2-12 3 B-riðiU: Enn eina ferðina sýndu Víkingar að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin í 1. deildinni í handknattleik í vetur. Eftir hræðilegan fyrri hálfleik börðust þeir af krafti í þeim seinni og vom nálægt því að vinna upp forskot Valsmanna. Þröstur Helgason náði að minnka muninn í eitt mark þegar 40 sekúndur voru eftir en Valsmenn létu sigurinn ekki af hendi og Theodór Valsson tryggði hann endanlega með marki af línunni 10 sekúndum fyrir leikslok. Valsmenn settu strax á fulla ferð og með öguðum varnarleik og öflugum sóknarleik virtist liðið hreinlega vera að stinga slaka Vikinga af. Til marks um kraft Valsmanna nýttu þeir 18 af 23 sóknum sínum í hálfleiknum eða 78% sóknanna. Slakur sóknarleikur Víkinganna gerði Valsmönnum reyndar auðveldara fyrir og oft urðu slæmar sendingar til þess að Valur gerði auðveld mörk úr hraða- upphlaupum. í seinni hálfleik komust Víkingar smátt og smátt inn í leikinn. Ingimundur Helgason kom inn í leikstjórnanda- hlutverkið og sóknarleikur Víkinga varð betri við það. Þá kom Hlynur Morthens í markið og varði oft glæsilega og þetta virtist vera sú vítamínsprauta sem Víkingamir þurftu. Þeir söxuðu með mikilli baráttu jafnt og þétt á forskotið og þegar 8 og hálf mínúta var eftir varð munurinn fyrst tvö mörk, 24-26. Valsmenn komust síðan í 25-29 þegar fjórar mínútur vom eftir en Víkingar seigluðust áfram og minnkuðu síðan muninn í eitt mark eins og áður sagði. En þetta dugði ekki til og Valsmenn fógnuðu sigri. „Þetta hefði ekki þurft að enda í svona spennu. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn en í siðari hálfleik duttum við hins vegar á það plan sem við höfum of oft verið á í vetur. Við fórum að spila óagað og ómarkvisst, sérstaklega í sókninni," sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. Bjarki Sigurðsson, homamaðurinn ungi, var þeirra bestur og nýtti öll sín færi. Daníel átti einnig prýðilegan leik. „Við sváfum værum svefni í fymi hálfleik, sérstaklega í sókninni þar sem við réttum þeim boltann hvað eftir annað. Við verðum að hafa fyrir hlutunum en með góðri einbeitingu getum við lagt hvaða lið sem er. Ég var hins vegar mjög óhress með dómarana i leiknum, mér fannst þeir óömggir og lítið samræmi í dómum þeirra," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Víkinga, en hann fékk rautt spjald þegar ein og hálf mínúta var eftir. Valgarð Thoroddsen var þeirra besti maður og sá eini sem lét eitthvað að sér kveða í fyrri hálfleik. Hlynur og Ingimundur áttu siðan góða innkomu í síðari hálfleik. -HI Víkingur 28 (10) - Valur30(18) 1-0, 1-0, 2-3, 3-5, 4-9, 5-10, 6-16, 8-17, (10-18), 13-19, 15-20, 16-22, 19-25, 24-26, 25-29, 23-29, 28-30. Sigurbjöm Narfason 7, Valgarð Thoroddsen 6, Ingimundur Helgason 6/2, Þröstur Helgason 5, Hjalti Gylfason 2, Leó Öm Þorleifsson 1, Karl Grönvold 1. Varin skot: Sigurður Sigurðsson 3/1, Hlynur Morthens 8. Brottvisanir: 6 mínútur. Rauö spjöld: Þorbergur Aðalsteinsson. Vítanýting: Skorað úr 2 af 3. Áhorfendur: 400. Gceöi leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Eliasson (4). Bjarki Sigurðsson 11/1, Daníel Ragnarsson 7, Freyr Brynjarsson 3, Júlíus Jónasson 3, Theodór Valsson 3, Davið Ólafsson 2, Ingimar Jónsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 8. Brottvísanir: 8 mínútur. Rauö spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, Val 11 lið eru komin i 16-liða úrslitin í meistaradeildinni í knattspymu. Þetta em: Manchester United, Lazio, Fiorent- ina, Barcelona, Rosenborg, Marseille, Bordeaux, Porto, Real Madrid, Valencia og Sparta Prag. Stærstu tiðindi gærkvöldsins vora þau að Arsenal er úr leik í meistara- deildinni eftir 0-1 ósigur gegn Fiorent- ina á Wembley. Gabriel Batisuta tryggði Fiorentina sæti í 16-liða úrslitunum og sendi um leið Arsenal út í kuldann þegar hann skoraði sigurmarkið á 75. mínútu með þrumuskoti úr þröngu færi. Arsenal réð lengst af ferðinni en náði ekki að nýta góð marktækifæri. „Við fengum svo sannarlega okkar tækifæri en nýttum þau ekki og fyrir vikið var okkur refsað. Knattspyman gengur út á að skora og þó svo að við höfum verið óheppnir í þessum leik þá var þetta bara ekki okkar dagur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hans menn verða nú að sætta sig við að fara í UEFA-keppnina. Börsungar tóku leikmenn AIK í kennslustimd á Camp Nou leikvangin- um í Barcelona. Þrátt fyrir að Luis van Gaal, þjálfari Börsunga, hvíldi sex af fastamönnum liðsins vora yfirburðir heimamanna mjög miklir. Patrick Klui- vert skoraði fyrstu 2 mörkin með lag- legum hætti á fyrsta hálftímanum og eftir það var aðeins spuming hversu stór sigurinn yrði. Börsungar hafa far- ið mikinn í keppninni og eru líklegir til afreka eins og þeir era að spila þessa dagana. „Ég hef trú á að Barcelona vinni keppnina í ár. Börsungar era með frá- bært lið og hafa í sínum röðum 18-19 heimsklassaleikmenn," sagði Stuart Baxter, þjálfari AIK. „Við lékum mjög vel. Það var mikil hreyfing í liðinu og við náðum að búa okkur til pláss alls staðar á vellinum,“ sagði Luis Van Gaal, þjálfari Börsunga. Evrópumeistarar Manchester United tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitunum með góðum útisigri í Zagreb. United sýndi þó litla meistaratakta. Liðið skap- aði sér fá marktækifæri en glæsimark Davids Beckhams beint úr aukaspymu létti pressunni af liðinu og enn meira þegar Roy Keane skoraði í upphafi síð- ari hálfleiks með þramuskoti sem hafði viðkomu í vamarmanni Croatia. „Þetta var ekki léttur leikur en ég held að við höfum verið sterkari aðil- inn þó svo að viö höfum ekki verið að spila neitt sérsklega vel. Það er erfitt að leika gegn Croatia Zagreb svo við get- um ekki verið annað en sáttir við úr- slitin,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United. Norsku meistararnir í Rosenborg eru komnir áfram í keppninni eftir 2-0 sigur á Boavista. Það var kalt í veðri í Þrándheimi og það virtist eitt- hvað hafa áhrif á gestina frá Portúgal. Þeir sköpuðu sér fullt af færum en tókst ekki að skora fram hjá Jöm Jamtfall, markverði Rosenborgar, sem er eitt þriggja liða sem ekki hefur tap- að leik. -GH Barclona-AIK ..................5-0 1-0 Kluivert (14.), 2-0 Kluivert (32.), 3-0 Zenden (42.), 4-0 Garcia (53.), 5-0 Dehu (55.) Arsenal-Fiorentina ............0-1 0-1 Batistuta (75.) Barcelona 5 4 10 16-6 13 Fiorentina 5 2 2 1 6-4 8 Arsenal 5 1 2 2 6-7 5 AIK 5 0 1 4 4-2 1 C-riðill: Rosenborg-Boavista.............2-0 1-0 Berg (62.), 2-0 Dahlum (66.) Dortmund-Feyenoord ............1-1 1-0 Addo (45.), 1-1 van Vossen (73.) Rosenborg 5320 12-4 11 Dortmund 5 13 17-8 6 Feyenoord 50506-6 5 Boavista 5 0 2 3 3-10 2 D-riðill: Sturm Graz-Marseille ........3-2 1- 0 Maehlich, 1-1 (17.) Dugarry (51.), 2- 1 Kocijan (62.), 2-2 Dugarry (78.), 3- 2 Kocijan (85.) Croatia Zagreb-Man.Utd .... 1-2 0-1 Beckham (32.), 0-2 Keane (49.), 1-2 Prosinecki (90.) Man. Utd 5 3 117-3 10 Marseille 5 3 1 1 8-5 10 Croatia 5 113 5-5 4 Sturm Graz 5 113 3-10 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.