Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 6
lönd LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 stuttar fréttir Berklar í Stokkhólmi 1 fyrra smituöust 157 Stokk- hólmsbúar af berklum. Það sem af er þessu ári hafa 134 veikst. Vill sleppa morðingjum Yfirmaður bresku fangelsis- málastofnunarinnar vill að drengjunum, sem myrtu 2 ára dreng fyrir nokkrum árum er þeir voru 9 ára, verði sleppt. Þeir eigi að fá tækifæri til að hefja nýtt líf. Trúa á Elísabetu Ástralskir veðmangarar trúa á Elisabetu drottningu. Líkumar á því að hún verði þjóðhöfð- ingi Ástralíu við upphaf næsta árþús- unds era taldar 11 á móti 4. Þann 6. nóvem- ber næstkom- andi greiða Ástralir atkvæði um hvort Ástralía verður áfram kon- ungdæmi eða hvort hafa á lýð- veldi með kjömum forseta. Hætt við ákæru Eftir yfir tveggja ára rann- j sóknir hefur ríkissaksóknari í Danmörku hætt við ákæru gegn sjúkraliða sem sakaöur var um dráp á 22 vistmönnum á Plejebo hjúkrunarheimilinu í Kaup- mannahöfn. Latar löggur Svíinn Áke Söderström, sem er fyrrverandi lögreglumaður, tek- ur undir fullyrðingu afbrotafræð- ingsins Leifs GW Perssons um að margir lögreglumenn séu latir. Bankarán á flugvelli Vopnaðir ræningjar bökkuðu í gegnum rúðu í glugga banka á Dublinarflugvelli í gær. Ræningj- arair höföu á brott með sér 50 þúsund írsk pund. Vilja gefa augun sín Dyggir stuðningsmenn Abd- urrahmans Wahids, nýs forseta Indónesíu, hafa boðið honum augun sín til að hann fái fulla sjón. Abdurra- hman er nær blindur í kjöl- far heilablóð- falls og augn- sjúkdóms. Einn starfsmanna ís- lömsku samtakanna sem forset- inn er í forystu fyrir hefur hvatt hann til að þiggja boðið. Fölsuð krítarkort Merita-Nordbanken í Svíþjóð hefur látið loka 700 krítarkortum í kjölfar milljónataps vegna krít- arkortasvindls. Svindlið var rak- ið til verslunar á Ítalíu. Með könguló í eyranu Breskri konu, sem þjáðst hafði af svefnleysi í þrjár nætur, höfuð- verk og einkennilegum hljóðum í eyranu, brá í brún þegar læknir tjáði henni að hún væri með stóra könguló við hljóðhimnuna. Sakaður um skjalafals Saksóknari Parísarborgar veitti í gær heimild til rannsókn- ar á meintu skjalafalsi Dom- inique Strauss- Kahn, fjármála- ráðherra Frakk- lands. Ráðherr- ann hefur vísað á bug ásökunum fyrrverandi tryggingafélags um að hann hafl starfsmanns namsmanna þegið laun frá félaginu án þess að inna starf af hendi fyrir það. Ráð- herrann kveðst hafa þegið greiðslur fyrir tveggja ára störf og því ekki falsað skjöl til að leyna svindli. Ráðist á flóttamenn Um 50 flóttamenn á leið frá Tsjetsjeníu létust í gær í loftárás Rússa. Blair fagnar grænu Ijósi á breskt buff „Þetta er nákvæm- lega það sem við von- uðumst eftir og unrium hart að því að ná,“ sagði Tony Blair,' for- sætisráðherra Bret- lands, er vísindamenn Evrópusambandsins tilkynntu að óhætt væri að leggja breskt nautakjöt sér til munns. Ætla Bretar nú að vinna að því að fá Frakka og Þjóðverja til að aflétta innflutnings- banninu á breska nautakjötið. Evrópusambandið aflétti í ágúst rúmlega þriggja ára útflutnings- banni á breskt nautakjöt sem sett Tony Blair. hafði verið á vegna kúa- fárs. Frakkar og Þjóðverj- ar hafa samt ekki viljað flytja inn kjöt frá Bret- landi af ótta við að það sé sýkt og hefur nánast ríkt stríðsástand milli Breta og Frakka vegna málsins. Niðurstaða vísinda- manna Evrópusambands- ins léttir miklum þrýst- ingi af Blair sem hafði neitað að hefja viðskipta- stríð við Frakka. Breskir íhaldsmenn höfðu notfært sér ástand- ið til að ráðast á Blair. Kölluðu þeir hann heigul þar sem hann hafði ekki svarað með því að banna sölu á frönsku kjöti er það fréttist að frönsk dýr hefðu verið fóðruð með skólpi. Breski íhaldsmaðurinn Tim Yeo lýsti í gær yfir ánægju sinni með niðurstöðu vísindamannanna en hélt áfram þrýstingnum á Blair. Sagði hann að afléttu Frakkar ekki strax banninu á breskt nautakjöt yrði framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins að hefja mál gegn þeim eða þá breska stjórnin. Frakkar ætla að ræða úrskurð vísindamannanna í næstu viku. Haft var eftir frönskum embættismanni í gær að engin ástæða væri til að flýta sér. Málin yröu rædd og ákvörðun síðan tekin. Þjóðverjar kváðust einnig í gær ætla að endurskoða bannið í næstu viku. Mathilde d’Udekem d’Akoz þurrkaði tár af kinn er hún heimsótti í gær skóla í Brussel þar sem hún starfaði. Mathilde er unnusta Philippes Belgíuprins og ætla þau að ganga f hjónaband í desember. Undirbúningur brúðkaups þeirra hefur þó fallið í skugga fréttarinnar um að Albert Belgíukonungur hafi átt laundóttur f 31 ár. Laundóttirin, Delpine Boel, sem er listamaður f London, er ávöxtur sambands konungs og barónessunnar Sybille de Ceylis Longchamps árið 1967. Frönskumælandi Belgíubúar hafa gengið svo langt að segja að uppljóstrunin sé liður f áætlun flæmskumælandi að veikja konungdæmið og sundra belgísku þjóðinni. Símamynd Reuter Hyggst ákæra liðs- foringja í Argentínu Spænski dómarinn Baltasar Garzon, sem krafðist framsals Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, hyggst innan skamms ákæra um hundrað liðsfor- ingja í Argentínu. Þetta segir lög- maðurinn Enrique Santiago sem starfar með Garzon. Segir lögmað- urinn dóinarann vera að ganga frá síðustu atriðunum í ákærunni gegn liðsforingjum herstjómarinnar í Argentínu 1976 til 1983. Eru þeir sakaðir um hryðjuverk, þjóðarmorð og pyntingar. Búist er við að Garzon gefi út handtökuskipun á hendur mörgum liðsforingjum, þar á meðal þeim sem voru í hinum ýmsu herstjóm- um Argentínu. Santiago telur að yf- irvöld í Argentínu verði andvíg framsali verði þess krafist. Carlos Menem, fráfarandi forseti Baltasar Garzon dómari. Símamynd Reuter Argentínu, gaf í fyrra út tilskipun sem hindrar alla samvinnu við Garzon í rannsókn hans á mann- réttindabrotum í Argentínu. Menem hefur einnig tilkynnt að hann muni ekki sækja leiðtogafund Spánar og s-amerískra ríkja sem halda á í Havana í nóvember. Var Menem þar með að lýsa yfir stuðningi við stjóm Chile sem er andvíg því að Pinochet verði leiddur fyrir rétt. Ekki er heldur búist við að nýkjör- inn forseti Argentínu, Femando de la Rua, sem tekur við embætti í des- ember, fallist á framsal. Greint var frá því í gær að dóm- stóll í Chile hefði úrskurðað að yfir- völd yrðu að greiða 1 milljón dollara í bætur til konu sem missti fimm böm af sex í stjórnartíð Pinochets. Böm konunnar hurfu á ámnum 1974 til 1976 Myrða rúss- nesk börn og selja úr þeim líffærin Skipulagðir glæpaflokkar í Rússlandi myrða heimilislaus börn og unglinga og selja líffær- in úr þeim til ríkra sjúklinga innan Rússlands og utan. Þetta kemur fram í þýska tímaritinu Focus sem vitnar í leynilega skýrslu þýsku leyniþjónustunn- ar. Þegar þörf er á skjölum, til dæmis við sölu á nýrum og lifur, eru þau fölsuð, að því er fram kemur í Focus. Fullyrt er að rússneska lög- reglan sé ekki í stakk búin til að grípa í taumana. „Yfirleitt tekur enginn eftir því þegar götubörn hverfa,” segir í skýrslu leyni- þjónustunnar. Það er ekki fyrr en líkamsleifar barnanna finnast sem lögreglan getur skráð atvik- ið. Það er einkum í Sankti Pét- ursborg sem rússneska lögreglan hefur á undanförnum ámm æ oftar fundið lík myrtra barna sem búið er að skera líffæri úr. í Novosibirsk var um skeið hópur lækna sem kom upp líf- færabanka með líffærum bama og unglinga. Fómarlömbin vom myrt og á fólsuðum dánarvott- orðunum stóð að þau hefðu látist í aðgerð. Ekkja geymdi spariféð sitt í óhirtri gröf Ekkja á Ítalíu hélt að kirkju- staðurinn væri öruggasti staður- inn til þess að geyma sparifé á. Hún setti því 230 milljónir líra eða hátt i 9 milljónir íslenskra króna í tveimur plastpokum í gröf sem hætt var að hirða um. En starfsmenn kirkjugarðsins rákust á peningana og afhentu þá lögreglunni. Lögreglan hélt í fyrstu að skúrkar hefðu valið gröfina sem felustað fyrir illa fengið fé. Lögreglan varð því undrandi þegar ekkjan kom á lögreglustöðina og gerði kröfu til fjárins. Ekkjan hafði geymt seðl- ana sína heima þar til í ágúst en þótti þá heimilið ekki nógu ör- uggur geymslustaður. Lögreglan ætlar að rannsaka málið nánar áður en ekkjunni verður afhent spariféð. Dóu þegar eld- ingu laust niður í brjóstahaldara Tvær konur af taílenskum uppruna fundust í september látnar í Hyde Park í London. Rannsókn hefur nú leitt í ljós að þær létust er eldingu laust niður í málmteina í brjóstahöldurum þeirra. Konumar, Sunee Whitworth, og Anuban Bell, voru að koma úr innkaupaferð þegar þær lentu í þramuveðri á leið sinni gegn- um Hyde Park. Málmteinamir í brjóstahöldurum kvennanna hafa virkað eins og eldingaleið- arar. Talið er að þær hafi látist samstundis þegar eldingu laust í teinana. Súkkulaðistríð- ið í Evrópusam- bandinu leyst Landbúnaðarráðherra Evr- ópusambandsins, ESB, hafa nú leyst margra ára deilu um hvað má kalla súkkulaði. Náðu ráð- herrarnir samkomulagi um að kalla megi vöm súkkulaði sem inniheldur allt að 5 prósent af jmtafeiti auk kakósmjörs. Ráð- herrar Belgíu og Hollands greiddu atkvæði gegn samkomu- S laginu og sögðu að það væri árás “ á gæðasúkkulaði. Lönd innan ESB, sem hafa verið sömu skoðunar og Belgía og Holland, hafa bannað inn- flutning á „óhreinu” súkkulaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.