Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 T*>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gengissig skipstjóra Enginn nýr skipstjóri útskrifast á þessu ári, sumpart vegna breytinga á skipstjóranámi, en einnig vegna þess, að skipstjórn höfðar ekki eins mikið til ungra manna og hún gerði áður fyrr, þegar skipstjórar voru í manna mestum metum í flestum sjávarplássum landsins. Nálægðin við valdið var meiri í þá daga, þegar ung- linga dreymdi um að verða skipstjórar. Þá gerðust sum- ir landsfrægir aílakóngar og áttu stóra hluti í skipum sínum. Útgerðarfélög voru rekin um einstök skip, svo að skipstjórar voru hornsteinar fyrirtækjanna. Nú er eignarhald í sjávarútvegi að safnast á fárra hendur. Fyrst mynduðust fyrirtæki í hverju plássi um fleiri en eitt skip og fiskvinnslu að auki. Síðan færðist eignarhaldið yfir til hluthafa í stærri kaupstöðum og á endanum lendir eignarhaldið á höfuðborgarsvæðinu. Kvótakerfið hefur hraðað þessu ferli. Heimild tii verzl- unar með kvóta hefur leitt til, að upprunalegir eigendur eða erfingjar þeirra hafa tekið út kvótaauðinn eins og hvern annan happdrættisvinning, sóað honum eða fjár- fest hann syðra eða jafnvel í Karíbahafmu. Kvótinn hefur smám saman safnast á hendur fárra, einkum í Reykjavík, á Akureyri og í Eyjum og mun nán- ast allur enda á Reykjavíkursvæðinu. Fjarlægð valdsins frá fólkinu í sjávarplássunum hefur aukizt og skipstjór- ar eru ekki eins miklir menn og þeir voru áður. Gengissig skipstjóra er mikilvægur þáttur í gengissigi íslenzkra sjávarplássa. Unga fólkið við sjávarsíðuna sér ekki framtíðina í sama ljósi og áður. í hugum þess breyt- ist plássið í átthagafjötur, sem stendur í vegi þess, að það geti farið suður eða utan og sigrað heiminn þar. Við getum valið um að líta á þetta sem vandamál eða sem náttúrulögmál, stutt af kvótakerfinu. Fyrra viðhorf- ið er til lítils gagns, því að vandamálið hverfur ekki, þótt peningum sé kastað í það. Byggðastefna má sín lítils gegn hugsunum fólks sem horfir til Reykjavíkur. Annað dæmi sýnir gagnsleysi þess að kasta peningum í meint vandamál. Sauðfárrækt hefur áratugum saman verið á undanhaldi vegna markaðsbrests í útlöndum og minnkandi neyzlu innanlands. Mörgum milljörðum hef- ur á hverju ári verið kastað í þetta náttúrulögmál. Margir hafa notað tækifæri kvótakerfisins og selt rétt sinn til sauðfjárræktar. Eigi að síður er sauðfé enn allt of margt og sauðfjárbændur allt of margir. Enn verra er, að flestir þeirra búa við bágan og síversnandi íjárhag. Sjálfsvirðing sauðíjárbóndans hefur beðið hnekki. Þannig hrynja hefðbundnar atvinnugreinar og þannig hrynur hefðbundin búseta. Gengissig atvinnuhátta og búsetu gerist í hugum fólks. Það gerist, þegar hugsun og ráðagerðir hætta að snúast um þessi atriði og beinast að nýjum atvinnugreinum í öðrum landshlutum. íslenzk stjórnmál snúast að töluverðu leyti um þetta náttúrulögmál, sem stjórnmálamenn kjósa almennt að tala um sem vandamál. Þeir blaðra án afláts um skort á jafnvægi í gengissignum byggðum landsins og heimta, að meira fé verði fleygt í vandamálið úr ríkissjóði. Öll er þessi viðleitni dæmd til að mistakast. Hún ein- beitir sér að afleiðingum og lítur fram hjá orsökum, sem er að leita í hugarfari fólks. Byggðastefnan birtist fólki sem byggðagildra, er reynir að koma í veg fyrir, að það brjótist úr átthagafjötrum byggðastefnunnar. Langt er síðan ungt fólk hætti að vilja gerast sauðfjár- bændur. En gengissig byggðanna er langt gengið, þegar það vill ekki einu sinni gerast skipstjórnarmenn. Jónas Kristjánsson Kjarnorkupólitík Rússar hafi það margar langdrægar eldflaugar að von- laust yrði fyrir Bandaríkjamenn að verjast þeim. Þeir hafa enn fremur boðist til að aðstoða Rússa við að koma sér upp takmörkuðu gagneldflaugakerfi gegn fjandsamleg- um ríkjum. í augum Rússa snýst málið hins vegar ekki um hugsanlega hættu frá ríkjum í Þriðja heiminum sem þeir telja að sé ofmetin. ABM-samningurinn sé trygging gegn for- ræði Bandaríkjanna í kjarnorkumálum en forsenda hans er einmitt sú að það svari ekki kostnaði fyrir einn samn- ingsaðila að gera kjamorkuárásir A þessum áratug hafa Banda- ríkjamenn og Rússar deilt um mörg grundvallarmál, eins og Persaflóastríðið, viðskiptabannið á írak, stækkun NATO og stríðin í Tsjetsjeníu og Kosovo. Minna hefur farið fyrir kjamorkumál- um, enda voru hugtök á borð við „ógnarjafnvægi" afsprengi kalda stríðsins sem átti að vera lokið. Nú eru hins vegar afvopnunar- og kjamorkumál skyndilega orðin að einu helsta bitbeini Bandaríkj- anna og Rússa, eins og á 8. og 9. áratugnum. Málið snýst ekki að- eins um andstöðu rússneskra stjórnvalda við hugmyndir Banda- ríkjamanna um að ná fram breyt- ingum á samningi þjóðanna um bann við gagneldflaugakerfum (ABM-samningnum) frá árinu 1972 eða um samningaviðræður þjóð- anna tveggja um gagnkvæman niðurskurð langdrægra kjarnorkuflauga. Augljóst er að Rússar hafa ákveðið að leggja höfuðáherslu á af- vopnunarmál í utanríkisstefnu sinni til að auka áhrif sín á alþjóðavettvangi. Eftir að öldungadeild Banda- ríkjaþings neitaði að staðfesta sáttmálann um bann við tilraunum kjarnavopna hafa Bandaríkjamenn sætt vaxandi gagnrýni fyrir að þeir taki einhliða ákvarðanir í krafti þess að þeir séu eina risaveldið í heiminum. Clinton-stjómin hefur lýst því yfir að hún muni standa viö sáttmálann og beita áhrifum sínum til þess að önnur ríki geri hið sama. En ósigur Clint- ons í þessu máli hefur veikt málstað Bandaríkja- manna. Hagsmunir heimsveldis Vandamál Bandaríkjamanna kemur skýrar í ljós ef ákvörðun öldungadeildarinnar er sett í samhengi við baráttu Bandaríkjastjómar fyrir breytingum á ABM-samningnum á þeirri forsendu að nauðsynlegt sé að koma upp takmörkuðu gagneldflaugakerfi til að verjast hugsanlegri hættu frá ríkjum eins og íran eða Norður-Kóreu. Rússar hafa ekki ljáð máls á þessari kröfu og telja að það mundi kollvarpa und- irstöðu valdajafnvægiskerfis í heiminum. Að vísu virðast Bandaríkjamenn ekki stefna að því að koma upp svo víðtæku gagneldflaugakerfi að það tryggi vernd gegn hvers kyns eldflaugaárásum á Banda- ríkin. Þeir segja, að vegna þess að hinn aðilinn gæti alltaf svarað í sömu mynt. ABM-samningur og afvopnun' Andstaða Rússa kann að leiða til þess að Bandaríkjamenn segi upp ABM- samningnum einhliða. Ef það gerist má ganga út frá því vísu að samskiptin við Rússa og Kínverja versni og spenna aukist til muna í alþjóðamálum. Rúss- ar hafa ekki efni á því að standa við lof- orð um að stórauka fjárframlög til eld- flaugasmíða ef Bandaríkjamenn gera alvöru úr því að smiða gagneldflauga- kerfi. En þeir hafa sett fram aðra hót- un, sem er trúverðugri: að lýsa yfir því að þeir séu ekki lengur bundnir af af- vopnunarsamningnum við Bandarík- in. Ef það gerðist kynnu tilraunir Bandaríkjanna til að ná fram niður- skurði í langdrægum kjarnaflaugum Rússa að renna út í sandinn. Frá því að kalda striðinu lauk hefur rúss- neskum flaugum verið fækkað úr tíu í fimm þúsund. Og samkvæmt START 2-samningnum skuldbinda Rússar og Bandaríkjamenn sig til að koma fjölda kjarnaodda niður í 350£) árið 2003. Andstætt Banda- ríkjaþingi hefur rússneska þingið reyndar neitað að staðfesta sáttmálann. En nú telja rússnesk stjómvöld, að þau geti fengið þingið til að samþykkja hann á þeirri forsendu, að það muni styrkja stöðu Rússlands á alþjóðavettvangi sem leiðandi afl í afvopnunarmál- um. Rússar vilja einnig að viðræður við Bandaríkin um START-3 samning hefjist sem fyrst, enda mundi það tryggja áframhaldandi eldflaugajafnvægi milli þjóðanna. Eitt er þó víst: Rússar verða ekki sannfær- andi fulltrúar afvopnunarsjónarmiða meðan þeir halda áfram striðsrekstri sínum í Tsjetsjeníu. Clinton mun ákveða það í júní á næsta ári hvort Bandaríkja- menn ráðist í smiði gagneldflaugakerfis en mikill stuðningur er við hugmyndina á Bandaríkjaþingi, einkum meðal repúblikana. Það mundi án efa skaða hagsmuni Bandaríkjanna ef þeir segðu upp ABM- samningnum einliða, enda þeim sjálfum í hag að ná fram frekari niðurskurði í kjarnorkuvopnabúri Rússa. Bandaríkjastjórn mundi senda röng skilaboð til ann- arra ríkja i afvopnunarmálum og ýta undir þau sjón- armið að hún misnoti forræðisstöðu Bandaríkjanna í alþjóðakerfinu. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Afvopnunarmál eru orðin eitt helsta deilumál Bandaríkjamanna og Rússa eins og á dögum kalda stríðsins. %oðanir annarra Kjötmarkaður í þinginu „Margur Færeyingurinn hefur eflaust fundið fyrir smáhryggð þegar hann frétti af því í gær að annar j fulltrúi okkar á danska þjóðþinginu boðaði að hann hefði ekkert á móti því að samþykkja dönsku íjárlög- in þegar þau koma til atkvæðagreiðslu ef stjórnin ■ gæti tryggt Færeyingum fullveldi. Með þessu verð- um við eins og þrælar sem eru seldir hæstbjóðanda á almennum kjötmarkaði sem fram fer í danska þinginu. Hvað verður svo um Færeyinga eftir söluna j hafa þeir flokkar sem eru i landstjóminni ekki hug- I mynd um, annað en að við verðum frjáls þjóð.“ Úr forystugrein Dimmalætting 27. október. Ekki nóg að lofa lýðræðið „Hvað serbnesku stjórnarandstöðuna áhrærir er jekki nóg að lofa lýðræðið og mótmæla Milosevic. Það ætti að vera skilyrði fyrir vestrænni langtíma- j aðstoð að flokkamir grípi til lagalegra og pólitískra aðgerða til að stemma stigu við uppvakningu þjóð- ernisstefnu. Takmarkið ætti að vera að losa júgóslavneskt þjóðfélag við öfgastefnu og grimmd og að byggja réttlátt samfélag." Úr forystugrein Washington Post 28. október. Buffstríð „Eftir umfangsmiklar aðgerðir fékk breskt nauta- kjöt stimpil heilbrigðisyfirvalda aftur síðastliðið sumar. Bretar gátu aftur flutt út nautakjöt og jafnvel óttaslegnustu Evrópubúum var óhætt að neyta þess. En þeir sem héldu að friður hefði verið innsiglaður höfðu ekki reiknað með frönskum bændum. Þeir framleiða það sem þeir sjálfir, flestir landar þeirra og margir gestir telja besta mat í heimi en þó ekki þann ódýrasta. Þess vegna eru þeir nær stöðugt á móti innflutningi, samræmingu Evrópusambandsins og erlendum matarvenjum. En buffstríðið fjallar ekki lengur um þaö sem er skaðlegt eða ekki heldur er það orðið að pólitískri baráttu stjórna sem ekki geta svikið kjósendur sína. Það er lika prófsteinn á Evrópusamvinnuna.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 27. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.