Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 lO'V Gtlönd íhaldsmaöurinn Pat Buchanan flúinn úr Repúblikanaflokknum: Ólst upp við hrösyrði um Francisco Franco Pat Buchanan vill engar takmarkanir á byssueign Bandaríkjamanna eins og hann sýndi í kosningabaráttunni 1996. Copyright 1999 Wilhelm Imaging Research Inc. Skipholti 31, 568 0450 Kaupvagnsstræti 1, Ak. 461 2850 FUJIFILM FRAMKttllUN UM ALLT LAND FUJIFILM SAMANBURÐUR Á ENDINGU A UTMYNDAPAPPÍR Niðurstöður Rannsóknar Wilhelm Imaging Research Fujicolor Crystal Archive pappír 60 ár* Kodak Edge 7 og Royal VII pappír 18 ár Kodak Portra III Professional pappír 14 ár Konica Color QA pappír gerð A7 14 ár* Agfacolor pappír gerð 11 13 ár 'Prófunarniðurstöður samhæföar Arrhenius myrkrageymslu niðurstööum framleiðanda. Tilraunaaðstæður: 75 gráður á Farenheit, 60% RH, 450 Lux, 12 klst. á dag. Með endingu er átt við þann tíma í árum sem líöur áður en mynd breytist sjáanlega VEIOU BESTU FRAMKÖILUNINA Pat Buchanan hefur munninn fyrir neðan nefið. Það verður víst ekki af honum skafið. Honum verður heldur ekki svarafátt þegar andstæðingar hans saka hann um að vera einangr- unarsinna í stjórnmálum og alþjóða- viðskiptum. „Ég segi enn og aftur við þá sem eru að blaðra um skyldur okkar við efnahagslíf heimsins: Ég er ekki í framboði til embættis forseta heims- ins. Ég er í framboði til embættis for- seta Bandaríkjanna." Líf og fjör íhaldsmanninum Pat Buchanan, andstæðingi fóstureyðinga og tals- manni þess að settar verði takmark- anir á fiölda innflytjenda til Banda- ríkjanna, hefur enn einu sinni tekist að hleypa nokkru lífi í baráttuna um forsetaembættið í Bandaríkjunum með yfirlýsingum sínum og kannski ekki síst gjörðum sínum. Hann sagði sig nefnilega úr Repúblikanaflokkn- um í vikubyrjun. Fyrir kosningamar 1992 og 1996 tókst honum að vekja á sér mikla at- hygli með andstöðu sinni við frjáls viðskipti og fóstureyðingar og, merki- legt nokk, út á það fékk hann allnokk- urt fylgi innan Repúblikanaflokksins. Stefnumál Buchanans virðast aft- ur á móti ekki hafa hlotið jafnmikinn hljómgrunn hin siðari misseri og upp á síðkastið var hann orðinn ansi ein- angraður innan flokksins. Karl sá sér því þann kostinn vænstan að yfirgefa gamla félaga sína og ganga til liðs við Umbótaflokk milljarðamæringsins Ross Perots frá Texas. Sami ránfuglinn „Flokkarnir okkar tveir eru ekki orðnir neitt annað en tveir vængir á sama ránfuglinum. Hvorugur berst í dag af sannfæringu og hugrekki fyrir því að bjarga landi guðs frá því menningarlega og siðferðilega foraði sem það er sokkið ofan í,“ sagði Buchanan við stuðningsmenn sína á mánudag þegar hann tilkynnti úr- Pat Buchanan fer til rakarans eiris og aðrir menn. Þar gefst honum gott tækifæri til að skiptast á skoðunum við vinnandi fólk. 1996,“ sagði höfundurinn í viðtals- þætti hjá sjónvarpsmanninum Larry King. McCarthy fjölskylduhetja Buchanan vakti fyrst verulega at- hygli á árunum 1991 og 1992 þegar lægð var í efnahagslífi Bandaríkj- anna. Þá féllu orð hans um hafta- stefnu í betri jarðveg en í góðærinu að undanförnu. Pat Buchanan fæddist 2. nóvember 1938 í höfuðborginni Washington D.C. Foreldrar hans voru ákaflega íhalds- samir kaþólikkar af írskum uppruna. Sjálfur segir Buchanan að hann leiti oft innblásturs í lexíunum sem hann lærði á æskuheimili sínu. Faðir hans var þá óspar á lofið á Francisco Franco hershöfðingja og einræðis- herra á Spáni. Önnur hetja heimilis- foðurins var kommúnistabaninn og öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy sem stóð fyrir ofsóknum á hendur bandarískum vinstrimönnum á sjötta áratugnum. Erlent frétta Að námi við Georgetownháskóla í Washington loknu lagði Buchanan stund á blaðamennsku í St. Louis í Missouri. Þar vakti hann athygli Ric- hards Nixons sem tók hann með sér í Hvíta húsið. Kristin trú grundvöllurinn Á níunda áratugnum var Buchan- an tíður gestur i umræðuþáttum i bandarísku sjónvarpi og hélt þar á lofti skoðunum hægriarms Repúblikanaflokksins. Buchanan er eldheitur kaþólikki og að hluta til er þar að finna skýr- inguna á því hversu mjög hann hefur höfðað til hægriaflanna í Bandaríkj- unum. „í kristinni trú eru grundvallar- gildi og grundvallarhugmyndir vest- rænnar menningar fólgin," sagði Buchanan eitt sinn. En þótt trúin flytji fiöll mun hún duga skammt til að flytja búslóð Buchanans og eiginkonu hans að Pennsylvaníubreiðstræti 1600 í Was- hington eftir forsetakosningarnar á næsta ári. Byggt á Reuter, Washington Post, Salon.com, o.fl. segja styggðaryrði um Pat. „Pat Buchanan er á förum úr Repúblikanaflokknum af því að repúblikanar höfnuðu skoðunum hans í þremur mislukkuðum tilraun- um til að verða útnefndur forsetaefni flokksins," sagði Bush eftir úrsögn- ina. Buchanan sagði stuðningsmönnum á mánudag að peningamennirnir hjá bæði repúblikönum og demókrötum hefðu gert þeim frambjóðendum sem hefðu einhveijar hugmyndir fram að færa erfitt fyrir með því að leggja of- uráherslu á peninga. Innantómir menn „Báðir flokkar eru á höttunum eft- ir innantómum mönnum, meðfæri- vindubrúna og lokað okkur úti fyrir fullt og allt: Þið þekkið þennan bændaher ekki. Við erum ekki enn byrjaðir að berjast," þrumaði þessi sextugi fyrrum sjónvarpsfréttaskýr- andi og dálkahöfundur. Ólíklegt má telja að Pat Buchanan verði nokkru sinni hæstráðandi í Hvíta húsinu. Hann þekkir innviði þess þó vel þar sem hann var í þjón- ustu tveggja forseta, fyrst Richards Nixons og síðar Ronalds Reagans. Aðdáandi Hitlers Óhætt er að fullyrða að hin síðari ár hafi fáir stjórnmálamenn verið jafnumdeildir og Buchanan sem oft hefur verið kallaður bolabítur hægri- aflanna. Andstæðingar hans kalla sögnina úr Repúblikanaflokknum. Hinn flokkurinn sem hann talar um er að sjáifsögðu Demókrataflokkur- inn, með Bill Clinton forseta í broddi fylkingar. Innganga Buchanans í Umbóta- flokkinn gæti komið af stað hat- rammri baráttu innan flokksins, milli ýmissa stuðningsmanna Ross Perots sem hallast á sveif með nýja félaganum annars vegar og þess vængs flokksins sem styður hinn litríka ríkisstjóra í Minnesota, glímukappann fyrrverandi, Jesse Ventura, hins vegar. Sjálfur hefur Ventura sagt að Buchanan og umbótaflokkur- inn eigi ekki alls kostar saman. Ventura og félagar hans eru hrifnari af öðrum nýliða í flokknum, millj- arðamæringnum og glaumgosanum Don- ald Trump sem mun væntanlega keppa við Buchanan um forseta- útnefninguna. Repúblikanar skamma Ef Buchanan verður út- nefndur forsetaefni Umbóta- flokksins kynni svo að fara að hann spillti mjög möguleikum repúblikana á að endm’heimta Hvíta húsið. Fyrrum félagar hans hafa gagnrýnt hann síð- ustu daga, meðal annars George W. Bush, ríkis- stjóri í Texas og vænt- anlegt forsetaefni repúblikana. Bush var þó lengi treg- ur til að legum mönnum sem eru tilbúnir að lesa ræður sem ráðgjafar þeirra hafa samið. En leyfið mér að segja eitt við peningastrákana og valdaklíkuna sem halda að þeir hafi loksins dregið upp hans einangrunarsinna, einkunna- gjöf sem hann gengst fúslega við. Þeir saka hann um að stíga í vænginn við kynþáttahatara, andstæðinga gyðinga og loks hefur hann verið kallaður karlremba og hommaóvinur. Ekki varð ný bók Buchanans, Lýð- veldi, ekki heimsveldi, til að bæta ímynd hans. í bókinni færir hann rök fyrir því að Bretland og Frakk- land hefðu ekki átt að berjast gegn Adolf Hitler árið 1939 heldur leyfa honum að ráðskast með Pólland að vild, Hitler hefði nefnilega aðeins haft áhuga á að færa út landa- mæri Þýska- lands til aust- urs. Hann hefði ráðist gegn Sovét- ríkjunum á eftir Póllandi og að ófreskjumar, eins og hann kallar leiðtoga ríkjanna tveggja, hefðu síðan rifið hvor aðra á háls. í stað sex ára langrar heimsstyrjaldar hefði komið sex mán- aða stríð Hitlers og Stalíns. Þá heldur Buchanan þvi fram að Bandaríkjunum hafi ekki staðið nein ógn af Hitl- ers-Þýskalandi, jafnvel eftir að Þjóðverjar voru búnir að leggja undir sig Frakkland árið 1940. Sögu- skýr- ingar Buchanans hafa sætt mikilli gagn- rýni. Öldungadeildarþingipaðurinn John McCain frá Arizona var meðal þeirra sem hafa látið í sér heyra. „Pat Buchanan yfirgaf Repúblik- anaflokkinn daginn sem hann dró í efa þátt Bandaríkjanna í sigrinum á Þýskalandi nasista. Ég harma brott- för hans ekki,“ sagði McCain. Og Donald Trump kallaði Buchan- an „Hitlersaðdáanda" fyrir vikið. Sjálfur segir Buchanan að deilurn- ar um bókina muni ekki skaða fram- boðsbrölt hans. „Ég hef ekki fengið svona mikla at- hygli fiölmiðla síðan ég vann forkosn- ingarnar í New Hampshire árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.