Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 Wí féh*. --------------------------1 Hákon Þór Sindrason ferðaðist vítt og breitt um Indland: Heillandi land sem togar mann aftur og aftur Þvert yfir norðurhluta landsins liggja Himalajafjöll, hæstu og tignarlegustu fjallgarðar jarðarinnar. Sunnar taka við frjósamar og víðáttumiklar sléttur stórfljótanna Indus, Ganges og Brahmapútra - þéttbýlustu svæði Indlands. Stórsléttur setja svip sinn á Suður-lndland. „Áttu kók,“ spurði ég snáðann sem __varla var nema 11 ára gamall. Nei, ekk- ert kók bara „Thums up,“ svaraði hann með einlægu og glaðlegu brosi sem oft einkennir Indveija. Ég leit á drykkinn „Thums up“ og sá að hann var svartur og þar með líkur kóki og sagði allt i lagi, eina „Thums up.“ Eft- ir að hafa svolgrað diykknum í mig og mætt forvitnum augum nærstaddra spurði ég hvað ég ætti að greiða mik- ið? „Dri flfty,“ sagði hann að bragði með smámæltum og oft óskiljanlegum hreim margra Suður-Indverja. Ég sagði aftur „how much“ og fékk alltaf sama svarið þar til ég loks áttaði mig og sagði ó „three fifty“ og hann svaraði að bragði, já „drí fífty." Nærstaddir hlógu góðlátlega að þessum litla fram- burðarmisskilningi, sem ég átti eftir -"'foð kynnast betur næstu 2 mánuði. Þetta voru fyrstu kynni mín af Ind- veijum eftir að hafa rambað á einskon- ar bar sem var utan dyra. Ég var ný- kominn úr Júmbó-vél British Airways flugfélagsins eftir um 8 klukkustunda flug frá London til Madras. Þetta var á sólríkum degi og hitinn um 40 stig snemma í aprU í Madras, sem er stærsta borgin á Suður-Indlandi og jafnframt höfuðborg TamUnadu-hér- aðs Indlands. *Þolinmæði og umburðarlyndi Það að koma frá Evrópu tU Indlands Taj Mahal ber byggingarstíl múslíma (mógúlanna) glöggt vitni. Grafhýsið var reist á árunum 1630 til 1653 fyrir Shah Jahan stórmógúl til minningar um eftirlætiseiginkonu hans, Mumtaz-i-Mahal. DV-myndir Hákon Þór Sindrason með nokkur hundruð stéttastigum sem lauslega má skipta í þijá flokka, há- stétt, miðstétt og lágstétt. Gifting utan þessara stétta er óalgeng. Byggingastíll Múslima (mógúlana) sem hlið glæsUega Taj Mahal ber glöggt vitni um var aUsráðandi á Norð- ur-Indlandi og stórir hlutir lands- manna snerust tU íslams, sem eru í dag næstfjölmennustu trúarbrögð Ind- lands. Áhrifa stjómar Breta gætir mjög víða s.s. enskur byggingarstUl finnst víða á nýlegri byggingum, á vinstri umferð og aUt menntafólk talar ensku, svo fátt eitt sé talið. Á ferðalagi mínu var ég oft spurður hvaðan ég væri, „ég er frá íslandi," svaraði ég, þá sögðu við- mælendur ósjaldan „oh England, very nice country" ég gafst yfirleitt upp á að leiðrétta þetta, þar sem sumir virtust ekki þekkja önnur Evrópulönd. Einn viðmælanda minna spurði reyndar hvort hægt væri að ganga að stúlkum í stórmörkuðum á íslandi og bjóða þeim heim í ástarleiki? - það hafði hann heyrt að væri hægt í Svíþjóð. Á ferðalögum mínum reyndust Síkhar mér vel enda mjög hjálpsamir og fljótlega komst ég upp á lagið með að spyrja helst menn með veíjarhetti tU vegar. SUdiar búa aðaUega í Punjab en finnast þó um aUt Indland, þeir eru yfirleitt ffemur stórir og miklir og her- mennskan er þeim i blóð borin, þannig að mUdU fjöldi þeirra er f indverska eru töluverð viðbrigði, svo ekki sé meira sagt. Þetta á ekki síst við um Suður-Indland þar sem ibúamir eru dravídar sem er hinn upprunalegi kyn- stofn Indlands. Indland er land sem heyrist oft um í fféttum og þá helst vegna neikvæðra atburða svo sem átaka miUi öfga- manna trúarbragða, flóða, fátæktar eða annarra hörmunga. Við sjáum myndir í sjónvarpi af átökum, iðandi mannlífi á götum og svo ffamvegis. Fáir vita meira um þetta framandi land sem er hið næst fjölmennasta I heimi á eftir Kína með íbúatölu upp á rúmlega 1 miUjarð sem vex um rúm 2% á ári. Sumir segja að Indlandi svipi meira tU heimsálfu en lands. Það er ekki að undra þar sem ffá norðri tU suðurs og austri tU vesturs er fólkið öðruvísi, tungumálið annað, siðir aðrir og land- ið er öðruvísi. Það er eitthvað við land- ið sem heillar og togar í mann þangað aftur og aftur, þrátt fyrir hitann, mannmergðina, hægaganginn og þess háttar sem við afkomendur víking- anna erum aUs óvanir. Þolinmæði og umburðarlyndi er óneitanlega einn af kostum Indverja. Fjölskyldan sem ég bjó hjá á Indlandi hafði orð á því, að | j '■.• | * leit.is íslenska leitarvélin á Netinu PlatínJazz í kvöld! KLAUSTRIÐ A N N O M C M X C I X Veitinga- og skemmtistaðurinn Klausttið apparstíg 26 • Sími 552 6022 mig skorti nokkuð upp á þessa kosti og vUdi meina að það hefði farið of mikið víkingablóð í mig. Litarháttur fer mikið eftir því hversu mikið fólk er í sól. Þannig eru fátækling- arnir sem halda til á götunum yfirleitt mjög dökkir. Andstæður milli algerrar örbirgðar og mikils ríki- dæmis láta engan ósnortinn. Landið og fóikið Indland er sjöunda stærsta ríki jarð- ar eða um 6,2 milljónir ferkUómetrar sem er 62 sinnum stærð íslands. Þar býr jafnffamt fimmtungur aUs mann- kyns. Mannljölgun er stærsta vanda- mál indverskra stjórnvalda í dag. Erfitt er að stemma stigu við henni enda er það trú margra einkum úr lág- stétt að eina vonin sé að eiga mörg böm í þeirri von að eitthvert þeirra muni spjara sig og þar með geta séð fyrir foreldrum sínum í eUinni. Ind- landi er skipt í 24 riki og 8 sambands- ríki. Mörg þessara rikja hafa sín eigin tungumál, þó hindí sé hið opinbera tungu- mál á Indlandi og eitt af sameiningartáknum Indverja. Það er ekkert tU sem heitir dæmigerð- ur Indverji þess var ég fljótt áskynja á ferða- lagi mínu. Suður-Ind- verjar (Dravidar) eru yfirleitt dökkir á hör- und, lágvaxnir og snaggaralegir; fólk af mongólastofni er víð- ast í Himalaya og há- lendinu austan tU. Ein grein hvíta kynstofnsins (Aríar) stend- ur að baki margra þjóða á Norður- og Suður-Indlandi og telur um 70% Ind- veija. Þetta fólk er yfirleitt dekkra yf- irlitum en fólk af Kákasusstofni ann- ars staðar í heiminum, en í sumum norðurhéruðunum er fólk viðlíka ljóst og Evrópumenn. Helst finnst mér þegar ég lít tíl baka að hægt sé að þekkja Indveija á augun- um. Flestir eru mjög dökkbrýndir og ffemur alvarlegir tU augnana en samt ávallt stutt í brosið og glaðværðina hjá fólki, sama við hversu bág kjör það býr. Trúaitrögð og saga Langflestir Indveija eða rúmlega 80% eru hindúatrúar, sem er meðal elstu trúarbragða í heimi, og gerð ind- Vestur-lndlandi. versks þjóðfélags nú á dögum má rekja beint tU skiptingar Aríasamfélagsins í fjórar stéttir. Þessar stéttir eru: prest- ar, stríðsmenn, kaupmenn og bændur og þrælar. Fimmti flokkurinn, hinir ósnertanlegu, var neðst í samfélags- stiganum. Þessar einföldu erföastéttir hafa þróast yfir í ótrúlega flókið kerfi hemum. Síkha konur em yfirleitt mjög faUegar eins og indverskt kven- fólk er yfirleitt. Uppspretta andlegrar menn- ingar Ferðalag tU Indlands lætur engan ósnortinn, andlega né líkamlega. Ég léttist tU að mynda um sex kUó á ferða- lagi mínu enda fékk ég fjórum sinnum slæma magakveisu með öUu tilheyr- andi. Ástæða þess var aðaUega sú (frumstæða) þörf að þurfa helst aUtaf að borða kjöt daglega. í afskekktum hémðum þar sem hreinlæti er oft ábótavant getur þetta verið varasamt og mun tryggara er að halda sig við grænmetisrétti nema á finni stöðum. Flestir Indveijar em grænmetisætur og flestir staðir bjóða þvi upp á mikla fiölbreytni í þeim réttum. Indland er uppspretta andlegrar menningar á margan hátt hvort sem litið er tU trú- arbragða, andlegrar Uiugunar eða ann- ars. Andstæður sem þar sjást miUi al- gerrar örbirgðar og mikUs rikidæmis láta engan ósnortinn. Að lokum er vert að geta þess fyrir áhugasama að besti timi tU ferðalaga um Indland er ffá miðjum september eftir regntímabflið og fram í byijun aprU en þá er hitinn orðinn nánast óbærUegur eins og ég fékk oft að kynnast. Hákon Þór Sindrason rekstrarhagfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.