Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Blaðsíða 58
,0 < Wfmæli LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 13 "V 3 Reynir Torfason Reynir Torfason, sjómaður og list- málari, Sólgötu 5, ísafirði verður sextugur á mánudag. Starfsferill Reynir fæddist á ísafirði. Hann fór ungur til sjós, var fimmtán ára hjálparkokkur á síðutogaranum Gylli frá Flateyri og hefur síðan ver- ið við allar helstu veiðar sem stund- aðar eru hér við land. Hann var skipstjóri á eigin bátum 1970-83 en bátar hans hétu báðir Sæunn ÍS 25. Reynir var svo skipstjóri á bátum annarra 1983-88. Hann var verk- stjóri við ísafjarðarhöfn 1988-98 en er nú beitningamaður á Björg Hauks ÍS. Reynir hefur stundað myndlist- frá 1988 og haldið fjölda myndlistar- sýninga. Reynir var ritari stjórnar Sjó- mannafélags ísfirðinga í átján ár, og ritari Hugins, félags bátaeigenda á Isafirði, á annan áratug. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Gígja Sigríð- ur Tómasdóttir, f. á Stóru-Giljá Húnavatnssýslu 29.4. 1941, starfs- maður Heilbrigðisstofnunar ísa- fjarðarbæjar. Kjörforeldrar hennar voru Tómas Antonsson, f. 15.11. 1915, d. 7.1. 1949, sjómaður á Akur- eyri, og k.h., Anna Sigurlína Guð- mundsdóttir, f. 6.1.1914, d. 18.9.1974, húsmóðir. Kynforeldrar hennar voru Sigurð- ur Laxdal Jónsson, f. 25.4. 1907, d. 10.11. 1940, og Klara Bjarnadóttir, f. 11.8. 1911, d. 20.1. 1996. Sonur Gígju og fóstursonur Reyn- is er Ómar Traustason, f. 8.6.1957 en sambýliskona hans er Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f, 7.7. 1969 og eiga þau þrjú börn, Önnu Vilborgu, f. 19.7. 1990, Gunnar Ágúst, f. 2.9. 1993, og Ólöfu Margréti, f. 3.1. 1997. Fóstursonur Reynis og Gígju er Þórður Kristinn Andrésson, f. 18.2. 1967, d. 9.7. 1996 en dóttir hans er Ragna Sólveig, f. 21.10. 1994. Systkini Reynis eru Runólfur Ingibjörn Kristinn Torfason, f. 29.5. 1941, d. 3.5.1975, sjómaður á ísafirði; Ólina Salóme Torfadóttir, f. 20.11. 1942, hjúkrunarforstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, búsett í Reykjavík; Guðbjörg Rannveig Torfadóttir, f. 4.6. 1944, verkakona og húsmóðir í Reykjavik en áður í Grindavík; Matthildur Torfadóttir, f. 14.6. 1947, starfsmaður á hjúkrunarheimili, búsett í Reykjavík en áður í Bol- ungarvík en maður hennar er Þorbergur Eg- ilsson, f. 30.12. 1945, vél- stjóri; Ásthildur Torfa- dóttir, f. 14.6. 1947, hús- móðir í Súðavík en mað- ur hennar er Jón G. Ragnarsson, f. 30.12. 1945, vélstjóri; Magni Viðar Torfason, f. 5.4. 1952, sjó- maður á ísafirði, en kona hans er Hallfríður Friðriksdóttir, f. 21.9. 1963, húsmóðir. Foreldrar Reynis voru Þorsteinn Torfi Bjarnason, f. á ísafirði 2.8. 1916, d. 16.2. 1986, og Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. i Bolungarvík 6.12. 1919, d. 3.6. 1999. Ætt Torfi var bróðir Jónu, móður Bjarna Líndal Gestssonar, fyrrv. for- manns Sjómannafélgas ísfirðinga. Torfi var sonur Bjama Einars, járn- smiðs og landpósts á Skálmamesmúla Kristjánssonar, járn- smiðs í Búðardal og í Geiradal og á Kambi í Reykhólasveit Er- lendssonar. Móðir Bjama Einars var Sól- veig Einarsdóttir frá Klukkufelli. Móðir Torfa var Ólina Salome ljósmóð- ir, dóttir Guðmundar, b. á Krossi á Barða- strönd og á Illugastöð- um Arasonar, b. i Skálmamesmúla Guð- mundssonar. Móðir Ólinu Salome var Ingibjörg Jóhannesdóttir, b. á Kirkjubóli í Gufunessveit Bærings- sonar. Ingibjörg var dóttir Hjálmars, sjó- manns í Skálavík og síðan i Bolung- arvík Þorsteinssonar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir, b. á Meiri- bakka í Skálavík Péturssonar, og Friðrikku Elíasdóttur. Reynir heldur upp á afmælið í dag, laugardag, i Sigurðarbúð á Isa- firði. Reynir Torfason. Hólmfríður Kristbjörg Agnarsdóttir Hólmfríður Kristbjörg Agnars- dóttir, - Fríða Björg, vagnstjóri hjá SVR, Flétturimi 25, Reykjavik, er fertug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist á Húsavík og ólst upp fyrstu sex árin við Hring- braut á Húsavík. Hún flutti síðan með fjölskyldu sinni til Salvíkur í Reykjahverfi þar sem hún bjó að mestu til tvítugs. Öll sumur og í flestum frium var hún þó á Hösk- uldsstöðum í Reykjadal hjá ömmu sinni og afa, Kristbjörgu og Olgeir. Hólmfríður gekk i barnaskólann í Reykjahverfi og síðan Gagnfræða- skóla Húsavíkur. Á unglingsárun- um vann hún við Sjúkrahúsið og dvalarheiminu Hvamm á Húsavík. Hólmfríður var búsett á Aust- fjörðum og á Hauganesi og stundaði ýmis störf til sjávar og sveita. Hún flutti til Reykjavíkur 1993, starfaði á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund en síðan mest við heimilishjálp á vegum Reykjavíkurborgar. Hún tók meirapróf bifreiða- stjóra 1995 og hóf síðan akstur strætisvagna hjá SVR. Hólmfríður tekur virkan þátt í stjórnmál- um og í síðustu alþing- iskosningum var hún í fimmtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Þá er hún varaformaður stjórnar félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Fjölskylda Maður Hólmfríðar er Stefán Ragnar Þorvarðarson, f. 18.3. 1952, langferðabílstjóri og með eigin at- vinnurekstur. Hann er sonur hjón- anna Þorvarðar Guðmundssonar, f. að Vallamesi 19.10. 1917, jámsmíða- meistara og síðar bifreiðastjóra, og Sigríðar Sigbjömsdóttur, f. að Hjart- arstöðum í Eiðaþinghá 6.4. 1922, húsmóður. Böm Hólmfríðar og Stefáns eru Alda Kristín, f. 4.12. 1995; Bergur Bjöm, f. 14.8. 1997. Sonur Hólmfríðar er Kári Olgeir Sæþórsson, f. 19.11. 1978. Börn Stefáns frá því áður em Elísabet Lilja, f. 25.4. 1982; Þórður Yngvi, f. 18.3. 1992. Systkini Hólmfríðar era Grímur Agnarsson, f. 8.12. 1961, vélstjóri og framkvæmdastjóri í Keflavík; Bjöm Rúnar Agnarsson, f. 30.1. 1968, sjómaður á Húsavík Foreldrar Hólmríðar eru Agnar Kárason, f. 26.2.1939, bóndi að Hösk- uldsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjasýslu, og Helga Sigurrós Björnsdóttir, f. 19.6. 1939, húsmóðir, búsett á Húsavík. Sambýliskona Agnars er Stein- unn Sigurðardóttir, f. 23.6. 1950, frá Akranesi. Ætt Móðurforeldrar Hólmfríðar voru Björn Björnsson, b. að Voladal á Tjömesi, og Kristbjörg Jónsdóttir húsmóðir, frá Meiðavöllum í Keldu- hverfi. Seinni maður Kristbjargar var Olgeir Jónsson, b. á Höskuldsstöð- um í Réykjadal en þau áttu ekki börn saman. Föðurforeldrar Hólmfríðar eru Kári Steinþórsson, mótoristi og bif- reiðarstjóri frá Veisuseli í Fnjóska- dal, og Hólmfríður Kristjana Gríms- dóttir, húsmóðir og fyrrum mat- ráðskona frá Húsavík. Þau bjuggu á Húsavík. í tilefni afmælis Fríðu er öllum ættingjum, vinum, vinnufélögum og öðrum vandamönnum boðið upp á léttar veitingar, laugardaginn 30.10., milli kl. 17.00 og 19.oo, í sal félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi að Hverafold 1-3, 2. hæð, og er gengið inn í salinn á bak við Nýkaup. Hólmfríður Agnarsdóttir. ¥ Baldur Olafsson Baldur Olafsson, fyrrv. bóndi að Fit í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Disukoti í Djúpár- hreppi. Ásamt þvi að alast þar upp ólst hann upp í Árbæjarhjáleigu i Holtahreppi til átta ára aldurs og frá 1938 í Bjóluhjáleigu í Djúpár- hreppi. Baldur hóf búskap 1954 í Bjóluhjáleigu, ásamt eigin- konu sinni. Hann flutti að Fit 1957 og bjó þar félagsbúi ásamt Viggó Pálssyni til 1963. Frá 1973 bjó hann Baldur Ólafsson. Synir félagsbúi með Ólafi, syni sínum og konu hans þar til hann hætti búskap 1997. Fjölskylda Baldur kvæntist 9.1. 1954 Sigríði Pálsdóttur, f. að Fit 24.10. 1930, hús- freyju. Hún er dóttir Páls Guðmundssonar, f. 22.7. 1893, d. 30.1. 1986, og k.h., Jóhönnu Ólafs- dóttur frá Núpi Vestur- Eyjafjallahreppi, f. 21.6. 1901, d. 16.3. 1982, hús- freyju. Baldurs og Sigríðar eru Ólafur Pálmi, f. 14.9. 1952, bóndi að Fit, kvæntur Gunnheiði Guðlaugu Þorsteinsdóttur bónda og era dætur þeirra Ragnheiður, f. 1973, í sambúð með Gunnari Óla Sigurðssyni og er dóttir hennar Tinna Björt, f. 1992, Jóhanna f. 1974, i sambúð með Gísla Jens Snorrasyni, og Sigriöur Björk, f. 1976; Jóhann, f. 12.5. 1955, bifvéla- virki í Reykjavík, kvæntur Svan- hvíti Ólafsdóttur, starfsmanni Véla og þjónustu og em dætur þeirra Marý Linda, f. 1976 en maður henn- ar er Reynir Friðriksson og eiga þau einn son, Svan Jóhann, f. 1997, Elín, f. 1979 í sambúð með Samúel Bjarnasyni, og Lóa, f. 1989; Óskar, f. 30.9. 1961, trésmiður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Rós Jónsdóttur kennara, og eru böm þeirra Baldur Freyr, f. 1985, Hólmfríður Jóna, f. 1992 og Ástrós, f. 1996. Systkini Baldurs eru Alda, f. 1.10. 1928, búsett á Hellu; Bragi, f. 3.7. 1931, búsettur á Hellu; Jón, f. 1.9. 1935, búsettur í Garðabæ. Foreldrar Baldurs voru Ólafur Markússon frá Dísukoti í Þykkva- bæ, f. 29.1. 1905, d. 13.12. 1980, og Hrefna Jónsdóttir frá Árbæ í Holt- um, f. 5.9. 1905, d. 11.4. 1991, hús- freyja. Ætt Markús var sonur Sveins Guð- mundssonar frá Vatnskoti í Þykkvabæ og k.h., Katrínar Guð- mundsdóttur, frá Skarði Þykkvabæ Stefánssonar. Hrefna var dóttir Jóns Runólfs- sonar, í Litlu-Tungu í Holtahreppi Jónssonar. Baldur er að heiman á afmælis- daginn. lil hamingju með afmælið 30. október 90 ára_____________ Ásdis Jónasdóttir, Faxabraut 30, Keflavík. 85 ára Guðlaug Nikodemusdóttir, Fumgerði 1, Reykjavík. 75 ára Anna Jóhannesdóttir, Grandavegi 43, Reykjavík. 70 ára Halla Þorbjörnsdóttir, bamageðlæknir, Tungukoti, Varmahlíð, með aðsetur að Úthlíð 6, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Einar Oddsson, fyrrv. sýslumaður í Vík. Þau verða að heiman. Valgerður Jónsdóttir, Kotlaugum, Flúðum. Þórunn Friðriksdóttir, Ástúni 12, Kópavogi. 60 ára Gunnar Arthursson, Aðallandi 12, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Álfhólsvegi 62, Kópavogi. Svanhildur Baldursdóttir, Bakkaseli 29, Reykjavík. 50 ára Einar B Gústafsson, Fífuseli 20, Reykjavík. Guðmunda Guðmundsdóttir, Sporðagrunni 12, Reykjavík. Guðmundur Reynisson, Túngötu 18, Keflavík. Guðný Aðalgeirsdóttir, Esjuvöllum 1, Akranesi. Hanne Eiríksson, Skagfirðingabraut 13, Sauðárkrók. Magnús Guðmundsson, Hvassaleiti 151, Reykjavík. Már V Magnússon, Bjarkarstíg 2, Akureyri. Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, Háteigsvegi 20, Reykjavík. 40 ára Aðalsteinn Hallgrímsson, Ljósalandi 16, Reykjavik. Aðalsteinn Stefánsson, Grandavegi 45, Reykjavík. Alain Blanchard, Laugavegi 47, Reykjavík. Axel Jónsson, Vesturbraut 15, Höfn. Bryndís Óladóttir, Birkigrund 70, Kópavogi. Fjóla Finnsdóttir, Lindasmára 54, Kópavogi. Gxmnar Þór Sigurðsson, Eyrarholti 14, Hafnarfirði. Hrönn Harðardóttir, Safamýri 55, Reykjavík. Jóhann Brandur Georgsson, Smáragötu 22, Vestmannaeyjum. Klara Hansdóttir, Ofanleiti 23, Reykjavík. Kristjana Kristjánsdóttir, Tjarnarflöt 5, Garðabæ. jjrval - gott í hægindastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.