Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Fréttir Leikskólinn Engjaborg í Grafarvogi: Dvalarsamningum allra barna sagt upp „Leikskólinn sendi bréf heim með syni mínum sl. föstudag. Þar er dvalarsamningi hans sagt upp frá og með 1. nóvember nk. Mér skilst að þetta þýði að hér eftir megi senda hann heim án nokkurs fyrirvara þegar ákveöið er að loka deildum. Með þessu er leikskólinn að firra sig ábyrgð og segja upp öllum svona samningum" sagði Rakel Guðfinns- dóttir, móðir í Grafarvogi, í samtali við DV. Yngsti sonur Rakelar, Júlíus Örn Sigurðarson, hefur verið í heils- dagsvistun á Engjaborg. Rakel segir að hér eftir geti hún búist við að þeim verði snúið við í dyrunum án fyrirvara hvenær sem er. „Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir mig og mér finnst þetta auðvitað af- skaplega stuttur fyrirvari. Ég er i námi í Borgarholtsskóla á félags- fræðibraut og það er mjög mikilvægt fyrir mig að missa engan dag úr skól- anum. Ég á tvö önnur börn, 9 og 10 ára gömul, sem eru í skóla. Ég verð að geta treyst því að hann komist inn á leikskólann á hverjum degi.“ Þessar uppsagnir eru hluti af skipulögðum aðgerðum Reykjavík- urborgar sem felast í því að segja upp dvalarsamningum alls 6000 barna á leikskólum borgarinnar vegna manneklu. Hún gerir skólun- um ókleift að standa við skilyrði gildandi dvalarsamninga. Milli 70 og 80 manns vantar til starfa á leikskólum borgarinnar. ítrekaðar auglýsingar hafa lítinn ár- angur borið. Börn eru iðulega send heim fyrr en umsömdum vistunar- tíma lýkur. Það er brot á gildandi dvalarsamningum og gefur foreldrum og forráðamönnum bama grundvöll til málshöfðana á hendur Reykjavík- urborg. Ástæða uppsagnar vistunar- samninga mun einkum vera til þess að forðast slik málaferli. -PÁÁ ■ LrM«;iar 'i' llppsögn ö dvularsamningi T>~ k. O'CikS Rcvkj.«il. . -■"■ . Rakel Guðfinnsdóttir með Júiíus Örn Sigurðarson, 20 mónaða son sinn. Leikskólinn Engjaborg sendi uppsagnarbréf heim með honum sl. föstudag þar sem dvalarsamningi var sagt upp frá og með deginum í dag. DV mynd ÞÖK Skólastjóri á Engjaborg: Hluti af samræmdum aðgerðum „Þetta er hluti af samræmdum að- gerðum á öllum leikskólum borgar- innar. Öllum dvalarsamningum er sagt upp og foreldrum geíinn kostur á að undirrita nýjan samning fyrir 1. des,“ sagði Hallveig Ingimarsdótt- ir, leikskólastjóri á Engjaborg. í hinum nýja samningi verður ákvæði þess efnis að fari fjöldi barn- gilda á starfsmann undir tilskilin lágmörk megi rifta samningi án fyr- irvara eða skerða vistunartíma. „Okkur var tilkynnt frá Dagvist barna á fimmtudag að þetta þyrfti að gera fyrir mánaðamót og þess vegna lét ég dreifa uppsagnareyðu- blaði til allra og hengdi auk þess upp tilkynningar. Þaö er enginn skortur á starfsfólki á Engjaborg og því hafa engar skerðingar verið. Hinsvegar er ástandið viðkvæmt." Hver leikskólastarfsmaður má ekki sinna fleiri en átta barngildum i senn. Börn eru metin í barngildum eftir aldri og er ársgamalt barn reiknað sem tvö barngildi, 2 ára sem 1,6 barn- gildi, 3 ára sem 1,3 bamgildi og 4 ára og eldri sem eitt barngildi. -PÁÁ Sala á 51% hlut ríkisins í FBA: Markaðurinn andar léttar - búist við hækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa þegar lífeyrissjóðir afla reiðuíjár „Þetta mál hefur verið erfitt og menn eru fyrst og fremst fegnir að það skuli hafa fengið farsælan endi. Þetta leit ekki vel út í byrjun og mér sýnist að menn hafi verið að mynda kauphópinn alveg fram á síðasta dag,“ segir Jafet Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, um niðurstöður útboðs á 51% eign- arhluta ríksins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Sjö lífeyrissjóðir kaupa samtals um þriðjung þeirra bréfa sem í boði eru og telur Jafet um góða langtíma- fjárfestingu að ræða fyrir sjóðina. „En það er spuming hvort þeir taka upp viðræður við íslandsbanka eða Sparisjóðina með sölu í huga. Ég held að það sé einhver stór kaup- andi úti í þjóðfélaginu' sem vildi gjarnan kaupa FBA og sameina hann öðram banka þannig að lífeyr- issjóðirnir eiga alltaf útgönguleið." Að sögn Jafets voru skiptar skoð- anir á markaðnum á lágmarksgeng- inu 2,80 í útboðinu og endurspeglast það m.a. af því að aðrir lífeyrissjóð- ir en þeir sjö sem eru í hópnum koma ekki að málinu. Þurfa að losa mikið af bréfum „Þetta er afrek. Ég er fullur aðdá- unar,“ segir annar heimildarmaður DV, sem er gjörkunnugur FBA og ljármálamarkaðinum yfirhöfuð. Hann segir að þó erfitt sé að meta hvort kaupin séu hagstæð miðað við gengið 2,80 liggi fyrir að bank- inn sé mjög vel rekinn og að afkoma hans sé í raun vonum framar. „Það ætti að vera orðið lýðum ljóst að Fjárfestingarbankinn er mjög áhugaveröur," segir hann. Kaupendur þurfa að staðgreiða 9,7 milljarða króna 15. nóvember n.k. og eiga verðbréfamiðlarar von á talsverðri hreyfingu á markaðn- um fram að þeim tíma, bæði með hlutabréf í FBA og eins á verðbréfa- markaði almennt. Ríkið tekur að- eins við reiðufé sem greiðslu, en ekki t.d. markaðsverðbréfum eins og húsbréfum. Lifeyrisjóðimir sjö þurfa að reiða fram ríflega 3,2 millj- arða króna og losi þeir sig við hús- bréf í stórum stíl á næstu tveimur vikum má jafnvel búast við tima- bundinni hækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa. Fjölbreyttur hluthafahópur í tilboðshópnum eru Lífeyrissjóð- ur Verslunarmanna og Lífeyrisjóð- urinn Framsýn, hvor með 6% hlut, Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga, Lífeyrissjóður Vesturlands, Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda, Lífeyrissjóður sjómanna og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn, sem eru skráðir fyrir 5% hlut, eigendur Áburðarverksmiðjunnar, Gunnar Björgvinsson flugvélasali með 4%, FBA sjálfur með 4%, Bjami Ár- mannsson, forstjóri bankans, og þrír framkvæmdstjórar hans, Svan- björn Thoroddsen, Erlendur Magn- ússon, Tómas Kristjánsson, sem all- ir munu eignast lítinn hlut, meðlim- ir Orca, Eyjólfur Sveinsson, Jón Ás- geir Jóhannesson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, Þróun- arfélag íslands, Samvinnusjóður íslands, Gunnar Þór Ólafsson í Mið- nesi, Sund ehf., sem er í eigu Gunn- þórunnar Jónsdóttur, Geir Gunnar Geirsson, svína- og eggjabóndi að Vallá, Eirikur Sigurðsson, sem áður átti 10-11, og Hannes Smárason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá íslenskri Erfðagreiningu. -GAR Stuttar fréttir i>v íslenskir óperusöngvarar íslenskir óperusöngvarar sem starfa í útlöndum era nú orðnir um 30 talsins og hefur velgengni þeirra verið talsverð. Síð- asta dæmi þessa er boðið sem Kristinn Sigmund- son hefur fengiö um að syngja með Placido Dom- ingo í Metropolitan-óperanni. Sjónvarpið sagði frá. Öryggiskennd íbúar á landsbyggðinni eru miklu líklegri til að flnna til mik- illar öryggiskenndar einir á gangi að næturlagi í heimabyggð sinni heldur en íbúar í Reykjavík sam- kvæmt nýrri rannsókn á viðhorf- um íslendinga til afbrota. Morg- unblaðið sagði frá. Húsnæðisvandi Félagsíbúðir iðnnema standa frammi fyrir miklum fjárhags- vanda og hafa óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að leita eftir stuðningi hins opin- bera. Félagsíbúðum berast á hverju ári miklu fleiri umsóknir um húsnæði en hægt er að anna og því þurfa iðnnemar að finna húsnæði á hinum dýra almenna markaði. RÚV sagði frá þessu. Nýtt féiag Nýtt stéttarfélag á simnanverð- um Austfjörðum var stofnað í gær þegar fjögur sjómanna- og verka- lýðsfélög sameinuðust. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir er formaður hins nýja félags, sem heitir Vök- ull. RÚV sagði frá þessu. Þörf á þjóöarsátt Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands ís- lands, telur íslend- inga standa frammi fyrir svip- aðri stöðu nú og fyrir þjóðarsátta- samningana árið 1990. Hann segir að þörf sé á svip- uðu átaki nú til að halda verð- bólgunni i skefjum. Morgunblaðið greindi frá. Stutt öld Ljóst er að þessi öld veröur einni klukkustund styttri en öldin á undan. Þetta er sökum þess að árið 1968 féll ein klukkustund úr íslandssögunni er íslendingar færðu klukkuna fram um eina klukkustund. Þessi klukkustund hefur enn ekki verið bætt lands- mönnum upp. RÚV sagði frá þessu. Engar bætur Hæstiréttur sýknaði fyrir helgi ríkissjóð af kröfum manns sem vildi bætur fyrir það tjón sem hann varð fyrir þegar hross hans vora boðin upp sem óskilahross. Maðurinn hafði ekki að mati Hæstaréttar fært sönnur á að hann væri eigandi hrossanna. Mbl. sagði ffá þessu. Úifar kærir Úlfar Þormóðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Gallerí Borgar, ætlar að höfða mál gegn Ólafi Inga Jónssyni forverði vegna ummæla hans fyrir stuttu þegar hann sagði að 300-400 fölsuð listaverk hefðu farið í gegnum galleríið. Sjónvarpið sagði frá þessu. Brotist inn í bústaði Innbrotum i sumarbústaði í Ámessýslu hefur fjölgað verulega að undanfórnu. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi eru þjófamir fyrst og fremst að falast eftir sjón- varpstækjum og öðrum rafmagns- tækjum sem auðvelt er að selja. Sjónvarpið sagði frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.