Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Fréttir Viðræður um kaupin á Stoke aftur á fulla ferð: Leiðin greið - skuldir gefnar eftir miðaö við árangur vegar að tilteknar skuldir verði gefnar eftir síðar nái félagið til- teknum árangri, þ.e. að vinna sig upp um deildir. Samkvæmt heimildum DV mun Stoke-hópurinn ekki gefa þessari viðræðulotu langan tíma og hyggst endanlega hætta við kaupin á Stoke gangi þau ekki eftir í vikunni. Flestir eru þó bjartsýnir á að svo verði og var t.d. haft eftir stjórnarfor- manni Stoke, Keith Humphreys, í The Senteniel um helgina að hann væri viss um að íslending- arnir myndu eignast félagið í vikunni. Humphreys sagði enn fremur það vera sinn skilning að núver- andi knattspyrnustjóri Stoke, Gary Megson, ætti að halda starfi sínu eftir yfirtökuna. Eins og DV hefur áður skýrt frá stendur til að ráða Guðjón Þórð- arson, fráfarandi landsliðsþjálf- ara, sem yfirmann íþróttamála hjá félaginu og á hann að stýra uppbyggingu félagsins á þeim vettvangi fyrst um sinn. Þess má hins vegar vænta að Guðjón taki við starfi Megsons fyrr en síðar. -GAR Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar: Smíðanefndin skilar senn af sér „Þeir reyndust tilbúnir að horfast i augu viö raunveruleikann," segir heimildarmaður DV innan Stoke- hópsins en íslensku íjárfestarnir, sem drógu kauptilboð sitt í Stoke City til baka í síðustu viku, eru nú í Stoke að semja við eigendur liðs- ins um lækkað kaupverð frá því sem áður var boðið. Við yfirferð bókhalds félagsins höfðu komið í ljós ýmsar áður óþekktar skuldir upp á samtals á annað hundrað milljónir króna sem forráðamönn- um liösins gekk illa að gera grein fyrir. Eigendur Stoke féllust ekki á að lækka verðið fyrir hlut sinn í félag- inu og því var viðræðum slitið í síð- ustu viku en Englendingarnir sögð- ust síðan reiðubúnir að gefa eftir og óskuðu eftir viðræðum við fulltrúa fjárfestanna um helgina. Til að laga kaupverðið að þeirri nýju stöðu sem upp er komin með afhjúpun raun- verulegrar skuldastöðu Stoke bjóða íslensku fjárfestamir eigendum fé- lagsins annars vegar að áður ákveð- ið kaupverö verði lækkað og hins Skallagrímsgarður: Skemmdarverk og ólæti DV, Vesturlandi: Aö undanfórnu hafa Borgnes- ingar orðið þess áþreifanlega var- ir að skemmtanalíf óprúttins og ölvaðs fólks hefur færst í Skalla- grímsgarð. Þar hafa verið unnin skemmdarverk á sjálfum garðin- um og styttunni af hafmeyjunni. Á síðasta fundi bæjarráðs Borg- arbyggðar var fjallað um ástand- ið. Þar kom fram að fólk safnast saman að næturlagi um helgar í garðinum. Auk þess sem skemmdir eru unnar á garðinum fylgir þessu mikið ónæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og hafa íbúamir látið í ljós vonbrigði með aðgerðaleysi í þessum efn- um. Var samþykkt að fela bæjar- stjóra að athuga vöktun og lýs- ingu á garðinum þar sem land- námsmaðurinn er sagður heygð- ur. -DVÓ DV, Akureyri: Smíðanefnd nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna hefur enn til umfjöllunar ýmsa þætti varöandi nýja skipið, en Hafsteinn Hafsteins- son, forstjóri Gæslunnar sem einnig er formaður smíðanefndarinnar, segir að nefndin muni væntanlega skila af sér til ráðherra áður en langt um líður. „Það er búið að vinna verklýs- ingu á því skipi sem við viljum gjaman fá fyrir Gæsluna, og þessa dagana emm við að vinna viö frá- gang á ýmsum útreikningum varð- andi skipið, s.s. varðandi ýmsan búnað í þaö og varðandi rekstur þess,“ segir Hafsteinn. Hann segir að þegar þessari vinnu ljúki skili nefndin af sér til dómamálaráð- herra. Gengið er út frá því að skipið verði 105 metra langt, eða mun stærra skip en þau sem Gæslan hef- ur haft til þessa. Hafsteinn segir að varðandi það sé mjög horft til reynslu Dana af siglingum á svo stómm og öflugum skipum hér við land, slík skip séu miklu ömggari í alla staði og fari mun betur með þá menn sem starfa munu um borð. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi útboð á skipinu, en mikið hefur verið rætt um að eins mikill hluti við smíði þess og mögulegt er verði unninn hér á landi. í því sam- bandi hefur aðallega verið rætt um að láta smíða skrokk skipsins er- lendis, t.d. í Póllandi, en draga skrokkinn hingað til lands og klára smíði skipsins hér. Aðallega hefur verið rætt um að sú vinna fari fram hjá Slippstöðinni á Akureyri þótt að verkinu myndu koma fleiri fyrir- tæki víða af landinu. „Það er ekki í verkahring smíða- nefndcirinnar að taka um það ákvörðun hvemig staðið veröur að útboðsmálum. Sjálfum frnnst mér þó sjálfsagt að nota íslenskan skipa- smíðaiðnað í því sambandi eins mikið og komið verður við, en það mætti hvorki verða á kostnað verðs né gæða,“ segir Hafsteinn. -gk Agalausir kennarar Starfshópur á vegum mennta- málaráðherra hefur skilað til- lögum til ráöherra um það hvernig taka eigi á agabrotum nemenda. Ein tillaga þessa starfshóps fjallar um það að aga- og bekkjarstjórnun skuli vera skyldufag í kennaranámi en ekki valáfangi eins og nú er. Um leið verði kennaranemunum kennt sitthvað um áhrif ýmissa sjúkdóma á hegðun. Starfshópur þessi var skipað- ur voriö 1998. Skipan hans fór ekki hátt og lítið fréttist af störf- um hans. Af því mátti auðveld- lega draga þá ályktun að allt væri með miklum sóma í ís- lenskum skólastofum. En einn góðan veðurdag vöknuðu menn upp við vondan draum. Og um leið hlaut hefbundið nefndar- starf með tilheyrandi kaffiþambi og kleinuáti skjótan endi. Þetta var þegar krakkaormarnir í Hagaskóla tóku upp á þeim fjanda að sprengja í skólanum. Sprengjumar urðu þvílíkur drifkraftur fyrir nefndarstarfið að menn lögðu frá sér kaffi- bollana og kleinumar, brettu upp ermar og fóru að smíða tillögur af mikilli list og andagift. Fyrmefnd- ar tillögur um skyldunámskeið kennaranema í aga- og bekkjarstjómun em árangur þess erfiðis. Það er náttúrlega agalegt til þess að hugsa að ekki skuli meiri agi í störfum þeirra er smíða námsskrár kennaranema en svo að þar skuli ekki vera að fmna skyldunámskeið um aga- og bekkjar- stjómun. Enda hefur þvílíkt agaleysi ríkt í grunn- skólum landsins síðustu áratugi að legið hefur við þjóðfélagsbyltingu. Það vita allir sem vilja. . En það hlýtur hins vegar að vera meiri háttar áfall fyrir for- eldra óþekktarorma að uppgötva að kennaranemar geta hunsað slík námskeið ef þeir vilja og þurfa alls ekki að ná sér í þekk- ingu um aga- og bekkjarstjóm- un. Foreldrar geta þá ekki skellt skuldinni á kennarana, eins og þeir era vanir, þar sem kennar- arnir kunna ekkert um aga. Og eru meira að segja með pappír upp á það. Foreldrar eru neydd- ir til að líta í eigin barm. Og það er meira en hægt er að bjóða for- eldrum, uppalendum af guðs náð. Starfshópurinn sem henti frá sér kaffíbollunum og kleinunum og fór að smíða tillögur í von um að koma megi skikk á þessi mál gengur út frá þeirri meginfor- sendu að foreldrar og forráða- menn nemenda beri árbyrgð á börnum sínum gagnvart skólan- um. Það er enn og aftur hrein ósvífni gagnvart foreldrum. Þeir hafa auðvitað fullan rétt tO að kenna kennurunum um þegar krakkaófétin fara yfir strikið. Foreldrar em nefnilega uppalendur af guðs náð, ólíkt kennurunum. Árangurinn talar sínu máli. Dagfari sandkorn Fleiri myrkraverk Fyrirhugaðri heimsfrumsýn- ingu Myrkrahöfðingjans, kvik- myndar Hrafns Gimnlaugsson- ar, sem átti að fara fram á ísa- firði í gærkvöld var frestað. í gærmorg- un komu upp tæknilegir örðug- leikar í eftir- vinnslu myndar- innar i London sem ekki fengust skýringar á. Óhætt er að segja að myrkra- verkum vegna töku og vinnslu myndarinnar ætlar ekki að linna. Óhappalistinn er orðinn mjög langur og sumir sem að mynd- inni komu mega teljast heppnir að hafa haldið lífi og limum. Stefnt er að því að sýna myndina á ísafirði um svipað leyti og myndin verður frumsýnd i Reykjavík, eða þann 12. nóvem- ber nk. Stóra spurningin er hins vegar hvort það verður Myrkra- höfðingi Hrafns eða Ungfrúin góða og Húsið eftir Guðnýju Halldórsdóttur sem verður framlag landans i óskarsverð- launadansinum ... Allsheriarráðherra Sturla Böovarsson hlýtur að hafa verið undir miklu álagi síð- ustu daga. Ekki nóg með að hann sé á fullu í ýmsum málum sem tengjast embætti hans heldur hefur hann gegnt embætti eins konar allsherj- arráðherra. Þannig hefur hann haft forræði yfir ráðu- neytum sam- göngumála, menntamála, dóms- og kirkju- mála og síðan sjávarútvegsmála en Árni Mathiesen hefur verið á Spáni undanfarna daga. Þetta þyk- ir nokkuð stór biti fyrir nýjan ráð- herra en að sögn er Sturla með breitt bak og vanur því að vera allt í öllu frá þeirri tíð er hann var bæjarstjóri I Stykkishólmi... Stelpur Ingólfs Handholtavertíðin er farin af stað og Ríkissjónvarpið hefur sem áður einkarétt á útsending- um handboltaleikja hvort sem er í karla- eða kvennaflokki. Heldur þykir Sjónvarpið hafa aukið umíjöll- un um kvenna- handboltann frá fyrri árum og þá sérstaklega hand- knattleiksliði Gróttu-KR. Ástæðan er sögð sú að yfirmaður iþróttadeildai- Ríkis- sjónvarpsins, Ingólfur Hannes- son, sitin' jafnframt í kvennaráði handknattleiksdeildar Gróttu-KR og hefur sérstaka unun af því að baða stúlkumar sínar í sviösljós- inu enda þótt um augljósa hags- munaárekstra sé að ræða ... Meiri hækkun? Hinn umdeildi gagnagrunnur á heilbrigðissviði verður senn að vemleika. Það hefur nefnilega heyrst innan úr herbúðum Kára Stefánssonar og félaga hjá ís- lenskri erfðagreiningu að starfs- leyfið verði gefið út innan tíðar. Það muni hafa þau áhrif að verð bréfa í fyrirtæk- inu hækki upp úr öllu valdi en fyrirtækið hefur um 80 prósenta _ hlutdeild á hinum svo kallaða gráa markaði þar sem viðskipti eru með bréf í fyr- irtækjum sem em ekki skráð á hlutabréfamarkaði... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.