Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 Útlönd Hrapaði í hafið með 214 um borð Boeing 767-340 þotan hvarf af radarskjám 41 mínútu eftir flugtak frá Kennedyflugvelii í New York í gærmorgun. Um borð voru 199 farþegar og 15 flugliðar. Til rakarans fyr- ir komu Banda- ríkjaforseta Þó svo aö ekki hafi verið liðnar nema þrjár vikur frá þvi að Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, lét snyrta á sér hár- iö ákvað hann um helgina að skreppa til hárskerans. Hann ætl- aði nefnilega að vera snyrtilegur þegar hann tæki á móti Bill Clint- on Bandaríkjaforseta, Ehud Barak, forsætisráöherra ísraels, Yasser Arafat Palestínuleiðtoga og Vladimir Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, i Ósló. Fundur þessara leiðtoga hófst í morgun og hefur Ósló nánast ver- ið á öðrum endanum undanfama daga vegna undirbúningsins. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins og er kostnaöur- inn við hana kominn langt fram úr Qárveitingum til norsku lög- reglunnar. Hungraðir brjót- ast inn í leit að matvælum Um ein og hálf milljón missti heimili sín í fellibylnum sem gekk yfir austurhluta Indlands um helgina. Óttast er að mörg þúsund hafi farist í veðurhamn- um sem er sá mesti sem geisað hefur í Orissa í þrjá áratugi. Hungraðir og örvæntingarfullir íbúar Orissa brutust í gær inn i verslanir og vörugeymslur í leit að matvælum. Menn vopnaðir bareflum stöðvuðu einnig bíla á þjóðvegum í matarleit sinni og höfðu á brott með sér kartöflur og hveiti. Neita árás á Rauða krossinn Rússnesk yfirvöld vísuðu því á bug í gær að rússneskar herflugvélar hefðu ráðist á bílalest í Tsjetsjeniu sem í voru farartæki Rauða krossins. Fullyrt var að um áróður Tsjetsjena væri aö ræða. Rússar viðurkenndu árás á lest bíla eftir að skotið hefði verið á flugvél frá bílalestinni. Enginn bíll hefði verið með merki Rauða krossins. Tæknifræðingar og ættingjar farþega, sem voru um borð í egypsku Boeing 767 þotunni er hrapaði í Atlantshaf í gærmorgun, héldu í gærkvöld til Kennedyflug- vallar í New York. Þar hafði þegar um miðjan dag safnast flöldi syrgj- enda. Bandarísk yfirvöld sögðu í gær að ekkert neyðarkall hefði borist frá farþegaþotunni áður en hún hvarf af radarskjám rúmri hálfri klukkustundu eftir flugtak frá Kennedyflugvelli. Þar hafði vélin millilent á leið sinni frá Los Ang- eles til Egyptalands. Þrátt fyrir að bandaríska alrík- islögreglan og leyniþjónustan hefðu hafið rannsókn á mögulegu hermdarverki sögðu Bill Clinton Bandaríkjaforseti og aðrir embætt- ismenn að ekkert benti enn til slíks. „Ég held að það sé betra að fólk dragi engar ályktanir fyrr en við vitum eitthvað," sagði Clinton sem hringdi í Hosni Mubarak Eg- yptalandsforseta til að tjá honum samúð sína og bjóða aðstoð. Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í farþegaþot- unni. AFP-fréttastofan greindi frá því að einn farþegi hefði farið úr vélinni í New York. Sagt var að al- ríkislögreglan hefði mikinn hug á að ná sambandi við hann. Alls voru 214 um borð í farþega- þotunni, 199 farþegar og 15 fluglið- ar, samkvæmt fréttum frá Banda- ríkjunum. Meðal farþeganna voru flmmtíu Bandaríkjamenn sem ætl- uðu í tveggja vikna ferðalag til Eg- yptalands. 62 farþeganna voru eg- ypskir, tveir frá Súdan, þrír frá Sýrlandi og einn frá Chile, að því er vitað var í gær. Bandaríska strandgæslan hafði í gær fundið eitt lík auk sæta, púða, björgunarvesta og annarra hluta úr farþegaþotunni. Draugar, nornir og alls kyns lýður gekk um götur Hong Kong á hrekkjavökunni þar um helgina. Þessi börn tóku þátt í keppni um besta búninginn og bíða hér eftir að ganga fram á svið. Símamynd Reuter Morðinginn biður um fyrirgefningu „Ég biðst fyrirgefhingar á öllu því sem ég hef gert. Ég skal viðurkenna allt. Ég myrti þau og ekki bara þessi böm heldur miklu fleiri." Þannig hljóðaði afsökunar- beiðni raðmorðingjans Luis Alfredos Garavitos í dagblaði í Kólumbíu í gær. Garavito hefur viðurkennt að hafa pynt- að og myrt 140 böm. Ættingjar fórnarlambanna kröfð- ust þess um helgina að Garavito, sem er 42 ára, yrði tekinn af lífi. Rík- islögreglustjóri Kólumbíu, Rosso José Serrano, sagði ástæðu til að íhuga hvort ekki ætti að lögleiða dauðarefsingu fyrir barnamorðingja. Garavito var handtekinn í apríl síðastliðnum vegna tilraunar til nauðgunar á 12 ára dreng. Þá grunaði engan hvað hann hafði á samviskunni. Síðastliðinn fimmtudag var hann spurð- ur um fund nokkurra bamslika. Þá viðurkenndi Garavito að hafa á sjö árum rænt 140 börnum á aldrinum 8 til 16 ára, pyntað þau og nauðgað þeim og síðan myrt þau. Morðing- inn tældi fyrst og fremst fátæk börn. Hann ferðaðist um alla Kól- umbíu en dvaldi einnig í Ekvador og þar hefur rannsókn einnig haf- ist. Luis Alfredo Garavito. Stuttar fréttir i>v Sættir innan kirkjunnar Leiðtogar kaþólikka og mót- mælenda föðmuðust I sameigin- legri messu í Augsburg í gær er endi var bundinn á 500 ára trúar- deilu um frelsun sem leiddi til siðbótar Lúters. Fundað um buff Fulltrúi Evrópusambandsins mun á morgun ræða við landbún- aðarráðherra Bretlands og Frakk- lands um lausn á banni Frakka við innflutningi á bresku nauta- kjöti. Kútsjma með forystu Leonid Kútsjma, forseti Úkra- inu, var samkvæmt útgönguspám í gærkvöld með forystu að lokn- um forseta- kosningunum í gær. Ekki var þó talið að Kút- sjma fengi nægilega mörg atkvæði til að komast hjá annarri umferð. Kút- sjma boðar umbætur auk eins annars frambjóðanda. Hinir vilja hægari umbætur og nánari tengsl við Rússland. Ronnie Biggs ráðgjafi Lestarræninginn Ronnie Biggs, sem er sjötugur, og félagi hans, Bruce Reynolds, hafa verið ráðnir sem ráðgjafar hjá bresku tölvufyr- irtæki. Fyrirtækið ætlar að búa til spil um hið fræga lestarrán ffá 1963. Ronnie er í útlegð í Brasiliu. Bretar feitastir Bretar eru komnir fram úr Þjóðverjum og eru nú feitasta þjóðin í Evrópu. Ein af hverjum flmm konum og einn af hverjum sex körlum eru 30 kílóum of þung. Fjöldamorði afstýrt Fjórir framhaldsskólapiltar í Cleveland í Bandaríkjunum voru handteknir eftir viðvörun foreldr- is. Talið er að piltamir, sem höfðu vopn í fórum sínum, hafi ætlað að fremja fiöldamorð í skóla sínum. Mandela rægður Nelson Mandela, fyrrverandi forseti S-Afríku, kveðst hafa flett ofan af rógsher- ferð gegn sér. Sagði Mandela vissa hópa vera á bak við frétt um að hann hefði keypt hús í Höfðaborg handa Gaddafi Líbýuleiðtoga og þegið fé frá Lí- býu til að greiða málskostnað fyr- ir fyrrverandi eiginkonu sína, Winnie Madikizela-Mandela. Sykur hættulegur fóstri Ein af hverjum tíu bamshaf- andi konum í Noregi innbyrðir svo mikinn sykur að það getur stofnað lífi fóstursins í hættu, að því er vísindamenn fúllyrða. Kon- ur sem neyta mikils sykurs eiga á hættu að fá meðgöngueitrun. 2500 fórnarlömb Spænskur réttarlæknir, sem er við störf í Kosovo, telur að í hæsta lagi 2500 Kosovo-Albanar hafi verið myrtir af Serbum. Bandaríkin féflett Bandaríski auökýfingurinn Donald Tmmp, sem ef til vill verður keppi- nautur Pats Buchanans um útnefningu Um- bótaflokksins sem forsetaefni, sagði í gær að Japanar féflettu Bandaríkin, Frakkar væru versti viðskiptaaö- ilinn sem Bandaríkin hefðu nokkurn tíma haft, Þjóðverjar vildu ráða efnahag heimsins og Sádi-Arabar gerðu grín að Banda- ríkjunum. Tramp sagði að semja þyrfti við hann sjálfan yrði hann forseti. Þá yrðu Bandaríkin ekki lengur féflett.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.