Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 DV Klúbbur snjallra karla Fyrir nokkru var í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hleypt af stokkunum sýningaröð- inni „Þetta vil ég sjá“ þar sem þekktir ein- staklingar úr röðum áhugamanna eru fengn- ir til að setja saman óskasýningar sínar. Kári Stefánsson forstjóri reið á vaðið og nú hefur Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóri fengið að spreyta sig sem sýningar- stjóri á sviði myndlistar. Þótt Friðrik sé leikmaður er val hans fremur faglegt enda var hann á sínum tíma einn af aðstandendum Gallerís Suðurgötu 7. Listamennirnir á sýningunni hafa flestir lagt stund á hugmyndalist sem einmitt var efst á baugi á blómatíma Suðurgötunnar, þeir Sig- urður og Kristján Guðmundssynir, Magnús Pálsson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson og Bjami Hjaltalín Þórarinsson. Þar að auki festir Friðrik taugar yfir i málverkið beggja vegna konseptbylgjunnar, aftur í afstrakt- málverkið með Herði Ágústssyni og fram í nýja málverkið með Tolla. Fræðilegur og trúarlegur grunnur Stærst er framlag aldursforsetans, Harðar Ágústssonar en verk hans fylla neðri hæð sýningarrýmisins auk þess sem hann á nokkrar myndir í kafFistofunni. Myndimar á neðri hæðinni vom allar á síðustu sýningu listamannsins á Kjarvalsstöðum 1976 en síð- an þá hefur hann einbeitt sér að rannsókn- um á sögu íslenskrar byggingarlistar. Um- ræddar myndir em raunar ekki málverk heldur unnar með lituðum límböndum sem lögð eru af mikilli formfestu og nákvæmni á strigann. Reyndar má segja að myndlist Harðar sé engu minni hugmyndalist en hinna listamannanna því myndir hans em í senn grundvallaðar á fræðUegum og trúar- legum grunni. Gengið er út frá framþáttum í formi og lit sem tengjast hugmyndum um undirstöðueiningar alheimsins en hlutfoUin eru meðal annars ákveðin með það fyrir aug- um að ná fram optískum áhrifum, svo sem hreyfingu og litablöndun sem fer að miklu leyti fram í skynjun áhorfandans en ekki á fletinum. Myndlistarmaðurinn Hörður Ágústsson hefur ekki notið verðskuldaðrar athygli þó fræðimaðurinn hafi á síðustu árum fengið viðurkenningu fyrir ómetcinleg störf sín. Það er því frábært að fá tækifæri tU að sjá mynd- ir hans svo margar saman. Án þess að gerð- ar séu miklar kröfur tU Gerðubergs um út- gáfu hefði þó vel mátt upplýsa áhorfendur örlítið betur. í sýningarskrá er viðtal við Friðrik Þór og sýningaferill hvers lista- manns upptalinn. Ég sakna hins vegar upp- Hörður Ágústsson: Nótur. Myndlist Áslaug Thoriacíus lýsinga um sjálf verkin því þó þau séu mis- gömul eiga þau öU orðið sina sögu. Það hefði t.d. verið auðvelt að safna saman upplýsing- um um verk þeirra Harðar og Bjama þar sem uppistaðan í framlagi Harðar er af sýn- ingunni 1976 og verk Bjama vora öU á Sjón- þingi hans í Nýlistasafninu 1997. Konur fyrirfinnast ei Þetta er skemmtilega samsett sýning. Hún vekur jafnframt upp ýmsar gamal- kunnar vangaveltur því þótt Friðrik Þór hafi augljóslega lagt sig í líma við að sýna breidd innan þess ramma sem áhugasvið hans setur honum hefur honum ekki tekist að finna eina ein- ustu konu. Friðriki er auðvit- að í sjálfs- vald sett hverja hann vel- ur en val hans minnir samt á hve al- gengt það er að karlar einblíni á kynbræð- ur sína þegar þeir líta yfir svið- ið. Senni- lega geng- ur fæst- um þeirra Ult tU en málið er fyrst al- varlegt þegar öll karUægu yfírlitin leggjast saman því þá verður oft lítið úr hlut kvenna, Einmitt þess vegna er nauðsyn- legt að konur fái sömu tækifæri til að gera samantektirnar og karlar. Það er því spennandi að vita hver næstur fær að sýna, hvað hann viU sjá og hvað það verður! Þetta vil ég sjá stendur til 14. nóv ember. Húsið er opið mán.-fim. kl 9-21, fös.-sun. kl. 12-16. Hamrað á slaghörpuna Ámi Larsson er staddur á svipuð- um slóðum í nýrri ljóðabók sinni, Slaghörpuorðum, og hann var í Stök- um jökum sem út kom á síðasta ári. Líkt og þá era ljóðin mörg gustmik- U, skáldið er aUs óhrætt við að segja til syndanna og láta svipuhöggin dynja jafnt á valdhöfum, sofandi ís- lendingum, fjölmiðlum sem gjörvöllu neyslusamfélaginu. Ljóðið „A Thing of Beauty is a Decoy For- ever“ mætti skoöa sem eins konar stefnuskrá þessarar ádeUu, titUlinn að sjálfsögðu vísan í Keats þó tálbeit- an sé komin í stað fegurðarinnar: íveruhœfum filabeinsturnum hrindi ég á hliðina þessum upplýstu skolprœsum vona hroka veröldin örstund ný rörsýn fljótandi draumur nýtt öskur í leójunni draumurinn geislar af Ijótleika feguróar veröldin geislar af feguró Ijótleika En það má einnig greina í þessu ljóði að Árna hættir til að yrkja ofljóst, ganga enn lengra en þörf er á til að koma boðskap sínum til skila. Slik hætta er ávallt til staðar þegar skáld telja sig hafa mikilvæg- an boðskap fram að færa og Ijóst er að Ámi Larsson lítur ekki á skáldskap sem dútl eða daður við fegurðina. Því miður verður ádeilan á stundum innantóm, orðaflaumur og upphrópanir, en á stundum sviður líka undan, því Ámi er oft bæði orð- hagur og hugkvæmur. Arni Larsson: Athyglisvert skáld. E.ÓI. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Slaghörpuorð er allmikil bók vöxtum og skiptist í sjö bálka, mis- langa og misheildstæða. Þeir era einnig að mínu viti misvel heppnaðir, einna best þykir mér hon- um takast upp í stysta bálkinum, ... Og Don Kík- óte raular ... Einnig er margt athyglisverðra ljóða í síðasta bálki TA BÚ BA BÚ TA BÚ BA BÚ (titillinn er einkennandi fyrir margar upp- setningartilraunir þessarar bókar) en sá bálkur er þó til muna ósamstæðari. Bálkur- inn Aköll veruleika- leysis birtir skýrt heimsmynd skáldsins, sundraðan, trylltan og tættan heim sem minnir óneitanlega á módernískan skáld- skap sjötta og sjöunda áratugarins. í upphafi bókar vitn- ar höfundur í banda- riska bítnikkaskáldið Ferlinghetti, og ekki að ástæðulausu. Margt er líkt með skyldum. grunar að Ámi Lars- son hafi ætlað sér að færast meira í fang með þessari bók sinni en fyrram og má segja að hafi tekist að nokkru leyti en að öðru leyti miður. Þó er ljóst að Árni Larsson er athyglisvert skáld sem tekur sjálfan sig alvarlega ... en stund- um um of. Árni Larsson: Slaghörpuorð. 7 bálkar Ljóðasmiðjan sf. Reykjavík 1999 Frá Opna Listaháskólanum í dag Id. 12.30 heldur Ásmundur Ásmunds- son myndlistarmaður fyrirlestur í stofu 024 í LHÍ í Laugamesi er nefnist „Criticism and Space“. Þar verður leitast við að svara spum- ingunni um hvert sé eðli listgyðjunnar og verða skyggnur skoðaðar í því samhengi. Á miðvikudaginn kl. 12.30 ílytur Katrín Páls- dóttir iðnhönnuður fyrirlestur þar sem hún fjallar um verk ungra evrópskra hönnuða. Hann verður í LHÍ í Skipholti, stofu 113. Meðal námskeiða sem em að heflast er eitt í módelteikningu fyrir byrjendur og lengra komna. Góður undirbúningur undir listnám. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmað- ur og hefst kennslan í Skipholti 1 í kvöld kl. 18. Annað kvöld kl. 18 hefst námskeið um mynd- gerð, efni, áhöld og liti. Fjallað verður um lita- meðferð, pappírsnotkun og einfaldar grafíkað- ferðir og unnið með efni eins og blek, vatnslit, akrýl- og þekjulit, lakk, vax o.fl. Námskeiðið getur nýst sem undirstaða undir myndlistar- nám eða sem endurmenntun. Kennari er Sigur- borg Stefánsdóttir og kennt verður í Skipholti 1. Annað kvöld hefst líka fyrirlestraröð um samtímamyndlist, tímabilið frá 1960-1995 inn- anlands og utan. Skýrð verða hugtök á borð við naumlist, Fluxus, popplist o.fl„ fjallað um þær róttæku breytingar sem orðið hafa í myndlist og helstu vaxtar- brodda innlendrar og er- lendrar listar á síðustu tíu til tólf árum. Fyrirlesari er Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur (á mynd). Kennsla fer fram í Skipholti 1 þriðjudaga og fimmtudaga 2.-18. nóvember kl. 20-22.30. Vasahandbækur Mál og menning hefur gefið út tvær hand- bækur í vasabroti, Fána heimsins og Heimsatlas. í þeirri fyrmefndu eru allir þjóð- fánar heims auk fána héraða, yfírráða- svæða, flotafána, fána alþjóðasamtaka og fána sem ekki eru lengur í notkun en skipt hafa máli í rás sögunnar. Fánam- ir em allir sýndir f réttum litum og fjallað er um tilurð þeirra, sögu og táknfræði á skýran og greinargóðan hátt og þannig gerð skil hugmyndun- um sem búa að baki þeim og hlut- verki þeirra í lifi þjóðanna. Bókin verður því í senn yfirlit yfir stjóm- málasögu allra sjálfstæðra ríkja heimsins og lýsing á helstu stað- reyndum um fána, svo sem liti, hlutfóll og lögun. Einnig er íjallað mn skjaldarmerki rikja og embætta, helstu hugtök í skjaldarmerkja- fræði skýrð og saga einstakra skjaldarmerkja rakin. Heimsaltlas er smækkuð og handhæg útgáfa af Heimsatlas Máls og menningar sem út kom á síðasta ári. Saman em þessar litlu bækur hentug leið til að kynna sér fljótt og örugglega það helsta um lönd og þjóðir nútímans. Þetta era bækur fyrir skól- 'ann, vinnuna og ferðalagið. /i* Pálsætt undan Jökli Þjóðsaga hefiu gefiö út bókina Pálsætt und- an Jökli eftir Óskar Guðmundsson. Þetta er sagnfræðilegt ættfræðirit með Snæfellsnes að sögusviði og skiptist í tvo þætti: Ævir og aldar- far undir Jökli og niðjatal Páls Kristjánssonar. í fyrri hluta bókarinnar er sagt frá tilurð Pálsættar með Pál Kristjánsson bama- karl og kennara í sögumiðju. Rak- in er saga hans og móður hans, Guðrúnar Jónasdóttur, varp- að ljósi á ævikjör fólksins og aldarfar á þessum slóðrnn á síðustu öld. ítarlegur kafll er um forfeður og mæður Páls og miðlað ýmsum fróð- leik af Snæfellsnesi. Höfundur hefur unnið að verkinu í mörg ár og víða leitað fanga og er fengur að bókinni fyrir áhugafólk um sagnfræði og persónusögu. Hér er sagt frá alþýðufólki með það að leið- arljósi að saga ætta hinna fátæku sé einnig saga þjóðarinnar. Ritnefnd bókarinnar skipa auk höfúndar Kristján Valdimarsson og Páll Bragi Kristjónsson. Umsjón Silja Adalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.