Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 18
18 enning MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 JjV www.akademia.is Heimasíða ReykjavíkurAkademíunnar - www.akademia.is - var opnuð formlega í fræðasetrinu í JL-húsinu á föstudaginn við mikinn fögnuð. Vöxtur Akademíunnar hef- \ ur verið ótrúlega hraður og nú er svo kom- ið að 40 fræðimenn starfa þar undir sama Iþaki, allir á sviði hug- og félagsvísinda - bókmenntafræðingar, sagnfræðingar, heim- spekingar, fomleifafræðingar, málfræðing- ar, táknfræðingur, íslenskufræðingar, þjóð- fræðingar, lögfræðingar, félagsfræðingar, félagssálfræðingur og stjórnmálafræðingur svo eitthvað sé nefnt. Að auki eru um 100 fræðimenn tengdir félaginu óbeint - eru fé- lagar í RA þó að þeir hafi ekki aðstöðu í JL- húsinu. Samfélagið í húsinu er hið ánægjulegasta enda hópurinn góð blanda af þaulreyndum fræðimönnum og ungu fólki sem er að byrja að fóta sig á fræðabrautinni. Akademían var fyrir nokkrum dögum að gefa út sína fyrstu bók í nýrri ritröð í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, Arf og umbylt- ingu eftir Svein Yngva Egilsson (sem nánar er fjallaö um hér til hliðar), og á fyrstu mín- útu árþúsundsins ætlar hún að gefa út þrjár bækur í enn einni ritröðinni sem er unnin í samvinnu Bjarts og ReykjavíkurAkademí- unnar. Þarna hefúr skapast afar spennandi i vettvangur fyrir fræðimenn utan háskólans sem gaman verður að fylgjast með. óþarfur íslenskum hagsmunum eins og það er gjarnan orðað! Hann málaði sig út í horn með pólitískum barnaskap og var nán- ast útskúfaður úr sam- félagi íslendinga í Kaupmannahöfn, og nú á dögum er eigin- lega ekkert lesið eftir hann annað en Dagbók í Höfn. En hann gerði samt spennandi hluti með arfmn og tengir hann ekki bara ís- lenskri sjálfstæðisbar- áttu heldur alþjóðlegri frelsisbaráttu. Hann er alltaf með hugann austur í Ungverjalandi þar sem urðu mikil átök um miðja 19. öld. Þeirra Jón Sigurðsson hét Lajos Kossuth og Gísli yrkir merkileg Magyaraljóð um Kossuth og baráttu hans og félaga hans og færir þessa samtíma- baráttu úti í Evrópu í goðsögulegan búning eddanna og fornaldar- sagna. Samsetningar- tæknin sem hann beit- ir er nýstárleg í ljóða- gerð 19. aldar og ég tel að Gísli sé vanmetið skáld. En sá höfundur sem heillaði mig í raun og veru mest var Grímur Thomsen," segir Sveinn Yngvi að lokum. „Hann er ráðgáta, svo skemmtilega dulur á marg- an hátt en um leið vísar hann út fyrir sig í samtímaumræð- una og evrópsk- ar bókmenntir sem hann var víð- lesinn i. Það reynir virkilega á mann að takast á við Grím. Fyrir á að giska tíu árum varð vakning í Jónasarfræðum og mikil skriða fór af stað. Nú er kannski röðin komin að Grími.“ Komdu nær Leikstjórastaðan við Þjóðleikhúsið sem aug- lýst var í sumar hefur verið veitt Guðjóni Pedersen (á mynd) og mun hann fyrst stýra verkinu Komdu nær (Closer), bresku sam- tímaverki eftir Patrick Marber sem slegið hefur í gegn víða í Evr- ópu. Það segir frá fjórum manneskjum, tveimur körlum og tveimxu’ konum sem rugla saman reytum sínum sitt á hvað, en þemað er hið vinsælasta á okkar dögum: Ástin og hverfulleiki hennar á öld neyslu og hraða. Ekki vakti slst athygli þegar það var frumsýnt í Englandi fyrir fáeinum árum að það notaði tölvupóst fyrst sviðsverka og var letrinu varpað á stóran skjá á baksviði. Samkvæmt því sem við höfum hlerað er Guðjón búinn að velja í hlutverkin. Konum- ar leika Elva Ósk Ólafsdóttir DV-verðlauna- hafl og Brynhildur Guðjónsdóttir (Rent) en karlana leika gamlir bekkjarbræður úr Leiklistarskólanum og félagar á sviði ótal sinnum síðan: Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur. Þá er bara að fara að hlakka til. Hálsmen frá 19. öld sem kallast „Hönd Fatímu“ og er ætlað að flæma burt hið „illa auga“, Fatíma var eftirlætisdóttir Múhameðs spá- manns og ákaflega gæskurík kona. Mynd úr bókinni. Fortíð og samtíð - En hvers vegna Napóleon, Sveinn Yngvi? „Napóelon er eiginlega tákn- gervingur 19. aldarinnar í þessu samhengi," svarar hann. „Bókin fjallar um það hvemig skáldin vinna úr arfinum, nota íslenskar fornbókmenntir til að bregða birtu á evrópsk samtímamálefni. Napóleon hélt þessum tengslum auðvitað að fólki í Evrópu, minnti á forna fyrirrennara sína og skáld víða um Evrópu lofsungu hann einmitt með til- vísun í rómverska keisara og aðra slika. í íslenskri rómantík kveður mikið að þessum tengsl- um þegar skáldin yrkja um sam- tímamál og samtímamenn - til dæmis má nefna Jón Sigurðsson sem var vinsælt yrkisefni ekki síður en Napóleon, en einnig al- menn baráttumál 19. aldar eins og Alþingismálið. íslensku skáldin, til dæmis Jónas Hall- grímsson, Grímur Thomsen og Benedikt Gröndal, eru alltaf með annan fótinn í fornöldinni og Svein Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur. kunna þá list að nýta sér arfinn á skapandi hátt. Þeir nota hann til þess að G-fs]í VðlimCtÍllIl skilgreina jafnólík efhi og heimspeki sam- tímans og ástina. Gröndal er með sínum ljóð- - Nú er 19. öldin talsvert um um gyðjuna Freyju að gripa inn í orð- vel kannað bókmenntaland ræðu samtímans í grannlöndunum um ást- og þú hefur sjálfur áður ina: Hvemig er hún? Hverjar eru rómantísk- rannsakað verk Jónasar ar skilgreiningar á ástinni? Sú umræða Hallgrímssonar. Hvað - haföi farið fram annars staðar á Norðurlönd- eða hver - kom þér mest um, til dæmis í skáldskap Adams á óvart í vinnunni við Oehlenschlager, einmitt með tilvísun í þessa bók? Freyju og ketti hennar. Ég færi líka rök fyr- „Ég held að það hafi ir því í bókinni að Grímur Thomsen tali við verið Gísli Brynjúlfs- sjálfan Henrik Ibsen á skáldlegum nótum um son sem var dósent í þjóðernisrómantík, skrifi jafnvel gegn hon- íslenskum fræðum um í verkum sínum, en báðir eru þeir að við Hafnarháskóla frá 1874. vinna úr fomum minnum. í Grími og Ibsen Hann skrifaði og talaði í andstöðu takast á rómantíker og raunsæismaður." Jón Sigurðsson og varð afar óvinsæll - þótti „Fyrir tugþúsundum ára, löngu áður en ritmálið var fundið upp, virðist mannskepnan hafa iðkað trúarbrögð. Vendilega útskorn- ar smástyttur, fag- urlega málaðar hellamyndir og flóknar greftranar- athafnir má með hliðsjón af síðari tíma samsvöran- um túlka sem vitn- isburð um trúar- iðkun. Allt frá for-' sögulegum tíma hefur trú á einhvers konar máttarvöld æðri manninum átt stóran þátt i því að skil- greina og skapa menningarsam- félög og auk þess þjónað þeim til- gangi að draga úr umkomuleysi mannsins og augljósum end- anleik mannlegr- ar tilvistar." Svo segir í inngangsorðum nýrrar bókar, Trúarbrögð heimsins, sem Michael D. Coogan ritstýrir. í henni mætast sjö heimar - gyðing- dómur, kristindómur, islam, hindúasiður, búddasiður, kín- versk og japönsk trúarbrögð, og er þess freistað að lýsa trúarlífi mannkyns að fornu og nýju án áróð- urs og fordóma. Þótt þessir heimar virðist í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt geyma þeir allir djúpa reynslu og mikla leyndardóma - tján- ingu þess sem er æðra öllum skiln- ingi. Sjö sérfræðingar, all- ir meðal fremstu fræði- manna á sínu sviði, hafa lagt bók- inni til efhi. Þeir draga fram megineinkenni þessara helstu trú- arbragða og miða val sitt einkum við þrennt: Fjölda þeirra sem játa trúna, útbreiðslu hennar og sögu- legt gildi. Hver þeirra skrifar heil- an og sjálfstæðan bókarhluta um Nýtt fræðirit um 19. öldina, Arfur og umbylting eftir Svein Yngva Egilsson bókmenntafræð- ing, skartar kápumynd af glæsi- legu málverki Davids af Napóle- on Bonaparte þar sem hann er á leið yfir Alpana á vökrum gæð- ingi. Myndin gefur undir eins til kynna að hér sé fjallað um róm- antík, og þegar gluggað er í efn- ið kemur í ljós að fyrsti kaflinn fjallar um Fjölnismenn og aðrar helstu persónur bókarinnar eru skáldin Grímur Thomsen, Bene- dikt Gröndal og Gísli Brynjúlfs- son. sitt efni og er þá byrjað á upprana trúar- bragðanna og rakin söguleg þróun þeirra, fjallað um eðli guðdómsins, helga texta og helga staði, helga menn og vitringa, siðareglur, hug- myndir um líf eft- ir dauðann og loks ram samspil trú- arbragða og samfélags, enda hafa trú- arleiðtogar átt ríkan þátt í því að móta þjóðem- isvitund og stjómmál á ýmsum tímum mann- kynssögunnar. Er ekki bitið úr nálinni með þau áhrif enn í dag. Helsta prýði bókarinn- ar eru rúmlega 250 lit- myndir af fólki, stöðum, helgum táknum, bygging- um, gripum, helgimyndum og helgiritum. Einnig era í henni litprentuð landakort, vandaðar skýringarmyndir og nafnaskrá. Ingunn Ásdísardóttir þýddi verk- ið en Mál og menning gefúr það út. Harry Potter slær í gegn Ein af útgáfubókum Bjarts fyrir jólin er fyrsta bókin um Harry Potter eftir Joanne K. Rowling sem hefur orðið ótrúlega vinsæl í Bretlandi, heimalandi höfundar, og víðar í Evrópu. Þetta era bækur fyrir böm sem fullorðnir lesa líka og byrja að segja frá Harry þegar hann er 10 ára og kemst að því að hann er galdramaður og á að fara í sér- stakan galdramannamenntaskóla. Harry hefur lokkað bresk böm og unglinga frá tölvunni að bókinni og er litið á höfundinn sem algera galdrakerlingu fyrir vikið. Harry hefur líka slegið svo í gegn í Bandaríkjunum að frægustu kvik- myndaleikstjórar þar í landi grát- biðja um að fá að leikstýra bíómynd- inni, þeirra á með- al Steven Spiel- berg, Jonathan Demme og Chris Columbus sem gerði Home Alone- myndirnar. Kvikmyndaréttinn að fyrstu tveimur bókunum seldi höfundur fyrir sjö stafa upphæð í pundum en tók fram að hún vildi alls ekki teiknimynd. Eitt af því sem gerði bókina svona vinsæla væri einmitt sambland veraleika og fantasíu, en í teikni- mynd er allt mögulegt hvort sem er. Joanne ólst upp við erfiðar aðstæöur og hefur verið blönk alla sína ævi þangað til núna. Hún er einstæð móðir fimm ára dótt- ur og segir að aðalhættan í ríkidæminu sé að hún drekki barninu sínu í gjöfum. Trúarbrögð heims í einni bók Nýtt fræðirit kannar tengsl fornra bókmennta og samtímaviðburða á 19. öld: Grímur er ráðgáta 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.