Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 DV nn Ummæli kammtíma- minni Stein- gríms „Ertu búinn aö gleyma því Steingrímur (J. Sigfússon), að leyf- ið fyrir Fljótsdals- virkjun var gefið út í apríl 1991? Þá varst þú sam- gönguráðherra | og ég minnist þess ekki að þú haf- ir mótmælt því opinberlega." Kriotinn H. Gunnarsson al- þingismaður, í Morgunblað- inu. Úr skugga Stóru- Boggu „Ef einhver hinna íslensku „míni-Bjarka“ á skilið að kom- ast út úr skugga Stóru-Boggu er það nefnilega hún Emilí- ana.“ Dr. Gunni, í Fókus. íslendingar í sæluvímu „Fer nú mjög vaxandi gremja í garð hins bandaríska hroka, ekki síst meðal | bandamanna í sjálfu NATÓ. En íslendingar taka vitanlega ekki eftir slíku: þeir eru enn í sælli vimu yfir því að Hillary Clint- on gat sagt það blaðlaust að við værum stórkostleg þjóð.“ Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Eins og í tómri tunnu „Túlkun Laukka var ótrú- lega stirðbusaleg og köld. Tækniiega var frammistaðan ekki heldur alltaf góð, í byrjun var söngvarinn t.d. ekki alltaf öruggur á neðri nótunum, sem hljómuðu eins og innan úr tunnu." Jónas Sen í tónlistargagn- rýni, í DV. Þung er ábyrgð landsmanna „Þenslan er á sam- eiginlega ábyrgð landsmanna allra.“ Hjálmar W. Árna- son alþingismað- ur, í Degi. Viljum föst störf „Þetta fólk virðist ekki skilja að Austfirðingar þurfa bráð- nauðsynlega að fá störf sem verða föst hér fyrir austan, ekki störf sem hægt er að flytja suð- ur með einu pennastriki þegar fjárfestamir vilja.“ Rúnar Þór Hallson, íbúi á Fá- skrúðsfirði, í Morgunblaðinu. Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar Straumnesviti. Ö Hornbjargsviti J Grlmsey Q Rauöignjúpur (J Fontur Þverfjall Seljalandsdalur jSúðavík J Dynjandisheiöl j J Patreksfjörður Bjargtangar GilsprðurQ Gufuskálar Q :o Gjögur Siglufjaröarv. ^ Siglunes Siglufjöröur-J Q Dalvtk Kolka Q Neslandatangi Q Vopnafjaröarheiöi q Dalatangi Fjaröarheiöi O J ‘JGagnheiöi Möörudalsöræfi O Holtavöröuheiði Þingvellir Reykjavík J Straumsvíkö Hellisheiði q GaröskagavitiQi J Búrfell J Sandbúðir Q Þúfuver JVeiöivatnahraun O Jökulheimar Hallormsstaöur Kambánes J Hvanneyri Grindavík - JOr Þorlákshöfn Skaftafell (j ■ Mýrdalssandur Skaröfjöruviti Guðný Kristjánsdóttir, formaður Leikfélags Keflavíkur: Fæ heimþrá í Reykjavík DV, Suðurnesjum: „Eg er alltaf jafn stolt og þakklát og með tárin í augunum á hverri frumsýningu, hvort sem ég er að leika eða koma nálægt leiksýning- unni á annan hátt,“ segir Guðný Kristjánsdóttir, formaður Leikfélags Keflavikur, en félagið sýnir um þessar mundir söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart. Hann er sem kunnugt er byggður á sögu ____________________________ Charles Dickens um mun- Maftni* rlaocinc aðarleysingjann Oliver IVIdOUr Udgdllld Twist. ---------------------------- eru þó alltaf nokkrir fullorðnir sem eru með í hverri sýningu. Mér finnst það aðdáunarvert hvað fólk færir miklar fómir í svona áhuga- leikfélögum þar sem það leggur á sig að æfa kannski í sex vikur á hverju kvöldi fyrir leiksýningu. Við segjum að þetta sé eins og í íþrótt- unum, að leiklistin sé ákveðið for- varnarstarf gegn vímuefnum. Það eru ekki allir sem hafa áhuga á --------------------------- íþrótt- um svo það fólk Leikfélag Keflavíkur var stofnað 1967 og hefur yfirleitt verið mjög virkt. Síðustu ellefu ár hafa verið settar upp leiksýningar á hverju ári og stundum tvær árlega. Guðný hef- ur verið viðloðandi leiklistina mjög lengi og verið formaður í sex ár. „Ég var 14 ára þegar ég lék fyrst, þá var ég hérakríli í Rauðhettu og úlf- inum sem var mjög skemmtilegt hlutverk. Þá varð ekki aftur snúið og ég held að ég haf! verið með á hverju ári síðan, ýmist að leika eða vera þátttakandi frá annarri hlið. Ég held að Hulda Ólafsdóttir sem var hér leikstjóri og lék einnig mik- ið hafl smitað mig af leiklistaráhug- anum. Hún hefur verið vakin og sof- in yfír velferð leikfélagsins undan- farin ár en hefur nú tekið sér frí í bili.“ Guðný segir það vera ákveðinn kjarna sem sé undirstaða leikfélags- ins. „Það er núna að koma inn mik- ið af ungu fólki sem tekur alltaf þátt í sýningum og það kemur til með að taka við af eldra fólkinu sem er smátt og smátt að draga sig út. Það kemur til okkar af því það hefur áhuga á að koma fram og leika. Ég tel að þetta sé mjög hollur og góður félagsskapur þar sem allir eru að keppa að sama markinu og reyna að gera sitt besta.“ Guðný er stuðningsfull- trúi í Heiðarskóla en hafði áður starfað við leikskóla í ellefu ár. „Leiklistin nýttist mér vel á leikskólanum og gerir það reyndar í stuðningsfulltrúa- starfinu líka, þó á annan hátt.“ Að sjáif- sögðu er leiklistin aðaláhugamál Guð- nýjar. „Síðan hef ég mjög gaman af því að syngja og hef áhuga á að læra söng og raddbeit- ingu. Ég er ný- byrjuð að syngja með kirkjukór DV-mynd Arnheiður Keflavíkurkirju og fæ þar nokkra útrás fyrir sönggleðina." Hún er fædd og uppalin í Keflavík og segist aldrei ætla að flytja þaðan. „Ég fæ meira að segja heimþrá ef ég fer til Reykjavíkur." Guðný segist reyna að nota frístundirnar til að vera með fjölskyldunni en maður hennar er Júlíus Guðmundsson og eiga þau tvær dætur, þær Kristínu Rán, sjö ára, og Brynju ír sem er eins árs. Júlíus er líka Keflvíkingur og starfar hjá Gjorby margmiðlun. „Hann hefur líka áhuga á leiklist og sýnir mér því mikinn skilning. Hann hefur bæði samið, spil- að, þýtt og leik- ið og þýddi meðal annars leikritið Stælta stóð- hesta sem Leikfélag Keflavíkur fór síðan með í Þjóðleik- húsið síðast- liðið vor.“ -A.G. Listvefnaður v í Meistara Jakob Fram til 9. nóvember verður kynning á listvefn- aði eftir Þorbjörgu Þórðar- dóttur í Meistara Jakob list- húsi á Skólavörðustíg 5, ennfremur verða kynnt efni __________' sem hún Sýningar Þorbjörg stundaði myndlistamám X við MHÍ og framhaldsnám í Stokkhólmi. Hún hefur unnið lengi að list sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi sem og er- lendis. Mörg verka hennar eru í eigu safna og opin- berra stofnana. Meistari Þorbjörg Þórðardóttir sýnir listvefnað. Jakob er opinn virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-14. Myndgátan Sækir kirkju Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Tinna Gunn- laugsdóttir leikur Fedru í uppsetn- ingu Þjóðleik- hússins. Racine og Fedra í kvöld verður flutt á vegum Listaklúbbs Þjóðleikhúskjallarans dagskrá um franska sautjándu aldar leikskáldið Racine og harm- leik hans Fedru sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Melkorka Tekla Ólafs- dóttir, leiklistarráðunautur Þjóð- leikhússins, fjallar um Jean Racine og gullöld franskra bók- mennta. Leikararnir Tinna Gunn- laugsdóttir, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son og Halldóra Björnsdóttir leika valin atriði úr-------------— verkinu. Þá mun Leikhús Svemn Einars-__________________ son leikstjóri spjalla um leikritið Fedru og uppsetningu sína. Racine var óskorðaður meistari harmleiksins á sinni tíð, líkt og Moliere var meistai gamanleikj- anna. Verk hans áttu eftir að hafa ómæld áhrif á bókmenntir ann- .arra þjóða, ekki sist i Bretlandi, þýskalandi og Rússlandi. Leikrit Racine hafa verið vinsælt við- fangsefni fræðimanna og leikhús- fólks í rúmar þrjár aldir, ekki síst i heimalandi hans. Húsið opnar kl. 19.30 en dag- skráin hefst kl. 20.30. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfrr. Bridge Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi, Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen fengu topp- skor í þessu spili í sjöttu umferð Reykjavíkurmótsins. Þeir komust í ágæta slemmu í tígli, en aðeins eitt annað par í salnum náði slemm- unni. Aðalsteinn og Sverrir sátu í NS en andstæðingar þeirra voru Ragnar Hermannsson og Svavar Björnsson sem enduðu í fjórða sæti keppninnar. Norður gjafari og eng- inn á hættu: * D843 * 52 •* D109873 * G7 * 1082 ♦ KD1032 * ÁG73 ♦ ÁG976 * G ♦ 54 * KD964 ♦ K10 * ÁK6542 ♦ Á986 * 5 Norður Austur Aðalst. Ragnar 1 ♦ 1 * 3 ♦ pass 5 4 pass Suður Vestur Sverrir Svavar 2 4» pass 4 grönd pass 6 ♦ p/h Tígulopnun Aðalsteins var precision og lofaði ekki endilega tígli. Tvö hjörtu var krafa og Aðal- steinn þurfti að velja um sögn. Tvær komu til greina, 2 grönd og þrír tíglar og Aðalsteinn valdi þá síðarnefndu, enda lýsir hún betur eðli handarinnar. Sverrir taldi þá ekki eftir neinu að bíða, spurði um ása (RKCB- trompkóngur talinn sem ás) og Aðalsteinn sagðist eiga tvo og trompdrottning- una með 5 spaða svari sínu. Ragnar spilaði út laufkóng í upphafi og Aðal- steinn drap á ás- inn. Hann lagði nú niður KD í tígli og spilaði síðan lág- um spaða að heim- Aðalsteinn an. Austur þurfti Jörgensen. að taka ákvörðun um hvort hann setti lítið spil eða ásinn og ákvað að fara upp með ás, enda viss áhætta því samfara að setja lítið spil. Þarmeð voru tólf slagir í húsi, en þeir hefðu einnig komið ef Aðal- steinn hefði svinað spaðatíunni. Að- alsteinn taldi sig hafa getað spilað nákvæmar. Best hefði verið að taka á tígulkónginn í upphafi en spila síðan tígli á ásinn. í 2-2 trompleg- unni, gefur þaö sagnhafa færi á að reyna að fría hjartalitinn, áður en ákvörðun er tekin í spaðanum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.