Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1999, Blaðsíða 41
-OV MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1999 53 Verk á sýningu sex listamanna í Nýlistasafninu. Fjar- skyn í Nýlistasafninu stendur yfir sýningin Fjar-skyn. Þetta er sýn- ing sex listamanna sem eru: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Cathrine Evelid, Helga G. Óskarsdóttir, Ing- vill Gaarder, Ólöf Ragnheiður Björnsdótth’ og Stine Berger. Það sem leiðir þessa listamenn saman er að þeir eru allir búsettir í London og hafa dvalið þar um skeið við framhaldsnám í mynd- list. Sýningar Verkin á sýningimni eru sett fram i formi myndbanda, ljós- mynda og innsetninga. Anna Júl- ía sýnir ljósmyndir og myndband þar sem hún tekst á við umhverf- ið í London. Chatrine Evelit vinn- ur með textainnsetningu en við- fangsefni hennar er listasagan og ímynd listamannsins. Helga Ósk- arsdóttir vinnur með fundna hluti úr umhverfinu. Verk hennar er í formi innsetningar og mynd- bands. Ingvil Gaarder sýnir ljós- myndir en verk hennar eru undir áhrifum úr heimi hryllings- mynda. Ólöf Björnsdóttir sýnir verk sem varða daglegt umhverfi hennar. Stine Berger sér starf listamannsins sem nátengt starfi vísindamannsins. Framsetning verka hennar eru skúlptúrar, myndbönd og ljósmyndir. Sýning- in stendur til 14. nóvember. Egilsbúð, Neskaupstað: KK og Maggi Eiríks á Austurlandi Félagamir Magnús Eiríksson og KK, Kristján Kristjánsson, hafa á undanfömum vikum verið á tón- leikaferðalagi og þess á milli verið í hljóðveri að taka upp á nýja plötu, nú er sú vinna að mestu lokið og þeir lagstir í útlegð eina ferðina enn á tónleikaför sinni sem þeir kalla Óbyggðirnar kalla. Dvöldu þeir á stefnan tekin á Akureyri. Á tónleik- Austurlandi um helgina og halda unum flytj^ þeir lög af nýju plöt- áfram tónleikahaldi í_______________________unni sem kemur út fyrir þeim landshiuta, em í Cltammtonfr jól auk þess sem þeir Egilsbúð, Neskaupstað, OlVdllllllðllir flytja lög af plötunni, í kvöld, annað kvöld Ómissandi fólk, sem skemmta þeir á Seyðisfirði, mið- þeir félagar gerðu fyrir fáum árum vikudag á Egilsstöðum og síðan er og var vel tekið. Magnús Eiriksson og KK eru meðal bestu og vinsælustu tónlistar- mönnum landsins og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. Magnús hefur verið meðal bestu lagahöfunda allt frá því snemma á áttunda áratugnum auk þess sem hann hefur leikið í hljóm- sveitum eigin lög og annarra. Þá hefur hann löngum verið iðinn við blúsinn. KK, sem kom fram seinna, er einnig mikill blúsmaður. Hann kom eins og stormsveipur inn í ís- lenskt tónlistarlíf á níunda áratugn- um, þá margsjóaður eftir veru sína í Svíþjóð og fleiri löndum. Magnús Eiríksson og KK flytja ný og gömul lög í Neskaupstað í kvöld. Gaukur á Stöng í kvöld er það ein af okkar allra bestu og fjölhæfustu söngkonum, Andrea Gylfa, sem skemmtir á Gauknum í Tryggvagötu. Annað kvöld verður síðan Stefnumót á veg- um Undirtóna. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri rigning 1 Bergstaðir úrkoma í grennd 2 Bolungarvík slydduél 1 Egilsstaðir 2 Kirkjubæjarkl. skýjað 6 Keflavíkurflv. skýjað 3 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík skýjað 4 Stórhöfði alskýjað 4 Bergen skúr á síð. kls. 10 Helsinki alskýjað 8 Kaupmhöfn skýjað 13 Ósló alskýjað 9 Stokkhólmur þokumóða 8 Þórshöfn skúr 9 Þrándheimur skýjað 12 Algarve léttskýjað 21 Amsterdam léttskýjað 14 Berlín skúr á síð. kls. 14 Chicago þokumóða 10 Dublin léttskýjað 13 Halifax skýjað 9 Frankfurt léttskýjað 15 Hamborg skýjað 13 Jan Mayen skúr 1 London léttskýjað 15 Lúxemborg hálfskýjað 12 Montreal léttskýjað ¥ Narssarssuaq heiðskírt Hs New York þokumóða 14 Paris léttskýjað 16 Róm skýjað 22 Vín léttskýjað 16 Washington þokuruðningur 9 Winnipeg heiðskírt 1 Slydda eða rigning á norðanverðu landinu Noröaustan 18-23 m/s norðvest- antil, en annars 10-15 m/s. Slydda eða rigning á norðanverðu landinu og skúrir á Austurlandi, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suð- vestanlands. Hiti 1 til 6 stig, en ná- lægt frostmarki norðvestantil. Veðrið í dag Sólarlag í Reykjavík: 17.13 Sólarupprás á morgun: 09.12 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 12.45 Árdegisflóð á morgun: 01.36 ísland og umheimurinn Á morgun flyt- ur Anna Agnars- dóttir, dósent við sagnfræðiskor Há- skóla íslands, fyr- irlestur sem hún nefnir: Umheim- urinn ásælist ís- landsverslunina. Fundurinn verður haldinn í Þjóðar- bókhlöðu á 2. hæð .. , í hádeginu Agnarsdottir. (12.05-13.00) og er hluti af fyrirlestr- aröð sem nefnd hefur verið: Hvað er hagsaga? Anna Agnarsdóttir hefur meðal annars fengist við rannsókn- ir á verslunarsögu um árabil og að- Samkomur allega einbeitt sér að samskiptum íslendinga og Breta, einkum á átj- ándu og nítjándu öld. Eðli listagyðjunnar Ásmundur Ásmundsson mynd- listarmaður flytur fyrirlestur sem hann nefnir Criticism and Space í Listaháskólanum, í dag kl. 12.30. Mun hann leitast við að svara spumingunni um hvert sé eðli list- gyðjunnar og verða skyggnur skoð- aðar í því samhengi. Hverju trúa þeir? í Biblíuskólanum, Holtavegi 28, hefst í kvöld námskeiðið Hverju trúa þeir? Verður námskeiðinu framhald- ið næstu tvo mánudaga. Kennarar eru Gunnar J. Gunnarsson lektor, sem mun íjalla um kirkjudeildir og mismun þeirra og Pétur Pétursson prófessor, sem mun fjalla um þróun og trúarsálfræði safnaða. Kennslu- tíminn er frá kl. 20-22. Brynja Bjarney Systkinin á myndinni heita Róbert Orri, tveggja ára, og Brynja Bjamey. Brynja fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísa- firði 28. april síðastliðinn. Við fæðingu var hún 3950 Barn dagsins grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar systkinanna eru Pálína Ásbjörnsdóttir og Vignir Þór Jónsson. Brynja og Róbert eiga þrjú hálfsystkini, Magnús Þór, Önnu Margréti og Mörtu. Fjölskyldan býr í Súðavík. Stelpur eru ofarlega í huga strák- anna í American Pie. Amerísk baka American Pie sem sýnd er í Sam-bíóunum hefur notið mikilla vinsælda að undanfomu. Um er að ræða gamanmynd og þykir húmorinn minna mjög á There’s Is Something about Mary sem seg- ir okkur að hann er frekar grófur og villtur. American Pie fjallar um þaö sem ungir sveinar þurfa að fara í gegnum, að losna við sveindóm- inn. Okkar strákar í myndinni eru nánast miður sín. Hormónarnir ///////// Kvikmyndir flæða um líkamann en ekkert gengur hjá þeim enda eru þeir með eindæm- um klaufalegir í öllum sínum til- burðum og ekki bætir upp nánast engin reynsla af hinu kyninu. Það sem þeir ná ekki að skilja er aö stelpunum er alveg jafnannt um að missa meydóminn. í stað þess að grípa gæsina eru þeir í töffara- leik sem ekki gengur upp. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Runaway Bride Saga-bíó: Konungurinn og ég Bíóborgin: October Sky Háskólabíó: Instinct Háskólabíó: Bowfinger Kringlubíó: South Park ... Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: Út úr kortinu Stjörnubíó: Hlauptu, Lola, hlauptu * Gengið Almennt gengi Ll 29. 10. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenai Dollar 70,890 71,250 72,410 Pund 116,190 116,790 119,320 Kan. dollar 48,150 48,450 49,450 Dönsk kr. 10,0250 10,0800 10,2100 Norsk kr 9,0040 9,0540 9,2890 Sænsk kr. 8,5850 8,6330 8,7990 R. mark 12,5341 12,6094 12,7663 Fra. franki 11,3612 11,4294 11,5716 Belg.franki 1,8474 1,8585 1,8816 _ Sviss. franki 46,4700 46,7300 47,3400 9 Holl. gyllini 33,8177 34,0209 34,4441 Þýskt mark 38,1037 38,3326 38,8096 ít. líra 0,038490 0,03872 0,039200 Aust. sch. 5,4159 5,4484 5,5163 Port. escudo 0,3717 0,3740 0,3786 Spá. peseti 0,4479 0,4506 0,4562 Jap. yen 0,674800 0,67890 0,681600 Irskt pund 94,626 95,195 96,379 SDR 98,020000 98,61000 99,940000 ECU 74,5200 74,9700 75,9000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.