Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Fréttir „Maður hlýtur að spyrja sig hver réttur okkar foreldra sé sem höfum ítrekað orðið fyrir vinnutapi þegar börnin eru send heim. Ef horgin er að koma sér undan málsókn með þessum aðgerðum þá er ljóst að lög hafa verið brotin á okkur,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson auglýsinga- stjóri í samtali við DV. Gylfi Þór er i hópi foreldra sem eiga böm á leikskólanum Jörfa. Foreldrafélagið í Jörfa samþykkti á dögunum að fá foreldrafélög í öör- um leikskólum til samstarfs um að mæta einn dag á næstunni með öll börnin í Ráðhús Reykjavíkur, í stað þess að senda þau í skólann, í mót- mælaskyni við síversnandi ástand á skólunum. Gylfi Þór segir að nú sé unnið að skipulagi þess máls. „Dvalarsamningum hefur verið sagt upp formlega á Jörfa og búið að tilkynna að hver deild á Jörfa verði lokuö að minnsta kosti eina viku í desember. Það blasir því við frekara vinnutap og tekjumissir. Mér þætti ekki ótrúlegt að foreldrar byndust samtökum í þessu máli því margir hljóta að vera að íhuga rétt sinn,“ segir Gylfi Þór en hann og eigin- kona hans eiga tvö böm á Jörfa. Svo heppilega vill til að bömin eru á sömu deild þannig að þau verða send heim á sama tíma í desember, eða ffá 8. til 14. desember. „Sonur minn er í stuðnings- kennslu á leikskólanum en i desem- ber mun hann missa út viku af Gylfi Þór Þorsteinsson ásamt börnum sínum, Guðmundu írisi, þriggja ára, og Þorsteini Alex, tveggja ára, sem miss- ir nú stuðningskennslu. DV-mynd Teitur þeim stuðningi sem hann hefur fengið á hverjum degi. Það er mjög alvarlegt mál þvi framfarimar sem drengurinn hefur sýnt á meðan á stuðningnum hefur staðið eru gífur- legar. Mig hryllir við því að þetta verði tekið af honurn," segir Gylfi Þór. -PÁÁ/GAR Leikskólabörn á Jörfa í viku úti í kuldanum í desembermánuði: Foreldrar undir- búa aðgerðir - segir Gylfi Þór Þorsteinsson en sonur hans missir stuðningskennslu Nýgræðingar á Alþingi - tveir varaþingmenn á þrítugsaldri sestir á þing F.v.: Gunnar Ólafsson, Páll Magnússon, Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björg- vin G. Sigurðsson tóku sæti á Alþingi í gær og sitja þar næsta hálfa mánuð- inn í fjarveru aðalmanna. Fjórir nýir alþingismenn tóku sæti á Alþingi í gær auk þess sem tveir varamenn, sem áður hafa átt sæti á þingi, komu til starfa. Nýju þing- mennimir eru Björgvin G. Sigurðs- son, Samfylkingunni, Gunnar Ólafs- son, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, Páll Magnússon, Framsókn- arflokki, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Sjálfstæðisflokki. Mörður Árna- son, Samfylkingunni, og Árni Gunn- arsson, Framsóknarflokki, tóku einnig að nýju sæti á Alþingi í gær. Páll Magnússon er aöeins 28 ára gamall og Björgvin G. Sigurðsson er 29 ára og eru þeir tveir yngstu fulltrú- ar þjóðarinnar á yfirstandandi Al- þingi. Tekjutengingar barnafólks „Það verður gaman að prófa en maður verður aðallega í þessari at- rennu að læra og átta sig,“ segir Páll Magnússon en hann er fyrsti vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi og leysir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráöherra af hólmi á meðan hún er erlendis. Páll segir að vel geta farið svo að hann láti til sín taka þann hálfa mán- uð sem hann sest nú inn á þing. „Ég hef ekki boðað nein mál eða fyrir- spurnir en þau mál sem ég lagði mesta áherslu á í kosningabaráttunni eru málefni fjölskyldunnar og sérstak- lega þær tekjutengingar skattkerfisins sem snúa að ungu fjölskyldunum í landinu," segir hann. En ætlar hann þá að ræða barna- kortin? „Ég veit ekki hvort ég ræði þau hér á þinginu en ég hef rætt þau töluvert í flokknum og í kosningabaráttunni og þau er auðvitað inni í stjórnarsátt- málanum. Það kemur í ljós hvort þau verða rædd á þinginu, hvort sem það verður að minni tilstuðlan eða ein- hvers annars," segir þingmaðurinn Menntamál í ólestri „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Björgvin G. Sigurðsson sem er í mastersnámi í stjómmálaheimspeki við Háskóla íslands og tók sæti Al- þingi í gær í fjarveru Margrétar Frí- mannsdóttur sem er erlendis á vegum þingsins. Björgvin er annar varamað- ur Samfylkingarinnar á Suðurlandi en Katrín Helga Andrésdóttir, fyrsti varamaður framboðsins, átti ekki heimangengt aö þessu sinni og hefur enn ekki tekið sæti á Alþingi. „Ég er mjög spenntur fyrir að fá tækifæri til að prófa að setjast inn á þing og fá að taka þátt í löggjafarstarf- inu. Ég býst við að ræða helst þau mál sem ég hef haft mestan áhuga á en það eru menntamálin en þau eru því mið- ur í algjörum ólestri um þessar mund- ir,“ segir Björgvin sem mun eiga sæti á Alþingi næstu vikurnar eins og aðr- ir varamenn sem tóku þar sæti í gær. -GAR ---------------------—->---- Skartgripaþjófur í varðhaldi - skartgripir fyrir á aðra milljón ófundnir Maður sem m.a. er talinn hafa framið innbrot í einbýlishús í Garða- bæ 14. október sl. situr nú í gæslu- varðhaldi að kröfu Lögreglunnar í Hafnarfirði. í innbrotinu sem var í hús við Sunnuflöt var stolið skart- gripum, myndbandstæki, sjónvarps- tæki og ýmsu öðru, samtals að verð- mæti um eina og hálf milljón króna. Maðurinn var handtekinn 22. októ- ber sl. en við húsleit sem lögreglan í Hafnarfirði gerði á heimili mannsins í Reykjavík í tengslum við rannsókn innbrotsins á Sunnuflöt fannst þýfi úr því innbroti auk þýfis sem tengist öðrum innbrotum og þjófnuðum sem framdir voru í Reykjavík. Þýfið sem fannst við húsleitina er talið vera að verðmæti á bilinu hálf til ein milljón króna en meðal þess sem enn er ófundið úr innbrotinu í Garðabæ eru skargripnir sem stolið var en verð- mæti þeirra mun vera yfir ein millj- ón króna. Öll málin eru nú rannsök- uð samhliða hjá Hafnarfjarðarlög- reglunni en hinn grunaði var úr- skurðaður í gæsluvarðhald 23. októ- ber sl. fram til 5. nóvember nk. Mað- urinn sem um ræðir er á fertugsaldri og hefur áður hlotið dóm fyrir svipuð brot. -GAR Stuttar fréttir i>v Orca verður leyst upp í framhaldi af sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins munu eigendur Orca S.A. skipta upp hlutabréfum sínum þannig að þeir veröi beint hluthafar í FBA eins hratt og kostur er. Þang- að til af því getur orðið munu hlut- hafar í Orca fara beint með atkvæði sín á hluthafafundum i FBA, þ.e. í samræmi við sinn eignarhlut. Mbl. sagði frá. Einkavæðir Hafnarfjörð Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra segir að hann hafi heim- ild til að sam- þykkja að sveit- arstjómir geri tilraunir með rekstur grunn- skólanna og að á grundvelli þess heimildar- ákvæðis geti hann brugðist við erindi Hafnaríjarðarbæjar um útboð á rekstri grunnskólanna í bænum. 20 milljónir fyrir Kerið Eigendur Kersins í Grímsnesi og ríflega 12 hektara lands í kringum það vilja fá nálægt 20 milljónum króna áð lágmarki fyrir eignina en í gær rann út frestur til að tilkynna áhuga á að kaupa þessa nátt- úruperlu. Dagur sagði frá. Hafnar kvótaútboði Davíð Oddsson forsætisráöherra er ekki sann- færður um að út- boðsleiðin sé rétta leiðin til að úthluta þeim 1500 þorsk- ígildistonna kvóta sem Byggðastofnun hefur árlega til ráðstöfunar til einstakra byggðar- laga í vanda. R-listi „í þroti" Guðlaugur Þór Þórðarson, fuli- trúi sjálfstæðismanna í Leikskóla- ráði Leikskóla Reykjavíkur, segir að stefna R-listans í málefnum leik- skóla borgarinnar sé gjaldþrota og Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags íslenskra leikskólakennara, segist ekki sjá fram á annað en stefna borgaryfirvalda í þessum málaflokki sé að hruni komin. Guð- laugur Þór segist undra sig á því að uppsagnir á dvalarsamningum skuli ekki hafa verið ræddar innan leikskólaráðs. Dagur sagði frá. Strípalingar fá leyfi Embætti ríkisskattstjóra er að senda nektardansstöðum og skatt- stjórum landsins erindi um hvernig staðið skuli að skattskilum starf- seminnar. Slíkir staðir eru nú að minnsta kosti tíu, sjö í Reykjavík og þrír á Akureyri. RÚV sagði frá. Flestir selja bankabréf Rúmlega 64 þúsund, eða nær 70% af þeim rúmlega 93 þúsund einstaklingum sem keyptu hluta- bréf í Búnaðarbankanum í útboði ríkisins hafa selt bréf sín. Flest bendh- til þess að stærstur hluti seljenda bréfanna hafi selt strax en miðað við þróun gengis bréf- anna hefði hagnaðurinn orðið mun meiri af því aö bíða með sölu. Dagur sagði frá. Vill launahækkun Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, sagði í viðtali á Bylgjunni í gær, að eina raunverulega úr- ræðið til að bæta vandræðaástand á leikskólum borgarinnar væri að bæta kjör þeirra sem þar starfa og að þá yrðu bæði borgarsjóður og for- eldrar bamanna að taka kostnaðar- aukann á sig. Hann segist ekki eiga von á öðru en þeir sem þiggja þjón- ustu leikskólanna vilji leggja sitt af mörkum th að tryggja festu í starfs- mannamálum. Vísir.is sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.