Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 5 Fréttir Nýja Hríseyjarferjan sem beðið er eftir nyrðra. Hríseyjarferjunni seinkar enn DV, Akureyri: Enn er einhver tími í það að nýja Hríseyjarferjan sem afhenda átti Hríseyingum um miðjan júlí, komi norður, og hefúr eitt og annað orðið til þess að seinka smíði skipsins. Skrokkur ferjunnar var smíðaður í Póllandi, og seiknaði verkinu þar um þrjá mánuði. Frekari smíði ferj- unnar sem unnin er hjá Stálsmiðj- unni hefur einnig seinkað, en Hríseyingar sem DV ræddi við sögðu ekki við Stálsmiðjuna að sakast í þeim efnum. Þegar skipið var prófað á dögun- um kom í Ijós leki í öðru skrúfiidrifi og mun hafa verið um galla að ræða og panta þurfti varahluti erlendis frá. Ekki er vitað hvenær þeirri við- gerð og frekari prófunum verður lokið og skipið getur haldið norður. Nýja ferjan mun bera nafhið Sæv- ar eins og sú ferja sem er í notkun í dag. Nýja feijan er mun stærri en sú gamla og munar þar 4 metrum á lengdina og tveimur á breiddina. Skipið mun taka um 70 manns í sæti yfir vetrarmánuðina, en tals- vert fleiri farþega á sumrin. Aðstað- an í landi fyrir skipið, í höfhinni á Litla Árskógssandi, er mjög léleg, höfnin þar er nánast óvarin og miklir erfiðleikar oft að athafna sig þar ef eitthvað er að veðri. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um lagfæringar þar. -gk Lífeyrissjóður Vestfirðinga lagði milljónatugi í Básafell: Höfum engan áhuga á að svara - segir framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins aðspurður um fjárfestinguna Óvissa er nú um rekstur Básafells. Fyrirtækið hefur verið í botnlausum hallarekstri undanfarin ár og tapaði 850 milljónum króna á síðasta rekstrar- ári. Þrátt fyrir erfiðan rekstur hafa stjórnendur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga haft á því tröllatrú og lagt milljónatugi í fyrirtækið. Hér má sjá skip fyrirtækisins í ísafjarðarhöfn. „Mér líst að sjálfsögðu ekki vel á hana en hef ekki skoðað þessi mál og get því engu um þau svarað,“ segir Guðrún Guðmannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga, en sjóðurinn keypti hlutabréf í Básafelli hf. í vor fyrir um 20 milljón- ir króna. Kaupin voru talsvert gagn- rýnd á sínum tíma þar sem framtíðar- horfur i rekstri Básafells þóttu ótrygg- ar. Fjármálaeftirlitið krafði sjóðinn m.a. svara vegna fjárfestinganna. Eins og DV sagði frá í vor höfðu margir sjóðfélagar lifeyrissjóðsins alvarlegar athugasemdir við fjárfestingaraar sem þeim þótti lítt ígrundaðar. Samkvæmt tilkynningu frá BásafeOi nam heildar- tap fyrirtækisins 850 milljónum króna á síðasta rekstrarári, 1. september 1998 til 31. ágúst 1999. í vor fullyrti Guðrún að fjárfestingin væri trygg enda tryggði kvótinn fjárfestinguna. Guðrún segir Lífeyrissjóð Vestfirð- inga hafa selt af þeim hlutabréfum sem sjóðurinn keypti í Básafelli af fyr- irtækinu sjálfu í maí og að hagnaður hafi verið af sölunni. „Við höfum selt þau á hærra verði en við keyptum þau á, það er markmiðið með því að kaupa hlutabréf,“ segir hún. Hlutabréfm sem lífeyrisjóðurinn keypti af Básafelli voru 12 milljónir króna að nafnvirði, eða tæplega 1% í fyrirtækinu. Guðrún segir sjóðinn enn eiga hlutabréf í Básafelli fyrir um 40 milljónir króna að nafhvirði en segist ekki geta sagt til um að svo stöddu hvort meira verði selt á næstunni. Ekkert að kvarta Að sögn Guðrúnar hefur hún ekki fylgst með rekstri Básafells og því geti hún ekki svarað því hvort reksturinn hafi verið eins og stjómendur lífeyris- sjóðsins áttu von á. Hún er hins vegar ánægð með viðskipti Básafells og líf- eyrissjóðsins. „Við fylgjumst náttúr- lega með því að þeir skili sínum ið- gjöldum hingað og það gera þeir reglu- lega. Þeir hafa alltaf borgað á gjald- dögum og við höfum ekkert haft yfir þeim að kvarta svoleiðis,“ segir hún. Guðrún segist engan áhuga hafa á að ræða hvaða væntingar lífeyris- sjóðurinn hafi gert til Básafells. „Við vonumst náttúrlega til að reksturinn verði skoðaður. En við höfum engan áhuga á að svara ykkur einu eða neinu. Ef þið viijið einhverjar upplýs- ingar frá okkur þá sendið bara skrif- lega fyrirspum og það verður íjallað um hana á stjómarfundi og henni svarað þaðan,“ segir Guðrún Guð- mannsdóttir. -GAR Peugeot 406 coupé '98, ek. 15 þús. km. Ásett verð: 2.490.000 Tilboðsverð: 2.350.000 Subaru Legacy st. 4x4 '96, ek. 55 þús. km. Asett verð: 1.590.000 Tilboðsverð: 1.430.000 MMC Carisma '98, ek. 34 þús. km. Ásettverð: 1.590.000 Tilboðsverð: 1.490.000 Peugeot 406 st. '98, ek. 30 þús. km. Ásett verð: 1.690.000 Tilboðsverð: 1.590.000 Cherokee Laredo '90, ek. 130 þús. km. Ásett verð: 890.000 Tilboðsverð: 790.000 Grand Cherokee Laredo '96, ek. 44 þús. km. Ásett verð: 3.190.000 Tilboðsverð: 2.900.000 Peugeot 306 skutbíll, bilaleigubíll, 04.99, ek. 20 þús. km. Tilboðsverð: 1.250.000 Peugeot 306,5 dyra, bílaleigubíll, 02.99, ek. 21 þús. km. Tilboðsverð: 1.190.000 MMC Pajero turbo dísil '97, ek. 93 þús. km. Ásett verð: 1.790.000 Tilboðsverð: 1.590.000 Grand Cherokee Limited, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 3.890.000 Tilboðsverð: 3.690.000 Chrysler Stratus, nýinnfl., framl-ár '97. Ásett verð: 1.890.000 Tilboðsverð: 1.690.000 Plymouth Breeze '98, ek. 8 þús. km. Ásett verð: 1.990.000 Tilboðsverð: 1.790.000 VW Golf station '97, ek. 33 þús. km. Ásettverð: 1.250.000 Tilboðsverð: 1.150.000 KIA Grand Sport Sportage '96, ek. 50 þús. km. Ásett verð: 1.390.000 Tilboðsverð: 1.250.000 Peugeot 406 1,6 '97, ek. 55 þús. km. Ásettverð: 1.090.000 Tilboðsverð: 990.000 Ford Escort Ghia '98, ek. 10 þús. km. Ásett verð: 1.290.000 Tilboðsverð: 1.150.000 NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.