Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Neytendur Vítamín í vetur Vítamín- þarfir líkam- ans eru ekki alltaf þær sömu og viss- ar aðstæður kreíjast sér- stakrar fæðu og bætiefna. Hér á eftir fer listi yfir slíkar aðstæður, flestar þeirra tíma- bundnar með uppástungum um bætiefni. Gelgjubólur Reynt hefur verið að meðhöndla gelgjubólur á ýmsan hátt, m.a. með röntgengeislum og sýklalyfjum. Náttúruleg meðhöndlun felst í því aö taka: 1 fjölvítamín án steinefna á dag 1-2 E-vítamín á dag 1-2 A-vítamín (25000 a.e., vatnsleysið, ekki lýsi) 6 daga vikunnar. 1 talla þrisvar á dag af 50 mg húðuðu sinki 3-6 hylki á dag af Acidophilus-töflum. Fótsveppur C-vítamínduft eða kristallar er borið beint á sýkta svæðið. Haltu fótum þínum þurrum og vertu skó- laus eins oft og þér er mögulegt þar til sýkingin líður hjá. Andremma Ásamt því að bursta rétt og nota tannþráð má reyna: 1 chlorophyll-töflu eða hylki 1-3 sinnum á dag 3 acidophylus-hylki 3 sinnum á dag 50 mg af sinki 1-3 sinnum á dag. Beinbrot Hafir þú beinbrotnað einhvern tímann, veistu hversu ergileg biöin er eftir því að brotið grói. Gott ráð við þessar að- stæður er að auka neyslu á kalki og D-vítamini. 1000 mg af kalki og 400 a.e. af D-vítamíni eru góðir dagskammtar. 5-10 bein- mjölstöflur með D-vítamíni gera sama gagn. Frunsur Fátt er eins ergilegt og að fá frunsu. Besta bætiefnalækningin er að taka: 1000 mg af C-kombíni kvölds og morgna 3 hylki af acidophylus þrisvar sinnum á dag E-vítamínolía, 28.a.e. borin beint á sýkta svæðið. DV Baunir eru hollar og ódýrar Baunir innihalda mikið af næringarefnum, s.s. kalki, járni, sinki og B- vítamínum og eru því upplagt fæði nú þegar veturinn er genginn í garð og margir þurfa á aukaorku að halda. Baunir hafa í gegnum aldirnar ver- ið mikilvægur hlekkur i fæðukeðju margra þjóða. Baunir eru ódýrar, hollar og innihalda mörg næringar- efni og vítamín og henta vel í ýmsa rétti í vetur þegar margir þurfa á aukaorku að halda. Baunir innihalda mikið af eggja- hvítu og vegna þess hversu litla fitu og kólesteról þær innihalda er betra að fá eggjahvítu úr baunum heldur en úr fæðu úr dýraríkinu. Baunir innihalda einnig mikið af trefjum, kalki, sinki, járni, kalíum, fosfór og A, Bl, B2 og B3-vítamínum. í þeim löndum þar sem baunir eru stór hluti fæðunnar er algengt að nota þær með komi. Réttir sem saman- standa t.d. af linsubaunum og byggi, maís og nýrnabaunum eða hrísgrjón- um og aduki-baunum eru þekktir víða um heim. Nútíma næringarrannsókn- ir hafa leitt í ljós að eggjahvíta slíkra rétta er heppileg því kornið inniheld- ur þær amínósýrur sem baunirnar skortir og öfugt. Baunir má annars borða á margan hátt, með grænmeti, núðlum, í súpum, sósum og með kjöti og fiski. í kulda og myrkri Þótt baunir lífgi upp á eldhúsið þeg- ar þær eru geymdar í glerkrukkum á hillu eða borði er það ekki heppilegur geymslustaður. Bragðgæði og næring- argildi baunanna rýrna nefnilega til muna ef þær eru geymdar þar sem mikil birta er og ef sólin skín á þær. Best er að geyma baunir í loftþéttum umbúðum á köldum og dimmum stað. Ef baunir eru keyptar í lausri vigt verður að hreinsa burt hugsanlega smásteina áður en þær eru settar í geymslu. Allar baunir verður að hreinsa og skola mjög vel fyrir matreiðslu og síð- an eru þær lagðar í bleyti í kalt vatn þar sem þær tvöfalda eða þrefalda rúmmál sitt. Fyrir 1/2 kíló af baunum þarf 11/2 til 2 lítra af vatni. Baunirn- ar eiga að liggja í bleyti í 8-12 klukku- stundir. Áður en baunimar eru soðn- ar er vatninu hellt af og þær skolaðar úr köldu vatni. Sumir kvarta yfir því að baunir valdi þembu í maganum eða vind- gangi. Hægt er að koma í veg fyrir slíkt með því að bæta út vatniö sem baunirnar eru soðnar í bita af „kombu“ sem fæst í heilsubúðum. Eitt kíló af baunum er soðið í 3-4 lítrum af vatni. Fyrstu 10 mínúturnar eru baunimar látnar bullsjóða í pott- inum án loks. Ef með þarf er fleytt ofan af þeim og lokið sett á pottinn. Baunimar eru síðan soðnar áfram í 45 mínútur til 2 klukkustundir, allt eftir því um hvaða baunategund er að ræða. Ekki er ráðlegt að salta baun- irnar fyrr en u.þ.b. 15 mínútur era eft- ir af suðutímanum. Fjölbreyttar tegundir Til eru að minnsta kosti 150 tegund- ir af baunum í heiminum og eru þær ólíkar að lit, bragði og lögun. Hér á landi hefur úrval af baunum aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að hægt er að fá gott úrval af alls kyns framandi baunum sem hægt er að nota í nýstárlega rétti. Fyrst er að nefna aduki-baunir, sem era litlar og dökkrauðar á litinn. Þær eru mjög eggjahvíturikar og hafa ver- ið notaðar gegn nýrnakvillum og meltingartruflunum. Suðutími þeirra er 1-1 1/2 klukkstund. Aduki-baunir eru notaðar í súpur, pottrétti, með grænmeti eða soðnar með hrísgrjón- um. Augnbaunir eru ljósar með svört- um „augum“ í miðjunni. Þær eru not- aðar í súpur, sósur, salöt, pott- og pönnurétti og sem meðlæti ásamt grænmeti. Suðutími augnbaunanna er um ein klukkustund. Bóndabaunir og brúnar baun- ir Bóndabaunir eru stórar, brúnar og flatar með þykku hýði sem oftast er fjarlægt við neyslu. Ágætar í pottrétti. Suðutími er 1-2 klukkustundir. Brúnar baunir eru svipaðar og nýrnabaunir en heldur mildari á bragðið. Suðutími þeirra er 1-2 klukkustundir eftir stærð. Þær eru notaðar í alls kyns pott- og pönnurétti, blandaðar kjöti eða/ og grænmeti. Brúnar baunir eru einnig vinsælar í salöt. Flagelot-baunir og gular baunir Flagelot-baunir eru skornar upp áður en þær eru fullþroskaðar og eru því fólgrænar á litinn. Suðutími er 1-2 klukkustundir eftir stærð. Flagelot- baunir eru notaðar líkt og hvítar baunir og mjög góðar í salöt. Gular heilbaunir eru sömu baun- irnar og gular hálfbaunir nema heU- baunimar eru með hýðinu á. Bauna- súpa úr heilbaunum þykir bragðmeiri en úr hálíbaunum. Suðutími er ltil 1 1/2 klukkustund. Hvítar baunir og kjúklinga- baunir • Hvitar baunir eru þekktastar sem bakaðar baunir í tómatssósu. Suðu- timi þeirra er um 11/2 klukkustund. Hvítar baunir eru notaðar í salöt, sós- ur og pott- og pönnurétti. Einnig má nota þær sem meðlæti með öðrum mat. Kjúklingabaunir eru ljósdrapplitar á litinn, með ójafnt yfirborð og hnetu- keim. Suðutími er 1 til 1 1/2 klukku- stund. Kjúklingabaunir eru góðar í salöt og pott- og pönnurétti. Einnig er hægt að mauka þær til að búa til baunabuff. Hægt er að fá kjúklinga- baunir ristaðar og kryddaðar og borða þær sem snakk. Linsubaunir og mung-baunir Ótal tegundir eru tO af linsubaun- um. Þeim er þó helst skipt i tvo meg- inflokka. Annars vegar í stórar flatar, oftast drapplitar, grænar eða brúnar. Hins vegar eru litlar linsur sem eru rauðar, gular, grænar og koma frá Kína og víðar. Linsur má sjóða án þess að leggja þær áður í bleyti. Þá þurfa þær mn 2 tíma í suðu. Betra er þó að leggja linsubaunirnar í bleyti í um 1-2 klukkustundir því þá verður suðutiminn styttri og baunimar auð- meltari. Linsubaunir henta vel í súpur, salöt og ofnrétti. Mung-baunir eru litlar og grænar og eru stundum nefndar grænar soja- baunir. Þær þurfa ekki að liggja jafn- lengi í bleyti og aðrar baunir. Suðu- tími þeirra er um 1 klukkustund. Þær eru helst notaðar til spirunar og best þekktar sem kínverskar baunaspírur. Mung-spírur má borða bæði hráar og soðnar. Rýmum fyrir jóla- )q áramótafatnaði OXFORD Nýrnabaunir og pinto-baunir Nýmabaunir eru um 15 mm langar, nýrnalaga og eru til í ótal litum, t.d. svörtum, hvítum, bleikum, brúnum og rauðum. Nýrnabaunir eru mjög góðar í alls kyns pottrétti, með blönd- uðu grænmeti og með kjöti og í salöt. Þær er líka hægt að mauka og búa til baunabuff. Suðutími nýmabaunanna er um 1-2 klukkustundir. Pinto-baunir eru brúnyrjóttar og notaðar líkt og nýrnabaunir. Þessar baunir eru mikið notaðar í mexíkóska rétti. Suðutími er 1-2 klukkustundir. Smjörbaunir og sojabaunir Smjörbaunir eru hvítar, stórar, flat- ar og bragðmildar. Þær eru vinsælar í pottrétti, súpur og salöt. Suðutími er 1-2 klukkustundir. Sojabaunir eru stundum nefndar kjöt jarðar í Austurlöndum því úr þeim hafa Austurlandabúar fengið að- alnæringu sína í gegnum aldirnar. Þær eru næringarríkastar allra bauna og eru mjög eggjahvítu- og steinefna- ríkar. Þær eru ekki mikið notaðar í baunarétti sem slíkar heldur eru þær maukaðar og gert úr þeim baunabuff. Úr þeim eru líka framleidd ýmis mat- væli, s.s. sojamjöl, sojakjöt, sojamjólk, sojasósa, tofu, miso og ótal margt fleira. Suðutími sojabauna er um 1 klukkustund. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.