Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Þúsundir flótta- manna hírast í kulda og trekki Þúsundir flóttamanna þurftu aö hírast úti enn eina nóttina í kulda og trekki þar sem Rússar stóöu ekki við loforö sín um að leyfa þeim að flýja frá Tsjetsjeníu þar sem Rússar hafa haldið uppi látlausum loftárásum að undan- förnu. Víst þykir að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, muni fá orð í eyra vegna þessa þegar hann hittir Bandaríkja- forseta og fleiri þjóðaleiðtoga í Ósló i dag. Bandarískir embættismenn sögðu i gær að Clinton myndi hvetja Pútín til að draga úr hem- aðaraðgerðunum í Tsjetsjeníu. Rússar opnuðu landamærin að nágrannaríkinu Ingúsjetíu aðeins í nokkrar klukkustundir í gær og sögðu þeim sem ekki komust yfir að koma aftur næsta dag. Unglingur drap 3 og sjálfan sig Sextán ára þýskur piltur gekk berserksgang í gær og skaut tvo til bana út um svefnherbergis- gluggann sinn og særði sjö. Þegar lögreglan komst inn í húsið fann hún piltinn látinn, auk þess sem hún fann lík átján ára systur piltsins, að því er talið er. Faðir piltsins er áhugamaður um vopn og fannst mikið vopna- safh í húsinu. Foreldrarnir voru ekki heima þegar þetta gerðist. Bill og Hillary slá húsnæðislán Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Hillary eiginkona hans gengu í gær frá lánum til að kaupa sér hús í Chappaqua í New York fyr- ir um 120 milljónir króna. For- setahjónin tóku hefðbundið 30 ára fasteignaveðlán. í nýja húsinu em flmm svefnherbergi. Næsta víst þykir að Hillary muni keppa um laust sæti New York í öldungadeild Bandaríkja- þings í kosningunum að ári. Leiðtogar ísraels og Palestínu hitta Bandaríkjaforseta: Clinton til í allt í þágu friðarins Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vona að fundur hans í Ósló í dag með leiðtogum ísraels og Palestínu yrði til þess að marka stefnuna fyrir endanlega friðargerð fyrir botni Miðjarðarhafsins innan tíu mánaða. Hann sagði þó að erfið- ar ákvarðanir væm fram undan. Clinton hitti þá Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, sinn í hvom lagi í gær. Hinir tveir síðamefndu ræddust svo við seint í gærkvöld til aö undirbúa fundinn með Bandaríkjaforseta í dag. Bandaríkjaforseti sagðist í gær reiðubúinn að reyna allt til að hægt yrði að ljúka friðarsamningunum fyrir septembermánuð árið 2000, eins og ísraelar og Palestínumenn hafa einsett sér, þar á meðal stífar fundasetur eins og fyrir samning- ana sem gerðir voru í Camp David á sínum tíma. Bandarískir embættis- menn sögðu þó aö enn bæri of mik- ið í milli til að hægt væri að koma slíku í kring. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hitti Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, í Ósló í gær. Arafat er þar til að ræða við Clinton Bandarfkjaforseta og Barak, forsætisráðherra ísraels, um frið. Fundahöldin í Ósló eru til minn- ingar um Yitzhak Rabin, fyrrum forsætisráðherra ísraels, sem var myrtur fyrir nokkrum ámm. Það voru samningaviðræður Rabins og Arafats sem urðu til þess að tíma- mótaviðræður ísraela og Palestínu- manna fóru fram í Ósló fyrir sex ár- um. Samningamenn ísraela og Palest- ínumanna sögðu í gær að fyrstu við- ræður þeirra um lokafriðarsamning hæfust í bænum Ramallah á Vestur- bakkanum 8. nóvember. Barak og Arafat hafa komið sér saman um að rammi endanlegs frið- arsamkomulags verði tilbúinn í febrúar á næsta ári og að endanleg- ur samningur liggi fyrir í septem- ber. Þar verður tekið á alvarlegustu deilumálunum svo sem eðli hugsan- legs ríkis Palestínumanna, framtíö Jerúsalem og ísraelskra landnema- byggða og heimkomu palestínskra flóttamanna. Nokkur hundruð manns efndu til mótmæla í tengslum við fundinn. Vændiskonur í Mexíkó héldu dag hinna látnu hátíðiegan í gær, eins og aðrir Mexíkóbúar. Hórurnar komu saman á Einsemdartorgi í gömlu miðborg Mexíkóborgar í gær til að minnast látinna stallsystra sinna. Bush nærri orð- inn fýrir öskubíl George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og líklegt forsetaefni repúblikana, slapp með skrámur þegar hann varð nærri undir stjórnlausum öskubíl heima í Austin í Texas í gær. Ríkisstjórinn var úti að skokka þegar öskubíllinn kom æðandi í átt að honum og varð hann að taka undir sig stökk til aö sleppa. „Ríkisstjórinn hefur það gott og hann er nú á leið til New Hampshire," sagði talsmaöur Bush síðdegis í gær. Einn lífvarða ríkisstjórans var með honum þegar óhappið varð. Sá varð fyrir rusli úr öskubílnum og var fluttur á sjúkrahús. Gert var að skrámum á mjöðm og fótlegg Bush á slysstað. Hann fór síðan heim og beint í kosningaslaginn í New Hampshire. Bandariska strandgæslan hefur gefið upp alla von Bandaríska strandgæslan gaf í gærkvöld upp alla von um að nokk- ur farþeganna um borð í egypsku farþegaþotunni, sem fórst á sunnu- dagsmorgun, fyndist á lífi. Strand- gæslan telur sig þó hafa numið hljóðmerki frá flugritanum sem vonast er til að geti varpað ljósi á það sem geröist. Aðeins einn farþegi fór frá borði er farþegaþotan millilenti í New York á leið sinni frá Los Angeles til Egyptalands. Það var bandarískur sérfræðingur í áfallahjálp, Edward McLaughlin. Edward er starfsmað- ur stofnunar sem sérhæfir sig í að aðstoða flugfélög við að greina fiöl- skyldum frá slysum. í þetta skipti var það hann sjálfur sem siðast hafði samskipti þá sem fórust. Þykir víst að huggunarorð hans muni hafa mikla þýðingu fyrir Ættingjar þeirra sem fórust hafa safnast saman í New York. Símamynd Reuter syrgjendur. Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust hefur komið til Kennedyflugvallar víðs vegar úr Bandaríkjunum. Ættingjum í Egyptalandi, Súdan, Sýrlandi og Chile hefur einnig verið boðið til New York. ÍLúxor í Egyptalandi þökkuðu tvær fiölskyldur guði fyrir að synir þeirra á táningsaldri hættu við skólaferðalag til Bandaríkjanna. „Ég skipti um skoðun fiórum til fimm dögum-fyrir brottfarardag. Ég þurfti að ljúka svo mörgum verkefn- um heima,“ sagði Mohammed al-A- mir sem er 16 ára. „Mamma og pabbi hvöttu mig til að fara. Þau sögðu að þetta væri frábært tæki- færi sem ekki kæmi aftur.“ Fjórir skólafélagar Mohammeds voru með- al þeirra 217 sem fórust í flugslys- inu á sunnudagsmorgun. Eldur í ferju Fjögur lík fúndust á bíladekki griskrar ferju sem eldur kom upp í i gærkvöld. Um borð í ferjunni, sem var á leið frá Grikklandi til Ítalíu, voru 370 manns. Skipað að borga Dómstóll úrskurðaði í gær að New York-borg yrði að hætta við að svipta Brook- lyn listasafnið fiárframlagi. Er litið á úrskurð- inn sem mikinn ósigur fyrir Rudolph Giuli- ani borgar- stjóra. Giuliani hótaði að svipta safnið húsnæði og styrkjum eftir að það sýndi mynd af Maríu mey með klámi á og fílakúk eftir lista- manninn Chris Ofili. Milljónir heimilislausar Lestir og skip voru í gær á leiö með neyðarhjálp til austurstrand- ar Indlands þcir sem milljónir eru heimilislausar eftir fellibyl. Ótt- ast er að 3 þúsund hafi farist í fellibylnum. Peningaþvottur Saksóknari Genfar í Sviss kannar nú hvort menn tengdir rússnesku stjóminni séu viðriðn- ir peningaþvott. Lést í reykháfnum Fasteignasali í Frakklandi, sem var að skoða mannlaust hús, fann lík innbrotsþjófs sem fest hafði í reykháf hússins. Ekki er vitað hversu lengi innbrotsþjófurinn sat fastur. Bjartsýni í Belfast Örlítillar bjartsýni gætti I Belfast á N-írlandi í gær aö lokn- um viðræðum kaþólikka og mót- mælenda sem bandaríski sátta- semjarinn George Mitchell stjórn- aði. Uppgjör í Úkraínu Leonid Kútsjma, forseti Úkra- ínu, og Petro Symonenko, leiðtogi kommúnista, fengu flest at- kvæði í forseta- kosningunum á sunnudaginn eða 36,50 pró- sent á móti 22,23. Þar sem Kútsjma tókst ekki að fá hreinan meirihluta verður kosið á milli hans og Symonenko eftir tvær vikur. Lestarslys í Bern Tveir létust og 23 slösuðust við árekstur tveggja lesta á lestarstöð í Bem í Sviss í gær. Stjórnarandstaðan leiöir Jafnaðarmaðurinn og stjómar- andstæðingurinn Tito Petkovski leiðir að lokinni fyrri umferö for- setakosninganna í Makedóníu á sunnudaginn. Flugvél snúið við Samgönguráðherra Rúmeníu hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna farþegavél í áætlun- arflugi innanlands var snúið við í síðustu viku til að ná í embættis- menn sem misstu af vélinni. Shevardnadze sigrar Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, lýsti í gær yfir sigri flokks síns í þingkosningun- um sem haldn- ar voru á sunnudaginn. Þegar búið var að telja þriðj- ung atkvæða haföi flokkur forsetans hlotið 44,5 prósent at- kvæða. Boeing frestar Boeingverksmiðjurnar hafa frestað afhendingu fiögurra gerða farþegaþotna til að leiörétta minni háttar samsetningargalla. Laga á vélar sem þegar eru í notkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.