Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLi BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Rússar fremja þjóðarmorð Rússneski herinn hefur haldið landamærum Tsjetsjen- íu og Ingushetíu lokuðum í rúma viku. Hann hefur kom- ið í veg fyrir, að flóttafólk, aðallega konur og börn, færu yfir landamærin. Um leið hefur verið ráðizt á flóttafólk- ið úr lofti, jafnvel á bílalest Rauða krossins. Vladimir Shamanov, hershöfðingi Rússa, hefur sakað flóttafólkið, aðallega konur og börn, um að hafa valdið sprengingum í íbúðablokkum í Moskvu og öðrum borg- um Rússlands. Af því má ráða, að loftárásir á konur og börn eru hefndaraðgerð af hálfu Rússlands. Herinn beitir ónákvæmum eldflaugum gegn bæjum og þorpum í Tsjetsjeníu, einkum höfuðborginni Grozny. Þær lenda jafnt á íbúðum sem öðrum skotmörkum. Markmið þeirra er greinilega að hrekja íbúana burt og koma þeim á vergang, þar sem þeir veslist upp. Á Vesturlöndum væri óhugsandi, að nokkur ríkis- stjórn hagaði sér á svona brjálæðislegan hátt gagnvart minnihlutaþjóð. Svona framferði jafngilti þar yfirlýsingu um, að yfirþjóðin hefði glatað öllum rétti til að ráðskast með málefni minnihlutaþjóðarinnar. Á Vesturlöndum væri óhugsandi, að her væri beitt inn á við gegn borgurum ríkisins. í Rússlandi er hins vegar litið á Tsjetsjeníu sem óvinaríki og Tsjetsjena sem óvina- þjóð. Þess vegna hefur Rússland glatað öllum rétti til yf- irráða þar, alveg eins og Serbar í Kosovo. Um 170.000 flóttamenn frá Tsjetsjeníu höfðu komizt til Ingushetíu, áður en landamærunum var lokað. Erfitt er að hjálpa þeim þar, því að Ingushetar eru aðeins 340.000 manna þjóð. Rússar hafa ekkert hjálpað flóttafólkinu og raunar reynt að hindra vestræna aðstoð. Því miður reka Rússar þetta stríð fyrir vestræna pen- inga. Rússland væri orðið gjaldþrota, ef því væri ekki haldið uppi af vestrænum ráðamönnum, einkum banda- rískum, sem hafa ímyndað sér, að peningaaustur mundi færa Rússland nær vestrænum stjórnarháttum. Samt er fyrir löngu orðið ljóst, að lítið er hægt að treysta á drykkjurút, er smám saman hefur safnað um sig óþjóðalýð, sem rænir landið og ruplar og kennir öll- um öðrum um það, sem aflaga fer. Lágmarki náði stjóm- arfarið með skipun Pútíns sem forsætisráðherra. Fyrir löngu var kominn tími til að hætta vestrænu fjáraustri í hendur ráðamanna Rússlands, sem stela sjálf- ir mestum hluta peninganna og nota afganginn til ofbeld- is gegn ýmsum þeim, sem minna mega sín. Rússland er orðið verra en ríki Suður-Ameríku urðu verst. Stríðið við fólkið í Tsjetsjeníu er því miður stutt af kjósendum í Rússlandi og markar tímamót siðferðis- hmns þjóðarinnar. Rússar hafa ekki getað komið sér upp vestrænum háttum og hafa látið óskipulagða ofbeldis- stjórn leysa skipulagða ofbeldisstjórn af hólmi. Sovétríkin sálugu voru tiltölulega áreiðanleg, af því að ofbeldishyggja þeirra var tiltölulega skipulögð og út- reiknanleg. Rússland er hins vegar óáreiðanlegt, af því að ofbeldishyggja þess er tiltölulega óskipulögð og óút- reiknanleg. Rússland líkist drykkjurútnum Jeltsín. Vesturlöndum ber nú að skrúfa fyrir fjárausturinn til Moskvu og nota peningana í staðinn til að treysta öryggi þeirra ríkja Varsjárbandalagsins sáluga, sem vilja taka upp vestrænt lýðræði, en er ógnað af óútreiknanlegri of- beldishyggju stjórnar, hers og þjóðar i Rússlandi. Með stríði rússneska hersins við fólkið í Tsjetsjeníu hefur Rússland sýnt umheiminum eðli sitt sem hættu- legs og ofbeldishneigðs vanstillingarríkis. Jónas Kristjánsson Fjármögnun togarakaupa var að mestu opinber á tímum fyrir verðtryggingar, þ.e. almenningur borgaði brúsann, og mörg skipanna mynduðu undirstöðu fyrir núverandi „kvótaeign". - Togarar að veiðum. Hvar er spilling? haft við forstjóra Heavy Industries (þungaiðnaðardeild) fyrirtækisins. Hann sagði að það væri fost venja fyrirtækis- ins, sem og annarra sem hann þekkti til í Japan í sambandi við stór viðskipti, að bjóða „smurning“ eða „liðkunarfé“ þeim sem að samn- ingum stóðu. Ekki er vitað til þess að þeir hafi látið af þeirrri venju. Þess vegna er líklegt að ís- lenskum samninga- mönnum um kaup, „Á áttunda áratugnum hófst skuttogaraæðið og upp komst um nokkur tilvik þess, að gefið var upp hærra kaupverð á togur- um í Noregi en í raun var. Eigend- ur skipanna stungu mismuninum í eigin vasa.“ Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Orðið spilling er notað í tíma og ótíma um gerðir fólks. Sagt hefur verið að vald spilli en algjört vald gerspilli. Oftast er átt við spillingu í sam- bandi við misnotkun valds eða aðstöðu en spilling hugarfars er flóknara mál og fólk er ekki sammála um að biblían gefi rétt svör í þeim efnum. Hamlet prins sagði að daunillt væri í Danaríki, og Pakistan er nánast stöðugt und- irlagt af spillingará- sökunum; Zia ul Haq herforingi lét myrða Ali Bhutto forsætis- ráðherra vegna fjár- málaspillingar og Sharif, fv. forsætis- ráðherra, er nú sakað- ur um spillingu af valdaræningjanum Musharraf, auk þess sem dóttir Bhuttos, Benazir, er nú sökuð um hið sama. Hver man ekki eftir höllun- um hans Saddams, Sjúseskú, Bo- kassa o.fl.? - Bananalýðveldi hafa þau ríki verið nefnd sem búa hvorki við lýðræði né eru laus við spillingu í stjórnmálum. Hverju svaraði Alfreð Þorsteinsson? Fyrir um tveimur áratugum komust spillingarmál mjög á dag- skrá í Japan sem ekki hefur talist til bananalýðvelda. Tanaka forsæt- isráðherra varð að láta af embætti m.a. af þeim sökum. í kjölfarið var farið ofan í viðskiptahætti al- mennt í landinu. Nokkru síðar birti þýska ritið, Der Spiegel, grein um viðskiptaaðferðir Mitsu- bishi-fyrirtækisins, en viðtal var t.d. á gufuhverflum til rafmagns- vinnslu, hafi verið boðinn „smurningur" á einhverju stigi samningamála. Nýlega samdi Reykjavíkurborg við umrætt fyrir- tæki um kaup á 30 MW gufu- hverfli fyrir Nesjavelli. ,Þá vaknar spurningin: Hverju svöruðu full- trúar borgarinnar? Tveir mögu- leikar eru fyrir hendi, já takk eða nei takk. - Þótt um útboð sé að ræða eru margar leiðir til að koma smurningi að í einhverju formi, en fleiri en eitt fyrirtæki buðu í hvei-flasmíðina. Landinn ekki barnanna bestur Mörg tilvik spillingar hafa verið á vörum manna á íslandi á liðnum árum. Hefur t.d. í sex áratugi ver- ið rætt um tiltekna íslenska ráð- herra sem kunnu lítil skil á mörk- um á milli eigin buddu og ríkis- kassans. Á áttunda áratugnum hófst skuttogaraæðið og upp komst um nokkur tilvik þess, að gefið var upp hærra kaupverð á togurum í Noregi en í raun var. Eigendur skipanna stungu mis- muninum í eigin vasa; fjármögn- un kaupanna var að mestu opin- ber á tímum fyrir verðtryggingar, þ.e. almenningur borgaði brúsann. Mörg þessara skipa mynduðu und- irstöðu fyrir núverandi „kvóta- eign“. Óreiða eða ásetningur? Það hefur veriö nokkurs kon- ar þjóðaríþrótt hér lengi að stunda skattsvik af margvíslegu tagi, en mjög vægt er tekið á þeim málum. Hið nýjasta er út- flutningur gæðahrossa til Þýskalands og hætt er við að sumir landar muni kynnast ná- kvæmum og sársaukafullum vinnubrögðum þýskra stjórn- valda. í háborg fjármagnsins, Bandaríkjunum, er tekið mjög hart á skattsvikum sem oft er unnt að finna með samanburði á eignaaukningu eða lifnaðarhátt- um og uppgefnum tekjum. Þessa dagana tók Hrannar B. Arnarson sæti sitt hjá R-listanum í borgarstjórn eftir fjarveru í rúmt ár vegna gruns um skattsvik. Upp- lýst er að hann hafi orðið að greiða 450 þ. kr. í sekt vegna „skattaóreiðu“ að eigin sögn, og getur þá hver og einn metið, hvort hér sé um mannorðshreinsun að ræða eða afrek í íslensku þjóðarí- þróttinni. „Málinu er lokið“: sagði hvítþveginn engillinn sem neitaði að birta niðurstöðu skattayfir- valda. Hver er munur á óáfrýjaðri skattasekt og dómssátt? Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Sjávarútvegur - neikvæð umræða „Forvígismenn í sjávarútvegi, m.a. launþegasam- taka, taka undir þá skoðun skólamanna, að neikvæð umræða um sjávarútveginn hafl stuðlað að hruni í aðsókn ungs fólks að þessu námi...Kvótakerfið hefur haft þau áhrif, að útgerð og fiskvinnsla hefur lagzt af í ýmsum byggðarlögum, t.d. víða á Vestfjörðum, og auk þess er erfltt fyrir ungt fólk að hefja útgerð eða sjómennsku vegna þess að færri og færri aðilar sitja að auðlindinni. Nýliðar fá kvótann ekki ókeypis eins og margir þeirra sem fyrir eru í greininni...Það þarf að kanna þetta mál rækilega. Það skiptir miklu máli fyrir land og þjóð qð eiga vel ménntað fólk á sviði sjávarútvegs." Úr forystugrein Mbl. 30. okt. Aginn og kennararnir „Nú er illt í efni. Það á að fara að hefta frelsi skólanema og krefjast aga af þeim og svo á að fara að kenna kennaranemum að beita aga og sýna ein- hverja tilburði til stjórnunar í skólastarfi...Æsku- dýrkunin er einsleit eins og vera ber, því hver vill styggja þá sem landið erfa...Leiða má getum að því, að kennarar og skólastjórar sem nú leiða æskulýð- inn, séu þeir sem sællar minningar gáfu skit i öll úr- eld gildi, hertóku ráðuneyti og ætluðu að umbylta þjóðfélögum, en umbyltu aðeins sjálfum sér. Ekkert er líklegra en að krakkarnir hafi tekið í arf fyrirlitn- ingu á borgaralegum umgengnisreglum og öllum þeim sem eru eldri að árum.“ Oddur Ólafsson í Degi 30. okt. íslendingar líta undan „í tOefni heimsóknar kínverskrar sendinefndar til landsins nýlega er eðlilegt að spyrja hver afstaða ut- anríkisráðuneytisins er til harðstjórnarinnar í Kína og hversu lengi ætla íslensk stjórnvöld að taka þátt í því að láta undan pólitískum þrýstingi frá stjórn- völdum í Peking. íslendingar eru því miður i hópi þeirra þjóða sem líta undan í hvert skipti sem yfir- völd þar eystra brjóta reglur um helstu almenn rétt- indi þegna sinna og annarra þjóða sem þeir halda hreðjataki." Sigmundur Sigurgeirsson í Mbl. 31 okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.