Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 25 * Sport Sport Pétur eða Willum - taka viö liöi KR - voru báöir í viöræðum í gær Það verður annaðhvort Pétur Pét- ursson eða Willum Þór Þórsson sem taka við þjálfun íslands- og bikar- meistara KR í knattspyrnu. Guömundur Pétursson, formaður Rekstrarfélags KR, ræddi við þá báða í gærkvöld. „Við ræddum lauslega við þá fyrir nokkru þegar allt stefndi í að Atli tæki við landsliðinu og núna þegar það er orðið staðreynd er komin meiri alvara i þessar viðræður. Þeir eru Sámal kemur ekki Færeyski landsliðsmaðurinn Sámal Joensen hefur tekið þá ákvörðun að leika áfram með GÍ Götu í Færeyjum en hann var með tilboð upp á vasann frá Leiftursmönnum á Ólafs- firði. Hins vegar hefur landi hans, Jens Erik Rasmussen, gengið frá samningi við Ólafsfjarðar- liðið. Hann er 31 árs gamall og hefur leikið með færeysku lið- unum MB Miðvágur, HB, FS Vágar og TB Tvöroyri og dönsku liðunum Horsens og Esbjerg. Hann hefur leikið 25 landsleiki fyrir Færeyjar og skorað tvö mörk. -GH báðir tilbúnir í að taka þetta verkefni að sér og núna vonumst við eftir því að geta klárað þetta mál hratt og vel,“ sagði Guðmundur í samtali við DV í gærkvöld. Eru fleiri þjálfarar inni í mynd- inni? „Við erum búnir að gera frum- könnum í Hollandi og Skandinavíu og þar eru 2 3 nöfn sem koma til greina en okkar vilji er samt sá að ráða ís- lenskan þjálfara," sagði Guðmundur. Lithái til Eyja Karlalið ÍBV í handknattleik fær að öllum líkindum góðan liðsstyrk í vikunni en forráða- menn ÍBVhafa náð samkomu- lagi við Granitas Kaunas í Lit- háen um að fá leikmann frá fé- laginu. Leikmaðurinn sem um ræðir er 24 ára gamall leikstjómandi og sæti í litháíska landsliðinu. Magnús Bragason, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði við DV í gærkvöld að aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum laus- um endum og hann reiknaði með að leikmaðurinn kæmi til Eyja í þessari viku. -GH Tveir af lykilmönnum KR-inga, þeir Þormóður Egilsson fyrirliði og Kristján Finnbogason markvörður, hafa enn ekki skrifað undir nýja samninga við KR sem þeim hefur staðið til boða. Þormóður hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að spila með KR eða tekur til- boði frá Fylki og Kristján er að þreifa fyrir sér erlendis. -GH Hlynur hjá Dundee Hlynur Birgisson, varnarmað- urinn sterki í liði Leifturs, er staddur hjá skoska A-deiIdarlið- inu Dundee og lék með varaliði félagsins í gærkvöld. Hlynur var hjá þessu sama liði í febrúar á síðasta vetri en var ekki boðinn samningur þar sem liðið vantaði leikmann í toppæfingu. „Ég mun hitta stjórnarmenn félagsins á morgun (í dag) og þá kemur í ljós hvort eitthvað hangir á spýtunni. Maður er svo sem ekki i sínu besta formi enda búinn að sitja á rassgatinu í sex vikur,“ sagði Hlynur í samtali við DV í gær. -GH/VS Bland í poka Annað dauðaslysið á árinu varð um síðustu helgi í Daytona 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Þekktur ökuþór, Greg Moore, lét þá lífið eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni á 340 km hraða. Moore var fluttur í skyldi á sjúkra- hús en var úrskurðaður látinn klukkustund síðar. 9 ' Éi I Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods vann í fyrrinótt enn eitt stórmótið sem fram fór í Texas. Woods lék samtals á 269 höggum eða 15 höggum undir parinu. Davis Love frá Banda- ríkjunum varð annar á 273 högg- um og í þriðja sæti hafnaði Bent Geiberger á 275 höggum. Woods hefur unnið sjö stórmót á þessu ári og unnið sér inn tæpar 400 milljón- ir króna í verðlaunafé. Georgíumaðurinn Georgi Kinkla- dze mun leika með enska A-deild- arliðinu Derby County til loka tímabilsins. Derby og hollenska liðið Ajax, sem Kinkladze er á mála hjá, náðu samkomulagi um lán Derby á leikmanninum til vorsins. Liverpool er hœgt og bítandi að rétta úr kútnum og í gær vann lið- ið sinn þriðja deildarleik í röð. Liverpool lagði Bradford á heima- velli, 3-1. Gestimir náðu foryst- unni með marki Dean Vindass en Titi Camara, Jamie Redknapp, úr víti, og Vegdrd Heggem inni- sigluðu sigur Liverpool sem er komið upp í 6. sæti deildarinnar. AGF og AaB gerðu 1-1 jafntefli í dönsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Ólafur H. Kristjúnsson var nálægt því aö tryggja AGF sigur en markvörður AaB varði skot hans meistaralega. AGF er í þriðja neðsta sæti með 12 stig en Vejle og Esbjerg eru með 11 stig. Sncefell komst gær í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla í körfuknatt- leik þegar liðið burstaði HK í Kópavogi, 57-93. Rikharóur Daðason skoraði 5 mörk fyrir Viking Stavanger á sunnudaginn þegar liðið vann Klebe, 12-4, í úrslitaleik um svo- nefndan Rogalandsbikar. Klebe leikur í F-deild í Noregi og hafði 4-0 forskot í forgjöf þegar leikur- inn hófst en Viking var aðeins 25 mínútur að jafna metin og þá var Ríkharður kominn með þrennu. -GH/VS Atli tekur við góðu búi - segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, lýsti yfir mikilli ánægju með ráðn- ingu Atla Eðvaldssonar í starf landsliðsþjálfara i knattspymu. Dregið í riðla í Tokyo þann 7. desember „Atli mun stýra landsliðinu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins en dregið verður í riðla 7. desember í Tokyo. Fyrsta verkefni landsliðs- ins undir stjóm Atla verður þó á Norðurlandamótinu sem nú hefst aftur eftir nokkurt hlé. íslenska lið- ið mætir Norðmönnum 30. janúar, Finnum 2. febrúar og Færeyingum 4. febrúar. Allir leikimir fara fram á La Manga á Spáni,“ sagði Eggert á fundi sem efnt var til í gær. Miklar væntingar „Atli á glæsilegan feril að baki sem knattspymumaður, bæði hér heima og í atvinnmennsku erlendis, í Þýskalandi og í Tyrklandi. Við emm mjög ánægðir með að hafa fengið Atla til starfa og bindum miklar vonir við ráðningu hans en það er óhætt að segja að hann taki við góðu búi. Atli tekur viö glæsi- legu starfi sem Guðjón vann með landsliðið og það er von okkar að landsliðið haldi áfr£un á sömu braut undir stjóm Atla,“ sagði Eggert Magnússon. -JKS Erla skoraði tvö Erla Hendriksdóttir, landsliðskona í knattspymu, skoraði tvö mörk fyrir Fredriksberg þegar liðið vann Vorup, 6-0, í dönsku A-deildinni á sunnudaginn. Erla gerði tvö fyrstu mörkin í leiknum en fór af velli í seinni hálfleik vegna meiðsla í læri. Lið hennar er um miðja deild. „Ég spilaði mjög vel og ég held að ég sé ekkert að ljúga þegar að ég segi að þetta hafi verið einn af mínum bestu leikjum á þessu tímabili. Þriðja markið kom fljótlega í seinni hálfleik en hin þrjú komu svo undir lokin þegar allt var í raun búið hjá Vorup-stelpunum. Ég þurfti hins vegar að biðja um skiptingu í seinni hálfleik þar sem ég er búinn að vera með eitthvert tak í hægra lærinu sem er að angra mig,“ sagði Erla í samtali við DV. Þessi mörk voru mikil uppreisn æru fyrir Erlu sem hitaði upp í 66 mínútur fyrir landsleik íslands og Þýsklands á dögnum, eða frá 8. mínútu leiksins fram til þeirrar 74., er Þórður Lárusson, landsliðsþjálfari notaði þriðja varamann sinn án þess að kalla á Erlu. Þóröur kvartaði síðan undan því eftir leik að leikmenn sinir væru ekki leikæfingu en Erla sem stendur sig vel í Danmörku fékk þó aðeins að svitna utan vallar á meðan íslenska liðiö steinlá fyrir Evrópumeisturunum. _ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, stendur hér á milli nýskipaðra landsliðsþjálfara, Atla Eðvaldssonar og Sigurðar Grétarssonar. DV-mynd E.ÓI. Derby komið í slaginn um Eið Smára Enn eitt félagið á Englandi er kom- ið með Eið Smára Guðjohnsen í sigtið en Jim Smith, knattspyrnustjóri Der- by County, hefur verið að fylgjast með Eiði upp á síðkastið en fyrr í haust var Eiður einnig orðaður við félagið. Smith hefur í hyggju að bjóða Bolton framherjann Dean Sturridge upp í kaupin og eru kaupin þá metin á um 330 milljónir króna. Bolton stendur ekki vel peningalega og á síðustu mánuðum hefur liðið ver- ið að selja góða leikmenn frá sér. Jim Smith lítur á Eið sem framtíðarleikmann í herbúðum Derby enda leikmaðurinn ekki nema 21 árs gamall. Tottenham, Newcastle, Sunder- land og Sheffield Wednesday hafa öll verið með Eið til skoð- unar og víst er að á næstu dög- um mun hefjast mikið kapp- hlaup um að fá þennan snjalla -GH Guðjón Þórðarson, fráfarandi landsliðsþjálfari: Metnaðarmaður - sem gjörbreytti gengi landsliðsins og setti mörg met Sumarið 1997 var íslenska karlalandslið- ið í knattspymu í mikilli lægð, landsliðið var búið að tapa fimm af síðustu sjö leikj- um og hafði aðeins skorað tvö mörk gegn tólf á 630 mínútum í þessum sjö leikjum. Þá kom til sögunnar Guðjón Þórðarson í júlímánuði 1997. íslenska landsliðið tapaði fyrsta leiknum undir hans stjóm gegn Nor- egi og 3 af fyrstu fimm en eftir þann aðlög- unartíma var ljóst að handbragð Guðjóns var farið að virka á íslenska landsliðið. Úr metaskrá Guðjóns - meö íslenska landsliöiö Besti árangur landsliðsþjálfara: 56% Besti árangur landsliðsþjálfara á stórmótiun: 53,6% Besti árangur landsliðsþjálfara i Evrópumóti: 55% Besti árangur landsliðsþjálfara í heimsmeistarakeppni: 50% Flest mörk að meðaltali á stórmótum: 1,6 (HM 1998, EM 2000) Flestir sigurleikir i stórmótum: 6 (HM 1998, EM 2000) Flestir leikir í röð án taps: 11 (1998-1999) Flestir sigurleikir á einu ári: 6 (1999) Undir stjóm Guðjóns vann Island 11 af 25 leikjum og tapaði aðeins 8. Þetta gerir 56% árangur, þann besta meðal allra 25 landsliðsþjálfara íslands frá upphafi. Landsliðið náði 65% árangri á heimavelli, 59% á útivelli og 25% á hlutlausum völlum undir stjórn Guðjóns. Alls notaði Guðjón 45 leikmenn, þar af 36 í byrjunarlið og það fengu 18 landsliðs- menn að spreyta sig í fyrsta sinn í landslið- inu hjá Guðjóni. Það lýsir kannski metnað- arfullum þjálfara eins og Guðjóni best að hann nær árangri í þeim leikjum sem skipta máli og eina sviðið þar sem hann stendur ekki efstur á þjálfaratíð sinni með landsliðið er með árangur í vináttulandsleikj- um. Þar er Guðjón þriðji á eftir þeim Tony Knapp (63,9%) og Bo Johannsson (61,1%) með 59,1% árang- ur. -ÓÓJ Atli Éðvaldsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu: Hér að neðan, Guðjón Þórðarson, til vinstri, sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, og Hermann Hreiðarsson, sá sem Guðjón leitaði oftast til á þeim tíma sem hann stjórnaði landsliði íslands. Hermann með flesta leiki Hermann Hreiðarsson var sá leikmaður sem Guðjón Þórðar- son landsliðsþjálfari leitaði til oftast í starfi sinu sem landsliðs- þjálfari. Hermann lék 24 af 25 mögulegum landsleikjum undir stjórn Guðjóns, alla nema útileik gegn Sádi-Arabíu 7. desember 1997. Sonur Guðjóns, Þórður skoraði flest mörk eða sjö en Ríkharður Daðason gerði næst- flest eða fimm. Þessir léku flesta landsleikir undir stjórn Guöjóns: Leikir/mörk Hermann Hreiðarsson .......24/1 Þóröur Guðjónsson .........20/7 Brynjar Bjöm Gunnarsson .... 20/3 Rúnar Kristinsson .........19/1 Ríkharöur Daðason .........18/5 Lárus Orri Sigurðsson......18/2 Helgi Kolviðsson ..........16/0 Helgi Sigurðsson ..........15/2 Sigurður Jónsson...........15/1 Eyjólfur Sverrisson .......14/2 til að halda áfram að vinna með - Atli stjórnar liðinu næstu tvö ár Atli Eðvaldsson skrifaði í gær undir tveggja ára þjálfarasamning við KSÍ og tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem ekki gaf kost á sér í starfið áfram. Samningur Atla gildir frá 1. nóv- ember að telja en fyrsta verkefni hans með landsliðið verður þátttaka þess í Norðurlanda- mótinu í lok janúar sem fram fer á Spáni. - Er er ekki mikil pressa fyrir þig aó taka vió þessu starfi eftir þaó sem á undan er gengiö undir stjórn Guöjóns? „Nei, ekki held ég það. Það hefur verið unn- in frábær vinna síðustu tvö árin. Það er engin ástæða til annars en líta björtum augum fram á veginn enda nóg til af leikmönnum til að fylgja því eftir. Ég vona að það takist, í góðri samvinnu viö landsliðsnefndina, en þar hafa menn yfir mikilli reynslu að ráða. Við erum ákveðnir í að halda áfram þeirri vinnu sem búið er að leggja af mörkum og ég er bjartsýnn á það gangi eftir.“ „Er gamall draumur þinn að rœtast. Þaö hlýtur aö vera draumur allra þjálfara aö taka við landsliöinu, lengra verður varla komist fyrir þjálfara hér á landi? - Ég veit það ekki, satt best að segja. Þegar ég hugsa til baka var ég ekkert frekar með hug- ann við þetta starf. Draumurinn sem lítill strákur var hins vegar að verða leikmaður með landsliðinu. Hinn síðari ár leiddi maður hugann að þessu, að einhvem tíma kæmist maður i þessa aðstöðu. Þessi staða kom reynd- ar fyrr en ég hafði reikhað með.“ - Þaö er alveg Ijóst að þín biður mjög krefjandi starf? „Það verður það tvímælalaust. Það liggur við að maður sé þjóðareign og maður í þessu starfi situr ávallt undir mikilli gagnrýni. Ég er ágætlega skólaður í þessari gagnrýni, bæði já- kvæðari og neikvæðri. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf og þetta starf krefst þess að maður standi sig. Þetta eru hlutir sem ég verð að taka á og vonandi skila ég einhverju í fram- haldi af því sem Guðjón er búinn að gera.“ - Sérðu fram á mannabreytingar í lands- liöinu eöa œtlaröu aö byggja það upp á sama mannskap ogfyrir er? - Þessir leikmenn, í kringum 25 talsins, sem Guöjón hefur notað, verða eflaust áfram í hópnum. Auðvitað getur einn og einn nýr mað- ur komið þar inn. Hópurinn sem nú er fyrir hendi er mjög sterkur og þar er að alveg sjálf- sagt að vinna áfram með þessum sömu mönn- um. Við munum fylgjast náið með þeim i sam- ráði við landsliðsnefndina og þannig mun ég vinna mitt starf. Við ætlum að halda áfram því starfi sem búið er að leggja á síðustu tveimur árum. Grunnurinn er góður og út frá honum verður unnið.“ - Ferö þú frá KR-ingum meö söknuöi? „Auðvitað fer ég með söknuði frá KR. Ég get eiginlega sagt að KR er mín íjölskylda og allan stuðning, sem ég hef fengið, hef ég fengið það- an. Ég fer frá KR-ingum og skil við þá betur en Sigurður Grétarsson tekur við 21-árs liðinu KSÍ réð í gær Sigurður Grétarsson sem þjálfara 21-árs landsliðsins í knattspymu. Sigurður mun stjóma liðinu í næstu Evr- ópukeppni þessa aldursflokks sem fram fer árin 2000 og 2001. Samhliða þessu starfi heldur Sigurður áfram þjáifun hjá Breiða- bliki. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði það stefnu sambandsins að vera með þjálf- ara sem einnig annaðist þjáifun liðs í efstu deild. „Við væntum góðs af starfi Sigurð- ar,“ sagði Eggert um leið og hann bauð Sig- urð velkominn til starfa hjá KSÍ. Sigurður lék mestan hluta síns leik mannsferils í Grikklandi, Þýskalandi og í Sviss. Sigurður sneri heim úr atvinnu- mennsku áriö 1996 til að leika og þjálfa Val 1997 lék Sigurður með Val en síðan Völs ungi þegar hann tók við þjálfun liðsins um mitt sama ár. Síðustu tvö keppnistímabil hefur Sigurður þjálfað lið Breiðabliks þar sem ferill hans sem knattspymumaður hófst 1979. Sigurður á að baki 46 A-lands- leiki, þar af sjö sem fyrirliði, og skoraði í þeim átta mörk. -JKS Atli Eövaldsson Atli er 26. landsliðsþjálfari ís- lands frá upphafi, Qórði íslend- ingurinn sem tekur við í röð og 12. íslendingurinn sem gegnir starfinu frá upphafi. Atli er ásamt Bjama Jóhanns- syni meö bestan árangur ailra þjáifara í tiu liða efstu deild en báðir hafa þeir náð 62,04% stiga í boði i 72 leikjum. Guðjón Þórðarson er fjórði á sama lista með 61,32% árangur. Atli stjórnaði KR-ingum til sig- urs í 21 af síðustu 27 deildar- leikjum liðsins og hefur KR-lið- ið unniö níu síðustu deildar- og bikarleiki undir hans stjóm. Atli náði 47,5% ár- angri með íslenska 21-árs landsliðið, lið- ið vann átta af 20 leikjum und- ir hans stjóm 1996-1999 en tap- aði þó sjö af síðustu níu leikj- unum. Atli hefur þjálfað HK, Fylki, ÍBV og KR á þeim 6 árum sem hann hefur verið þjálfari. Atli er reyndasti iands- liðsþjálfari tslands í sögunni sem Ieikmaður landsliðsins með 70 leiki á bakinu á árun- um 1976 til 1990, þar af 31 sem fyrirliði. Atli skoraði 8 mörk í þessum 70 leikjum. Guðjon a sem dæmi að baki 1 landsleik sem leikmaður. -ÓÓJ nokkur annar þjálfari hefur gert á síðustu rúmlega 30 árum.“ - Nú haföir þú um tvö störf aö velja. Annars vegar aö vera áfram hjá KR eöa sööla um og taka aö þér landsliöiö. Vó landsliöiö þyngra i þessari ákvöröunar- töku, var það það kannski meira starf i þinum augurn? „Að vera þjálfari landsliðsins er öðruvísi starf. Ég er búinn að starfa við þjálfun síðustu sex árin, nánast alla daga vikunnar. Starf landsliðs- þjálfara kemur öðruvísi út og unn- ið í meiri skorpum eins og sagt er. Þetta starf er ekki síður krefjandi en KR,“ sagði Atli Eðvaldsson við DV í gær þar sem tilkynnt var formlega að hann hefði tekið við þjálfun landsliðsins af Guðjóni Þórðarsyni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.