Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 27 * DV skífa hennar kom út í gær. Melanie flutt í ofboði á spítala Melanie Griffith var flutt í of- boöi á sjúkrahús í Baltimore um daginn. Melanie var í miðjum upptökum á nýrri kvikmynd þegar hún kenndi lasleika og féll í yfirlið. „Melanie er búin að leggja allt of hart aö sér. Hún reynir allt í senn að vera stór- stjama, móðir og eiginkona, á sama tíma og hún er í hörku- samkeppni við tvítugar stúlkur. Það gengur ekki til lengdar. Hún var alveg útkeyrð," sagði tals- Gloriu dreymir stóra bíódrauma Gloria Estefan er ekkert frá- burgðin öðrum ungum konum í Ameríku: Hana dreymir um að verða kvikmyndastjama. Breyt- ir þá engu þótt hún sé bæði fræg og moldrík poppstjama. Og eins og svo oft gerist í Ameríku ræt- ast draumarnir, því innan skamms verður frumsýnd fyrsta mynd Gloriu, Tónlist hjartans, þai- sem hún leikur á móti ekki ómerkari leikkonum en Angelu Bassett og Meryl Streep. Gloria er að vonum stressuð en segir mótleikkonurnar hafa veriö ákaflega hjálplegar við upptök- umar. Tina í síðasta söngferðalagið Rokkdrottningin Tina Turner staðhæfir að tónleikaferðalag hennar á næsta ári verði það síð- asta. Hún ætlar þó að halda áfram að syngja, sem betur fer. „Þetta verður síðasta rokkferða- lag mitt. Nú verð ég að breyta vinnusiðum mínum og skipta um gír,“ sagði Tina við frétta- menn í París um daginn. Tina er ekkert unglamb lengur, þótt ung- leg sé og hagi sér ekki í sam- ræmi við aldurinn, verður sex- tug í næsta mánuði. Og ný breið- Sviðsljós Ekkert má nú í bresku konungsfjölskyldunni: Sophie gafst upp fyrir tengdamúttu Sophie Rhys Jones varð að láta í minni pokann fyrir frekjunni í tengdamóður sinni, Elisabetu Eng- landádrottningu, og hirðmönnum hennar. Framvegis mun Sophie ekki koma fram fyrir skjöldu og mæla með framleiðslu viðskiptavina almanna- tenglsafyrirtækisins sem hún rekur. Niðurstaða þessi fékkst um helgina eftir langar og strangar viðræður. Það sem fór svona fyrir brjóstið á drottn- ingu og hennar mönnum voru auglýs- ingamyndir sem teknar voru af Sophie fyrir Rover-bílaverksmiðjum- ar og sýndar voru á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. Þótti hirðinni sem stúlkan hefði þama verið að not- færa sér nýfengna aðalsnafnbót sína í eigin ábataskyni. Sophie er jú eigin- kona Játvarðs, yngsta sonar Elísabet- ar og Filippusar, og hefur konunglega Sophie Rhys-Jones, eiginkona Ját- varðs Elísabetarsonar drottningar, lætur ekki framar mynda sig með framleiðsluvörum viðskiptavina sinna, bílum né öðru. titilinn greifaynjan af Wessex. Fyrir- tæki Sophie ku hafa fengið rúmar tuttugu milljónir fyrir vinnuna fyrir Rover. Breska blaðið Sunday Mirror upp- lýsti heimsbyggðin á sunnudag um að Sophie hefði sjálf gefið leyfi fyrir myndatökunni og opinberri birtingu myndanna á bílasýningunni. Blaðið hafði þá rannsakað málið ofan í kjöl- inn og rætt við fjölmarga sem það snertir, meðal annars háttsetta starfs- menn bilasmiðjanna. Upphaflegur samningur Sophie og Rover lagði blátt bann við slíkum myndbirtingum. Forstjóri Rover gafst hins vegar ekki upp og svo fór að Sophie sjálf gafst upp og leyfði mynda- tökuna. En nú verður víst ekki meira um slíkt. Pamela Anderson, fyrrum sílikonbomba, mætti í hrekkjavökupartí í Kaliforn íu um helgina, kappklædd að vanda. í velslunni voru margir krakkar með al næmi, enda verið að safna fé til að bæta þjónustuna við þau. Pamela hélt fram hjá Tommy sínum Pamela Anderson gat ekki haldið sér á mottunni á meðan eiginmað- urinn Tommy Lee sat í fangelsi. „Ég var með öðrum karlmanni," viðurkennir Pamela í viðtali við breska tímaritið Maxim. „Ég gerði það af því að ég hélt að við Tommy yrðum aldrei saman aftur. Tommy sat sem kunnugt er í tugt- húsinu í heilar ellefu vikur fyrir að ganga í skrokk á sinni heittelskuðu. Nú er Pamela, sem er lukkuleg og falleg á myndinni hér til hliðar, bú- in að taka villimanninn í sátt og fyr- ir dyrum stendur annað brúðkaup. „Ég reyndi aö þrauka alein en ég elska hann enn og hann er faðir barnanna minna. Þess vegna féllst ég nú á að gera aðra tilraun," segir hin afskorna Pamela. I þetta sinn á hún ekki von á öðru en ástin vari að eilífu þar sem Tommy er breyttur maður. „Hann hefur fullorðnast og það hef ég líka. Þegar við vorum yngri gátum við ekki talað almennilega saman en það getum við nú,“ segir hin barm- fagra Pamela að lokum. Daryl fækkar föt- um í æfingaskyni Leikkonan Daryl Hannah tekur sig alvarlega sem listamann. Þvi tók hún upp á því að fækka fötum og dansa erótískan dans í fatafellu- klúbbi einum í Los Angeles. Sýning- in var liður í undirbúningi leikkon- unnar fyrir næsta hlutverk sitt. Ekki dansaði Daryl kviknakin í þetta sinn en kannski næst. Fox og Dana fá loks að kyssast Þessu höfum við beðið lengi eftir. Ráðgátuvinimir okkar, þau Fox Mulder og Dana Scully, yflrnáttúrlegir sérfræðingar FBI, fá loks að kyssast almenni- lega á sjónvarpsskjánum. Þessi langþráði atburður gerist í alda- mótaveislu sem Fox og Dana sækja bæði, og svona miðaö við fyrri frammistöðu má gera ráð fyrir að höfundar sjónvarpsþátt- anna láti þau vera búin að fá sér talsvert neðan í þvi áður. Hversu oft hefur þau ekki langað að kyssast í þáttunum, og jafhvel eitthvað meira, en aldrei látið verða af því vegna einhvers tepruskapar? Ekki lengur. En hvað gerist eftir kossinn er ekki fullkomlega ljóst. Becks bannað að tala við Posh Knattspyrnukappanum David Beckham hefur verið fyrirskipað að draga úr farsímahringingmn til eiginkonunnar, kryddpíunnar Victoriu Adams, eða Posh. For- ráðamenn Manchester United knattspyrnufélagsins hafa áhyggjur af hugsanlegum heilsu- spillandi áhrifúm mikillar far- símanotkunar. Og óhætt er að segja að David tali mikið. Hann hringir í frúna oft á dag úr far- símanum og þau tala saman klukkustundum saman. tlHKASAMKVÆMÍ MEÐ GLÆSIBRAG Jólahlaðborð • Jólatrésskemmtanir • Brúðkaup Við bjóðum hrífandi salarkynni og lystilegar veitingar f , Fjölbreytt úrval matseðla. P Stórir og litlir veislusalir. I % Boróbúnaðar- og dúkaleiga. Veitum persónulega - ztsjb?. r-t-*W róðgjöf vio undirbúning. í é ÍW Hafið samband við Guðrúnu eða Jönu. RADISSON SAS, HÖTEL iSLANDI Sími 533 1100 • Fax 533 1110 Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@simnet.is I < C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.