Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 T~>V nn * og keisari til forna „Hann er eini ráðherrann sem gerir ekki minnstu til- raun til að skýra í fjárlagafrumvarp- | inu hverju aukin j eyðsla hans sætir. ' Arftaki Halldórs f er eins og keisari til foma, sem þarf engum að standa skulda- skil.“ Össur Skarphéðinsson al- þingismaður, um Finn Ing- ólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, í DV. Beinakonan „Ég er fyrst og fremst beina- kona og vinn við að setja sam- I an beinagrindur.“ Eva Klonowski, sem starfar við uppgröft á fjöldagröfum í Bosníu, í DV. Evrópuvírus utanríkis- ráðherranna „Flestir utanríkisráðherrar virðast fá einhvers konar Evr- ópuvfrus um leiö og þeir komast í starfið. Jón Bald- vin sá ekkert nema Evrópu. Halldór er líka gagntekinn af Evrópu.“ Steingrímur Her- mannsson, fyrrv. forsætis- ráðherra, í Degi. Ættu að tína fjallagrös í matinn „Ef til vill verður það þrauta- lendingin að Kolbrún (Hall- dórsdóttir) og skoðanasystkini hennar neyðist til að gerast sjálfum sér samkvæm, fari að tína fjallagrös í matinn og skríði aftur inn í torfkofann." Heimir Harðarson háskóla- nemi, í Morgunblaðinu. Virðuleg ponta V I I f I I „Mogginn er ponta sem all- ir geta stigið í. Hún er virðu- leg og vönduð með f gömlrnn útskurði f og sá sem tekur þar til máls fer < næstum ósjálfrátt að nota f zetu og kommur á undan tilvís- i unartengingum og skrifa „eg hefi“.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í DV. Súlurnar nauðsynlegu „Bæjarstjómin berst á móti því að ég fái aö opna þama af því að ég er með súlur.“ Jón Harðarson veitingamað- ur, sem vill opna nektar- dansstað i Keflavík, í DV. f f & (|> § Jakob Örn Haraldsson, „forsprakki" Akureyrarhátíðar, í höfuðborginni: Endurvekjum „Sjallastemninguna" DV, Akureyri: „Við höfum orðið varir viö mjög mikinn áhuga meðal fólks og það er talsvert búið að panta,“ segir Akureyr- ingurinn Jakob Örn Haraldsson en hann er forsprakki hóps sem gengist hefur fyrir Akureyr- arhátíðum í höf uðborginni und- anfarin ár. Nú er blásið til slíkrar hátíðar fjórða árið í röð og verður hún í Ás- garði í Glæsibæ nk. laugar- dagskvöld. „Það er alls kyns fólk sem sækir þessar sam- komur, auð- vitað fyrst og fremst brott- fluttir Akur- eyringar á öll- um aldri og svo er að aukast að fólk komi að norð- an beinlínis til að taka þátt í þessu með okkur. Upphaflega vor- um við nokkur sem stóð- um að þessu, hópur sem kom þessu af stað og það er mikið fjör. Fólk á öllum aldri sæk- þessa samkomur og maður er jaöi- vel að hitta fólk sem maður hefúr ekki séð árum saman og var jafhvel verið búinn að gleyma," segir Jakob Öm. „Séra Pétur Þórarinsson í Laufási _______________________ verður veislu- Maður dagsins ffi ofþaKtt ----------- tryggir að það verður hlegið eitthvað talsvert. Ann- ars er ætlunin að reyna að endur- vekja gömlu góðu Sjallastemninguna og við fáum til þess fólk sem allir þekkja. Inga Eydal kemur suður með hljómsveit sína og gestasöngvarar verða engir aðrir en Helena Eyjólfs- dóttir og Bjarki Tryggvason sem óþarfi er að kynna eitthvað sérstak- lega en það er örugglega hægt að lofa miklu fjöri," segir Jakob Öm. Samsetning matseðilsins vekur nokkra athygli en þar er villibráð áberandi. Byrjað er með fordrykkn- um „Sofðu nú sonur minn kær“, í forrétt er hunangsgljáð súla, reykt- ur lundi og hreindýrapaté, í aðalrétt kalkúnabringa og lambafile og eftir- rétturinn ber heitið „Vindheimajök- ull“. „Þetta lítur vel út á pappímum og á örugglega eftir að smakkast vel einnig,“ segir Jakob sem segist vilja sjá sem flesta Akureyringa á dans- skónum um næstu helgi. -gk Jakob Orn Haraldsson. Eitt verka Hörpu Björns- dóttur. Það sem mað- ur sér, það á maður í hinum nýja listsýning- arsal verslunarinnar MAN að Skólvörðustíg 14 sýnir Harpa Bjömsdóttir vatns- litamyndir sem em unnar á síðustu ámm. Myndimar em sjónrænt endurvarp úr umhverfi og upplifún lista- mannsins. Harpa Bjömsdóttir er fædd 1955 á Seyðis- firði. Hún hefur dvalist á vinnustofum í Frakklandi, Finn- landi, Danmörku, ítal- íu, írlandi, Spáni og Bali. Hefur hún haldið tuttugu einkasýningar á hinum ýmsu stöðum og tekið þátt í mörgum sam- sýningum hér heima og er- lendis. Þá hefúr hún tekið Sýningar þátt í alþjóðlegu snjóhöggs- móti í Svíþjóð og alþjóölegu tréskúlptúrmóti á Ítalíu. Harpa hefúr hlotið starfs- laun listamanna og verk eft- ir hana era í eigu safna og stofnana.. Sýning hennar I MAN stendur til 7. nóvem- ber. Myndgátan Andvarp Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Martiel Nardeau, Guðrún Birgis- dóttir og Peter Máté skipa Tríó Romance. Tríó Romance á Norðurlandi Tríó Romance verður á tón- leikaferð um Norðurland í byrjun nóvember. Tríóið er skipað flautuleikurunum Martial Nar- deau og Guðrúnu Birgisdóttur ásamt píanóleikaranum Peter Máté. Þau munu koma fram í sal Tónlistarskólans á Sauðárkróki í kvöld kl. 20.30, annað kvöld verð- ur tríóið svo í Siglufjarðarkirkju á sama tíma og í Félagsheimilinu á Hvammstanga á fimmudag. Tónleikar Á efúisskrá tríósins er meðal annars tónlist eftir Schubert, Chopin og Poulanc og útsetningar eftir Atla Heimi Sveinsson á vin- sælum íslenskum lögum. Tónlista- mennimir í Tríó Romance em öll meðal þekktust tónlistarmanna landsins og hafa víða komið fram bæði sem einleikarar og með öðr- um. Tónleikafor þeirra að þessu sinni er styrkt af FÍT og mennta- málaráðuneytinu. Bridge Þátttaka í undankeppni íslands- mótsins í tvimenningi hefur daprast undanfarin ár og að þessu sinni vom pörin tæplega 60, Þessi 60 pör kepptu um 33 laus sæti í úrslitum og var því minna en helmingur par- anna sem féll úr keppni. Spilaðar voru þrjár 27 spila lotur og að lok- inni þeirri keppni vom Guðmundur Sveinsson og Ragnar Magnússon á toppnum. í öðru sætu komu Sveinn S. Þorvaldsson og Vilhjálmur Sig- m-ðsson jr. en Guðmundur Péturs- son og Snorri Karlsson náðu þriðja sætinu. Nýbakaður íslandsmeistari í einmenningi, Sigurbjöm Haralds- son, hafnaði í tólfta sæti með bróð- ur sínum Antoni. Hér er eitt spil úr viðureign þeirra bræðranna við Guðmund Pál Amarson - Þorlák Jónsson. Spilið er úr annarri lot- unni, norður gjafari og NS á hættu: * Á96 ÁG1063 * D5 * Á92 * K832 D75 * G862 * 76 f D * K984 * K9 * KG10853 Norður Austur Suður Vestur Sigurbj. Þorl. Anton G.P.A. 1* pass 3* pass 4 * pass 4 ♦ pass 4» pass pass 4 * 5 * pass 6 hjörtu p/h f G10754 W 2 f Á10743 * D4 Bræðumir Anton og Sigurbjöm nota veikar „splintersagnir“ og ákváðu eftir nokkrar þreifingar að láta staðar numið í fjórum hjörtum. Guð- mundur Páll ákvað þá að freista þess að taka fómina í fjóra spaða enda var hann á hagstæðum hætt- um og taldi líklegt að félagi sinn ætti lengd í litnum. Ákvörðunin var rétt í sjálfú sér því fómin fer í mesta lagi 3 niður en varð aðeins þess valdandi að and- stæðingamir fóm í slemmu. Fimm lauf sýndu oddatölu ása. Spaðasögn Guömundar hjálpaði Sigurbimi að fara rétta leið í hjartalitnum og sið- an vom tveir hæstu í laufi teknir. Þeir voru ekki margir sem náðu og ■ stóðu 6 hjörtu á spil NS. ísak Öm Sigurðsson Sigurbjörn Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.