Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 Þessir tveir frísku menn nýta síð- ustu haustdagana til að ganga frá málningarvinnunni áður en veturinn ^■gengur í garð. Myndin er tekin við Flókagötuna. DV-mynd Pjetur Tölvunefnd að semja um einn þátt vinnslu gagnagrunns: Erlendir ráðgjafar komi til hjálpar Tölvunefnd er að ganga til samn- inga við erlenda ráðgjafa varðandi gerð öryggisskilmála um gerð og vinnslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, sagði við DV í morg- un að fyrirtækið sem hér um ræðir sé traust og sérhæfi sig í öryggis- málum og hafi víðtæka reynslu á því sviði. „Lögin um gagnagrunn gera ráð fyrir að gera verði mjög strangar ör- yggiskröfur um verndun per- sónuuplýsinga. Til að fá slíka þekk- ingu þarf að leita til erlends fyrir- tækis. Við erum ekki búnir að ganga frá samningnum en það verð- ur vonandi gert í þessari viku,“ sagði Páll. Erlenda ráðgjafarfyrirtækið er að leggja fram ákveðnar tillögur sem Tölvunefnd vinnur úr. Það er hins vegar á valdi heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins að gefa út leyfi til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Páll segist ekki vilja gefa upp hvaða ráðgjafarfyrirtæki um er að ræða fyrr en gengið hefði verið frá samningum við fyrirtækið - það skýrist alveg á næstunni. Hann segir að verkefnið verði þannig framsett að það hafi skýra skírskotun til öryggiskrafna þess lagatexta sem á við um gagna- grunn um persónuuplýsingar. „Hjá þessu fyrirtæki er þekking, erfðasviðið eða hemaðargrunn," hvort sem um er að ræða að búa til sagði Páll Hreinsson. heilbrigðisgagnagrunn varðandi -Ótt Kári Stefánsson bfður eftir starfsleyfinu. Sofnuðu út frá kertum: Símhringing bjargaði fjölskyldu - þrennt með eitrun Fjölskylda í Breiðholti slapp naumlega eftir að hafa sofnað út frá logandi kertum í nótt. Mildi var að fjölskyldan vaknaði en símhringing frá foreldrum kon- unnar kom þeim til bjargar. Þeg- ar þau vöknuðu var mikiil reykur í íbúðinni en borðplata úr plasti hafði bráðnað sem olli slæmum reyk. Þau voru flutt á slysadeild til frekari athugunar. Samkvæmt vakthafandi lækni varð þeim ekki meint af en fylgst er með tveggja ára dóttur hjónanna. -hól Myndin er frá snjóflóðinu sem féll milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. DV-mynd Helgi Fyrsta snjóflóð vetrarins fallið: Þriggja metra djúpt DV, Ólafsfiröi: Snjóflóð féll við Sauðanes, milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, aðfara- nótt mánudags. Þetta vakti fúrðu margra sem komust ekki á milli bæjanna á mánudagsmorgun, þar sem frekar lítinn snjó var að sjá á báðum stöðum. En fLóðið reyndist vera um það bil þriggja metra djúpt þar sem það var dýpst. Um- ferð hófst aftur um tíuleytiö. Þar með er fallið fyrsta snjóflóð vetr- arins. -HJ SIÐBLINDA I GLER- AUGNAVERSLUN! Veðrið á morgun: Rigning sunnan til Á morgun verður vaxandi aust- an- og norðaustanátt og rigning sunnan til en slydda norðan til, einkum síðdegis. Heldur hlýnandi veður í bili. Veðrið í dag er á bls. 37. Gleraugna- fiársvik Tveir karlmenn hafa verið úrskurð- aðir i sjö daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um 7 milljóna króna fjársvik. Menn- irnir, sem eru á fertugsaldri, sáu um rekstur gleraugnaverslunar i Hag- kaupi í Skeifunni. Talið er að meint fjársvik hafi staðið yfir um nokkurt skeið, m.a. með þeim hætti að hag- ræða bókhaldi, draga sér fé og taka vörur verslunarinnar sem sagðar voru skemmdar og tryggingafélög höfðu greitt fyrir. Jafnframt rekstri verslunarinnar í Hagkaupi hafa þeir rekið eigin gleraugnaverslun á Lauga- vegi._______________-hlh Ríkissjónvarpið: Bogi fékk hjartaáfall Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins, fékk hjartaáfall á heim- ili sínu síðastliðið fóstudagskvöld og var fluttur með hraði á sjúkrahús. „Ég var að horfa á Goldie Hawn í sjónvarp- inu þegar ég fékk verk. Konan min hringdi í lækni og í kjölfarið var ég fluttur umsvifa- laust á sjúkra- hús,“ sagði Bogi sem nú liggur á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og er á batavegi. Ráðgera lækn- ar að blása úr einni æð fréttastjórans og að lokinni hefðbundinni hvíld ætti Bogi að verða jafngóður. -EIR Grafarholt: Lóðirá uppboði - til byggingarfélaga Hugmyndir eru uppi hjá borgar- yfirvöldum um að bjóða upp nýjar lóðir í Grafarholti til byggingarfé- laga en úthluta til einstaklinga eins og gert hefur verið. Að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur málið ekki verið afgreitt í borgarr- ráði. Það verður væntanlega gert í næstu viku. „Við myndum í öllum tilvikum selja byggingaréttinn," sagði borg- arstjóri, „en bjóða út lóðimar sem eru fyrir byggingarfélögin og bygg- ingameistarana. Með þessu komumst við hjá því að vera að velja á milli byggingarverktaka, byggingarmeistara og félaga og gera þannig upp á milli þeirra. Þeir kaupa bara þessa vöru, bjóða í hana og það ræður úrslitum um það hver fær. Þeir eru að framleiða vöru til að selja.“ -JSS Bogi Ágústsson. Jólakort Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.