Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1999, Blaðsíða 1
ÞRIDJUDAGUR 2. NOVEMBER 1999 Uppáhalds- heimasíðurnar Bls. 20-21 X-boxið á leiðinni? Bls. 18 tölvu-i tækni og vísinda Tölvuvæddir flækingshundar Borgaryflrvöld í Bangkok í Tælandi hafa fengið ansi frumlega hugmynd til að halda tölu yfir hundaeign þar í borg. Bjóða yfirvöld þar á bæ nú hundaeigendum að setja lít- inn tölvukubb undir feld dýranna. Að- gerðir þessar eru til að sporna við þeirri plágu sem flækingshundar eru orðnir í borginni. Áætlað er að um 100.000 flækingshundar tölti um götur Bangkok-borgar. Aðgerðin, sem er einföld og veldur að sögn dýrunum engum óþægindum, á að auövelda yfirvöldum að ná stjórn á þessu vandamáli. Tölvukubburinn, sem er settur í hundana, inniheldur upplýsingar um eigendur þeirra og hvort þeir hafi ver- ið bólusettir fyrir hinum ýmsu kvillum er hrjá hinn dæmigerða tælenska meðalnund. Betri eldgosaspá Vísindamenn i Japan og Bandaríkjunum sögðu frá því í tímaritinu Science fyrir skömmu að þeir hefðu fundið upp aðferð til að spá betur fyrir um eldgos en hing- að til hefur verið hægt. Aðferðin sem þeir nota er að rannsaka gervitunglamyndir af þekktum gossvæðum, sérstaklega þegar jarðskjálftar verða á svæðunum. Þeir segja að á gervitunglamyndunum komi greinilega fram breytingar á yfirborðinu þegar hraunið þrýstir á undir yfirborðinu í kjölfar jarðskjálftanna. Þrýstingurinn helst stöðugur eftir að jarðskjálftarnir hætta og með þvi að fylgjast með honum er hægt að spá nánar fyrir um hvort og þá hvenær sé hætta á eldgosi í kjólfar jarðskjálfta á eldgosasvæðum. PlayStation augnaðgerð* l-i auga í Tar- onga-dýra- garðinum í Sydney í Ástralíu. Eðlan, sem upprunalega var frá Ragunan- dýragarðinum í Indónesíu, hafði litla sem enga sjón á hægra auga fyrir aðgerðina en hún hafði þjáðst af vagli. Það var augndýralæknirinn Cameron Whittaker sem fram- kvæmdi aðgerðina sem heppn- aðist vel í alla staði. Á stóra myndinni hér til hliðar sést Whittaker undirbúa eðluna fyrir uppskurðinn en á inn- felldu myndinni er sjálfur uppskurðurinn hafinn. Siðustu fréttir herma að eðlunni heilsist vel eftir aðgerðina og að hún sé greinilega ánægð með hina auknu sjón sína. Þessi ágæta þriggja metra langa Komodo-eðla gekkst á dögunum undir uppskurð á Nýtt eldhús fyrir jól Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREiÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RAÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 ^^^ BRÆÐURNIR PORMSSON * ^^^^ Lágmóla 8 • Sími 530 2800 ELDHUSINN T T I N BAÐINNRETTING F A T A S P A R

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.