Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1999, Blaðsíða 4
.mm' MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 Hestamennska hefur veriö stöðugt vaxandi undanfarin ár og enn virðist ekkert lát þar á. Þormar Ingimarsson er einn þeirra hestamanna sem stundað hafa íþróttina um áratuga skeið. Hann kom fyrst að hestamennsku í Reykjavík 12 ára gamall og undan- farin ár hefur hann verið í ferða- nefnd hjá hestamannafélaginu Fáki og staðið fyrir fjölda ferða á sumr- in. „í sumar vorum við með Reykja- nesferð, Leirubakkaferð og síðan Dalaferð. Það hefur nánast verið uppselt í allar Fáksferðimar und- anfarin ár. Fjöldi hestamanna í hverri ferð hefur verið um 30 manns. Ég hef ferðast í ein fimmt- án ár um hálendi íslands. Mér sýn- ist í allri umfjöllun um hesta- mennsku að hún sé mjög vaxandi. Það er líka gífurleg aukning í öllu sem tengist hestamennsku. Menn hafa talað um aö þeir sem stundi ferðalög á hestum séu hinn þögli meirihluti. Ég held að það eigi þó eftir að bera meira á þess- um hópi á komandi árum, frekar en keppnisfólkinu sem mest hefur verið í sviðsljósinu til þessa. Það á eftir að veröa meiri umfjöllun um þátt ferðalaganna í hestamennsk- unni og bætta aöstöðu þar að lút- andi. Þetta skilar miklu inn í hag- kerfið því ferðalög á hestum kosta töluvert mikið.“ - Er ekki gríðarleg vinna að stunda hestamennsku? „Jú, það er mikil vinna, en hún er mjög gefandi. Þetta er líka vinna sem fólk ákveður sjálft að fara út í og hvað menn vilja hafa hana mikla. Menn geta talsverðu ráðið um tímann sem I þetta fer. Það fer m.a. eftir því hversu marga hesta Veiðitími fugia á íslandi Hrafn - allt árið Silfurmáfur - allt árið Sílamáfur - allt árið Svartbakur - allt árið Grágæs- 20.8-15.3. Heiðagæs- 20.8-15.3. Blesgæs- 1.9-15.3. Dílaskarfur- 1.9-15.3. Fýll-1.9-15.3. Helsingi-1.9-15.3. Toppskarfur- 1.9-15.3. Duggönd- 1.9-15.3. Hávella- 1.9-15.3. Hettumáfur- 1.9-15.3. Hvítmáfur- 1.9-15.3. Rauðhöfðaönd -1.9-15.3. Rita- 1.9-15.3. Skúfönd-1.9-15.3. Stokkönd- 1.9-15.3. Toppönd -1.9-15.3. Urtönd -1.9-15.3. Álka-1.9-10.5. Langvía- 1.9-10.5. Lundl- 1.9-10.5. Stuttnefja- 1.9-10.5. Teista- 1.9-10.5. Rjúpa- 15.10-22.12. Heimilt er að veiða kjóa í og vlð friðlýst æðarvarp á tímabilinu 15.4-14.7. Maður ánetjast hestamennskunni . .................................................................................. Nýt umgengni við yndislegt dýr Þaö má heldur ekki gleyma því hvaö einn erlendur hestamaður leggur þjóðarbúinu í té meö komu sinni hingað I kannski tíu daga hestaferð. Hann borgar trúlega um 15 þúsund krónur á dag, auk flugferða og annars. Oft endar það líka með því að hann kaupir hest í leiðinni og kannski fleiri í fram- haldinu. Þá koma slíkir gestir gjaman aftur í heimsóknir I aðrar ferðir og draga þá með sér fleiri gesti.“ - Hvað færö þú helst út úr hestamennskunni? „Ég nýt umgengni við yndislegt dýr sem hefur þjónað okkur Is- lendingum frá örófi alda. Þá nýt ég líka samvista við fólk með sama áhugamál og ferðalaga um ósnortna náttúru íslands," segir Þormar Ingimarsson hestamaður. -HKr. Niiijii þoviiiar Injjíiníirssiin sern nýtiir úlivjstíir ciij hi*stafiírð?i um úsnurlmi miMúiu íslmids Þormar Ingimarsson með tvó hross i taumi og sjá má trússtöskur að gömlum sið á öðrum hestinum. maður hefur og hvemig vinnunni er skipt niður. Þetta er þó þannig sport að maður ánetjast því. Það er mjög erfitt að vera lítilvirkur í hestamennskunni. Menn ráða sér illa með að stunda þetta kannski bara einu sinni í viku með hang- andi hendi. Flestallir taka þetta af krafti og hesturinn krefst þess að honum sé sinnt og þjálfaður. Þá fyrst er þetta skemmtilegt þegar hesturinn er vel þjálfaður og mað- urinn líka. Ég sé sjálfan mig t.d. ekki draga mikið úr þessu sporti. Ef ég þyrfti þess þá myndi ég miklu frekar hætta því alveg. Hestabúgardar ryðja sér til rúms Annars er það að byrja hér eins og erlendis að einkaaðilar sjái um hestana á hestabúgörðum. Þá koma eigendur bara að hestunum kembd- um og finum. Hestamennskan í heild sinni er að taka á sig æ meiri blæ atvinnumennsku. Bændaskól- inn á Hólum hefur verið að út- skrifa mikið af fólki af sinni hesta- braut. Fæmi tamningamanna og fagþekking hefur því aukist mik- ið.“ Fornar reiðleiðir urðu að bílvegum - Eruð þið ekki mikið gagn- rýndir fyrir að vera að þvælast fyrir í umferðinni? „Ég held að við séum ekki að þvælast svo mikið í umferðinni. Það þarf ekki nema einn órólegan bUstjóra tU blása það upp. Það er eftirtektarvert að ef hestamenn eru með rekstur á vegi og það kemur bUl á móti reyna bUstjórar oft að böðlast í gegnum rekstur- inn. Þannig eiga menn á hættu að fæla hestana og skemma bíl- ana.sem þyrfti ekki ef bUstjórar legðu út í kant og biðu rólegir meðan við renndum fram hjá. Ósk hestamanna er að við þjóð- vegina séu reiðvegir svo við þurf- um ekki að vera á akvegunum. Þá er það líka ósk hestamanna að sem mest sé af reiðvegum úti í náttúrunni. Það var nú víða þannig í upphafi að fomar reið- leiðir urðu að bUvegum. Þannig þykir okkur svolítið brotið á okk- ar rétti. Þá hafa bændur sums staðar girt fyrir fomar reiðleiðir. Þaö er kannski líka hestamönnum sjálfum að kenna. Menn hafa farið með rekstur í gegnum lönd bænda og blandað hópnum saman við heimahross og þaö hefur valdið illindum. Það vom þó óskráð lög að ekki mætti loka fomum reið- leiðum.“ - Hvenær verður komið of mik- ið af hrossum á vissum svæðum? „Það er eUaust of mikið af hrossum á mörgum svæðum, en það er þó aldrei of mikið af góðum hrossum. Það þarf að skera niður léleg hross og koma upp meiru af góðum hrossum. Ég veit aö þetta er markmið allra hrossaræktenda, en það mætti samt taka skemmri tíma. Það má segja að það sé Færni tamningamanna og fagþekking hefur aukist mikið á undanförnum árum. ákveðin órækt í gangi.“ í dag þýðir ekki að plata útlendingana - Nú hefur dregið úr útUutn- ingi, kallar það ekki á niður- skurð? „Mér skilst að það sé tímabund- inn samdráttur í útflutningi, sér- staklega tU Þýskalands. Það eru þó teikn á lofti að úr því rætist. Ég tel líka að íslenski gæðingurinn sé svo sterkur á heimsvísu að tíma- bundin áfoll hafi ekki neitt með vinsældir hans að gera til langs tíma. Hann mun á endanum sigra land eftir land og herja þar á markaði. Það er til dæmis allt í góðri vinnslu á Bandaríkjamark- aði. Ég held að íslenskir útflytj- endur hafi lært vel af reynslu sinni af Evrópumarkaönum og muni taka Bandaríkjamarkaðinn með þeim formerkjum að senda einungis út góð hross. í dag þýðir ekki að plata útlendingana enda er orðin alvöru markaðssetning á íslenska hestinum. Þormar Ingimarsson telur hestamennsku vera mjög vaxandi tömstundagaman. Hestar: Maður sannprófar ekki hvers viröi maður er sjálfur fyren maöur hefur látið hestinn sinn ... - Halldór Laxness (Paradísarheimt - Stein-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.